Morgunblaðið - 28.10.2022, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022
✝
Helga Sigríður
Elimarsdóttir
Kinsky fæddist á
Kanastöðum í Aust-
ur-Landeyjum 1. maí
1932. Hún lést á Víf-
ilsstöðum þann 13.
október 2022.
Foreldrar hennar
voru Stefanía Sigríð-
ur Pálsdóttir frá Ytri-
Sólheimum í Mýrdal,
f. 1. apríl 1908, d. 9.
október 1938, og Elimar Tóm-
asson frá Skammadal í Mýrdal, f.
30. ágúst 1900, d. 19. febrúar
1988. Seinni kona Elimars var
Guðbjörg J. Pálsdóttir frá Álfhóla-
hjáleigu í Vestur-Landeyjum, f. 3.
mars 1915, d. 28. maí 2005.
Alsystir Helgu var Gerður
Stefanía, f. 1937, d. 2020. Systkin
Helgu samfeðra eru: Heiðar, f.
1940, Halla, f. 1945, Auður, f.
1947, d. 2007, og Margrét, f. 1949.
Barnsfaðir Helgu var Jón
Þórðarson, þá forstöðumaður í
er Ösp, b) Hekla Rut. 4) Klara, f.
1990. Sambýlismaður hennar er
Pétur Rafnsson.
Helga ólst upp í Landeyjunum
fyrstu æviárin. Árið 1945 fluttist
fjölskyldan vestur í Grundarfjörð
sem þá hét Grafarnes. Helga hóf
skólagöngu í Landeyjunum og
lauk skyldunámi í Barnaskóla
Eyrarsveitar í Grafarnesi. Hún
nam einnig hússtjórn tvo vetur
við Húsmæðraskólann á Varma-
landi í Borgarfirði.
Helga fór snemma að vinna,
vann í frystihúsinu í Grafarnesi,
var ráðskona hjá vegavinnu-
flokkum, fór sem kaupakona að
Hólavatni í Austur-Landeyjum
og var hjálparhella föður síns og
Guðbjargar við heimilishaldið.
Rúmlega tvítug hleypti hún
heimdraganum og fór suður til
Reykjavíkur þar sem stöðugri
vinnu var að fá. Þar vann hún
ýmis störf, t.d. í Öskjum og
prenti og Iðnó en lengst af í eld-
húsum heilbrigðisstofnana, á
Hvítabandinu við Skólavörðu-
stíg, hinni nýju Heilsuverndar-
stöð við Barónsstíg og á Fæðing-
arheimili Reykjavíkur við
Eiríksgötu frá stofnun þess.
Helga verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, 28. október
2022, og hefst athöfnin klukkan
10. Jarðsett verður frá Fossvogs-
kirkjugarði.
Reykjavík, f. 1915,
d. 1973.
Dóttir þeirra er
Rut, f. 30. ágúst
1957, hjúkrunar-
og upplýsingafræð-
ingur.
Systkin hennar
samfeðra eru: Agn-
ar, f. 1939, d. 2022,
Erla, f. 1944, d.
2012, Jónína, f.
1952, d. 2017, Þór-
ný, f. 1948, og Magnús Þór, f.
1962.
Eiginmaður Rutar er Guð-
mundur Ósvaldsson, fram-
kvæmdastjóri, f. 1954.
Börn þeirra eru: 1) Eyvindur,
f. 1980. Kona hans er Vilhelmína
Jónsdóttir. Þeirra börn eru a)
Guðbjörg, b) Ari. 2) Kolbeinn, f.
1983. Kona hans er Borghildur
Gunnarsdóttir. Dóttir þeirra er a)
Vaka Hild. 3) Tómas, f. 1984.
Kona hans er Hrafnhildur Harð-
ardóttir. Þeirra dætur eru a) Est-
Tilvera móður minnar var
friðsæl og örugg fyrstu æviárin
austur í Landeyjum. Faðir
hennar var farkennari sveitar-
innar og móðir hennar sá um
heimilishald. Það öryggi tók
snöggan endi þegar móðir
hennar lést eftir skammvinn
veikindi, aðeins þrítug að aldri,
og faðirinn stóð uppi einn með
tvær litlar dætur. Honum var
nauðugur einn kostur að gefa
aðra þeirra frá sér í fóstur og
Gerður litla fór til sæmdarhjóna
sem reyndust henni vel.
Mamma missti því sex ára göm-
ul móður sína og daglegt sam-
band við systur sína og sá miss-
ir hafði djúpstæð, varanleg
áhrif.
