Morgunblaðið - 16.09.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.09.2022, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022 MIKIÐ ÚRVAL AF SÆNSKUM MORA HNÍFUM Karl-Johan sveppahnífur Verð kr. 4.950 Tálguhnífur Verð kr. 4.530 Skeiðarkrókar Verð frá kr. 6.980 Smiðshnífur/sporjárn Verð kr. 1.980 Spónhnífur Verð kr. 6.980 Úrbeinigarhnífur Verð kr. 4.480 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vinnuhnífar Verð frá kr. 980 Flökunarhnífur Verð kr. 6.490 Vefverslun brynja.is Opi ð virk a dag a fr á 9- 18 lau frá 9-11 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Hver er sinnar gæfu smiður. Kann- aðu ný hverfi og ný áhugamál eins og að elda, mála eða leika. Fjölskyldan og heim- ilið eru í brennidepli hjá þér. 20. apríl - 20. maí + Naut Það kann ekki góðri lukku að stýra ef þú hefur ekki samráð við þína nánustu um hluti, sem snerta ykkur öll. Ekki kaupa óþarfa. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það bíða allir eftir ákvörðun þinni og þú getur ekki endalaust dregið svarið. Stattu með þínum. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Vinur, þér eldri, er kannski dálítið gagnrýninn núna. Máttarvöldin leggja þér lið þegar þú lætur eins og þú eigir stuðn- inginn þegar vísan. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Nýir vinir gera líf þitt spennandi og skemmtilegt. Gættu þess að lenda ekki í deilum um hluti sem skipta engu máli. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Allir uppskera svo sem þeir hafa sáð til og þú auðvitað líka. Fólk stendur fast á sínu og því er enginn tilbúin/-n til að hlusta á þig. 23. sept. - 22. okt. k Vog Einhver umskipti eru á næsta leiti og ef þú ert klók/-ur, þá reynir þú að grípa gæsina, þegar hún gefst. Reyndu að kom- ast að því hver ástæðan er fyrir fýlu mak- ans. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Að vita hvenær maður hefur færst of mikið í fang er eitt, að viðurkenna það er annað. Hugmyndirnar fæðast á færibandi, nýttu þær. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Breytingar geta átt við allt, frá því að færa húsgögn út í það að skipta um starfsvettvang. Gakktu þó ekki fram af þér svo þú eigir einhverja orku aflögu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Skelltu ekki skollaeyrum við því sem vinir og vandamenn segja þér. Erfitt samtal sem þú kvíðir mun reynast þér auð- velt. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú hefur byrgt spennuna inni, en verður að hleypa henni einhvern veginn út. Reyndu að hafa allt á hreinu þegar þú ferð í atvinnuviðtal. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Mundu að einvera er nauðsynleg af og til. Þú gætir þess að fara vel að fólki, ekki rugga bátnum of mikið. L ilja Sif Þorsteinsdóttir er fædd 16. september 1982 í Reykjavík og ólst þar upp. „Ég málaði mikið sem barn og ung- lingur og fékk nokkrar viðurkenn- ingar og verðlaun fyrir myndlist á yngri árum.“ Fyrstu ellefu árin átti Lilja heima í Hlíðunum og gekk í Hlíðaskóla. Hún flutti svo í smáíbúðahverfið og gekk í Breiðagerðisskóla og Réttar- holtsskóla. Hún var sjálfboðaliði í Kattholti með 10. bekk. Hún fór svo í Menntaskólann í Hamrahlíð og út- skrifaðist þaðan árið 2002. „Samhliða menntaskóla ritstýrði ég unglinga- tímaritinu Smelli, sem gefið var út af Æskunni, var í ritstjórn Benevent- um eitt árið og var almennt séð í 2-3 störfum í einu, oftast afgreiðslu- störfum eða ritstörfum, á þessum ár- um.