Morgunblaðið - 28.10.2022, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.10.2022, Qupperneq 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022 E60 Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960 Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Stóll E60 orginal kr. 44.100 Retro borð 90 cm kr. 156.200 (eins og á mynd) Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is SÁÁ hefur starfað öt- ullega síðustu 45 árin að því að draga úr for- dómum og vanþekkingu á fíknivandanum með því að hafa áhrif á al- menningsálitið með fræðslu um eðli fíkn- sjúkdómsins. En af hverju stafa fordómar gagnvart þessum sjúk- dómi frekar en öðrum? Þegar við hugsum um fólk með fíknsjúkdóm, þá sjáum við fyrir okkur hegðun sem er oft óskilj- anleg. Við sjáum fólk sem veldur sjálfu sér, ástvinum og öðrum skaða; fólk sem hefur misst vinnu og lífsviðurværi vegna sjúkdómsins og hefur almennt misst tökin á lífinu. Við sjáum fólk sem getur ekki hætt að drekka eða nota vímuefni þrátt fyrir þessar alvarlegu afleiðingar. Okkur er það hulin ráð- gáta hvers vegna svo sé. Fordómar myndast af því við sjáum bara ytri af- leiðingar sjúkdómsins. En það er enginn sem viljandi vill valda sér skaða, missa vinnuna eða særa fjölskyldu og ástvini. Það sem liggur að baki þessari hegðun er fíkn- sjúkdómurinn og það er auðvelt að gleyma því. Meira að segja meðal fag- fólks er oft erfitt að leiða hjá sér þessa ytri hegðun sem veldur okkur reiði og er óviðunandi. Ef einhver sem er undir áhrifum veldur þér eða þínum skaða er skiljanlegt að þú eigir ekki auðvelt með að fyrirgefa. Það er eðlilegt. Þetta er kannski kjarni máls- ins; það sem við eigum við að glíma með fíknsjúkdóminn, ólíkt öðrum sjúkdómum, er skaðinn sem hann getur valdið, skömmin, sektar- kenndin og niðurlægingin sem verður í kjölfarið. Þess vegna er flókið að vinna gegn fordómum, því það krefst þess að við dæm- um hegðunina en ekki manneskjuna. Þetta er kannski það mikilvæg- asta í baráttunni gegn fordómum; að muna að flestir sem glíma við fíknivanda eru bara eins og ég og þú, fólk sem á skilið athygli okkar og hjálp og að fá annað tækifæri. Við sem störfum að meðferð fólks með fíknsjúkdóm sjáum árlega mörg hundruð dæmi um einstaklinga sem fá annað tækifæri til að lifa betra lífi og ná bata. Þetta eru einstaklingar sem af heilum hug og einurð leggja sig fram við að vinna gegn illvígum sjúkdómi með aðstoð fagfólks og að- standenda. Fólk í þessari stöðu verð- skuldar virðingu og viðurkenningu. Það er að fást við sjúkdóm og afleið- ingar hans og þarf á skilningi okkar og hjálp að halda. Leggjum því lið! Fordómar eru okkar mesti óvinur Ingunn Hansdóttir » Það sem við eigum við að glíma með fíknsjúkdóminn, ólíkt öðrum sjúkdómum, er skaðinn sem hann getur valdið, skömmin, sektarkenndin og niðurlægingin sem verður í kjölfarið. Ingunn Hansdóttir Höfundur er yfirsálfræðingur hjá SÁÁ. ingunnh@saa.is Fátt ef nokkuð er mikilvægara og dýr- mætara en hlý og um- vefjandi, umhyggju- söm og nærandi nærvera þar sem við fáum að njóta skiln- ings og erum umföð- muð í öllum aðstæð- um. Hvar sem við komum og hvar sem við erum hverju sinni. Jafnvel þegar við erum bara ein með sjálfum okkur. Mér finnst svo óendanlega þakkarvert og gott að trúa því og vita til þess, skynja og meðtaka að maður sé umfaðmaður af Guði sem skapaði þennan heim. Guði kærleik- ans og vonarinnar, upprisunnar, lífsins og friðarins. Af höfundi og fullkomnara lífsins. Ég er líka þeirrar trúar og er reyndar alveg viss um að okkur liði mun betur ef við temdum okkur hugarfar auðmýktar gagnvart Guði. Og einnig fólkinu sem við umgöng- umst og mætum, núinu og náttúr- unni, loftslaginu og framtíðinni, himninum og eilífðinni. Lifðum í bæn og þakklæti. Værum upp- byggileg og jákvæð í framkomu og samskiptum og ættum gagnleg samtöl og samskipti með gagnrýnu og spyrjandi hugarfari. Með það að leiðarljósi að sammælast um að reyna að sýna skilning og samstöðu okkur öll- um til heilla og bless- unar. Finna þannig út úr líðan okkar og ann- arra, saman. Leitast við að byggja upp en ekki brjóta niður og sundra. Ég er þess fullviss að ævinnar sælustu og bestu stundir, ljúfustu draumar og fegurstu þrár séu að- eins sem forrétturinn sem lífið raunverulega