Morgunblaðið - 28.10.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.10.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022 ✝ Jósep Ástvald- ur fæddist í Reykjavík 2. nóv- ember 1934. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold 16. október 2022. Foreldrar hans voru Guðmundur Ingi Einarsson, f. 27. maí 1901, d. 24. maí 1943, og Herborg Breiðfjörð Hallgríms- dóttir, f. 12. júlí 1903, d. 7. mars 1984. Albróðir Jóseps er Einar Hafsteinn, f. 14.9. 1932, og hálfsystkin sammæðra voru Lilja Gréta Þórarinsdóttir, f. 24.8. 1922, d. 22.9. 2005, Hall- grímur Breiðfjörð Þórarinsson, f. 14.7. 1925, d. 20.5. 2007, og Herdís Ásgeirsdóttir Matt- hewman, f. 18.11. 1928, d. 9.3. 2006. Frá árinu 1941 og fram und- ir fullorðinsár dvaldi Jósep í Vatnskoti II í Þykkvabæ hjá hjónunum Jóni Sveinssyni og Guðrúnu Brynjólfsdóttur, og dóttur þeirra Ólafíu Jónsdóttur sem hann kallaði alltaf Lóu í Vatnskoti, og hélst mikil tryggð milli þeirra alla tíð. Um 16 ára aldur fór Jósep aftur til móður sinnar í Reykjavík. Um miðjan áttunda áratuginn fór hann í vistun að Leyni í Laugardal, til hjónanna Ingi- mundar Ein- arssonar og Lilju Guðmunds- dóttur. Hann var í þeirra umsjá þar til í maí 1979 að hann fór að Minni-Núpi í Gnúp- verjahreppi til hjónanna Krist- jáns Helga Guðmundssonar og Margrétar Ámundadóttur. Þar átti hann skjól upp frá því og var sem einn af fjöl- skyldunni til dánardags, en var á sama tíma í góðu sambandi við Einar bróður sinn og hans fjölskyldu. Jósep flutti á Dvalarheimilið Fell árið 2012 en þegar því var lokað 2017 flutti hann á Ísafold í Garðabæ. Útför Jóseps fer fram frá Stóra-Núpskirkju í dag, 28. október 2022, klukkan 15. Látinn er dásamlegur kar- akter. Jobbi kom að Minna- Núpi árið 1979 og hefur verið einn af okkur fjölskyldunni síð- an. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar frá þessum árum. Hann var alveg einstaklega minnugur, og allt þurfti að vera í föstum skorð- um. Ekki var minn maður alltaf sáttur þegar barnabörnin mín voru lítil og komu í heimsókn í sveitina, því þau þurftu að hafa hönd á hlutunum. Þá bað ég hann að fylgjast með þeim, það gerði hann vel og talaði þá við þau í hálfum hljóðum sem virk- aði mjög róandi á þau. Við fundum vel hvað hann bar mikla umhyggju fyrir okkur í fjölskyldunni og þótti vænt um okkur. Við gleymum þér aldrei elsku Jobbi. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guðrún, Viðar, Emma og fjölskyldur. Líkamlega hraustur, snyrti- legur, þrjóskur, minnugur, traustur, gjafmildur, nægju- samur, tilfinninganæmur er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég kveð heiðursmanninn Jósep. Jobbi kom til dvalar hjá fólk- inu mínu á Minna-Núpi árið 1979. Hann þurfti að fá skjól hjá einhverjum sem gæti veitt honum öryggi en þurfti að öðru leyti ekki mikla hjálp. Hann fékk fljótlega þau hlutverk að sækja póstinn í póstkassann, mjólkina út á veg, eggin til hænanna og að fara út með ruslið. Allt sem hann gerði var gert af þvílíkri nákvæmni og samviskusemi að margir mættu taka hann sér til fyrirmyndar. Hann gerði