Morgunblaðið - 16.09.2022, Side 32
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
VANDAÐAR
SÆNGUROG
KODDAR Í
ÚRVALI
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURÐ
Raftónlistarhópurinn Skúlagata blæs til hátíðar á
skemmtistaðnum Húrra í kvöld kl. 21 í tilefni af útgáfu
tveggja hljómplatna á vegum hópsins. Það eru plöt-
urnar Margrét með in3dee og Kúlomb með Kraftgalla
sem báðar komu út í gær. Tónlistarmennirnir fagna út-
gáfunni með tónleikum í slagtogi við tónlistarkonuna
Heklu. Kvöldið er liður í hljómleikaröð Skúlagötu sem
ber nafnið Lævi blandið. Fyrsta kvöldið var haldið í vor
með útgáfu fyrstu safnplötu tónlistarhópsins með
blöndu tónleika og skífuþeytinga.
Skúlagata fagnar útgáfu á Húrra
FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 259. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Leó Snær Pétursson reyndist hetja Stjörnunnar þegar
liðið tók á móti Fram í 2. umferð úrvalsdeildar karla í
handknattleik, Olísdeildarinnar, í TM-höllinni í Garða-
bæ í gær. Leiknum lauk með 24:24-jafntefli en Leó
Snær jafnaði metin fyrir Garðbæinga á lokasekúndum
leiksins. »26
Dramatískt jafntefli í Garðabænum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Úrsmíðameistarinn Björn Árni
Ágústsson, formaður Úrsmíðafélags
Íslands, hefur starfað við fagið í um
54 ár. Á sama tíma hefur hann látið
til sín taka í félagsstörfum eins og til
dæmis hjá Knattspyrnudeild Fylkis
og ýmsum góðgerðarsamtökum.
Hjónin Björn og Þuríður Magnús-
dóttir hafa verið saman frá því þau
voru unglingar. Þegar Björn var í
Kennaraskólanum vann hann með
skólanum hjá föður hennar, Magn-
úsi E. Baldvinssyni úrsmiði, á sam-
nefndu úrsmíðaverkstæði og skart-
gripaverslun á Laugavegi. „„Af
hverju lærir þú ekki bara úrsmíði,“
spurði hann mig eftir fyrsta vet-
urinn og svaraði eiginlega sjálfur:
„Það er ekkert upp úr kennslunni að
hafa.“ Ég tók hann á orðinu og eftir
eitt ár í Iðnskólanum var úrsmíða-
nám þar lagt niður, ég fór í danska
skólann og lærði þar fagið.“
Ungu hjónin gerðust meðeig-
endur í fyrirtækinu 1976 og síðan
hefur það heitið Meba, Magnús E.
Baldvinsson ehf., en það er bæði í
Kringlunni og Smáralind. „Núna
eru ríflega 20 á launaskrá, þar af
tveir úrsmiðir og tveir gullsmiðir
fyrir utan dætur okkar Evu Hrönn
og Unni Eiri,“ segir Björn.
Framtíðin björt
Um 10 starfandi úrsmiðir af um
20 á Íslandi eru 70 ára og eldri.
Björn segir hæga endurnýjun
ákveðið vandamál, en hann sé bjart-
sýnn á framhaldið enda standi unga
fólkið sig vel í Danska úrsmíðaskól-
anum. Tveir íslenskir nemendur,
Bárður Bjarki Lárusson, sem hafi
unnið hjá sér í Meba á námstím-
anum og sé úrsmiður í fyrirtækinu,
og Guðrún Inga Guðbrandsdóttir,
úrsmiður hjá Frank Michelsen, hafi
til dæmis fengið æðstu verðlaun Úr-
smíðafélags Danmerkur fyrir
frammistöðuna á sveinsprófinu fyrir
skömmu. „Úr hafa verið órjúfan-
legur hluti manna um allan heim í
árhundruð og verða áfram,“ segir
Björn. „Þess vegna verður alltaf
þörf fyrir úrsmiði og Danir hafa tek-
ið mjög vel á móti okkur, bjóða nem-
endum fría skólavist og niðurgreiða
gistingu og fæði. Hins vegar hefur
íslenska ríkið ekki séð ástæðu til
þess að styðja við bakið á úrsmíða-
nemum í áratugi en við gefumst ekki
upp.“
Í formannstíð sinni hjá Knatt-
spyrnudeild Fylkis kom Björn á
unglingaráði í hverjum flokki með
góðra manna hjálp og segir hann
það hafa skipt sköpun í rekstri yngri
flokkanna. Eins hafi félagaskipti
Baldurs Bjarnasonar úr Fylki í
Fram markað ákveðin tímamót. „Ég
vildi að Fylkir fengi uppeldisbætur,
Halldór B. Jónsson, þáverandi for-
maður Knattspyrnudeildar Fram,
féllst á það og samningur okkar
markaði ákveðin tímamót.“
Stöðugur straumur viðskiptavina
er í Meba en svo eru líka margir
sem kíkja við til að taka stöðuna
með Birni. Ekki síst í fótboltanum.
„Hingað koma menn úr mörgum fé-
lögum og ég samgleðst þeim þegar
vel gengur og græt með þeim í mót-
lætinu.“ Hann mætir reglulega á
völlinn, segir alltaf jafngaman að
fagna sigri og ánægjulegt sé að
Fylkir verði í Bestu deildinni næsta
ár eftir að hafa tryggt sér efsta sæt-
ið í Lengjudeild karla á líðandi tíma-
bili. „Sigrarnir eru alltaf sætir en
það tekur sólarhring að jafna sig eft-
ir tap. Að morgni segir maður bara
það gengur betur næst. Það sama á
við í hverju því sem maður tekur sér
fyrir hendur. Við reynum alltaf að
gera okkar besta.“
Klukkan slær rétt í
vinnu og félagsstörfum
- Björn í Meba tók úrsmíði fram yfir kennararéttindi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í vinnunni Björn Ágústsson úrsmiður og Unnur Eir í Meba í Kringlunni.
Á vellinum Björn hlær með Smára
Björgvinssyni á Fjölnisvelli. Tómas
Kristinsson situr á milli þeirra.