Morgunblaðið - 28.10.2022, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022
Sigurður Már Jónsson blaða-
maður fjallar um nýjan
stjórnarsáttmála hægri blokk-
arinnar í Svíþjóð í pistli á mbl.is.
Í sáttmálanum er tekið á ýmsum
málum en inn-
flytjendamál
taka um þriðj-
ung sáttmál-
ans, enda voru
þau fyrirferð-
armikil í kosn-
ingunum. Sig-
urður Már segir nýjan ráðherra
fólksflutninga hafa sagt í viðtali
að til að „koma skikki á aðlögun
verðum við að draga úr fjölda
innflytjenda. Með nýjum umbót-
um mun ríkisstjórnin knýja fram
viðhorfsbreytingu í sænskri inn-
flytjendastefnu.“
Þá segir hann frá því að í Sví-
þjóð sé ætlunin að bæta landa-
mæraeftirlit og athuga með að
nota DNA-próf við útlendingaeft-
irlit innanlands. Ætlunin sé að
vísa útlendingum úr landi séu
þeir í gengjum, í vændi, öfga-
samtökum eða teljist á annan hátt
óæskilegir í landinu.
- - -
Ennfremur sé ætlunin að taka
við mun færri kvóta-
flóttamönnum en áður, 900 í stað
6.500 á ári, og gera kröfur um að
í þeim hópi verði einungis fólk
sem sé líklegt til að aðlagast líf-
inu í Svíþjóð. Sænsk stjórnvöld
ætli einnig að draga úr rétti
þeirra sem nýkomnir séu til
landsins til að fara strax á bætur
hjá ríkinu og gera auknar kröfur
til þeirra sem sækja um
ríkisborgararétt.
- - -
Þetta er aðeins hluti þeirra að-
gerða sem sænsk stjórnvöld
eru nú að grípa til vegna vandans
sem safnast hefur upp á liðnum
árum í landinu. Óhætt er að segja
að þó að þetta séu eðlilegar að-
gerðir þá séu þær mun ákveðnari
en það sem nú er rætt um á Al-
þingi. Og samt er þrefað þar.
Hertar aðgerðir
nýrrar stjórnar
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Fulltrúaráð Sameykis óttast að
einkavæðing Strætó bs. muni koma
illa niður á starfsfólki, almennu
launafólki, efnalitlu fólki og náms-
fólki. Fulltrúaráðið krefst þess að
öllum áformum um einkavæðingu
Strætó bs. verði tafarlaust hætt og
gangsett verði áætlun samfélags-
legrar velferðar sem styrki Strætó
bs. til framtíðar.“ Þetta segir í álykt-
un sem fulltrúaráð Sameykis,
stærsta stéttarfélags opinberra
starfsmanna, samþykkti í gær.
Þar segir ennfremur að Strætó
bs. hafi í hyggju að útvista öllum
leiðum í leiðakerfi strætisvagna fé-
lagsins til einkaaðila. Magnús Örn
Guðmundsson, formaður stjórnar
Strætó, hafi sagt að við blasi að
bjóða út reksturinn og undir það
taki stjórnin öll og framkvæmda-
stjóri Strætó bs.
Í annarri ályktun fulltrúaráðsins
er harðlega mótmælt einkavæðing-
arstefnu ríkisstjórnarinnar í heil-
brigðiskerfinu og vísað til þess að
forsvarsmenn spítalans hafi greint
frá því að samið hafi verið um yfir-
töku Heilsuverndar, sem er einka-
rekið fyrirtæki, á rekstri Vífilsstaða.
Þá segir að ríkisstjórn Katrínar
Jakobsdóttur hafi sagt að stofnunin
yrði ekki einkavædd en síðan gengið
á bak orða sinna.
Vara við einkavæðingu Strætó
- Saka ríkisstjórnina um að ganga á
bak orða sinna um rekstur Vífilsstaða
Ljósmynd/Sameyki
Fulltrúaráð Sameyki gagnrýnir
harðlega áform um einakvæðingu.
Unnur Þorsteinsdóttir, nýr forseti
Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Ís-
lands og framkvæmdastjóri hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu, er áhrifa-
mesta vísindakona Evrópu og sú
fimmta áhrifamesta í heiminum sam-
kvæmt nýjum lista sem vefurinn
Research.com hefur tekið saman og
byggist á greiningu á rannsókna-
framlagi yfir 160 þúsund vísinda-
kvenna.
Research.com er vettvangur miðl-
unar um rannsóknir, vísindaráð-
stefnur og vísindamenn. Fjallað er
um vísindi á breiðum grunni og jafn-
framt birtir vefurinn reglulega ýmsa
lista yfir framúrskarandi tímarit, vís-
indamenn og ráðstefnur á ólíkum
fræðasviðum, segir á vef HÍ.
„Vefurinn birtir nú í fyrsta sinn
lista yfir fremstu vísindakonur heims
en með því vilja forsvarsmenn vefs-
ins draga fram afrek kvenna í geira
þar sem karlmenn hafa um langt
skeið verið í miklum meirihluta.
Markmiðið með listanum er einnig
að hvetja vísindakonur áfram í sínum
störfum og ungar konur til þess að
helga sig vísindum,“ segir enn frem-
ur á vef HÍ. Að því er fram kemur á
research.com eru konur aðeins þriðj-
ungur starfsfólks í vísindum en rann-
sóknir sýna að síður er vísað í vís-
indakonur en -karla og framlag
þeirra síður metið að verðleikum.
Unnur tók við starfi forseta Heil-
brigðisvísindasviðs nú í sumar en
hefur starfað hjá Íslenskri erfða-
greiningu frá síðustu aldamótum.
Fram kemur á Research.com að
tilvitnanir í rannsóknir sem Unnur
hefur komið að eru hátt í 190 þúsund
og birtingar hennar rúmlega 460 á
því tímabili sem liggur til grundvall-
ar listanum.
Áhrifamesta vís-
indakona Evrópu
- Unnur Þorsteins-
dóttir fimmta áhrifa-
mesta á heimsvísu
Vísindi Unnur Þorsteinsdóttir er
með áhrifamestu vísindamönnum.