líka sömu kröfur til okkar hinna, að hlutirnir væru í lagi. Allt átti að vera á sínum stað, matur og kaffi á réttum tíma og ef eitthvað skemmdist hjá manni, t.d. brotnaði glas, var Jobbi nú ekki ánægður. Hann var góður í stærðfræði og átti auðvelt með að reikna í huganum. Áður fyrr hafði hann gaman af því að sýsla með klink, þá var hans helsta áhugamál að telja það og skipta við mann en missti áhugann á því þegar ný mynt var tekin í notkun 1981. Hann var duglegur að lesa, hringdi sjálfur í bóksala og pantaði bækur, og átti mikið af barnabókum ásamt bókum Laxness. Hann gaf mér stund- um bækur sem hann hafði pantað, t.d. Öddu-bækurnar sem ég hafði ekki eignast sem stelpa. Það var ekki hægt að af- þakka gjöf frá honum því ef hann var búinn að ákveða eitt- hvað varð því ekki breytt svo auðveldlega. Það voru hans bestu stundir þegar hann gaf öðrum af sælgæti sem honum hafði verið gefið, t.d. í jólagjöf. Honum fannst mjög gaman að spila og oftar en ekki spiluðu þeir bræður þegar þeir hittust. Jobbi var vel með á nótunum þegar talið barst að íþróttum, ekki síst fótbolta, átti sitt uppá- haldslið í ensku knattspyrnunni og þeirri íslensku en þegar ís- lensk landslið kepptu t.d. í handbolta hélt hann gjarnan með því erlenda. Jobbi var einstakur, það gat verið erfitt að fá hann til að skilja hlutina og hef ég oft sagt að það sem komst inn í kollinn á honum komst ekki út, því minnugri einstaklingur er vandfundinn. Hann var fyrir löngu orðinn einn af okkur fjöl- skyldunni og hefur það oftast komið í minn hlut að heim- sækja hann síðustu 10 árin, eft- ir að hann flutti á Fell og síðan Ísafold, þar sem ég bjó næst honum. Hann var alltaf jafn glaður að sjá mann en fannst algjör óþarfi að maður stoppaði lengi, sagði kannski fljótlega: „Jæja, þarftu ekki að fara að hitta krakkana?“ En hann kunni svo vel að meta það að maður kæmi við og fengi sér súkkulaði úr skúffunni, því það átti svo sannarlega við um hann að „sælla er að gefa en þiggja“. Hann hringdi í mig á hverju kvöldi á meðan hann gat, hringdi oft frekar seint því þá var hann viss um að ég væri komin heim og ekki að keyra, hann vildi ekki trufla mig við aksturinn sem lýsir vel hans væntumþykju. Takk fyrir samfylgdina síð- ustu 43 árin, elsku Jobbi, og þá sérstaklega þessi 10 síðustu. Það voru forréttindi að vera skráð sem nánasti aðstandandi Jobba. Herdís Kristjánsdóttir. Jósep Ástvaldur Guðmundsson ✝ Guðrún Auður Marísdóttir fæddist 10. ágúst 1939 í Bolungar- vík. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. október 2022. Foreldrar henn- ar voru hjónin Marís Haraldsson, f. 29.8. 1908, d. 29.12. 2007, og Ás- dís Jónsdóttir, f. 30.4. 1919, d. 16.1. 1946. Marís og Ásdís eignuðust tvö börn: Marís Gilsfjörð, f. 29.8. 1937, og Auði. Seinni kona Marísar var Guðrún Þórarinsdóttir, f. 29.6. 1916, d. 19.7. 2013. Þau eign- uðust saman Ásvald, f. 5.1. 1948, Pál, f. 2.4. 1950, Ágústu, f. 23.9. 1953, og Hafrúnu, f. 16.10. 1956. Auður giftist Ingólfi Ólafssyni, f. 22.3. 1935, d. 22.1. 2003, frá Patreksfirði. Börn þeirra: 1) Sölvi, f. 24.4. 1958, d. 21.3. 