Morgunblaðið - 16.09.2022, Síða 29

Morgunblaðið - 16.09.2022, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ empire moviefreak.com “ALADDIN FOR ADULTS” “A DIFFERENT KIND OF BLOCKBUSTER” “A GLORIOUS ONE-OF-A-KIND CREATION” EKKI MISSA AF ÞESSARI Í BÍÓ Indie wire FRÁBÆR GAMANMYND Meistari Jón Hólm nefnist ljósmyndasýning Tómasar Jóns- sonar sem opn- uð var í fyrra- dag á kaffi- húsinu Mokka við Skólavörðu- stíg. Um sýn- inguna segir Tómas m.a: „Að vera sér-vitur er aðdáunarvert. Því miður líta for- dómafullir menn á slíkt sem nei- kvæðan eiginleika. Vinur minn, Jón Hólm, er vissulega sérvitur og þess vegna stórkostlegur karakter. Sérviska hans er Land- Rover-sérviska. Hann veit ALLT um Land Rover-bíla. Hann hefur safnað að sér Land Rover-bílum frá því hann var táningur og á hátt á þriðja hundrað bíla. Einn Land Rover-bíllinn í safni hans er reyndar algjörlega hannaður og smíðaður af honum sjálfum frá upphafi til enda – hann gat reyndar sótt hluti í bílinn að vild í aðra bíla sem hann átti. Þessi staðreynd er vitnisburður um stórkostlega sérvisku hans, færni og snilld. Land Rover-eigendur – þ. á m. mín fjölskylda – sækja til hans viðhald og viðgerðir á bílum sínum. Í kvikmyndabransanum er Jón Hólm eftirsóttur og fenginn til að skaffa gamla bíla og halda öllu sem snýr að bílum gangandi. Það sem meira er: Hann þekkir sögu allra sinna bíla. Hann á fyrsta Land Rover-bílinn sem fluttur var til landsins fyrir kær- leiksríka ljósmóður í Skagafirði. Hann á sinn uppáhalds-Land Rover-bíl – en vill ekki láta uppi hvaða bíll það er.“ Jón Hólm veit allt um Land Rover Tómas Jónsson Björk Hrafns- dóttir og Árni Hrafn Krist- mundsson hlutu í gær verðlaun NOMEX fyrir framlag sitt til tónlistargeirans á Íslandi. NOMEX er s samstarfsverk- efni Útflutnings- miðstöðvar íslenskrar tónlistar og systurskrifstofa hennar á Norður- löndunum. Stofnað var til verð- launanna til að auka sýnileika og samvinnu innan norræna tónlistar- iðnaðarins, að því er fram kemur í tilkynningu. Norðurlöndin eru sjötti stærsti tónlistarmarkaður í heimi. Verðlaunin nefnast Top 20 Under 30 – Nordic Music Biz. Þau eru veitt 20 einstaklingum undir þrítugu sem þykja hafa skarað fram úr í tónlist- argeiranum. Verðlaunaafhending fór fram á By:Larm tónlistarhátíð- inni í Osló í gær. Björk Hrafnsdóttir er listfræð- ingur, með MA-gráðu í sýningar- stjórnun og hefur unnið að ýmsum verkefnum þar sem hún hefur lagt áherslu á náið og þverfaglegt sam- starf í myndlist, tónlist og hönnun. Sem sýningarstjóri vinnur hún bæði með tónlistarmönnum og mynd- listarmönnum og leggur áherslu á að byggja upp samfélag þar sem fólk getur stutt hvert annað og veitt gagn- kvæman inn- blástur, að því er fram kemur í til- kynningu. Á árunum 2018 til 2020 starfaði Björk fyrir írska tónlistarmanninn Damien og hóf störf hjá íslenska útgefandanum INNI árið 2020. Hún hefur tekið þátt í kvikmynda- og sjónvarpsverk- efnum hjá Apple, Netflix, HBO og stýrir kvikmyndaverunum í Reykja- vík. Árni stundaði nám við BIMM Berl- ín og stofnaði Klapp Management ásamt Henný Frímannsdóttur árið 2018. Hann hefur stýrt fjölda virtra íslenskra tónlistarmanna og hljóm- sveita á borð við Warmland, Moses Hightower, Valdimar og Daða Frey. Í dag starfar Árni sem fram- kvæmdastjóri Daða Freys og hefur einnig verið framleiðandi á fjölda stórra tónlistarviðburða á Íslandi auk þess að hafa umsjón með tónlist- arútgáfu, gerð tónlistarmyndbanda og markaðssetningu fyrir ýmsa listamenn. Björk og Árni verðlaunuð á By:Larm Björk Hrafnsdóttir Árni Hrafn Kristmundsson Kynningarfundur vegna Alþjóðlegr- ar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem fram fer 29. september til 9. október, var haldinn í gær. Þar var stiklað á stóru í umfangs- mikilli dagskránni. Hátíðin hefst að venju með sýningu opnunarmynd- ar. Að þessu sinni er það myndin Vera í leikstjórn Tizza Covi og Rainer Frimmel sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í mánuðinum. RIFF lýkur svo með frumsýningu á Sumarljós og svo kemur nóttin eftir leikstjórann Elvar Aðalsteinsson. Að venju verður ýmislegt kvikmyndatengt í boði fyrir fólk á öllum aldri og fara sýningar fram í Háskólabíói. 