Morgunblaðið - 16.09.2022, Side 20

Morgunblaðið - 16.09.2022, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022 ✝ Jón Pétursson var fæddur í Kasthvammi í Lax- árdal í S-Þing 27. nóvember 1932. Hann lést á dval- arheimilinu Hvammi á Húsavík 4. september 2022. Foreldrar hans voru Pétur Jóns- son, bóndi í Ár- hvammi Laxárdal, og kona hans, Regína K. Frí- mannsdóttir. Systkini Jóns voru 10 og eru fimm þeirra á lífi. Unnusta Jóns var Hildur Jón- asdóttir, frá Þverá í Laxárdal, f. 5. maí 1930, d. 22. sept- ember 2021. Jón var bóndi í Árhvammi Lax- árdal, og tók alfar- ið við búi föður síns eftir andlát hans 1970. Jón og Hildur hættu búskap í Ár- hvammi 2011, en dvöldu þar til árs- ins 2016, er þau fluttu á dval- arheimilið Hvamm á Húsavík. Útför Jóns fer fram frá Þver- árkirkju í Laxárdal í dag, 16. september 2022, kl. 14. Bróðir, við fylgjum hinstu spor í heimi, vildum svo fegin þér leggja lið. Enginn það vissi að þín stund var komin með hinstu lækning, hinsta frið. (Hulda) Jón bróðir okkar er látinn í hárri elli, hefði orðið níræður 27. nóvember næstkomandi. Jón fékk slæma sýkingu í hægri fót á síðasta ári, svo fjarlægja þurfi fótinn við hné. Þetta urðu erfiðar tvær aðgerðir fyrir aldraðan mann, svo á tímabili var tvísýnt um líf hans, en hann hristi það af sér enda bæði sterkur og hraust- ur. Því kom andlátið okkur svolít- ið á óvart nú þar sem hann hafði náð sér ótrúlega vel og öll sár gróin. Við ætlum ekki í þessum fá- tæklegu orðum að skrifa ævisögu Jóns, aðeins að þakka fyrir sam- fylgdina í gegnum árin, gest- ristina er við komum í kaffi eða heimsókn í sveitina. Jón og Hild- ur voru bæði tvö einstaklega gestrisin og höfðingjar heim að sækja. Sum okkar vilja líka þakka fyr- ir allar sumardvalir barna okkar, sem líða þeim seint úr minni. Við viljum líka þakka sérstaklega umönnun móður okkar eftir að hún varð ekkja, en hún bjó hjá Jóni og Hildi í Árhvammi alla tíð eftir andlát föður okkar. Jón var góður bóndi og sér- staklega fjárglöggur og þekkti allar sínar ær með nafni. Natinn var hann við bústofn sinn. Jón var staðfastur á sinni skoðun, sumir kannski segja örlítið þrár, stundum jafnvel svolítið hrjúfur, en undir yfirborðinu sló stórt og gott hjarta og viðkvæm sál sem mátti ekkert aumt sjá. Við minnumst skemmtilegra systkinamóta sem við héldum eins oft og við sáum okkur fært víðs vegar um land. Jón var oft þungur í taumi að koma með í fyrstu, taldi það óþarfa, en svo skemmti enginn sér betur en hann er á staðinn var komið, enda hafði hann yndi af því að skoða sig um sveitir landsins. Samfylgd og samverustundir allar þökkum við öll, minningin fyllir hugann birtu og yl. Guð blessi minninguna um bróður og vin. Hjartfólgnar þakkir, hjartans vinur góði, fylgja þér héðan í friðarlönd. Sælt verður síðar sælan þig finna á sumarlandsins sólskinsströnd. (Hulda) Fyrir hönd systkinanna, Aðalsteinn Pét- ursson. Elsku Jón frændi, við kveðjum þig með söknuð í hjarta og þökk- um þér fyrir allar ánægjustund- irnar sem við áttum með þér og Hildi í sveitinni okkar Laxárdal. Við gleymum aldrei hversu vel þú tókst á móti okkur þegar við komum í Árhvamm, hvort sem við komum í stutta heimsókn eða fengum að vera yfir sauðburð. Uppáhaldsferðirnar voru þeg- ar við fengum að fara með þér í póstferðirnar. Í minningunni voru þetta ævintýraferðir enda víða stoppað og alltaf brjóstsykur í boði í gamla Land Rovernum þínum. Þá eru ótaldar ferðirnar að leita að hreiðrum í Kílum. Þú kenndir okkur borgarbörnunum margt um náttúruna sem við er- um þakklát fyrir og gleymum aldrei. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Minning um þig mun lifa í hjörtum okkar. Jóna, Regína og Trausti. Jón Pétursson ✝ Sigurður Har- aldur Sig- urþórsson fæddist á Hemlu í Vestur- Landeyjum 7. júní 1936. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 5. september 2022. Foreldrar hans voru Ágústa M. Guð- mundsdóttir frá Sigluvík, f. 7.8. 1915, d. 2.8. 1972, og Sigurþór Ívarsson frá Sámsstöðum, f. 14.7. 1899, d. 27.11. 1949. Eftir lát föður síns fór Sigurður að Seljalandsseli til hjónanna Guðlaugar Sigurð- ardóttur og Helga Jónassonar, ólst þar upp og var þar til heimilis þar til hann kvæntist 1984. Systkini Sigurðar eru Ólafur, f. 8.8. 1938, d. 2018, Jóhanna Erla, f. 5.4. 1944, d. 2015, Eggert Sigurþór, f. 11.9. 1952, og Sig- hvatur Einar, f. 11.2. 1956. Sigurður kvæntist Ingibjörgu Sæmundsdóttur 8.12. 1984 og bjuggu þau allan sinn búskap í Þorlákshöfn. Ingibjörg var fædd í Fljótsdal í Fljótshlíð 2.7. 1941, d. 13.12. 2018. Börn hennar af fyrra hjónabandi eru: 1) Úlfar, f. 1960, sam- býliskona hans er Gerður Stef- ánsdóttir, sonur Úlfars er Ævar Örn og sonur Gerðar Stefán Hrafn. 2) Marta Sonja, f. 1961, eiginmaður hennar er Brynjar Sigurgeir Sigurðsson, börn þeirra eru Ólöf Anna, Gísli Þór og Sigrún Ásta, fyrir átti Marta Sæunni Ingibjörgu. 3) Þorsteinn, f. 1962, d. 2002, eiginkona hans var Susanne A.M. Gíslason, börn þeirra eru Ingi Þór, Emanuela Lind og Aron Freyr. Barna- barnabörnin eru 19. Sigurður vann ýmis störf í Þorlákshöfn, mest við fiskverkun en lengst starfaði hann í áhalda- húsi sveitarfélagsins. Útför hans fer fram frá Þor- lákskirkju í dag, 16. september 2022, kl. 13. Streymt verður frá athöfninni, https//www.mbl.is/andlát Hann stjúpi minn, þessi hæg- láti, dásamlegi maður, hefur kvatt þetta líf. Þau mamma fóru að líta hvort annað hýru auga árið 1982. Það var þeirra beggja lán að hitta hvort annað. Þau voru svo sam- rýnd og góð saman. Það var aldrei talað um annað þeirra, alltaf bæði nefnd – Imba og Siggi. Mamma og Siggi ferðuðust mikið, bæði innan- lands og utan. Það var toppur á þeirra tilveru að fara til Kanarí, þangað fóru þau árlega eða jafnvel oftar. Stórum hluta sumarsins var eytt í bústaðnum sem þau byggðu sér á æskuheimili hans undir Eyjafjöllunum. Hreiðrinu sem bar svo gott vitni um natni Sigga. Þar var allt svo snyrtilegt, borið á bú- staðinn, bletturinn sleginn og rak- aður, tré og blóm gróðursett. Og ekki má gleyma kartöflunum. Alltaf var “til í soðið“ þegar leið á sumarið og “tekið upp í pottinn“ Þau áttu gott líf saman þó það væri óþarflega stutt. Siggi var mömmu stoð og stytta í hennar veikindum. Hann vildi alltaf allt fyrir hana gera og oft dáðist ég að því hvað hann var henni góður. Hans missir var mik- ill þegar hún féll frá. Hann var alltaf í góðu skapi, stutt í húmorinn og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Einu sinni heyrði ég hann hækka róminn, en þá var einu sinni sem oftar verið að ræða um Kaupfélagið þar sem mamma vann. Honum fannst við- mælandinn vera að skammast í henni fyrir vöruskort eða hátt verðlag og fannst það ekki rétt. Hann varði hana auðvitað. Hún bar enga ábyrgð á því. Þeir sem þekktu Sigga vita hversu góður og gegnheill maður hann var. Það þarf ekki að tíunda mannkosti hans frekar en ekki annað hægt en að nefna það aftur og aftur. Hann var vinmargur og öllum þótti vænt um hann. Til