Morgunblaðið - 16.09.2022, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Málarar
MÁLARAR
Tökum að okkur alla
almenna málningarvinnu.
Unnið af fagmönnum með
áratuga reynslu,
sanngjarnir í verði.
Upplýsingar í síma
782 4540 og
loggildurmalari@gmail.com
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Stærð 10-24
NETVERSLUN www.gina.is
Sími 588 8050
- vertu vinur
Bílar
Kia Rio EX 1/2107
Ek. 135 þús. km. Diesel. Framdrifin
snattari sem er góður í snjónum.
Góð þjónustusaga. Lítur ljómandi
vel út.
Þennan færðu á 1.480.000 krónur.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi með
Milan kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Bókabíllinn, kemur í
Árskóga 6-8 kl. 16:30-17:15. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Allir velkomnir.
Sími: 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Opin Listasmiðja kl. 9:00-12:00. Boccia kl. 10:15-11:20. Hádegismatur
kl. 11:30-12:30. Bíósýning kvikmyndahóps Hæðargarðs kl. 13:00. Opin
Listasmiðja kl. 13:00-15:45. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónsh. 9.30 Dansleikfimi í Sjálandssk.
10.00 Gönguhópur 13.00 Föstudagskaffi í Smiðju 13.00-16.00
Félagsvist 13.45-15.15 Kaffiveitingar í Jónsh.
Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónsh. 9.30 Dansleikfimi í Sjálandssk.
10.00 Gönguhópur 13.00 Opnun Smiðju 13.00-16.00 Félagsvist 13.45-
15.15 Kaffiveitingar í Jónsh.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10:00 Prjónakaffi frá
kl. 10:00-12:00. Kóræfing kl. 13:00 – 15:00. Allir velkomnir
Gullsmári Handavinna kl. 9:00. Bingó kl. 13:00.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun kl. 9 - 12. Hádegismatur kl. 11:30. Bingó kl. 13:15.
Kaffi kl. 14.30.
Hraunsel Föstudaga: Biljardstofan opin frá kl. 8:00-16:00 Línudans
kl. 10:00. Bridge kl. 13:00. Ganga í Kaplakrika er alla daga kl. 8:00-
12:00.
Korpúlfar Borgum Hugleiðsla og létt yoga kl. 8:30. Pílukast í Bor-
gum kl. 09:30. Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styr-
kleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10:00. Han-
nyrðahópur kl. 12:30. Bridge kl. 12:30.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum
kl. 13:00. Góða helgi.
Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofunni 09:00-10:00 -
Föstudagshópur í handverksstofu kl. 10:30-11:30 - Dansleikfimin með
Auði Hörpu er svo frá 12:50-13:20 - Opin handverksstofa frá 13:00-
16:00 - Siggi ætlar að vera með sögur og sprell frá 14:00-15:00 -
Minnum svo á vöfflukaffið frá kl.14:30-15:30. Allar nánari upplýsingar
í síma 411-9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabrut frá kl. 9.00. Söngur undir
stjórn Bjarma Hreinssonar í salnum á Skólabraut kl. 11.00.
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
✝
Ibsen Ang-
antýsson
fæddist 3. október
1941 á Suðureyri
við Súgandafjörð.
Hann lést á heimili
sínu, Njarðar-
völlum 6, 4. sept-
ember 2022.
Foreldrar hans
voru Angantýr
Guðmundsson
skipstjóri, f. 1. júlí
1916, d. 21. maí 1964, og Arína
Þórlaug Ibsensdóttir ritari, f.
11. september 1923, d. 14.
október 1994.
Systkini Ibsens eru: Óskírð-
ur, látinn; Bára fv. banka-
starfsmaður, látin, eftirlifandi
eiginmaður hennar er Einar
Benedikt Sigurgeirsson; Auður
hjúkrunarfræðingur, látin; El-
ínrós, látin; Sólrún, látin;
Haukur efnafræðingur, látinn;
Ólafur Óskar fjölmiðlafræð-
ingur, látinn; Guðrún fram-
haldsskólakennari, gift Viðari
Má Matthíassyni. Uppeld-
issystir Ibsens var Soffía Jóna
Vatnsdal Jónsdóttir, látin.
Ibsen giftist Huldu
Guðmundsdóttur, f. 10. júní
með foreldrum sínum til Kefla-
víkur þar sem faðir hans var
að elta fiskimiðin en sex ára
gamall fluttist hann aftur til
Vestfjarða, nánar tiltekið á
Flateyri. Þar sleit hann barns-
skónum en fluttist svo aftur til
Keflavíkur 12 ára gamall.
Æska hans var lífleg og
skemmtileg, elstur í stórum
systkinahópi. Fjölskyldan flutti
svo árið 1961 í Goðheima í
Reykjavík.
