Morgunblaðið - 28.10.2022, Page 16

Morgunblaðið - 28.10.2022, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Jóladagatölin eru komin! VIÐ erumRÆKTENDUR BREYTINGA Í alþingiskosning- unum sl. haust bauð enginn stjórnmála- flokkanna upp á kosn- ingamál sem leitt gætu til umræðna um öll þau óleystu vel- ferðarmál samfélags- ins sem í óefni voru komin og eru enn í ólestri. Þvert á móti samþykktu allir að gera loftslagsmál að aðalkosninga- málinu, sem þar með birtist okkur kjósendum sem lýðskrumsmál. Frambjóðendur flokkanna fluttu snotrar og allt að því samhljóða ræður og sögðu okkur það sem þeir héldu að við vildum heyra í stað þess að segja okkur það sem segja þurfti, nefnilega staðreynd- ina um ástand mála í samfélaginu. Og nú er seinna „lýðskrums- málið“ komið í almenna umræðu, en það er hin sívaxandi ásókn er- lendra aðkomumanna í sæluna hjá okkur. Ég leyfi mér að segja lýð- skrum vegna þess að hæstvirtir al- þingismenn og ráðherrar virðast ekki treysta sér til að láta í ljósi skoðanir sínar á þessum viðkvæma málaflokki, nema þeir sem eru með ranghugmyndir um vilja og getu okkar Íslendinga til þess að taka á móti og ala önn fyrir miklum fjölda flóttamanna. Svo er hin spurningin: hve langt nær heimild og vald Al- þingis til þess að skuldbinda þjóðina til margra ára vegna flóttamanna, án lýð- ræðislegrar umræðu og kosninga, þannig að þjóðin ráði ferðinni en ekki þröngur hópur alþingismanna. Hörmungar flótta- manna eru vægast sagt skelfilegar, en að- stæður þess fólks sem hingað leitar eru jafn ólíkar og það er margt. Að mörgu þarf að hyggja auk líkamlegra þarfa, og einn erf- iðasti þröskuldurinn er sennilega mikill fjöldi ólíkra tungumála og þá aðallega fyrir skólana. Íslenskan er erfitt mál og trúlegt að aðkomufólk sem ætlar sér að- eins tímabundna dvöl veigri sér við að læra erfitt tungumál, sem þar að auki er aðeins gjaldgengt hér á landi. Spurningin er: verðum við ekki að bíta í hið súra epli og við- urkenna ensku sem tungumál núm- er tvö? Nú þegar er boðið upp á að velja ensku sem tungumál í upp- hafi símtals við bæði fyrirtæki og opinberar stofnanir. Ef trúa má fréttum fjölgar stöð- ugt þeim íbúum landsins sem ekki geta séð sér farborða. Þar er um að ræða öryrkja, fíkniefnaneyt- endur, geðsjúklinga, gamalmenni og annað utangarðsfólk, sem í raun er ekkert annað en „flóttamenn“ úr íslensku samfélagi. Stendur okkur ekki næst að hjálpa því fólki fyrst, sem allflest er mjög illa á vegi statt? Þeim sem ráðið hafa ríkjum hjá okkur undanfarin ár hefur gjör- samlega mistekist að leysa vanda okkar umræddu eigin „flótta- manna“. Hljótum við Íslendingar ekki allir að líta svo á að skylda Al- þingis sé fyrst og fremst við eigið land og þjóð? Það er hrein illmennska að hrekja fólk frá heimilum sínum, en það er ekki vegna illmennsku sem margar þjóðir veigra sér við að hleypa ómældum fjölda flóttafólks inn í lönd sín. Öllum stjórnar- herrum ber skylda til að hugsa fyrst um eigin þegna og öryggi þeirra. Verum raunsæ og drögum lærdóm af örlagaríkum mistökum frændþjóða okkar, sem hafa heldur betur fengið að kenna á vanþakk- læti hælisleitenda. Þýski heimspekingurinn Nietzsche orðar þetta svo snilldar- lega (lauslega þýtt): Verum ekki eins og kjáninn sem rekur höndina inn í eldslogann og æpir svo: Eld- urinn brennir! Verum raunsæ Werner Ívan Rasmusson »Er ekki kominn tími til að sinna okkar eigin innlendu „flótta- mönnum“? Werner Rasmusson Höfundur er eldri borgari. Ég hef nýlokið við að lesa bók Yngva Leifssonar sagnfræð- ings, „Með álfum“, en þar fjallar