Morgunblaðið - 28.10.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022
HVAÐ ER Í MATINN?
FÖSTUDAGA
Ungnautalund
Í trufflusveppa marineringu
Ungnautafillet
Í black garlic marineringu
tilboð alla vikuna
Grensásvegur 48, 108 Reykjavík | Sunnukriki 2, 270 Mosfellsbær
Á MORGUN LAUGARDAG
-20%
-20%
SKÁK
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Úsbekinn Nodirbek Abdusattarov
gerði sér lítið fyrir í gærkvöldi og
vann sigurvegara tveggja síðustu
áskorendamóta, Rússann Jan Ne-
pomniachtchi, 4:0 í einvígi þeirra á
heimsmeistaramótinu í Fischer-
random eða slembiskák, eins og
nafn greinarinnar hefur verið þýtt á
íslensku.
Þessi 18 ára gamli piltur hafði
tryggt sig áfram í útsláttarkeppni
fjögurra efstu skákmanna áður en
lokadagur undankeppninnar rann
upp. Með því að vinna báðar skák-
irnar gegn Nepo í gær var hann
kominn með 9 ½ vinning af 10
mögulegum sem er fáheyrð frammi-
staða í móti af þessum styrkleika.
Hann slakaði örlítið á í seinna ein-
víginu við Wesley So og tapaði,
½:1½. Filippseyingurinn, sem er nú-
verandi heimsmeistari í greininni,
verður að láta sér lynda að tefla um
5. sætið við Rússann Fedoseev.
Nepo fylgir Abdusattarov í úr-
slitakeppnina og mætir Magnúsi
Carlsen á morgun, laugardag, en
keppendur fá frí í dag.
Magnús Carlsen og Nepo tefldu
einvígi um heimsmeistaratitilinn í
Dúbaí í fyrra en því lauk með yfir-
burðasigri Magnúsar, 7½ : 3½, en
Rússinn gerði sér lítið fyrir og vann
svo áskorunarréttinn aftur í sumar.
Eins og komið hefur fram í fréttum
hefur Magnús ákveðið að afsala sér
heimsmeistaratigninni og mun
Nepo mæta Kínverjanum Liren
Ding í næsta einvígi um titilinn.
Undankeppni heimsmeistara-
mótsins fór fram með býsna flóknu
kerfi þar sem skipt var í tvo riðla og
tefldu allir við alla í hvorum riðli,
alls fjórar skákir sem aftur skiptust
upp í tvö einvígi og gaf sigur 2 stig
en jafntefli eitt sig.
Í A-riðli urðu úrslit þessi:
1. Abdusattarov 10 stig ( 10 v. )
2. Nepomniachtchi 7 stig (7 v. )
2. So 6 stig (5 ½ v.)
4. Hjörvar Steinn Grétarsson (1
stig) 1 ½ v.
Í B-riðli urðu úrslitin:
1. Magnús Carlsen 9 stig (8 v.)
2. Nakamura 9 stig (7½ v.)
3. Fedoseev 4 stig (5½ v.)
4. Bluebaum 1 stig (3 v.)
Vinningatala réð því að Magnús
telst sigurvegari riðilsins.
Í fjögurra manna úrslitum á
morgun, laugardag, tefla Magnús
Carlsen og Jan Nepomniachtchi og
Hikaru Nakamura fær það verkefni
að eiga við við Nodirbel Abdusatt-
arov.
Þótt Magnús hafi marið sigur í
sínum riðli tapaði hann þó saman-
lagt fyrir Nakamura, 1½ : 2½, og
var taflmennska hans í slöku með-
allagi að þessu sinni. Hann spillti
unnum stöðum bæði á móti Nakam-
ura og Fedoseev í gær.
Fulltrúi Íslands á mótinu, Hjörv-
ar Steinn Grétarsson, vann góðan
sigur í gær í fyrri skákinni við Wes-
ley So. Hann var í góðum færum í
seinni skákinni en missti þráðinn og
tapaði. Átti síðan rakið jafntefli í
skákinni gegn Nepo en virtist leita
að vinningsfærum er hann gat knúið
fram jafntefli.
Hjörvar mun á sunnudaginn tefla
við Þjóðverjann Bluebaum um 7.
sætið.
Ljósmynd/FIDE/Lausanne
Skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lék fyrsta leikinn fyrir heimsmeistarann Magnús Carlsen í gær.
Carlsen og Abdusattarov
unnu undankeppnina
- Heimsmeistarinn mætir Nepo í fjögurra manna úrslitum
Morgunblaðið/Hákon
Spenna Hjörvar Steinn Grétarsson vann Wesley So í hörkuspennandi skák.
Plastpokar, pappakassar og fleira rusl fauk af vörubíl sem var að flytja
rusl á Hringveginum um Hörgárdal í vikunni. Bíllinn var fullhlaðinn. Net
var strengt yfir farminn en það virðist ekki hafa dugað til því pappi og
plast fauk aftur af pallinum og til hliðar og endaði á veginum og úti í móa
án þess að ökumaðurinn stöðvaði bílinn til að bæta umbúnaðinn.
Pappi og plast fauk af
ruslabíl á Hringveginum
Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Fok Ógnvekjandi er að keyra á eftir ruslabílnum og mæta honum.
Lenka Ptacnikova hefur enn for-
ystu á Íslandsmóti kvenna sem
fram fer samhiða Fischer-random-
mótinu.
Hún gerði jafntefli við norsku
skákkonuna Olgu Dolzhikovu og
hefur 3½ vinning eftir fjórar um-
ferðir. Mótið er opið erlendum
keppendum og mótherji Lenku frá
því í gær er í 2. sæti með 3 vinn-
inga.
Lenka efst
á Íslands-
móti kvenna
Ljósmynd/Ellen Frederica Nielssen
Forysta Lenka Ptacnikova, stigahæsta skákkona Íslands, er efst keppenda.
Allt um sjávarútveg