Morgunblaðið - 28.10.2022, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022
Elskaður eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og stjúpfaðir okkar,
ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON,
fyrrverandi starfsmaður
Flugmálastjórnar,
lést mánudaginn 24. október á Mörk
hjúkrunarheimili.
Útför verður auglýst síðar.
Hulda Petersen
Inga Þórarinsdóttir Baldur Bragason
Birna E. Benediktsdóttir
afabörn, langafabörn og stjúpbörn
Yndislega systir okkar, mágkona
og frænka,
LÍNEY BJÖRGVINSDÓTTIR,
Lautarvegi 18, Reykjavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 18. október.
Útför hennar fer fram í Garðakirkju
Álftanesi fimmtudaginn 3. nóvember klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ás styrktarfélag.
Árni Björgvinsson Jenný B. Sigmundsdóttir
Ragnhildur Björgvinsdóttir
Guðný Björgvinsdóttir Anton Örn Guðmundsson
Páll Björgvinsson Áslaug Þormóðsdóttir
Björn Thomsen
og frændsystkini
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
INGUNN HOFDÍS BJARNADÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Móbergi, Selfossi,
24. október. Útförin fer fram frá
Selfosskirkju miðvikudaginn 2. nóvember
klukkan 13.
Ólafur Ólason Eileen Rice Ólason
Sigurður Árni Ólason Fanney Snorradóttir
Gunnar Ólason Rakel F. Jóhannesdóttir
Gunnar Franz, Arna Kristín, Benedikt Óli,
Agnes, Auður Hofdís og Styrmir Goði
Ástkær unnusta mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma
SVANHILDUR AUÐUR DIEGO
lést sunnudaginn 23. október.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 1. nóvember klukkan 13.
Brynjar H. Jóhannesson
Ísleifur Gauti Diego
Kókó Diego Diogo Xavier M. Alexandre
Yuri Diego Alexandre
Ástkær eiginkona mín,
INGIBJÖRG ERNA SVEINSSON
er látin.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helgi Ólafur Ólafsson.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT BJÖRGVINSDÓTTIR
BESSASON
bókmenntafræðingur,
lést í Toronto í Kanada 25. október.
Útför á Íslandi verður auglýst síðar.
Guðrún Ólafsdóttir Gregory Chapman
Brandur Ólafsson Judith Philips
Sigrún Stella Bessason Michael DiLauro
Brynjar Björgvin Chapman Eli Bellawood
Freyja Stella Chapman
Valdimar Brandsson
Guðni Rúnar var
fæddur í Reykjavík
1. júní 1955. Hann
var sonur hjónanna
Þóris Guðnasonar, múrara, og
Guðrúnar Bjarnadóttur. Sjálfur
starfaði Guðni allt sitt líf sem
Guðni Rúnar
Þórisson
✝
Guðni Rúnar
Þórisson fædd-
ist 1. júní 1955.
Hann varð bráð-
kvaddur 23. sept-
ember 2022.
Útförin fór fram
5. október 2022.
múrari enda var
hann mjög handlag-
inn og voru öll hans
verk gerð með mikl-
um metnaði og
prýði. Einnig tók
hann að sér fleiri
störf, þar á meðal
sem forstöðumaður
Verndar meðferðar-
heimilis. Hjálpaði
hann mörgum í
gegnum erfiða tíma
og notaði sína eigin reynslu til
þess, þar sem hann sigraðist á
fíkninni.
En Guðni var ekki aðeins
múrari heldur var hann afar
stoltur Valsari. Hann mætti á
óteljandi leiki hjá félaginu og oft
snerist umræðan hjá okkur í
kaffi hjá ömmu um nýjasta sigur
Vals.
En þó að hann hafi verið stolt-
ur Valsari þá var hans helsta
stolt sonur hans, Rikki, sem
hann dáði út í eitt. Annað áhuga-
mál stóð þó upp úr og það var
stangveiði. Sérstaklega þegar
hann fór að eldast, þá var mikið
um veiðiferðirnar. Við frændurn-
ir fórum saman í nokkrar ferðir
að vatni sem við fjölskyldan höf-
um haft til afnota í nokkur ár.
Þar fór Guðni sína eigin leið,
fann fallega vík sem við höfðum
ekki farið í áður. Þetta varð svo
hans veiðistaður og alltaf kom
hann heim með eitthvað í soðið
fyrir sig og ömmu. Síðan þá hef-
ur þessi fallega vík verið kölluð
Guðnavík. Guðni var og verður
alltaf stór partur af litlu fjöl-
skyldunni okkar og munum við
sakna hans sárt.