Friðsæld sveitarinnar var svo
rofin þegar seinni heimsstyrjöld-
in teygði anga sína þangað.
Mamma minntist þess þegar
þýskar herflugvélar flugu lágt
yfir Landeyjasand og sveitina
með miklum drunum – svo lágt
að hún gat greint andlit flug-
mannanna. Þetta hefur verið
óhugnanleg lífsreynsla.
Faðir hennar giftist aftur,
Guðbjörgu J. Pálsdóttur frá
Álfhólahjáleigu, og það reyndist
gæfuspor fyrir litlu fjölskyld-
una. Þau hófu búskap í Land-
eyjum en árið 1945 flutti fjöl-
skyldan vestur í Grafarnes, sem
nú heitir Grundarfjörður. Faðir
hennar fékk fasta vinnu sem
skólastjóri og fyrir mömmu
reyndist afar gott að skipta um
umhverfi.
Vinna í Grafarnesi var stopul
á sjötta áratugnum og mamma
fór ung suður til að vinna fyrir
sér. Þar kynntist hún föður
mínum. Hann var yfirmaður
hennar á vinnustað, giftur mað-
ur, sautján árum eldri en hún.
Þau urðu ástfangin og áttu í
löngu sambandi sem mamma
reyndi þó ítrekað að slíta.
Henni tókst það að lokum og
taldi það vera rétta ákvörðun.
Engu að síður tregaði hún föð-
ur minn og þeirra samband alla
tíð.
Síðustu 25 ár bjó mamma í
nágrenni við mig og mína fjöl-
skyldu í eigin íbúð á „Sólvangs-
torfunni“. Þar var hún hluti af
góðu samfélagi. Íbúarnir ferð-
uðust saman um landið og hitt-
ust reglulega í leikfimi og öðru
frístundastarfi. Á Sólvangsveg-
inum eignaðist hún góða vini
sem reyndust henni afar vel síð-
ustu árin.
Hún átti dýrmætt vináttu-
samband við vini úr Landeyj-
um og Grundarfirði, samstarfs-
konur af vinnustöðum og
skólasystur frá Varmalandi.
Síðasta áratug var hún í dagd-
völ á Hrafnistu í Hafnarfirði og
átti þar glaðar stundir í sund-
leikfimi, líkamsrækt og handa-
vinnu og naut umönnunar þess
hjartahlýja starfsfólks sem þar
er.
Mamma hafði gaman af
ferðalögum og ferðaðist m.a.
með eldri borgurum úr Hafn-
arfirði og Grundarfirði, svo og
okkur Guðmundi og fjölskyld-
um okkar um landið, um meg-
inland Evrópu og víðar meðan
heilsa hennar entist.
Mamma var trúuð og sótti
styrk í sína barnatrú. Hún var
hrifnæm, bókelsk, hafði gaman
af ljóðum og naut þess að
hlusta á góða tónlist. Hún var
starfsöm, skyldurækin, glað-
sinna og dugleg og ævistarfið
var þjónusta við aðra.
Flest af samferðafólki
mömmu er nú gengið fyrir ætt-
ernisstapa en þeim sem þessar
línur lesa þakka ég innilega hlý-
hug þeirra og vináttu í hennar
garð.
Mamma lætur eftir sig tíu af-
komendur á lífi sem bera arf-
leifð hennar gott og fagurt
vitni. Fyrir það ber að þakka.
Blessuð sé minning Helgu
Elimarsdóttur, móður minnar.
Rut Jónsdóttir.
Ég kynntist Helgu fyrir rúm-
lega 20 árum þegar ég kom inn
í fjölskylduna. Hún kom mér
fyrir sjónir sem hlédræg mann-
eskja. Hún kallaði ekki til sín
athygli, krafðist hennar ekki, en
tók þátt í lífi sinna nánustu af
hógværð. Einhverjir kynnu að
segja að þessi netta og lítilláta
kona hafi ekki skilið eftir sig
djúp spor hér á jörðinni en ég
er því ekki sammála. Hún átti
vel gerða dóttur og fjögur fram-
bærileg barnabörn, fallega og
heilsteypta fjölskyldu sem var
hennar gæfa. Hún hafði einlæg-
an áhuga á að fylgjast með fjöl-
skyldu sinni, barnabörnum og
langömmubörnum.