“ Eftir stúdentspróf fór Lilja beint í Háskóla Íslands í sálfræði. Hún rit- stýrði ennþá Smelli samhliða náminu og vann hina ýmsu aukavinnu með- fram skóla, aftur mest við af- greiðslustörf og ritstörf. Lilja út- skrifaðist með BA-gráðu 2005. Hún byrjaði þetta sama sumar sem flug- freyja hjá Icelandair og sinnti því á sumrin meðfram námi þar til hún út- skrifaðist sem Cand.psych. árið 2011. Eftir útskrift fór Lilja að vinna á Reykjalundi og var þar í tæp fjögur ár. „Ég var mest á lungnasviði en starfaði einnig á hjartasviði, offitu- og næringarsviði og geðheilsusviði.“ Árið 2014 hóf Lilja störf sem sál- fræðingur hjá Krafti – samtökum fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þá var hún í 80% starfi hjá Reykjalundi og 20-40% hjá Krafti, þangað til hún flutti út. Lilja fór til Noregs árið 2015 til að vinna á afeitrunar- og endurhæfing- arstöð fyrir fólk með vímuefnavanda. Hún sótti sérnám í hugrænni atferlismeðferð í Endurmenntun HÍ samhliða því. Hún flutti heim haustið 2017 og hafði stutta viðkomu hjá Sál- fræðingum Lynghálsi áður en hún fór að vinna í byrjun árs 2018 hjá Hæfi endurhæfingarstöð, sem sér- hæfir sig í þverfaglegri endurhæf- ingu við langvinnum verkjum. Í lok árs 2021 stofnaði Lilja Heils- hugar. „Heilshugar er batamiðað rými með skaðaminnkandi áherslum. Við hjálpum fólki að vinna úr áföllum í öruggu umhverfi þar sem við blöndum samtals- og líkams- miðuðum aðferðum saman með leik- gleði og sköpunarkraft í fyrirrúmi. Við höfum þá sérstöðu að við þjón- ustum fólk alls staðar á vímuefnaróf- inu. Við gerum ekki þá kröfu á fólk að vera edrú til að fá aðstoð okkar. Samstarfskona mín þar er Svala Jó- hannesdóttir, fjölskyldumeðferð- arfræðingur og sérfræðingur í skaðaminnkun. Í mánuðinum munu tveir meðferðaraðilar í viðbót hefja störf og fleiri bætast við í vetur. Í Heilshugar bjóðum við einstaklings- meðferð, handleiðslu, fræðslu, nám- skeið og hópatíma. Ég held einnig úti fræðslusíðu fyrir almenning á Insta- Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur – 40 ára Vísindamaðurinn Lilja valin í hraðal á vegum HÍ og American Women Entrepreneurs í vor. Helsta ástríðan er starfið Á Spáni Lilja á göngu um Jakobsveginn fyrir nokkrum árum. Samstarfskonur Svala og Lilja. Heiðurshjónin Gunnar A. Þorláksson og Kol- brún Hauksdóttir fagna 60 ára brúðkaups- afmæli en þau voru gefin saman 15. sept- ember 1962 í Langholtskirkju af séra Árelíusi Níelssyni. Þau eru og hafa allan sinn búskap verið búsett í Reykjavík. Börnin eru fjögur, barnabörnin ellefu og barnabarnabörnin þrjú. Dans hefur verið stór þáttur í lífi Gunnars og Kolbrúnar og má því segja að þau hafi dansað saman í gegnum lífið í leik og starfi. Þau hafa alla tíð verið virkir félagar í bindindishreyfingu IOGT og átt mörg sameiginleg áhugamál eins og að ferðast hvort heldur tvö saman eða með stærri hópa með sér, að veiða saman, skóg- rækt og mannrækt. Við börnin, tengdabörnin, barnabörnin og barnabarnabörnin þökkum þeim fyrir að hafa fengið að verða samferða þeim í líf- inu og óskum þeim hjartanlega til hamingju með lífið, ástina og demantsbrúð- kaupið. Kristín, Lilja, Aðalsteinn og María Gunnarsbörn. Árnað heilla Demantsbrúðkaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.