Morgunblaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022
_ Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þor-
geir Kristjánsson fóru á kostum með
Magdeburg þegar liðið vann 30:28-
sigur gegn Dinamo Búkarest í A-riðli
Meistaradeildarinnar í handknattleik í
Rúmeníu í gær. Ómar Ingi var marka-
hæstur hjá þýska liðinu með sjö mörk
og Gísli Þorgeir var næstmarkahæstur
með fimm mörk. Magdeburg er með 2
stig í þriðja sætinu.
_ Unnur Dóra Bergsdóttir og Krist-
rún Rut Antonsdóttir hafa framlengt
samninga sína við knattspyrnudeild
Selfoss, Unnur Dóra til tveggja ára og
Kristrún Rut til eins árs. Báðar hafa
þær verið lykilmenn í liði Selfoss síð-
ustu misserin og Unnur Dóra hefur
borið fyrirliðabandið í sumar.
_ Kristján Örn Kristjánsson átti
sannkallaðan stórleik fyrir Aix þegar
liðið vann 35:26-sigur gegn Istres í
efstu deild Frakklands í handknattleik
í gær. Kristján Örn var markahæsti
maður vallarins með sjö mörk úr ellefu
skotum. Aix er með 2 stig í sjöunda
sæti deildarinnar eftir tvo leiki.
_ Hollenska landsliðskonan Jackie
Groenen er orðin liðsfélagi Berglindar
Bjargar Þorvaldsdóttur hjá franska
stórliðinu París SG sem hefur gengið
frá kaupum á henni frá Manchester
United en hún samdi til ársins 2025.
_ Cristiano Ronaldo skoraði sitt
fyrsta mark á tímabilinu fyrir Man-
chester United þegar liðið vann 2:0-
útisigur gegn Sheriff Tiraspol í E-riðli
Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í
Moldóvu í gær.
Eitt
ogannað
Olísdeild karla
ÍR – Haukar.......................................... 33:29
Selfoss – Grótta .................................... 28:27
Stjarnan – Fram................................... 24:24
Staðan:
Fram 2 1 1 0 57:50 3
Stjarnan 2 1 1 0 57:52 3
Grótta 2 1 0 1 58:48 2
Selfoss 2 1 0 1 54:60 2
ÍR 2 1 0 1 53:60 2
Valur 1 1 0 0 25:24 2
Haukar 2 1 0 1 56:54 2
Hörður 0 0 0 0 0:0 0
ÍBV 0 0 0 0 0:0 0
Afturelding 1 0 0 1 24:25 0
FH 1 0 0 1 28:33 0
KA 1 0 0 1 21:27 0
Olísdeild kvenna
Stjarnan – Fram................................... 26:20
Meistaradeild karla
Dinamo Búkarest – Magdeburg ........ 28:30
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 7 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 5.
Aalborg – Celje Lasko ........................ 36:32
- Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir
Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari
liðsins.
Veszprém – París SG .......................... 36:34
- Bjarki Már Elísson skoraði ekki fyrir
Veszprém.
Þýskaland
Flensburg – Füchse Berlín................. 31:31
- Teitur Örn Einarsson skoraði ekki fyrir
Flensburg.
RN Löwen – Leipzig ........................... 30:24
- Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö-
wen.
- Viggó Kristjánsson skoraði ekki fyrir
Leipzig.
Bergischer – Lemgo ........................... 32:28
- Arnór Þór Gunnarsson skoraði ekki fyrir
Bergischer.
Frakkland
Aix – Istres ........................................... 35:26
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 7
mörk fyrir Aix.
.$0-!)49,
Í LÚXEMBORG
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Öll fimm lið Íslands á Evr-
ópumótinu í hópfimleikum keppa í
úrslitum í dag og á morgun, eftir að
karla- og kvennalið fullorðinna
tryggðu sér sæti á meðal þeirra
bestu í gær. Drengja- og stúlknalið
Íslands höfðu þegar tryggt sér sæti
í úrslitum, eins og blandað lið ung-
menna.
„Þetta fór nákvæmlega eins og
við vildum að það myndi fara,“ sagði
Ásta Kristinsdóttir, sem er mikil-
vægur hlekkur í fullorðinsliði
kvenna, í samtali við Morgunblaðið
eftir að liðið tryggði sér þriðja sæti í
undanúrslitum og sæti í úrslitum í
leiðinni.