1987. 2) Marís, f. 7.6. 1959, d. 8.9. 1990. 3) Ásdís, f. 28.5. 1961, sambýlis- maður er Jón Þorsteinn, f. 1.6. 1942. 4) Auðunn, f. 28.7. 1972. Ásdís á dótturina Ingu Þóru, f. 31.7. 1980, eiginmaður er Brynj- ólfur, f. 31.12. 1970. Þau eiga Aron Leó, f. 23.1. 2002, Sunnu Dís, f. 9.10. 2006, og Tinnu Líf, f. 24.9. 2008. Útför Auðar fór fram í kyrrþey 19. október 2022 að hennar ósk. Elsku mamma. Okkur langar að kveðja þig með örfáum orðum. Erfitt er að lýsa tilfinningunum að hafa þig ekki lengur hjá okkur en við áttum margar góðar stundir saman. Þótt tíminn hafi verið allt of stuttur getum við huggað okkur við það að pabbi og bræður okkar, Sölvi og Marís, taka nú á móti þér og verða með þér þar til við hittumst öll aftur á ný. Þú mátt treysta því að við munum hugsa vel hvert um ann- að. Hún mamma mín er höll sem aldrei hrynur Í hennar skjóli ávallt dafna ég Hún mamma er minn blíði, besti vinur og brosið hennar fegrar lífsins veg. Hún hefur fylgt mér bæði úti og inni Hún er sú besta sál sem ég hef kynnst Því lítið, fallegt bros frá mömmu minni er mesti dýrgripur sem hérna finnst. (Kristján Hreinsson) Ásdís og Auðunn. Elsku amma. Ég er enn að átta mig á því að þú sért farin, amma mín. Það hvarflaði ekki að mér að þegar við Binni kíktum til þín að það væri í síðasta skiptið. Þú varst kölluð alltof snögglega í burtu. Við vildum hafa þig svo miklu lengur hjá okkur. Að geta ekki kíkt á þig eftir vinnu er svo fjarlæg hugsun og sár en að vita að þú sért komin í faðm afa og strákanna þinna tveggja, sem þú misstir svo snemma, veitir ákveðna ró. Við, litla krúttlega fjölskyldan þín, munum passa vel upp á hvert annað og mun minn- ing þín lifa með okkur um ókomna tíð. Þín Inga Þóra. Elsku langbesta langamma. Þú varst alltaf svo óendanlega góð við okkur og munum við aldrei gleyma neinum af minn- ingunum okkar. Það var alltaf svo gaman að spila við þig og það besta sem við gerðum var að láta þig brosa. Við vonum að þér líði betur og sért á besta stað. Við trúum því ekki enn að þú sért farin frá okkur og lofum þér því að vera ennþá jafn duglegar að koma til þín og heilsa þér. Við er- um svo þakklátar fyrir að hafa kynnst þér og verið svona nánar. Við hefðum ekki getað beðið um betri langömmu og söknum þín endalaust. Þú verður alltaf part- ur af okkar lífi og munum við passa að okkar börn í framtíðinni fái að vita hver þú varst og hversu góð kona þú varst. Við elskum þig, eða eins og þú kaust að segja: „Mér þykir vænt um þig.“ Sunna Dís og Tinna Líf. Guðrún Auður Marísdóttir ✝ Margrét Benjamíns- dóttir fæddist 8. október 1954 í Hafnarfirði. Hún lést 1. október 2022 á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi. Foreldrar henn- ar voru Benjamín Sigurðsson, f. 1. febrúar 1920, d. 28. ágúst 1977, sjómaður í Reykja- vík og víðar, og Sigurlína Gísla- dóttir, f. 5. apríl 1923, d. 6. nóv- ember 1981, húsfreyja í Reykjavík. Alsystir Margrétar er Kol- brún I., f. 20. júlí 1952. Sam- ömmubörnin voru tvö og eitt ófætt. Margrét ólst upp í Reykjavík, árið 1979 flutti hún á Rif á Snæfellsnesi og bjó