Helga hafði unun af bókum,
las mjög mikið og gaf börnum
mínum oft og tíðum bók í sum-
argjöf. Hún lagði sig fram um
að gleðja börnin mín, með góð-
um og skemmtilegum afmælis-
og jólagjöfum, hlýjum ullar-
sokkum sem hún prjónaði af
mikilli vandvirkni og átti kandís
til að stelast í þegar við komum
í heimsókn. Helga bauð ávallt
upp á gæðakaffi úr nýmöluðum
baunum og það var notalegt að
spjalla yfir kaffibolla. Helga
fylgdist alla tíð vel með fréttum
og dægurmálaumræðu, hafði
skoðanir á mönnum og málefn-
um, sem hún flíkaði þó ekki
nema væri hún spurð. Oft
ræddum við skáldskap og
stundum hjartans mál en það
var best að gera í næði og gefa
Helgu rými og tíma til að segja
frá. Með þakklæti minnist ég
góðra stunda, yfir kaffibolla, í
páskamatnum á heimili mínu og
úr boðum á jóladag sem Helga
hélt fjölskyldu sinni af miklum
myndarskap.
Síðasta árið eða svo hrakaði
heilsu Helgu. Nú í vor hélt
Helga upp á níræðisafmæli sitt
af mikilli reisn. Hún hlakkaði til
afmælisins og átti góðan dag
með fjölskyldu sinni. Fljótlega
dró þó ský fyrir sólu. Helga átti
ekki auðvelt líf. Sorgin fylgdi
henni frá fyrstu tíð en hún
missti móður sína ung að árum,
aðeins sex ára. Hún sagði mér
frá því að hún myndi enn sárs-
aukahljóðin frá móður sinni.
Aðrar sorgir var of sárt að færa
í orð. Þó byltingar samtímans
hafi hjálpað mörgum við að
bera kennsl á og færa í orð ým-
islegt sem gengnar kynslóðir
báru ekki á torg þá fannst mér
að í veikindum sínum hafi
Helgu skort orð. Hún gat ekki
komið orðum að atburðum fyrri
tíma og líðan sinni og fyrir vikið
tók sársauki yfir. Á slíkum
stundum máttu huggunarorð
mín sín lítils.
Nú skilja leiðir, kallið er
komið og Helga hefur fengið
hvíldina. Þó skuggi hafi hvílt yf-
ir síðustu misserum kýs ég á
þessum tímamótum að muna
með þakklæti þá birtu og góð-
vild sem Helga sýndi ávallt okk-
ur Eyvindi og börnum okkar.
Ég geymi hlýjar minningar um
kæra samferðakonu og börnin
mín um ástkæra langömmu.
Hvíl í friði, elsku vinkona.
Vilhelmína Jónsdóttir.
Á okkar yngri árum flutti
amma Helga til Hafnarfjarðar á
Sólvangsveginn. Bjó hún þá í
göngufjarlægð frá æskuheimili
okkar og við það urðu til marg-
ar góðar samverustundir. Fyrri
part dags gekk amma oft í
Burknabergið og var keyrð
heim eftir kvöldmatinn. Þegar
hún var hjá okkur vildi hún
hafa eitthvað fyrir stafni og
sinnti heimilisstörfum af mikl-
um myndarskap. Þá daga nut-
um við nærveru hennar og ekki
síst matargerðar.
Amma eldaði yfirleitt kjarn-
góðan íslenskan mat handa okk-
ur; nætursaltaður fiskur og
kartöflur, lifur, togarasteik og
kjöt i karrý voru meðal rétta.
Amma var á heimavelli í eldhús-
inu, enda húsmæðraskólagengin,
og við börnin lærðum ýmislegt
af henni varðandi eldamennsku
og heimilishald. Þegar strák-
arnir stefndu á vetrarfjallaferðir
var amma beðin um að sjóða
slátur vikuna áður og var þá oft
hugsað hlýlega til ömmu í miklu
frosti og vindi þegar bitið var í
dásamlega lifrarpylsu. Á jóladag
vorum við alltaf í mat hjá ömmu.
Þá var hangikjöt og ísterta á
boðstólum og heitt súkkulaði
með.
Árin á Sólvangsveginum voru
góð og lengst af var leikfimin
þar fastur punktur hjá ömmu.
