Morgunblaðið - 28.10.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Ferðafélag Íslands hélt sinn fyrsta
félagsfund í gærkvöldi frá því að
fyrrverandi forseti félagsins sagði af
sér, um 300 manns sóttu fundinn
sem lauk um kl. 22 í gærkvöldi. Sig-
urbjörg Sigurgeirsdóttir bar fram
vantrauststillögu á stjórn félagsins
og lagði til að stjórn félagsins myndi
segja af sér. Ólafur Haraldsson,
fyrrverandi forseti félagsins, lagði til
að tillögunni yrði vísað frá sem var
samþykkt.
Væringar innan félagsins
Gustað hefur um félagið frá því að
Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrver-
andi forseti félagsins, sagði af sér og
sagði sig úr félaginu. Hún gaf þá
skýringu að hún vildi ekki starfa í fé-
lagi þar sem stjórnarhættir og sið-
ferðisleg gildi, sem gengju þvert á
móti hennar eigin gildum, réðu ríkj-
um. Þar vísaði hún meðal annars til
þess að ekki hefði verið tekið á alvar-
legum málum innan félagsins sem
vörðuðu meinta kynferðislega
áreitni af hálfu fararstjóra og stjórn-
armanns, og einnig eineltistilburði
innan stjórnarinnar.
Kristín I. Pálsdóttir sótti fundinn
og hugðist leggja fram vantrausts-
tillögu en eftir að frávísunartillaga
Ólafs var samþykkt var hún ekki
tekin fyrir.
Sagði að málunum væri lokið
Hún segist í samtali við Morgun-
blaðið eftir fundinn hafa orðið fyrir
vonbrigðum þar sem stjórn félagsins
svaraði ekki spurningum um ýmis
mál sem tengjast þeim ásökunum
sem voru bornar á stjórnina.
„Þau halda sig við að það hafi verið
gengið frá málunum. Ég hef sjálf tal-
að við konur sem eru ekki sáttar við
málalokin,“ segir Kristín. Hún bætir
því við að það hafi verið rætt að ekki
væri hægt að fella stjórnina þar sem
hún þyrfti þá að sitja fram að aðal-
fundi félagsins sem fer fram í mars.
Kristín segist hafa fengið álit lög-
fræðings og það hafi verið möguleiki
að fella stjórnina, en hún hafi ekki
fengið að viðra skoðun sína eftir að
fyrsta vantrauststillagan var felld.
Bandamenn stjórnarinnar
Spurð hvort stjórnin njóti trausts
félagsmanna segir Kristín að það
þurfi tíminn að leiða í ljós. „Mín til-
finning var sú að bandamenn stjórn-
arinnar hefðu mætt vel á þennan
fund.“
Sigrún Valbergsdóttir, forseti
Ferðafélags Íslands, sagði í samtali
við Morgunblaðið fyrir fundinn að
reynt hefði verið að beita öllum
brögðum til þess að taka yfir félagið
og koma nýju fólki að í stjórn. Hún
segir að auki miklar rangfærslur
hafa farið á flug um rekstur félags-
ins sem hafi aldrei staðið betur, að
hennar sögn. Stjórn félagsins hefur
vísað ásökunum Önnu Dóru á bug og
lýsti í kjölfar afsagnar hennar yfir
vonbrigðum og furðu á því hvernig
Anna Dóra hefði kosið að skilja við
félagið.
Vantrauststillaga felld á fundi FÍ
- Fyrsti fundur Ferðafélags Íslands frá því að fyrrverandi forseti sagði af sér - Mörg hundruð manns
sóttu fundinn - Kristín I. Pálsdóttir segir mörgum spurningum ósvarað - Stjórnin með fullt traust
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
FÍ Um 300 manns sóttu félagsfund Ferðafélags Íslands sem hófst klukkan 20
í gær. Niðurstaðan var sú að stjórnin hefði fullt traust félagsmanna.
Starfsmenn Lava show hella bráðnu hrauni yfir ís fyrir fram-
an hóp af blaðamönnum og áhrifavöldum sem boðið var á Ís-
áfram í dag og á morgun. Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferða-
málaráðherra er stödd á sýningunni og flutti ávarp.
landskynningu á vegum íslenskra ferðaþjónustu- og hönn-
unarfyrirtækja í Lundúnum í gærkvöldi. Dagskráin heldur
Undur Íslands kynnt blaðamönnum og áhrifavöldum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverf-
is-, orku- og loftslagsráðherra, veltir
nú fyrir sér að bjóða sig fram til for-
mennsku í Sjálfstæðisflokknum á
landsfundi um aðra helgi. Hann seg-
ist meðvitaður um stærð ákvörðun-
arinnar og að hann væri eflaust
löngu búinn að taka ákvörðun ef hún
væri ekki þetta stór.
„Ég er algjörlega meðvitaður um
það hversu stór ákvörðun þetta er, ef
hún væri ekki svona stór þá væri ég
örugglega löngu búinn að taka
hana,“ segir Guðlaugur.
Aðspurður hvort hann hafi gefið
sér tímaramma segir hann svo ekki
vera þar sem ákvörðunin um fram-
boð til formanns varði fleiri en sjálf-
an sig.
Mögulegt mótframboð gegn
Bjarna Benediktssyni, núverandi
formanni Sjálfstæðisflokksins, eru
stór tíðindi en Guðlaugur segir
ástæðu þess að hann íhugi framboð
til formanns vera afar einfalda.
Hann hafi fengið fjölda áskorana og
hvatningu frá fólki.
Aðspurður hvaðan stuðningurinn
komi helst og þá hvort stuðningur
komi innan úr þingflokknum sjálf-
um, segir Guðlaugur að hann komi
víða að og ekki síst eftir að frétt birt-
ist í Morgunblaðinu þess efnis að
hann íhugaði framboð til formanns.
„Stuðningurinn hefur komið víða
að og ekki síst eftir að umræðan fór
fyrst af stað eftir frétt í Morgun-
blaðinu. Þetta er tilkomið vegna þess
að fólk hefur sett sig í samband við
mig og hefur áhyggjur af stöðu
flokksins af ástæðum sem við þekkj-
um,“ segir Guðlaugur.
aglamaria@mbl.is
Formannsframboð stór
ákvörðun fyrir Guðlaug Þór
- Ákvörðunin um formannsframboð varði fleiri en sjálfan sig
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framboð Guðlaugur ræddi við sjálf-
stæðismenn í gærkvöldi.
Eldurinn sem logaði í gær á gáma-
svæði við Akranes kom upp þegar
starfsmenn endurvinnslu á svæðinu
voru að skera hvarfakút undan
bílhræi sem var á leið til endurvinnslu
erlendis. Hörður Auðunsson, fram-
kvæmdastjóri Málmu endurvinnslu,
segir í samtali við Morgunblaðið að
ekki hafi verið fylgt verkreglum sem
sögðu til um að það þyrfti að færa
bílhræin af bílastæðinu áður en skera
mætti hvarfakút úr.
Spurður um stærð tjónsins segir
Högni að aðallega sé rusl á svæðinu
og því lítið um eiginleg verðmæti. Bú-
ið var slökkva eldinn um fimmleytið í
gær, en slökkvistarf dróst fram á
kvöld. Í gærkvöldi var haugurinn rif-
inn í sundur og kældur til þess að
koma í veg fyrir að eldurinn kviknaði
aftur. Gríðarlegt vatnsmagn þurfti til
þess að slökkva eldinn og voru tveir
tankbílar sendir á vettvang.
Slökkvistarfi lauk
í gærkvöldi
- Stórbruni á gámasvæði á Akranesi
Morgunblaðið/Eggert
Eldsvoði Gríðarlegur reykur steig
upp frá eldinum sem sást víða.