þar til ársins 1990 en þá flutti hún til Hveragerðis í skamman tíma. Þaðan flutti hún svo aftur til Reykjavíkur og bjó þar til dánardags. Margrét eða Magga Ben. eins og hún var iðulega kölluð var hörkudugleg til vinnu og vann ýmis störf um ævina. Lengi vel vann hún í þjónustustörfum í hótel- og veitingageiranum og rak eigin vefnaðarvöruverslun á Rifi enda einstaklega flink í allri handavinnu. Síðustu árin sem hún var í starfi vann hún við bókhalds- og skrif- stofustörf. Á árunum fyrir vest- an tók hún virkan þátt í ýmsu félagsstarfi, var t.d. í björg- unarsveit, Lions og fleiru og lét til sín taka á þeim vettvangi. Útför hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. mæðra systkin eru þrjú og samfeðra systkin eru einnig þrjú. Margrét giftist Bæring Sæmunds- syni, f. 18. nóv- ember 1952, þau slitu samvistum ár- ið 1990. Börn þeirra eru: 1) Sæ- mundur, f. 1972, eiginkona Hrönn Sigurðardóttir, f. 1978. 2) An- ney, f. 1975, eiginmaður Gunn- ar Júlíusson, f. 1967. 3) Dagný Dögg, f. 1983, eiginmaður Ívar Guðmundsson, f. 1966. Margrét átti átta barnabörn, fimm stjúpbarnabörn og lang- Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um einu systur mína sem ég átti. Elsku hjartans Syssa mín, núna ertu farin yfir móðuna miklu en ég hugga mig við það að þér líði betur núna eftir langa, erf- iða og hetjulega baráttu við veikindi. Mikið varstu nú sterk og dugleg í gegnum þetta allt saman. Það var nú margt brallað á öllum þessum árum sem við áttum saman, þau voru nú ansi mörg elsku sys. Við vorum mjög samrýndar og miklir vinir jafnt sem trúnaðarvinir. Það var mikið hlegið, grátið og rif- ist en við vorum svo miklar vin- konur að við gátum alltaf fyr- irgefið og talað um hlutina okkar á milli. Við fórum út að borða og kíktum einnig stund- um á tónleika ef heilsan leyfði. Fórum í margar gönguferðir, þú í hjólastólnum og ég brunaði með þig út í garð eða í Nóatún að kaupa uppáhaldsvínarbrauð- ið þitt. Allir fimmtudagar voru okkar dagar því þá fórum við í búðir og fleira. Stundum fórum við einnig í búðir á laugardög- um með Hugrúnu dóttur minni og Óla vini hennar, fengum okkur að borða með þeim og eyddum tíma með þeim. Þau elskuðu það og þig. Söknuðurinn er mikill hjá okkur elsku Syssa mín. Guð geymi þig hjartað mitt. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég votta elsku Dagnýju, Sæ- mundi, Anneyju, ömmubörnum, langömmubörnum, stjúpömmu- börnum, fjölskyldum þeirra og ástvinum innilega samúð. Guð geymi ykkur. Elska þig Syssa mín. Þín Kolbrún (Kolla sys). Margrét Benjamínsdóttir Það fyrsta sem vakti athygli mína á Eyjólfi Þor- steinssyni sem átti síðar eftir að verða mágur minn var nafnið hans fagurlega saumað með perlugarni í skírn- arkjólinn „okkar“. Þessi skírn- arkjóll var saumaður í krepp- unni af móðursystur minni og öll börn þeirra systra síðan skírð í honum eitt af öðru og nöfn þeirra saumuð í kjólinn. Hvernig stóð þá á því að alls óskyldur Eyjólfur var eitt af fyrstu börnunum sem skírð voru í kjólnum? Svar mömmu var þetta: „Hann er sonur hans Steina besta vinar pabba þíns og það var sjálfsagt að lána Eyjólfur Þorsteinsson ✝ Eyjólfur Þor- steinsson fædd- ist í Hafnarfirði 8. nóvember 1933 Hann lést 6. októ- ber 2022. Útför hans fór fram í kyrrþey. þeim kjólinn – það var svo lítið hægt að fá á þessum ár- um.“ Næst er það að segja ég féll fyrir gullfallegum pilti sem kom með Hafnarfjarðar- strætó til að sækja tíma í MR þar sem hann var einum bekk á undan mér. Það varð fljótlega ljóst að við hugðumst eyða ævinni saman og ég sýndi mömmu feimnis- lega nafnið hans í skólaskýrslu. Þar voru nöfn foreldra nýnema einnig tilgreind og mamma hrópaði upp yfir sig í hrifningu: „Þetta er annar tvíburinn hans Steina.“ Þarna var sem sagt kominn yngri bróðir „Eyjólfs í skírnarkjólnum“ og ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að gift- ast inn í þá bestu fjölskyldu sem hægt er að hugsa sér. Ég leit upp til Eyjólfs og Ragn- heiðar Sveinbjörnsdóttur konu hans og þau tóku mér opnum örmum, vildu allt fyrir okkur ungu hjónin gera og gáfu góð ráð. Þegar ég hafði áhyggjur af því að það væri þungt pundið í frumburðinum mínum sagði Ragnheiður að telpan hefði ver- ið sögð „stór og feit og falleg“ í Borgarfirði og það væri mesta hrós sem hægt væri að gefa ungbarni þar um slóðir. Eftir skilnað Eyjólfs og Ragnheiðar kynntumst við smám saman nýrri vinkonu og síðar sambýliskonu Eyjólfs, Sigurlaugu Guðjónsdóttur, og eigum góðar minningar um samfundi við þau. Hún var mik- il hestakona og ekki fór á milli mála að hestamennskan var líf þeirra og yndi. Við hittumst að Hurðarbaki í Kjós þar sem þau voru með hesta í sumarhaga, í sumarbústöðum og kvöldverð- arboðum á heimilum okkar. Ég man að Eyjólfi þótti skemmti- legt að mágkonan skyldi kunna að meta séniver, það þótti víst ekki dömulegt og þykir trúlega ekki enn. Svo tók hann lagið „Efst á Arnarvatnshæðum“ og mágkonan tók undir. Eftir að Sigurlaug féll frá urðum við þrjú enn nánari og hittumst oftar. Við fórum í göngutúra um helgar, eyddum gamlárs- kvöldi saman um árabil og í þó nokkur skipti fórum við saman til útlanda. Eyjólfur var sann- arlega góður ferðafélagi, skemmtilegur, ótrúlega fróður og stálminnugur. Eyjólfur var barngóður og bóngóður. Hann tók að sér að hjálpa dóttur okkar sem þá var á unglingsaldri að velja sér sinn fyrsta hest. Valið tókst með ágætum. Í einni utanlands- ferð til Ítalíu var lítil dóttur- dóttir okkar með í för og hún á dýrmætar minningar um afa- bróður sinn úr þeirri ferð. Þeg- ar að því er virtist að tröppur upp bratta hlíð væru óendan- lega margar og ókleifar fyrir hnátuna tókst Eyjólfi að snúa þessu upp í áskorun; að telja tröppurnar. Enginn man lengur rétta tröppufjöldann en þau tvö sem töldu eru grunuð um að smyrja sífellt á töluna. Ég kveð kæran mág minn með þakklæti fyrir öll árin okk- ar saman. Hann var fallegur maður jafnt að innan sem utan. Af myndinni sem tekin var af honum í skírnarkjólnum góða er hann svipsterkur og fagur- eygur, svei mér þá ég held að hann sé fallegasta barnið sem skírt hefur verið í þessum kjól. Kristín Halla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.