Morgunblaðið - 28.10.2022, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 8. O K T Ó B E R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 252. tölublað . 110. árgangur .
DANIR FOR-
VITNIR UM SVIÐ
OG HÁKARL
LEIKNAR OG TEIKNAÐAR
VILL NÝTA TÆKI-
FÆRIN VEL MEÐ
LANDSLIÐINU
BARNAKVIKMYNDAHÁTÍÐ 28 KATRÍN TINNA 26SVIÐAVEISLA 4
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Kjaraviðræður við SGS, LÍV og VR
eru komnar á fleygiferð. Sama á við
um samflot iðnaðarmanna. Það er
hafin alvöruatlaga að gerð kjara-
samnings,“ segir Halldór Benjamín
Þorbergsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins (SA). Innan
vébanda þessara viðsemjenda SA
eru yfir 100.000 launþegar. „Þetta
eru alvörufundir og hvor aðili um sig
er að leggja fram tillögur og út-
færslur. Þetta eru samningafundir
eins og þeir eiga að vera.“
SA hafa ekki fundað með Eflingu
sem ekki hefur skilað kröfugerð.
„Við áttum fund með SA í morgun
þar sem við fórum yfir stöðuna og
settum niður nokkuð þétt fundaplan
fyrir næstu vikur,“ sagði Vilhjálmur
Birgisson, formaður SGS og Verka-
lýðsfélags Akraness, í gær. „Það fór
bara vel á með mönnum og við erum
að fara yfir stöðuna. Það er svo sem
ekkert byrjað að fara í launaliði. Á
næsta fundi verður farið yfir grein-
ingar á stöðunni. Það á að gera harða
atlögu að þessu, svo kemur bara í
ljós hvort menn ná saman.“
Stéttarfélag Vesturlands á aðild
að SGS, LÍV og Samiðn sem fer með
samningsumboð fyrir iðnsveinadeild
félagsins. Í vor var ákveðið að fela
hvorki SGS né LÍV samningsumboð
fyrir verslunarmannadeildina eða þá
sem tilheyra SGS-hópnum í félaginu.
Signý Jóhannesdóttir, formaður
stéttarfélagsins, segir þetta hafa
verið ákveðið vegna þess að þeir sem
eru í forsvari í SGS og LÍV hafi ekki
staðið með starfsmönnum Eflingar
og fordæmt uppsagnir þeirra. „Okk-
ar félag er ákveðið í sínum prinsipp-
um. Það vinnur ekki með fólki sem
getur ekki staðið með félögum sín-
um,“ segir Signý.
Halldór Benjamín hjá SA útilokar
ekki að niðurstaða í kjaraviðræðun-
um á almennum markaði náist í nóv-
ember og Vilhjálmur Birgisson hjá
SGS segir að markmiðið sé að semja
í nóvember.
Kjaraviðræður eru
komnar á fleygiferð
- Tíðir fundir fram undan - Markmið að semja í nóvember
Morgunblaðið/Hari
Undirritun Kjarasamningurinn frá í
apríl 2019 rennur út 31. október.
MAlvöruatlaga að gerð … »4
Stóru viðskiptabankarnir þrír högn-
uðust um 52 milljarða króna á fyrstu
níu mánuðum ársins og dróst hagn-
aðurinn saman um 6,6 milljarða frá
sama tímabili í fyrra. Virðist sam-
drátturinn í hagnaði þeirra koma
harðast fram á nýliðnum ársfjórð-
ungi en þá högnuðust bankarnir
samanlagt um 18,2 milljarða, sam-
anborið við 23,3 milljarða yfir sama
tímabil í fyrra.
Það sem af er ári hefur Arion
banki hagnast mest allra bankanna
eða um 22,1 milljað, samanborið við
20,4 milljarða í fyrra, þá hefur Ís-
landsbanki hagnast um 18,6 millj-
arða, samanborið við 16,6 milljarða
fyrstu níu mánuði síðasta árs. Lest-
ina rekur Landsbankinn með 11,3
milljarða en hagnaður hans dregst
saman um 10,3 milljarða frá fyrra
ári.
Það sem dregur hagnað Lands-
bankans mest saman er sú stað-
reynd að það sem af er ári nemur
tap bankans af fjáreignum og fjár-
skuldum á gangverði 7,6 milljörðum
en hagnaður var af þeim lið rekstr-
arreikningsins á síðasta ári, sem
nam 5,5 milljörðum króna.
Dregur Landsbankann niður
Hinar miklu sviptingar í þessu má
án efa rekja til óbeinnar eignar
Landsbankans í stórfyrirtækinu
Marel í gegnum eignarhlut bankans
í Eyri Invest. Marel hefur lækkað
um 44% það sem af er ári en gengi
félagsins hefur vænkast nokkuð eftir
að komið var inn á lokafjórðung árs-
ins.
Athygli vekur að hreinar vaxta-
tekjur bankanna hafa stóraukist á
árinu og námu 94,2 milljörðum
króna en voru 77,3 milljarðar yfir
sama tímabil í fyrra. »12
Vaxtatekjurnar
aukast um 22%
- Hagnaður bankanna 52 milljarðar
Íbúi á Akranesi fékk fyrirspurn frá kunningja í
Reykjavík í gær um hvað væri að brenna. Svo
víða sást kolsvartur mökkurinn frá „gömlu ösku-
haugunum“ sem margir Skagamenn kalla enn,
þótt þar sé nú rekin allt önnur starfsemi. Við frá-
gang bílhræja kom upp eldur sem áður en við
var litið hafði læst sig í um hundrað hræ og
þurfti nokkurra klukkustunda orrahríð alls til-
tæks slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar
til að knýja logana til kyrrðar sem að lokum
hafðist. Einnig kom tankbíll slökkviliðs Borgar-
byggðar á vettvang öðru liði til fulltingis. » 2
Háreistur reykjarmökkur lék við himin í kjölfar óhapps við frágang bílhræja á Akranesi
Morgunblaðið/Eggert
Allt tiltækt slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar
Landsnet hefur ákveðið að fresta
lagningu nýrra lína fjær byggð á
höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er sú
að óvissa hefur skapast vegna auk-
innar eldvirkni á Reykjanesskaga og
hættu á að hraun renni fljótlega yfir
fyrirhugaðar línuleiðir Lyklafells-
línu ef eldgos verður í nágrenninu. Í
staðinn verður ráðist í viðhald
Hamraneslína og þær lagðar að
hluta í jörðu og Ísallínur færðar. Það
er gert til að línurnar hamli ekki
þróun byggðar í Hafnarfirði, sam-
kvæmt upplýsingum Landsnets.
Hamraneslínur og Ísallínur liggja
um byggð í Hafnarfirði. Ákveðið hef-
ur verið að leggja þær í jörð á fimm
kílómetra kafla vegna þróunar
byggðar í Hafnarfirði. Ráðist verður
í verkefnið á árinu 2024. Í kjölfar
þess verða Ísallínur, sem liggja frá
Hamranesi að álverinu, færðar fjær
íbúðabyggð og hluti af Suðurnesja-
línu 1 verður settur í jörð við tengi-
virkið. »6
Morgunblaðið /Hari
Rafmagn Nýjar línur fjær byggð-
inni verða ekki lagðar að sinni.
Hamranes-
línur í jörð
- Landsnet setur
Lyklafellslínu á ís
vegna óvissu