Ibsen fór strax á unglings-
aldri að stunda sjóinn með föð-
ur sínum. Hann útskrifaðist
síðan úr Stýrimannaskólanum
sem skipstjóri 21 árs gamall.
Hann var skipstjóri á um 30
skipum sinn feril. Vegna veik-
inda varð hann þó að fara í
land og gerðist hafnsögu-
maður við Reykjaneshöfn þar
sem hann starfaði í 30 ár.
Hann hélt þó áfram samhliða
starfi hafnsögumanns að fara
á síld og sigla skipum með afla
til Englands og Þýskalands
fyrir ýmsar útgerðir.
Ibsen stundaði laxveiðar og
var meðlimur í Golfklúbbi Suð-
urnesja í yfir 40 ár. Hann var
skákmaður og mikill áhuga-
maður um bridge.
Útför Ibsens fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 16.
september 2022, klukkan 12.
1944, hinn 11.
febrúar 1968 í
Reykjavík. Börn
þeirra eru: 1)
Óskírð Ibsen, f. 21.
janúar 1970. 2)
Davíð Ibsen, f. 9.
desember 1971,
unnusta Matt-
hildur Sigríður
Jónsdóttir, börn
Davíðs frá fyrra
hjónabandi með
Sigríði Erlingsdóttur eru Guð-
munda Arína, í sambúð með
Róberti Smára Jónssyni og
eiga þau soninn Leonard Ib-
sen, Erlingur Ibsen, kærasta
Rebekka Móey Guðjónsdóttir,
og Arngrímur Ibsen. 3) Rík-
harður Ibsen, f. 21. júní 1975,
kvæntur Stellu Norðdal Gísla-
dóttur, börn þeirra eru Rafn
Ibsen og Ingibjörg Norðdal. 4)
Marteinn Ibsen, f. 27. desem-
ber 1977, giftur Astrid Maríu
Dahl Reynisdóttur og saman
eiga þau dótturina Elísu Mar-
íu, börn Marteins frá fyrra
hjónabandi með Öldu Sveins-
dóttur eru Óliver Ibsen og
Melkorka Huld.
Ibsen fluttist ungur að aldri
Gömul indíánaspeki segir að
við erfum ekki jörðina frá for-
feðrum okkar – við erum með
hana að láni frá börnum okkar.
Faðir minn, Ibsen Angantýsson,
var maður af gamla skólanum,
þrautseigur og harður. En hann
var líka kíminn, hlýr og hjartgóð-
ur og undir yfirborðinu bjó djúp
viska og hyggindi. Það hefur allt-
af setið í mér þegar ég sagði við
hann ungur að árum að mér þætti
afar leitt að geta ekki launað hon-
um það sem hann hefði gefið mér
og miðlað til mín af sinni reynslu
og þekkingu. Hann var fljótur til
svara: „Þú átt ekki að launa mér
neitt – þú átt að borga börnunum
þínum, næstu kynslóð“. Hann var
mjög barngóður, elskaði sakleys-
ið og var afar umhugað um að
byggja betri framtíð. Hann var
dásamlegur pabbi og yndislegur
afi en ekki síst mjög góður vinur.
Hann var áræðinn, frumlegur
og fylginn sér til sjós og lands.
Hann var afburðaskipstjóri, hok-
inn af reynslu og kannski ljóð-
rænt að hann skyldi gerast hafn-
sögumaður þar sem það var
honum í blóð borið að nýta sína
reynslu og visku til að lóðsa aðra í
gegnum lífsins sjó. Hann glímdi
lengi við heilsubrest en kvartaði
sjaldan. Hann vildi allt fyrir alla
gera en bað aldrei um neitt sjálf-
ur.
Eftir að pabbi hætti að vinna
eyddi hann miklum tíma í sam-
eiginlegt áhugamál okkar, brids.
Við spiluðum mikið saman en
hann spilaði líka við fólk um allan
heim á netinu og keppti í mótum.
Alltaf jafn kynngimagnað hvað
tæknin hefur breytt lífi okkar.
Hann fór úr sjóara-brids í borð-
salnum úti á miðju Ballarhafi í að
spila Standard við einn í Kína,
annan á Indlandi og þann þriðja í
Bandaríkjunum meðan hann sat
sjálfur heima í stofu. Alltaf sama
brúarsmíðin samt. Við tefldum
líka mikið alla tíð og fórum yfir
málefni líðandi stundar, allt póli-
tíska litrófið – enda var honum
mjög umhugað um þjóðarhag og
hvað væri öllum fyrir bestu. Nú
teflum við Rafn Ibsen sonur
minn og höldum hans lífssýn á
lofti.
Ég elskaði föður minn afskap-
lega mikið – hans verður sárt
saknað en áhrif hans munu fylgja
mér og mínum alla okkar daga.