Hún fór í ýmis ferðalög með
íbúum hússins og reglulega með
skipulögðum rútuferðum í mat-
vöruverslun. Fyrir ömmu var
mikilvægt að bjarga sér sjálf og
þrátt fyrir að vera ekki með bíl-
próf lét hún ekkert aftra sér,
fór sinna ferða fótgangandi eða
tók strætó. Eins og eðlilegt er
styttust gönguferðirnar með ár-
unum og strætónum var skipt
út fyrir leigubíl.
Amma var iðin við handa-
vinnu og prjónaði á okkur
fjöldamarga lopasokka. Sokk-
anna munum við njóta löngu
eftir hennar dag en þeir eru
ómissandi á ferðalögum og
jafnvel heima við á köldum dög-
um. Þótt þrekið til verka hafi
dvínað kom það oft á óvart
hvað minni ömmu var einstak-
lega gott. Hún hafði mikinn
áhuga á því sem við höfðum
fyrir stafni og var gott að heyra
í ömmu sem gat miðlað fréttum
af fjölskyldunni. Við áttum
mörg góð samtöl í áranna rás,
oftar en ekki um andleg mál-
efni sem voru ömmu hugleikin
og þá oft um drauma og merk-
ingu þeirra.
Amma hafði í fyrstu ekki
mikinn áhuga á að fara í dagvist
á Hrafnistu. Hún féllst þó á að
fara þangað og líkaði henni síð-
an einstaklega vel. Bæði var fé-
lagsskapurinn góður og starfs-
fólkið og fékk hún mikið út úr
því að stunda leikfimi og viku-
lega dansleiki við lifandi tónlist.
Við minnumst ömmu með
hlýju og við vitum að henni líð-
ur vel hjá fólkinu sínu.
Kolbeinn, Tómas
og Klara.
Í dag kveð ég ömmu Helgu í
hinsta sinn. Amma mótaðist af
áfalli í æsku en hún missti móð-
ur sína ung að árum. Þá var
amma ekki alltaf lánsöm í
einkalífinu og hvarf því úr lífi
okkar um tíma. Þegar ég var á
unglingsaldri náðum við aftur
sambandi og er ég nú ákaflega
þakklátur fyrir það. Á þessum
tíma flutti amma til okkar og
varð ómissandi hjálparhella á
stóru heimili með þrjá tánings-
pilta og Klöru og allt það um-
stang sem okkur fylgdi. Amma
fékk svo fljótlega íbúð á Sól-
vangsveginum og hélt áfram að
styðja við okkur í Burknaberg-
inu. Á Sólvangsveginum held ég
að amma hafi hreinlega átt sín
bestu ár, hún gat búið ein og
ráðið sér sjálf og verið í nálægð
við fjölskylduna.
Amma fylgdist vel með fjöl-
skyldunni nær og fjær og gætti
þess að hvorki vantaði ullar-
sokka né bækur. Hún vissi ein-
hvern veginn meira um mann
en maður áttaði sig á, hlustaði
og fylgdist vel með því sem
gert var. Minni hennar var
nánast óbrigðult fram á síðasta
dag þó heilsunni hafi verið farið
að hraka. Hún hafði mikla
ánægju af því að fylgjast með
börnum mínum, Guðbjörgu og
Ara, og var sannfærð um að
barnabarnabörnin væru alveg
einstök og gætu aldrei gert
neitt rangt.
Amma hafði gengið í hús-
mæðraskóla á Varmalandi og
var því full af fróðleik um mat-
argerð og heimilishald og vann
meðal annars á Fæðingarheim-
ilinu við matseld. Það er mér
minnisstætt þegar hún gaf okk-
ur uppskrift af uppstúf sem var
margfalt of stór því allar upp-
skriftir af Fæðingarheimilinu
miðuðust við eldamennsku fyrir
fjölda sængurkvenna. Amma
hafði gaman af að koma þegar
við buðum henni í mat og hrós-
aði matnum, sama hvernig til
tókst. Hún var ávallt tilbúin að
gefa góð ráð ef leitað var eftir
því. Óþrjótandi þolinmæði
hennar við að kenna mér að
strauja skyrtur er eftirminnileg
en kennslan skilaði takmörkuð-
um árangri þó amma hefði gefið
sig alla í hana. Kröfurnar í hús-
mæðraskólanum voru víst held-
ur stífari en til þurfti á mennta-
skólaböll. Svo var bara
einhvern veginn þægilegra að
keyra með skyrturnar á Sól-
vangsveginn og biðja ömmu um
að strauja þær. Það er ekki
laust við að mótað hafi fyrir
brosi hjá ömmu þegar maður
birtist korter í ball með krump-
aða skyrtu á herðatré eins og
ekkert væri sjálfsagðara.