eru marg- ar sögur þar sem hann birtist óvænt til að hjálpa fólki, oftar en ekki vopnaður pensli, stiga, garð- sláttuvél, skóflu eða hrífu. Allt eft- ir því hvað fólk var að gera. Þó var það þannig að honum þótti alltaf of mikið fyrir sér haft. Síðustu ár- in, eftir að honum fór að hraka svo mjög, þegar boðist var til að gera eitthvað fyrir hann þótti honum nú óþarfi að vera að snúast kring- um sig. Alltaf svo þakklátur og alltaf vildi hann launa greiðann. Honum hrakaði mjög hratt síð- asta árið eða svo. Parkinsonsjúk- dómurinn, fylgikvillar hans sem og heyrnarskerðing ollu honum mikilli vanlíðan og mikilli skerð- ingu á hans lífsgæðum. Nú hefur hann verið leystur þrautunum frá, nú er hann sól- fagra landinu á. Ástvini sé ég, er unni ég hér, árstraumar fagnaðar berast að mér. Blessaði frelsari, brosið frá þér, það verður dásamleg dýrð handa mér. Það eru svo margar fallegar minningar sem ég geymi í hjarta mér. Þó það sé sárt að kveðja þá samgleðst ég honum svo innilega að fá hvíldina sem hann hafði þráð svo lengi. Þann 5. september tjaldaði al- mættið öllu því fegursta sem það átti til að undirbúa komu Sigga til æðri heimkynna. Líklega heitasti dagur ársins og sólarlagið svo fal- legt að með eindæmum var. Það hefur verið tekið vel á móti honum og það veit ég með vissu að þau hjónin, sem voru svo miklir fé- lagar, eru sameinuð á ný. Núna er spilað á spil á himnum. Marta Sonja. Það var ekki hægt að hugsa sér fallegra sólarlag en 5. september sl. þegar elsku Siggi okkar fékk hvíldina. Við söknum hans, það vantar þennan hluta af lífi okkar sem hann hefur verið sérstaklega þessi síðustu ár eftir að Imba dó. Við fundum það að hann var einmana og fórum að heimsækja hann reglulega, helst í hverri viku, okk- ur öllum til mikillar ánægju. Þeir kynntust bræðurnir, ólust ekki upp saman en þessi ár voru okkur dýrmæt og skilja mikið eftir sig. Sumt var þó of sárt til að ræða og rifja upp og taldi hann það best geymt í glatkistunni. Við fórum saman austur undir fjöll og hann miðlaði okkur af sín- um fróðleik um fjöllin og byggðina sem hann hélt miklu ástfóstri við. Síðasta ferðin okkar var í júní sl., honum var mikið í mun að blómin væru komin á leiði foreldra hans í Ásólfsskálakirkjugarði fyrir 17. júní, það tókst þótt þrek hans væri skert. Á heimleiðinni áttum við góða stund með systrum Imbu á Hvolsvelli. Heilsunni hrakaði og lungna- bólga lét á sér kræla ofan í park- insonsjúkdóminn sem hafði hrjáð hann um árabil, hann lagðist inn á HSU og dvaldi þar þar til yfir lauk. Kærar þakkir til ykkar sem önnuðust hann og sýnduð honum vináttu og kærleik. Eggert og Móeiður. Á kveðjustund minnist ég Sigga Sigurþórs frá Seljalandsseli með mikilli hlýju og þakklæti. Hann var hjálpsamur, hjartahlýr og traustur. Amma mín og afi, Guðlaug og Helgi frá Seljalands- seli, tóku hann ungan að sér og var hann fóstursonur þeirra. Hann var því uppeldisbróðir mömmu. Þegar ég fór að muna eftir mér voru Siggi og mamma til heimilis í Seli með gömlu hjónunum ásamt okkur bræðrum. Í minni barn- æsku var Siggi alltaf til staðar og hændist ég mjög að honum enda einstaklega barngóður. Siggi hafði gaman af hestum og á ég margar góðar minningar um stundir með honum í hesthúsinu eða í smala- mennsku á hestum. Á jólum og afmælum var alltaf mikill spenningur fyrir gjöfinni frá Sigga því það var alltaf stærsta og flottasta gjöfin. Þegar afi og amma hættu bú- skap tóku Siggi og bræður mínir við búinu í Seli. Samhliða bú- skapnum fór Siggi á vertíð til Þor- lákshafnar og vann í sláturhúsinu í Djúpadal. Mér er mjög minnis- stætt að þegar þeir keyptu nýjan traktor fyrir búið tók Siggi mig með sér til Reykjavíkur til að ná í hann. Það var ekki leiðinlegt fyrir níu ára gutta. Hann sagði að best væri að taka mig með til að læra á hann því trúlega kæmi ég til með að nota hann mest. Siggi reddaði mér vinnu í slát- urhúsinu þegar ég var 15 ára og tók mig með sér. Þegar ég eign- aðist minn fyrsta bíl vildi Siggi endilega að ég fengi bílnúmerið sitt L-551. Það má með sanni segja að Siggi hafi átt stóran þátt í uppeldi mínu enda ólst ég upp með honum fyrstu 16 árin. Þeirra tíma minnist ég með miklu þakklæti. Siggi giftist Ingibjörgu Sæ- mundsdóttir í desember 1984. Það var mikið gæfuspor fyrir Sigga því Ingibjörg (Imba eins og hún var kölluð) var yndisleg kona í alla staði. Siggi og Ingibjörg fluttu til Þorlákshafnar og hófu sinn bú- skap þar og bjuggu alla tíð. Þau voru afskaplega samrýnd hjón og gerðu allt saman. Þegar komið var upp fjölskyldureit í Seli (Nátt- haga) urðum við nágrannar með lóðir hlið við hlið. Þar vorum við oft og minnumst við fjölskyldan góðra tíma með þeim þar. Ekki skemmdi fyrir að Valgerður kona mín og Ingibjörg voru náskyldar. Valgerður og Siggi náðu vel sam- an í ræktun gróðurs í Nátthaga og sást oft til þeirra með skóflur og tré sér í hendi. Þótt við Siggi værum fluttir frá Seli vorum við alltaf í miklu sam- bandi. Við töluðum t.d. alltaf saman á aðfangadag til að óska hvor öðr- um og fjölskyldum gleðilegra jóla. Einnig á afmælisdögum okkar. Ég hef því verið með eða heyrt í Sigga á aðfangadag og afmælisdögum okkar alla mína ævi. Mikið á ég eft- ir að sakna þessara símtala. Ingibjörg lést 2018 og bjó Siggi einn eftir það. Á síðustu mánuðum hrakði heilsu Sigga og lést hann á Sjúkrahúsi Suðurlands að kvöldi 5. september sl. Mér þótti gott að geta verið hjá honum þegar hann kvaddi. Við leiðarlok vil ég þakka Sigga uppeldið og ævilanga sam- fylgd sem einkenndist af væntum- þykju, tryggð og vináttu í minn garð og fjölskyldu minnar. Bless elsku Siggi, sjáumst síð- ar. Knútur Halldórsson. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elsku Siggi frændi, þín verður sárt saknað, minningin um þig mun lifa. Takk fyrir allt og allt. Þínar frænkur, Ragnheiður Eggertsdóttir og Guðbjörg Emma Matthíasdóttir. Sigurður H. Sigurþórsson Skarphéðinn Gunnarsson, kær fé- lagi, er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Við samstarfsfólk hans á Múlalundi áttuðum okkur fljótt á mannkostum hans. Skarphéðinn var góður vinur og frábær fyrir- mynd. Hann hafði góða yfirsýn yf- ir verkefnin og lét sig varða það sem betur mátti fara enda kennari fram í fingurgóma. Þegar hann tók eftir að einhver fór ekki rétt Skarphéðinn Gunnarsson ✝ Skarphéðinn Gunnarsson fæddist 1. desem- ber 1964. Hann lést 6. september 2022. Útför hans fór fram 15. september 2022. að, leiðbeindi hann af ljúfmennsku sinni þangað til útkoman var fullkomin. Spurningin „ertu góður?“ sýndi vel umhyggjusemi hans í okkar garð og bar hann ætíð hag okkar hinna fyrir brjósti. Hann bar af í getu við ýmis verkefni enda vandvirkur og vinnusamur. Hann vildi enga hjálp heldur fann hann út þá að- ferð sem reyndist honum best. Þegar fagfólk kom í heimsókn að skoða vinnustaðinn, var hann oft kallaður til og beðinn um að sýna hvernig hann leysti verkefnið. Okkur er minnisstætt á 60 ára af- mæli Múlalundar hversu hrifin forseti Íslands og forsætisráð- herra urðu þegar þau sáu hvernig Skarphéðinn braut saman litla öskju með annarri hendi. Þau spreyttu sig á sama verkefni en náðu engan veginn sama árangri. Hann var glettinn og stríddi okkur þegar kostur gafst. Fannst gaman að bregða fólki og hló hrossahlátri, kíminn á svipinn, ef vel tókst til. Hann var mikill keppnismaður og eftir að hann fékk úr með skrefatalningu, keppti hann við þá sem þorðu. Á Múlalundi er gjarnan gripið í spil í pásum. Þegar Skarphéðinn spilaði heyrðust ýmis hljóð úr horni „ú lala“ ef spilin voru góð, hlegið hátt ef hann vann en romsa af vel völd- um orðum þegar illa fór. Skarphéðinn var mikill nagli, hann kom hjólandi í öllum veðrum til vinnu. Hann fór stundum hjól- andi frá Borgarnesi í sumarbú- staðinn á Mýrum. Þar undi hann sér við að gróðursetja plöntur og tré. Einnig naut hann þess að vera í golfi ásamt því að fara í göngu- ferðir með vinum. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Við félagar hans á Múlalundi söknum og syrgjum. Við biðjum góðan Guð að styrkja fjölskyldu Skarphéðins á erfiðum tímum. F.h. starfsfólks Múlalundar, Vilborg og Harpa. Það var haustið 1995 sem við vorum þrír nemendur í Vestur- hlíðaskóla. Við áttum von á að fá nýjan umsjónarkennara. Við sát- um spennt saman í stóra salnum og byrjuðum að velta því fyrir okkur hver yrði umsjónarkennar- inn okkar í 7. bekk. Síðan byrjaði skólastjórinn að lesa upp nöfnin á kennurunum og hvaða bekkjum þeir kenndu. Síðan kom 7. bekkur og þá kom nafnið Skarphéðinn upp. Við sátum þarna þrjú saman og vorum alveg ringluð. Var að byrja nýr karlmaður og kennari í okkar fámenna skóla? Við fórum inn í stofuna okkar og biðum eftir að sjá þennan dularfullan kennara að nafni Skarphéðinn. Síðan birt- ist þessi gæi. Hann var í þokkabót ungur, stæltur og fjallmyndarleg- ur kennari með gullkeðju um háls- inn og með ítalska hárgreiðslu. Gleymum aldrei fyrstu orðum hans þegar hann gekk inn í stof- una okkar og leit á okkur: „Þið getið allt nema heyrt, þetta verður harður vetur, en þið getið þetta.“ Þessi kennari var algjör töffari og við röfluðum ekki yfir því að fá svona kennara. Það var svo skrítið með Skarphéðin að við fundum strax jákvæða og hlýja nærveru frá honum, alveg frá upphafi. Hann var ekki venjulegur kennari heldur var hann bjargvætturinn okkar. Hann hafði óbilandi trú á okkur og vildi gera allt fyrir okk- ur. Hann gerði miklu meira en aðrir kennarar gerðu. Við fengum að njóta þess að fá dýrmæta reynslu og leiðbeiningu frá honum í 3 ár. Hann kenndi okkur svo margt um lífið. Í raun má segja að hann hafi verið mikill spekingur. Hann barðist mjög mikið við að veita okkur góða kennslu og tók því mjög alvarlega að vera kenn- arinn okkar. Við eigum honum enn í dag mjög mikið að þakka, hvað við erum í dag. Við eigum ótrúlega margar góðar og yndis- legar minningar um Skarphéðin þó það séu rúmlega 25 ár síðan hann hætti að kenna okkur. Skarphéðinn mun alltaf eiga hlut í hjarta okkar fyrir allan þann kær- leika sem hann gaf okkur. Hann var stór áhrifavaldur og átti drjúgan þátt í okkar mótunarferli. Við munum alltaf þakka honum fyrir þessi þrjú ár sem hann gaf okkur. Við kveðjum þig í bili, okk- ar uppáhaldskennari, en þú ert ekki laus við okkur. Við ætlum að endurtaka leikinn og taka aðra kennslulotu hjá þér uppi í himna- ríki seinna. Kær kveðja, Kristinn, Hulda og Lísa frá Vesturhlíðaskóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.