hann um illa ævi einnar af- kastamestu flökku- konu okkar, en sú hét Ingiríður Eiríks- dóttir, (1777-1857). Yngvi er virtur fræðimaður á sínu sviði og hefur rann- sakað allar tiltækar heimildir. Ingiríður var á sínum tíma skil- greind sem „hættulegt kvendi“, dæmd til vistar í fangelsi í Dan- mörku og var gerð útlæg úr heimahéraði sínu, Þingeyjarsýslu. Brottsending hennar frestaðist hins vegar og henni var sleppt úr dýflissunni við Arnarhól og send norður í staðinn, var kaghýdd og látin dúsa í gæsluvarðhaldi hingað og þangað þar til hún „settist í helgan stein“ og hætti að flakka. Hún eignaðist fimm börn og fór ekki í manngreinarálit varðandi faðernið, var einnig þjófótt og erf- ið við að eiga vegna þess hve iðin hún var við að strjúka úr klóm réttvísinnar. Hún var reyndar árum saman á flótta frá yfirvaldinu, sem hún óttaðist, og það ekki að ástæðu- lausu því málin undu alltaf upp á sig. Ingiríður var vön vosbúð og vílaði ekki fyrir sér að hafast við úti við, var handsömuð hingað og þangað um Norðurland og marg- sinnis dæmd til hýð- ingar fyrir ýmiss konar atvik. Stundum voru afbrot hennar fólg- in í að hún stal mat og klæðum handa börnum sínum. Athyglisvert er að gera sér grein fyrir því að sýslumenn, hreppstjórar og prestar, sem áttu þátt í að dæma Ingiríði, voru allt karlmenn. Þegar Ingiríður settist að fyrir norðan hafði hún samtals þurft að þola 158 vandarhögg, hafði með öðrum orðum verið bar- in og lamin ítrekað, henni mis- þyrmt og hún jafnvel verið bundin og svelt. Árið 1822 er skráð eftirfarandi lýsing á Ingiríði. Ingiríður er nettvaxin kona, nokkuð fót- og handstór, miðað við líkamsvöxt, en einungis 150 cm að hæð. Hún er ljós á hörund og grannleit, með blágrá augu og jarpt (dökkt) hár. Þessi lýsing var m.a. notuð til að færa sönnur á að Ingiríður hefði smogið inn og út um glugga, sakir nettleika síns, sem hún vissulega ekki gerði. Margsinnis notuðu hreppstjórar alls konar tylliásakanir til að koma höggi á Ingiríði, í orðsins fyllstu merk- ingu. Afkomendur Ingiríðar eru all- nokkrir og talið sómafólk, dreift um landið. Lestur bókarinnar kallar enn og aftur fram spurningu sem ég hef áður glímt við þegar ég rannsak- aði æviferil Steinunnar Sveins- dóttur frá Sjöundá. Hvers konar meðferð var þetta gagnvart varnarlausum konum í íslenskum fangelsum og/ eða varð- haldi? Burtséð frá meintum afbrotum þessara kvenna, er augljóst að mikið vantar upp á að þær hafi fengið réttláta meðferð í dóms- kerfinu. Þær Ingiríður og Stein- unn voru báðar sviptar börnum sínum nýfæddum og svo refsað fyrir eitt og annað sisvona á með- an börn þeirra í hvítvoðum voru send til vandalausra. Enn í dag eru mál að flækjast í kerfinu sem minna óþægilega á þann hrottaskap sem konur hafa þurft að þola gegnum tíðina. Nú er tími til kominn að setjast niður og leiðrétta misrétti og mis- tök gagnvart konum, (sérstaklega mæðrum ungra barna), sem órétti hafa verið beittar í íslenskum fangelsum. Siðmenntuð þjóð getur ekki ver- ið hreykin af að fara svona með varnarlausar konur, burtséð frá sekt eða sakleysi. Maður er miður sín eftir að hafa lesið um alls kon- ar ógeðfellda hluti. Ég segi eins og amma mín heitin: „Sveiattan“. Það var hennar sterkasta orð, því ekki blótaði hún né talaði illt um nokkurn mann í mín eyru. Um illa vist ungra mæðra í íslenskum fangelsum Skírnir Garðarsson Skírnir Garðarsson »Nú er tími kominn til að gera upp misrétti gagnvart ungum mæðr- um sem þolað hafa órétt í íslenskum fangelsum. Höfundur er prestur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.