Ísland var ekki aðeins með þriðja
besta árangur allra í gær, heldur
einnig næstflest stig í tveimur af
þremur áhöldum. Aðeins Svíþjóð
fékk fleiri stig á gólfæfingum og
dýnu, en Ísland var með fjórða
besta árangur allra á trampólíni.
Eigum helling inni
„Við eigum helling inni í öllum
greinunum. Það er flott að fara í úr-
slitin og eiga ýmislegt inni í öllum
áhöldum. Við viljum toppa í úrslit-
unum, en ekki undanúrslitum. Und-
anúrslitin snúast um að prófa sig
áfram í höllinni og með áhorfendum.
Á laugardaginn (á morgun) gefum
við allt í þetta,“ sagði Ásta, sem var
í úrvalsliði EM í Portúgal á síðasta
ári, þegar Ísland gerði sér lítið fyrir
og varð Evrópumeistari.
Eins og gefur að skilja sá Ásta
margt jákvætt við frammistöðuna í
gær, enda Ísland í öðru sæti á
tveimur áhöldum af þremur.
„Við komum mjög ákveðnar inn í
öll áhöld og við gerðum okkar besta
til að vera með sem mesta útgeislun
og gera þetta vel,“ sagði Ásta.
Íslenska liðið hefur þurft að glíma
við áföll í aðdraganda mótsins því
Kolbrún Þöll Þorradóttir, ein besta
hópfimleikakona landsins, sleit há-
sin nokkrum dögum fyrir brottför
til Lúxemborgar. Þá getur fyrirlið-
inn Andrea Sif Pétursdóttir ekki
beitt sér að fullu, þar sem hún varð
fyrir sömu meiðslum á EM á síðasta
ári.
„Það var auðvitað erfitt að missa
Kolbrúnu úr liðinu korteri fyrir
brottför. Við misstum bæði góðan
liðsfélaga og manneskju sem við
treystum vel. Við þurftum að takast
á við þetta, rífa okkur í gang og gera
það besta úr stöðunni. Andrea tók
ekki þátt núna en hún verður eitt-
hvað með í úrslitunum,“ sagði Ásta
um liðsfélaga sína.
Ísland er ríkjandi Evrópumeistari
og þrátt fyrir áföll eru miklar vænt-
ingar gerðar til liðsins, bæði hjá
keppendum og stuðningsfólki.
Stúkan algjörlega með okkur
„Við gerum okkur vonir um fyrsta
sætið og við stefnum á það. Við
megum samt ekki gleyma því að
njóta þess að vera hérna. Það er
alltaf ótrúlega gaman að keppa á
þessu móti og finna stúkuna al-
gjörlega með okkur,“ sagði Ásta.
Ísland gerði mjög vel í að svara
með virkilega góðum æfingum á
dýnu og á gólfi eftir að hafa átt erf-
itt uppdráttar á trampólíni. Nái ís-
lenska liðið að fækka litlu mistök-
unum í dansi og á dýnu og hitta á
góðan dag á trampólíni, ætti mögu-
leikinn á verðlaunum svo sannarlega
að vera til staðar. Það mun svo
hjálpa liðinu að geta treyst á fyr-
irliðann Andreu Sif.
Björguðu sér á síðasta áhaldinu
Íslenska karlaliðið var ekki í sér-
lega góðri stöðu eftir að hafa gert
þónokkur mistök á gólfæfingum og
trampólíni í fyrstu tveimur umferð-
unum. Þurfti liðið á glæsilegum ár-
angri á dýnu að halda til að fara í
úrslit og sú varð sannarlega raunin.
Liðið framkvæmdi afar erfiðar
æfingar nánast óaðfinnanlega og
varð allt vitlaust í höllinni í Lúx-
emborg þegar íslensku strákarnir
höfðu lokið sér af. Niðurstaðan var
glæsileg einkunn, 20,600, sem var
þriðja hæsta einkunn allra í nokkru
áhaldi í undanúrslitunum. Gladdi
það íslenska liðið sérlega mikið að
hafa fengið fleiri stig en Danir á
dýnu, en danska liðið er þekkt fyrir
glæsilegar dýnuæfingar.