Opnist helgar himna dyr,
heiðursvörðinn standið.
Megirðu sigla blíðan byr,
inn í blessað sumarlandið.
(RI)
Ríkharður Ibsensson.
Elsku afi, innilegar þakkir fyr-
ir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman. Allar skákirnar og
skemmtilegu umræðurnar. Ég
náði aldrei að sigra þig við skák-
borðið en ég stefni að því að
vinna pabba. Við munum tefla
alla sunnudaga til að halda minn-
ingu þinni á lofti. Þetta gekk líka
heldur brösuglega í golfinu þeg-
ar þú ætlaðir að kenna mér að
fara vel í gegn í sveiflunni og ég
sló þig niður í einu höggi. Ég
biðst enn og aftur afsökunar á
því. Líka þegar ég keyrði næst-
um golfbílinn í klessu þegar við
stukkum fram af brekkunni á ní-
undu holu og þitt rólega yfir-
bragð breyttist í óttasleginn far-
þega á augabragði. Þú varst
alltaf svo hlýr, góður og yndis-
legur afi.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(G.V.G)
Blessuð sé minning þín.
Rafn Ibsen
Ríkharðsson.
Elsku afi minn. Orð fá ekki
lýst hversu mikið mér þykir
vænt um þig og er mikill missir
að þú sért farinn frá okkur. Ég á
svo margar minningar um þig
sem eru mér svo kærar sem ég
mun halda á lofti með mínum
börnum. Þegar ég fór í heimsókn
til ömmu og afa þá tók hann allt-
af á móti mér og kyssti mig á
ennið. Þetta hefur hann gert við
okkur öll barnabörnin. Það var
ekki erfitt að fá afa til að gera
hluti fyrir prinsessuna sína. Afi
þoldi ekki að fara í búðir og steig
aldrei fæti inn í Smáralindina
fyrr en ég náði að plata hann
með mér að kaupa á mig kápu
sem lítil stelpa. Ég man alltaf
svo vel eftir honum sitjandi í sóf-
anum í Smáralindinni að bíða
eftir mér og ömmu á meðan við
fórum í búðir. Amma var alltaf
að flýta sér svo mikið því afi væri
örugglega orðinn pirraður á að
bíða eftir okkur. Ég skildi það
aldrei því alltaf þegar við vorum
tilbúnar að fara þá sat hann
þarna sallarólegur. Stundum tók
hann bara Morgunblaðið með
sér og sat í bílnum að lesa á með-
an við amma versluðum. Svona
var afi minn, vildi allt fyrir mig
gera. Mér leið alltaf best heima
hjá ömmu og afa og gisti ég nán-
ast allar helgar hjá þeim á Heið-
argarðinum sem barn. Afi að
segja mér Búkollusöguna fyrir
svefninn eða amma og afi að
rista handa mér brauð til skiptis
á meðan ég horfði á skrípó. Afi
gaf mér alltaf blóm á konudag-
inn og er ein skemmtilegasta
minningin mín af honum þegar
ég var unglingur en þá kom hann
einn morguninn fyrir utan
gluggann á herbergi mínu og
flæktist í trjánum fyrir utan og
kom pabbi óður út því hann hélt
að það væru unglingsstrákar
fyrir utan gluggann en þá var
það bara afi minn að koma með
blóm fyrir mig á konudaginn.
Hann gat verið uppátækjasam-
ur. Afi minn var mesta ljúfmenni
og var alltaf svo góður við mig og
bræður mína. Hann var mín
helsta fyrirmynd og hafði mikil
áhrif á mig. Hann kenndi mér
mikilvægi þess að vera góður við
annað fólk og sýna öðrum virð-
ingu. Öll okkar samtöl um lífið
og tilveruna höfðu áhrif á mig þó
við værum ekki alltaf sammála.
Afi var einfaldlega bestur og er
mikill söknuður að missa hann.
Börnin mín fá ekki að kynnast
þér eins mikið og ég vildi en þau
fá að þekkja þig í gegnum mig.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða,
svo gestrisinn, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin - mig setur hljóða,
við hittumst ei framar á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Vertu sæll elsku afi. Ég syrgi
þig og held í góðu minningarnar
um þig.
Þín
Guðmunda Arína.
Ein af æskuminningum mín-
um tengist mínum ástkæra bróð-
ur Íbsen, sem nú er fallinn frá.
Það var á afmælisdegi mínum
þegar ég var fimm ára að fjöl-
skylda okkar var að flytja frá
Keflavík til Reykjavíkur. Mér var
komið fyrir aftur í yfirhlaðinni
Volkswagen-bjöllu fjölskyldunn-
ar, skorðuð niður milli alls konar
búsáhalda og fatnaðar. Áttum við
langt ferðalag fyrir höndum og
slógust föt og kassar í mig með
reglulegu millibili þegar Íbsen
reyndi að keyra fram hjá stærstu
holunum á gamla Keflavíkurveg-
inum. Honum tókst að skemmta
mér með sögum alla þessa löngu
leið, en oft var ég nálægt því að
kasta upp og leið alls ekki vel á
þessum rykuga vegi þennan sól-
ríka sumardag. Í æsku átti ég oft
eftir að sitja aftan í „Bjöllunni“
og fá að þvælast með Íbsen þegar
hann var að útrétta í landi milli
veiðiferða.
Ungum var honum falin mikil
ábyrgð, en hann var aðeins 22
ára, þá nýútskrifaður úr Sjó-
mannaskólanum, þegar hann tók
við skipstjórn á Rifsnesinu eftir
skyndilegt fráfall föður okkar
1964. Næstu ár á eftir var hann
mömmu stoð og stytta, ábyrgð-
arfullur, óeigingjarn og sam-
viskusamur ungur maður. Það
var honum mikið áfall þegar Rifs-
nesið sökk undan Raufarhöfn í
september 1966. Sem betur fór
var allri áhöfn skipsins bjargað.
Seinna var hann skipstjóri á Ás-
geiri RE og fleiri skipum og
fengu bræður mínir Haukur og
Ólafur að vera með honum á síld-
veiðum í Norðursjó þegar þeir
voru í námi. Hann var farsæll
skipstjóri og einstaklega veður-
glöggur.
Á fertugsaldri fékk hann liða-
gigt og átti erfitt með að stunda
sjómennsku. Fór kuldinn sem
fylgir sjómannsstörfum illa í lið-
ina. Helst vildi hann þó hvergi
annars staðar vera en á sjó. Hon-
um tókst að stunda sjómennsku
mestan hluta sinnar starfsævi og
lauk hann ævistarfinu sem hafn-
sögumaður í Keflavík.
Hann kvæntist sinni ástkæru
eiginkonu Huldu Guðmundsdótt-
ur 1968 og man ég enn hvað hún
var glæsileg brúður. Þau hjón
voru hamingjusöm og áttu alltaf
fallegt heimili. Hjónaband þeirra
var farsælt og hafa þau ávallt
verið náin og samstiga í hvívetna.
Íbsen var góður heimilisfaðir.
Þau hjón eignuðust þrjá prýð-
ispilta sem eiga samhentar fjöl-
skyldur. Var einstaklega náið og
kært samband milli þeirra hjóna
og barnabarnanna, sólargeisl-
anna sem þau dekruðu við og
nutu þess að fá í heimsókn.
Margs er að minnast á löngum
tíma en helst standa upp úr fjöl-
skylduboðin, þegar Íbsen var
með spil í höndum. Hann naut
þess að spila brids og varði sein-
ustu æviárunum í að spila brids
og tefla í heimilistölvunni við vini
og kunningja um allan heim.
Einnig var hann góður golfspilari
og iðkaði það sport í marga ára-
tugi.
Með einlægri virðingu sendum
við Viðar fjölskyldu Íbsens ein-
lægar samúðarkveðjur. Megi
minning hans lifa.
Saknaðarkveðja.
Þín systir,
Guðrún.
Nú þegar Ibsen frændi minn
hefur kvatt okkar heim reikar
hugurinn til baka um svona 80 ár.
Ég var einu ári og þremur vikum
eldri en Ibsen og af myndum að
dæma frá þessum árum veltumst
við hvort um annað sumartíð hjá
ömmu og afa á Suðureyri við
Súgandafjörð. Þá var Ibsen
tveggja ára. Svo skildi leiðir, fjöl-
skyldur okkar fóru aftur til síns
heima eftir vel heppnað sumarfrí;
mín fór aftur á Suðurland en Ib-
sens fjölskylda sigldi til Flateyr-
ar, trúlega á bátnum hans afa,
Sigurvon.
Alltaf var þessi frændi minn í
huga mér, en við hittumst ekki
aftur svo nokkru næmi fyrr en á
fullorðinsárum.
Síðar, ég þá gift kona með fjöl-
skyldu, fluttum til Keflavíkur þar
sem Ibsen bjó. Það var ómetan-
legt að njóta vináttu hans og
fleira frændfólks þar í bæ sem
tók á móti okkur opnum örmum.
Ég kveð þig, Ibsen minn, með
orðum frænda þíns:
Brosið stillt og frosið
bitur skelfing situr
þú ert hlutur á safni
sem geymir söguna af hlátrinum.
(Árni Ibsen)
Huldu minni, strákunum, eft-
irlifandi systur, öðrum ættingj-
um og vinum sendi ég mína kær-
ustu kveðju.
Heiðrún Þorgeirsdóttir.
Ibsen Angantýsson