Síðustu mánuðir hafa verið
erfiðir fyrir ömmu og hefur ver-
ið þyngra en tárum taki að
þurfa að styðja ömmu meira en
hún kærði sig um eða vildi. Þó
líkamlegur styrkur væri í góðu
lagi var andlegur máttur á þrot-
um. Nú hefur amma Helga
fengið hvíldina og er komin til
foreldra sinna og systra. Bless-
uð sé minning hennar.
Eyvindur
Guðmundsson.
Helga Sigríður
Elimarsdóttir
Kinsky
Elsku afi okkar.
Það var alltaf
gott að koma til
ykkar ömmu í Tjarnarkotið þar
sem okkar helstu minningar
eru. Það var alltaf nóg að gera
Stefán Þór
Guðmundsson
✝
Stefán Þór
Guðmundsson
fæddist 30. sept-
ember 1939. Hann
lést 8. október
2022.
Stefán var jarð-
sunginn 21. októ-
ber 2022.
þegar við komum
hvort sem það var
að fara á skauta á
tjörninni, veiða síli
eða bara vesenast
með ykkur ömmu.
Garðurinn ykkar
var alltaf svo fal-
legur og ræktuðuð
þið ýmislegt græn-
meti sem við feng-
um svo að borða.
Oftast tæmdum við
vasa þína af brjóstsykri þar
sem við vissum að þú ættir allt-
af poka. Það voru ófá skiptin
sem við fórum rúnt út á Stafnes
sem þér þótti svo vænt um, þar
varst þú að dytta að Stafnesinu
eða vinna í skemmunni. Stebbi
labbaði oft með þér á rekann og
það er minnisstætt þegar þú
fórst einn með riffilinn og lentir
í hershöndum. Þú lést þér ekki
segjast og settist niður og
beiðst eftir íslensku lögreglunni
og í kjölfarið kom frétt þar sem
stóð „með rekavið að vopni“. Þó
það hafi verið mikið að gera hjá
þér tengt sjónum gafstu þér
alltaf tíma fyrir okkur systkinin
þegar þú varst í landi. Við
tengdum þig mikið við sjóinn
og minnumst þess þegar þú
sast uppi á lofti með kíkinn í
Tjarnarkoti að horfa á bátana
koma inn, sagðir okkur svo
hvað bátarnir hétu sem voru að
koma í land. Fannar leit mjög
upp til þín, þú varst stór
ástæða fyrir því að hann lang-
aði að komast á sjóinn og það
var alltaf draumur að komast á
sjóinn með þér. Oft var mikil
öfund út í Stebba bróður að
hann fengi að búa hjá ykkur.
Hann á margar kærar og
skemmtilegar minningar, ein
þeirra er þegar hann fór með
þér og Gunna í veiði þar sem
borga þurfti fyrir aflann en þar
sem Stebbi var þegar orðinn
blautur í fæturna þá tróðuð þið
aflanum í stígvélin hans.
Alltaf fundum við hlýju og
kærleik frá þér, elsku afi okkar,
takk fyrir allar yndislegu
stundirnar.
Við munum sakna þín.
Þín barnabörn,
Stefán, Fannar,
Ása og Hjördís.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
bróðir, mágur og afi,
REYNIR VALTÝSSON
frá Hítarneskoti,
Kolbeinsstaðahreppi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
22. október. Útför fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn
1. nóvember klukkan 13.
Berglind Jónína Gestsdóttir
Ingi Björgvin Reynisson Jónína G. Kristbergsdóttir
Vala Kolbrún Reynisdóttir Óli Pétur Pedersen
Gestur Már Reynisson Sandra Sif Gunnarsdóttir
Gunnlaugur R. Reynisson Karlotta Helgadóttir
Bjarni Valur Valtýsson Margrét Þorsteinsdóttir
og afabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR
Sólvangi Hafnarfirði,
áður til heimilis í
Breiðuvik 6, Reykjavík,
lést á Sólvangi miðvikudaginn 26. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ása Árnadóttir Sigurdór Friðjónsson
Guðrún Árnadóttir Ásgeir Óskarsson
Ásgeir Þ. Árnason Karlotta J. Finnsdóttir
Hallgrímur Árnason Sonja Cagatin
Sigurður Árnason Kari Anne Østby
Dagný Árnadóttir Hafsteinn H. Hafsteinsson
Hannes B. Friðsteinsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn