Morgunblaðið - 16.09.2022, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022
S: 555 0800 · Fornubúðum 12 · Hafnarfirði · sign@sign.is · facebook.com/signskart
WWW. S I G N . I S
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Þetta er mikilvæg saga með ríkt
erindi. Saga um það hvernig listin
getur kallað fram tilgang og gleði
innra með okkur og hvað tenging við
aðrar manneskjur getur verið gef-
andi,“ segir leikstjórinn Unnur Ösp
Stefánsdóttir um
söngleikinn Sem
á himni sem
frumsýndur verð-
ur í Þjóðleikhús-
inu í kvöld.
Söngleikurinn
er gerður eftir
sænskri kvik-
mynd frá 2004,
Så som i himmel-
en, sem vakti
mikla lukku og
var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna.
Höfundar myndarinnar og leik-
stjóri gerðu úr myndinni söngleik
stuttu fyrir Covid-faraldurinn.
Hann var frumsýndur í Svíþjóð og
sló að sögn Unnar gjörsamlega í
gegn.
Kveikir með þeim lífsneistann
„Þessi mynd heillaði mig upp úr
skónum á sínum tíma þótt hún sé
svolítið barn síns tíma. Þetta er
alveg hrikalega sterk og sjarmer-
andi saga af samfélagi og fólki sem
tendrast allt upp þegar heims-
frægur hljómsveitarstjóri flytur í
bæinn og setur eiginlega allt á ann-
an endann. Hann kveikir með þeim
öllum lífsneistann í gegnum kóræf-
ingar. Þau uppgötva sjálf sig, hvert
af öðru, fara að setja mörk og stíga
út úr þægindarammanum.
Þessi maður er á tímamótum.
Hann hefur notið gríðarlegrar vel-
gengni í tónlist en er að berjast fyrir
lífi sínu og á ekki langt eftir. Hann
ákveður að fara aftur á æskuslóð-
irnar þótt hann hafi upplifað alvar-
leg áföll þar sem barn.“
Kvikmyndin er að sögn Unnar
ekki söngvamynd heldur raunsæis-
legt samfélagsdrama.
„Ég er sjálf í kór og hef alltaf haft
mikinn áhuga á samfélagslegum
málum. Í sögunni er tekið á alvöru-
málum: heimilisofbeldi, eineltis-
málum og öllu sem grasserar í sam-
félögum og sérstaklega litlum
samfélögum. Þess vegna fannst mér
þetta strax tala svolítið til okkar
Íslendinga.
Svo er þetta líka hin klassíska
saga um leitina að ástinni, að þora að
taka stökkið og elska. Það nær einna
mest til hjartans í sögunni.“
Söngleikurinn í uppfærslu Unnar
gerist á óræðum skandinavískum
stað sem hún ákvað, í samstarfi við
þýðandann, að kalla Ljósavík. „Ég
fékk fyrstan um borð í skipið Þór-
arin Eldjárn. Hann er alveg ótrú-
lega fær í að færa texta, sérstaklega
söngtexta, að hjartanu,“ segir hún.
„Ég sá strax tækifæri til þess að
segja mjög mikilvæga og hjartnæma
sögu sem er uppfull af ótrúlega fal-
legri tónlist sem við erum í raun að
kynna fyrir Íslendingum. Það er eitt
lag sem fólk þekkir mögulega,
„Söngur Gabríelu“, sem var í kvik-
myndinni en annars er þetta allt ný
tónlist.“
Af fullum þunga í dramað
Unnur segir að ólíkt því sem oft á
við um söngleiki, að þeir geri út á
tónlistina og sjónarspilið frekar en
söguna, þá sé þarna á ferðinni efni-
viður með mikla dýpt. Hana hafi því
ekki langað að fara hina hefðbundu
söngleikjaleið þótt tónlistin sé auð-
vitað í stóru hlutverki. „Mig langaði
að setja þetta á jörðina og fara af
fullum þunga inn í tilfinningalega
dramað í þessu. Og færa þetta í raun
nær því að vera leikrit með söngv-
um.“
Tónlistin segir hún að sé einhvers
staðar mitt á milli þess að vera söng-
leikjatónlist og popp- eða þjóðlaga-
tónlist.
„Þetta er mjög aðgengileg, gríp-
andi og ótrúlega falleg tónlist. En
tónlistin er mjög krefjandi. Hljóm-
sveitarstjórinn syngur alveg gríðar-
lega krefjandi lög og þarf líka að
hafa yfir sér ákveðna dulúð og
sjarma. Ég sá engan annan fyrir
mér en Elmar Gilbertsson og mér
fannst verkið eiginlega standa og
falla með því að við fengjum hann
með. Hann er svolítið utan við leik-
húsið. Hann er úr óperuheiminum
og með fágaðri bakgrunn en allir
leikararnir og hann er líka búinn að
starfa mikið erlendis. Mér fannst
mikilvægt að þetta væri listamaður
sem kæmi með alveg nýja orku inn í
leikhúsið og væri með annan bak-
grunn,“ segir Unnur og bætir við að
Elmar hafi reynt að hafna þessu til-
boði af því hann var fastur í mörgum
verkefnum erlendis, þar sem hann
er fastráðinn. „Við hlæjum að því í
dag að ég leyfði honum eiginlega
ekki að komast upp með það. Svo
fékk ég Sölku Sól, sem er alþýðu-
hetja sem allir elska. Hún er mjög
gefandi listakona, yndisleg og
sjarmerandi. Það er svolítið djarft
en ég tefli þeim þarna saman sem
andstæðunum sem fella svo hugi
saman.“
Unnur segist síðan hafa fengið til
liðs við sig „hverja kanónuna á fætur
annarri“ og nefnir sem dæmi Val-
gerði Guðnadóttur, Katrínu Hall-
dóru Sigurðardóttur og Guðjón
Davíð Karlsson. „Svo lagði ég líka
mjög mikið upp úr því að þetta væri
kærleiksríkur, hugrakkur og gal-
opinn leikhópur sem þyrði að taka
skrefið með mér og gera þetta að
alvöru, krassandi leikhúsi.“
Uppfullt af ást á listinni
Leikarahópurinn er stór og þar af
eru þó nokkur börn og ungir leik-
arar í bland við reynslumikla.
„Sigurður Sigurjónsson, Edda
Björgvinsdóttir, Örn Árnason og
Ragnheiður Steindórsdóttir eru
þarna í hlutverkum en þau eiga öll
stað í hjarta Íslendinga. Stór hluti af
starfi leikstjórans er að leiða saman
réttu hestana til að skapa réttu
orkuna og tilfinninguna á sviðinu.
Að sýningunni kemur stórt list-
rænt teymi, meðal annars leik-
myndahönnuðurinn Ilmur Stefáns-
dóttir, búningahönnuðurinn Filippía
I. Elísdóttir, danshöfundurinn Lee
Proud, tónlistarstjórinn Jón Ólafs-
son og ljósahönnuðurinn Björn
Bergsteinn Guðmundsson. Þá tekur
tólf manna hljómsveit einnig þátt.
„Þegar maður gerir söngleik er
maður alltaf að reyna að finna þenn-
an rétta sannfærandi tón, því þetta
er í eðli sínu krefjandi form. Við
brestum sjaldnast í söng í lífinu
sjálfu en áhorfandinn þarf að sann-
færast um það og falla fyrir því. Ég
vona að það hafi tekist með þessum
hópi. Æfingaferlið hefur í það
minnsta verið uppfullt af ást á list-
inni og sköpunarkraftinum, sem er
kjarni verksins. Þannig að okkur
hefur svolítið liðið eins og kórnum í
Sem á himni.“
Ljósmynd/Jorri
Samfélag „Þetta er alveg hrikalega sterk og sjarmerandi saga af samfélagi og fólki sem tendrast allt upp þegar
heimsfrægur hljómsveitarstjóri flytur í bæinn og setur eiginlega allt á annan endann,“ segir Unnur Ösp.
Hjartnæm saga af samfélagi
- Söngleikurinn Sem á himni frumsýndur í Þjóðleikhúsinu - Byggt á sænskri kvikmynd frá 2004
- Leikstjórinn Unnur Ösp Stefánsdóttir segir mikilvæga og sjarmerandi sögu sagða í verkinu
Unnur Ösp
Stefánsdóttir
Margrét Jónsdóttir opnar í dag kl.
16 sýninguna Útópía/ Staðleysa í
Grafíksalnum í Hafnarhúsinu,
hafnarmegin. Margrét sýnir þar
verk sem hún hefur unnið að síðast-
liðin þrjú ár og málað með náttúru-
legum efnum, að því er fram kemur
í tilkynningu. Margrét starfar við
myndlist á Íslandi og í Frakklandi
og nam fagið við Myndlistar- og
handíðaskóla Íslands. Hún hlaut
diplómu í frjálsri myndlist og síðar
diplómu í grafískri hönnun. Þá
stundaði hún meistaranám við
Central Saint Martins College of
Art í London og hlaut einnig dip-
lómu frá Kennaraháskólanum. Hún
hefur haldið yfir 50 einkasýningar
og tekið þátt í fjölda samsýninga á
Íslandi og erlendis. Verk eftir Mar-
gréti eru í eigu helstu listasafna
landsins og hefur hún hlotið ferða-
styrki og starfslaun listamanna.
Sýningin stendur yfir til 2. októ-
ber og er opið í Grafíksalnum alla
daga frá kl. 14 til 18.
Litir Margrét við listsköpun í náttúrunni.
Málar verk sín með náttúrulegum efnum
Spunasveitin og tríóið Stavros
Papadopulos frá Slóvakíu treður
upp í Mengi í kvöld kl. 21. Er sveitin
sögð miðla tónlistarlegum könn-
unarferðum Önnu Èonková og
leggja megináherslu á mannsrödd-
ina í öllum sínum fjölbreytileika.
Kannar sveitin mörk tónlistar, sam-
kvæmt tilkynningu. Hún hefur
komið fram á mörgun tilraunatón-
listarhátíðum í Slóvakíu. Hún kem-
ur nú fram í fyrsta sinn hér á landi
og verður sungið, leikið á trommur,
ýmsa hluti og rafhljóðfæri. Tilraunir Stavros Papadopulos á sviði.
Stavros Papadopulos í Mengi