Rétt eins og kvennaliðið á karla-
liðið nokkuð inni. Liðið sýndi alls
ekki sínar bestu hliðar á gólfinu og
gerði of mörg mistök á trampólíninu
sömuleiðis. Íslenska liðið er betra en
það sýndi í gær, en eins og konurnar
ætla karlarnir sér líka að toppa á
réttum tíma; í úrslitum. Það er alls
ekki óraunhæft fyrir liðið að stefna
á verðlaun annað árið í röð, en Ís-
land hafnaði í öðru sæti í Portúgal á
síðasta ári.
Gjörsamlega rústuðum þessu
„Okkur leið ótrúlega vel fyrir
dýnuna, en á sama tíma vorum við
pínulítið stressaðir því þetta eru
undanúrslit,“ sagði Stefán Ísak
Stefánsson, fyrirliði karlaliðsins, við
Morgunblaðið.
„Við fórum á dýnuna og gjör-
samlega rústuðum þessu. Þetta voru
sturluðustu dýnuæfingar sem við
höfum gert. Þetta var ótrúlega gott
hjá okkur eftir að hin áhöldin gengu
ekki það vel. Andrúmsloftið var
geggjað og við rifum okkur almenni-
lega í gang. Við vissum að við þurft-
um að rústa þessu á dýnunni til að
fara áfram og við gerðum það. Við
erum ótrúlega góðir þegar pressan
er á okkur,“ bætti hann við.
Stefán segir íslenska liðið geta
bætt mikið fyrir úrslitin. „Við vorum
ekki nógu samtaka í dansinum og á
trampólíni vorum við að detta eftir
að við lentum, sem á ekki að gerast
hjá okkur,“ sagði fyrirliðinn.
Frekari umfjöllun um mótið og
viðtöl má sjá á mbl.is.
Gerum okkur vonir um
og stefnum á fyrsta sæti
- Öll fimm íslensku liðin keppa í úrslitum - Karlaliðið bjargaði sér á dýnunni
Ljósmynd/Stefán Þór Friðrikson
Gleði Meðlimir íslenska karlalandsliðsins voru gríðarlega sáttir eftir afar vel heppnaðar æfingar á dýnu.
Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson
Háloft Tinna Ólafsdóttir sýnir mögnuð tilþrif á æfingum á dýnu í gær, en ís-
lenska liðið var með næstflest stig allra á dýnunni og á gólfæfingum.
Svisslendingurinn Roger Federer,
einn af sigursælustu tennismönnum
sögunnar, ætlar að hætta keppni að
loknu Laver-mótinu í London í
næstu viku. Hann tilkynnti þetta í
gær. Federer er 41 árs og hefur unn-
ið 20 risamót en aðeins Rafael Nadal
(22) og Novak Djokovic (21) hafa
unnið fleiri. Þar af hefur hann unnið
Wimbledon-mótið átta sinnum og
Opna ástralska mótið sex sinnum.
Federer sagði í gær að meiðsli und-
anfarinna ára hefðu tekið sinn toll
og hann verði að sætta sig við að nú
sé ferillinn á enda.
Federer hættir
í næstu viku
AFP/William West
Kveður Roger Federer er að hefja
keppni á sínu síðasta móti.
Isabella Sigurðardóttir, landsliðs-
kona í körfuknattleik, er gengin til
liðs við Breiðablik á nýjan leik en
hún hefur leikið með South Ade-
laide Panthers í Ástralíu undan-
farna mánuði. Isabella er 25 ára
miðherji og á átta A-landsleiki að
baki. Hún hefur leikið með Breiða-
bliki allan sinn feril. Á síðasta tíma-
bili skoraði hún 14,4 stig og tók
13,8 fráköst að meðaltali í leik en
Isabella var sá Íslendingur í deild-
inni sem tók flest fráköst og var
þriðja hæst af íslenskum leik-
mönnum í stigaskori.
Isabella aftur
til Breiðabliks
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heimkoma Isabella Ósk Sigurðar-
dóttir lék í Ástralíu í sumar.