70 myndir frá 59 löndum Sýndar verða 70 kvikmyndir í fullri lengd frá 59 löndum. Norður- landafrumsýningar eru 31 talsins, þrjár Evrópufrumsýningar og tvær heimsfrumsýningar. 56% kvik- myndanna er leikstýrt af konum og því eru þær þar í meirihluta. Ýms- ar verðlaunamyndir verða á dag- skrá, m.a. fyrrnefnd Vera sem hlaut verðlaun fyrir bestu leik- stjórn og bestu leikkonu á Alþjóð- legu kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum. Einnig má nefna aðra verðlaunamynd frá hátíðinni í Fen- eyjum, No Bears. Hún er ekki síð- ur merkileg en hún er eftir íranska kvikmyndagerðarmanninn Jafar Panahi sem situr nú í fangelsi fyrir gagnrýni á stjórnvöld í heimalandi sínu. Af heimildarmyndum RIFF má nefna hina finnsku Karókí para- dís í leikstjórn Einari Paakkanen. Hún fjallar um mikilvægi karókí- söngs fyrir geðheilsu Finna. Sú er tilnefnd til Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna líkt og Girl Gang eftir Susönu Meures sem fjallar um fjórtán ára stúlku sem er áhrifa- valdur. Kvikmyndaframleiðandinn Sigur- jón Sighvatsson hefur nú sest í stól leikstjóra og verður fyrsta heimildarmynd hans og Scott Har- dei, Exxtinction Emergency, sýnd 2. október. Í myndinni er fjallað um alþjóðlega hreyfingu sem berst gegn loftslagsbreytingum með borgaralegri óhlýðni. Einnig má nefna heimildarmyndina King of the Butterflies eftir Olaf de Fleur. Hún fjallar um ungling sem er sak- laus dæmdur í fangelsi í Bandaríkj- unum. Heiðursgestur hátíðarinnar er ekki af verri endanum; spænska leikkonan Rossy de Palma sem þekktust er fyrir leik sinn í mynd- um Pedrós Almodóvars. Heiðursverðlaunahafar RIFF í ár eru spænski leikstjórinn Albert Serra og kvikmyndagerðarmaður kvikmyndagerðarmannanna svo- nefndur, hinn svissneski Alexandre O. Philippe. Sérstök áhersla verður lögð á spænska kvikmyndagerð á RIFF og fjöldi spænskra leikstjóra sækir hátíðina. Hvað í f.... er í gangi? Að venju nefnist aðalkeppnis- flokkur hátíðarinnar Vitranir. Í honum verða sýndar átta kvik- myndir eftir upprennandi höfunda sem eru ýmist fyrsta eða annað verk viðkomandi leikstjóra. Þær keppa um aðalverðlaun hátíðar- innar, Gullna lundann. Af öðrum flokkum má nefna Aðra framtíð sem inniheldur heimildarmyndir um samfélagslega mikilvæg mál- efni. Í tilkynningu frá RIFF segir að hátíðin dragi þema sitt í ár saman í eina spurningu: „Bakslag. Hvað í f******** er í gangi?“ og vinni í auknum mæli með ólíkum sam- félagshópum í því skyni að nýta áhrif kvikmyndagerðar til að skapa umræðu um málefni samtímans. Málþing, sem dregur saman ólík umfjöllunarefni mynda í flokknum Önnur framtíð, verður haldið. Þar verður unnið út frá framlagi kvik- myndagerðar til mannréttinda- þróunar í breiðum skilningi, segir í tilkynningu. Bogi Ágústsson frétta- maður mun stýra pallborðs- umræðum og meðal þeirra sem taka þátt í þeim er fyrrverandi for- seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son. Stjórnendum RIFF er umhverfisvernd ofarlega í huga og verður því dregið úr notkun prent- aðs efnis í ár og þess í stað stuðst við vefsíðuna riff.is og nýtt app. helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Hátíðarstund Skipuleggjendur RIFF kynntu það helsta á fundi í gær. 56% kvikmynda í leikstjórn kvenna - Spænskar kvikmyndir og heiðursgestur á RIFF í ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.