er og eilífðin hefur upp á að bjóða. Njótum því stundarinnar í ljósi eilífðarinnar og lifum saman í kær- leika, friði og sátt við Guð, okkur sjálf og allar manneskjur. Með því að þakka í auðmýkt fyrir hina raun- verulegu fegurð og dýrmæti lífsins. Jesús er Guð þinn, því aldrei skalt gleyma. Hann gengur við hlið þér og leiða þig vill. Þú eilífa lífið átt honum að þakka. Hann sigraði dauðann og lífið gaf þér. Guðs son á himni nú vakir þér yfir. Hann gleymir ei bæn þinni hver sem hún er. Líf mitt sé falið þér, eilífi faðir. Faðminum þínum ég hvíla vil í. (Sigurbjörn Þorkelsson) Með kærleiks- og friðarkveðju. – Lifi lífið! Umvefjandi nærvera Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Mér finnst svo óendanlega þakkar- vert og gott að trúa því og vita til þess, skynja og meðtaka að maður sé umfaðmaður af Guði sem skapaði þennan heim. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Skömm íslensku þjóðarinnar! Skömm okkar Íslendinga! Ráðamenn taka oft til máls og reyna að sannfæra okkur hin um að við eigum eitt besta heilbrigðiskerfi í heiminum, flotta lífeyr- issjóði, allir landsmenn hafi það bara gott og hér sé svo mikil vinna að flytja þurfi fólk til Íslands til að fylla í störfin. Allir horfi hingað öf- undaraugum því allt sé hér í himna- lagi! Drottinn minn dýri, það er svo mikil skömm hvernig hugsað er um eldri borgara, öryrkja og þá sem minna mega sín. Ég hef þurft að horfa upp á með- ferð á móður minni eftir að hún fékk blóðtappa í Covid og var drifin á Landakot í endurhæfingu. Þetta allt tók sex mánuði og árangurinn svo sem góður miðað við að móðir mín er orðin 88 ára gömul, en samt var hún ekki nægilega góð eftir endurhæf- inguna til þess að búa ein og er ekkert að því. Það sem hins vegar á eftir kom er skömmin! Okkur var tjáð að ef við vildum að móðir okkar kæmist í forgang fyrir pláss á hjúkrunarheim- ili þyrfti hún að fara á biðstofuna, sem í okkar tilfelli var Vífilsstaðir, sem var eini staðurinn sem í boði var. Ég ók móður minni á Vífilsstaði og ekki var þar um glæsilegar eða hentugar vistarverur að ræða. Herbergi sem samanstóð einungis af rúmi, skáp, litlum stól og vaski! Þessu sagði okkur enginn frá. Vífilsstaðir eru í raun biðstofa með lélegu neti (mamma kann á tölvu). Sjúkrahús er þetta hins vegar ekki, hjúkrunarheimili er þetta heldur ekki og á heimasíðu Landspítalans er þetta skilgreint sem biðstofa. Læknar eru ekki á staðnum, hjúkr- un er mjög takmörkuð og þjálfun af skornum skammti. Þó vil ég taka fram að mikið af því ágæta fólki sem þar vinnur er að reyna sitt besta þrátt fyrir að vinnuaðstaðan sé ekki boðleg. Það er ekkert að frétta nú þremur mánuðum síðar af plássi á hjúkr- unarheimili og móðir mín búin að missa alla færni sem verið var að þjálfa á Landakoti. Því spyr ég: Til hvers var endurhæfingin? Kannski á spurningin frekar að vera: Hvers vegna leyfum við ekki veiku fólki bara að deyja? Það er mannúðlegra. Ráðamönnum hlýtur að vera ljóst að það er fullt af eldri borgurum sem eiga betra skilið og sárnar mér mjög að allt og allir séu í forgangi en gamla fólkið álitið byrði. Skömm íslensku þjóðarinnar Matthildur Skúladóttir »Ráðamenn taka oft til máls og reyna að sannfæra okkur hin um að við eigum eitt besta heilbrigðiskerfi í heim- inum og flotta lífeyris- sjóði. Matthildur Skúladóttir Höfundur er aðstandandi og fv. atvinnurekandi. matta@internet.ist Það byrjaði með sameiningarbylgju sjúkrahúsanna í Reykjavík, sem ekki gekk þrautalaust fyrir sig og var ekki sérstakt gæfuspor að virðist. Síðan kom röðin að landsbyggðinni, héraðslæknisdæmin færð undir lands- hlutasjúkrahús og miðstýring aukin. Þá lentu dreifbýlingar á jaðrinum og þjónustan þar dróst saman. Helg- arþjónusta lagðist af, einmitt þegar flestir eru á svæðinu og umferð mest. Læknisdæmi sem höfðu tvö stöðugildi læknis hanga í einu og biðtími lengist. Þannig minnka umsvifin um helm- ing og apótekum tengdum læknamið- stöðvunum lokað vegna lítillar veltu. Hægt er að komast í apótek og bráðaþjónustu en það getur kostað 100 km akstur fram og til baka og hærri komugjöld. Þetta kallast aftur- för. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Enn dregst heilbrigðisþjónusta saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.