Hægt er að hlýja sér við þá
hugsun að vel hefur verið tekið á
móti Guðna af mömmu og afa.
Að leiðarlokum þökkum við
fyrir allar samverustundir sem
við fjölskyldan vorum svo heppin
að eiga með Guðna frænda. Vin-
átta hans mun eiga stað í hjarta
okkar til æviloka.
Amma, Rikki og fjölskylda.
Megi guð styrkja ykkur á þess-
um erfiðu og þungu tímum.
Hvíl í friði, ást og umhyggja
Þórir Ingþórsson, Jóhanna
Kristín Björnsdóttir, Þór-
unn Jóhanna Þórisdóttir og
Elísabet Hildur Þórisdóttir.
Elsku Anna okk-
ar. Það er þyngra en tárum taki að
skrifa þessi kveðjuorð til þín og ég
bara trúi því ekki ennþá að þú sért
farin, svona ótrúlega snögglega.
Síðan leiðir okkar lágu saman
árið 2007 hafið þið fjölskyldan ver-
ið mjög stór partur af lífi okkar og
alltaf átt risastóran stað í hjörtum
okkar allra. Anna var fyrirmyndin
Anna Kristín
Magnúsdóttir
✝
Anna Kristín
Magnúsdóttir
fæddist 14. ágúst
1972. Hún lést 4.
október 2022.
Útför fór fram í
Danmörku 14.
október 2022.
Minningarathöfn
var haldin 27. októ-
ber 2022.
mín í svo mörgu, ég
hef dáðst að því
hvernig foreldri, eig-
inkona, vinur og
bara yfirhöfuð
hvernig manneskja
hún var. Við krakk-
arnir eigum svo
margar fallegar og
góðar minningar um
Önnu, Smára,
Freyju, Goða og
Magna, bæði frá
Danmörku og Íslandi.
Upp í hugann koma t.d. sushi-
kvöldin, lummurnar hans Smára á
morgnana, björgun frosksins
Andra og síðan en ekki síst allt
notalega spjallið við eldhúsborðið
og þá var kaffibollinn aldrei langt
undan því þeir sem þekktu Önnu
vita að hún var mikil kaffikona.
Þegar við tölum um Önnu og fjöl-
skylduna hennar kemur setningin
„þau eru fallegasta fjölskylda sem
ég hef kynnst“ iðulega í kjölfarið.
Virðingin, samskiptin, kærleikur-
inn og góðmennskan sem þau
gefa hvert öðru og fólkinu í kring-
um sig er einstakt upp á að horfa.
Við erum svo óendanlega þakk-
lát fyrir að hafa fengið að spjalla
og knúsa í fermingunni hans Goða
um daginn, engan grunaði þá
hvað væri í vændum, sem betur
fer … eða ekki, ég get bara með
engu móti svarað þeirri spurn-
ingu.
Það er líklega engin tilviljun að
þessi lokaorð séu skrifuð á hót-
elherbergi í Chicago því Chicago
var í sérstöku uppáhaldi hjá þér.
Takk fyrir allt sem þú gafst
okkur elsku besta Anna, þín er og
verður svo sárt saknað. Hugur
okkar er hjá fallegu fjölskyldunni
þinni núna og við munum gera
okkar allra besta til að vera til
staðar fyrir þau … alltaf.
Hvíldu í friði.
Eir, Elísa og Bjarki.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birting-
ar í öðrum miðlum nema að
fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar
✝
Lára Erlings-
dóttir fæddist
17. febrúar 1954.
Hún lést á heimili
sínu í Árósum í
Danmörku 26. sept-
ember 2022. For-
eldrar hennar voru
Ingibjörg Magn-
úsdóttir, f. 1932, d.
2009, og Erling S.
Tómasson, f. 1933,
d. 2017. Lára var
elst sex systkina en þau eru; Ólöf,
f. 1956, maki Þorsteinn Jóhann-
esson, f. 1952. Björn, f. 1957,
maki Bergþóra Valsdóttir, f.
1958, Magnús Ingi, f. 1965, d.
2020, Már, f. 1969, maki Halla
Gunnarsdóttir, f. 1970, og Heiða,
f. 1971, maki Rúnar Sigtryggs-
son, f. 1972.
Lára giftist Þorsteini Á. Hen-
rýssyni 1974, sonur Láru og Þor-
steins er Henrý Ásgeir viðskipta-
fræðingur búsettur í Árósum
Danmörku. Konan hans er Vero-
nica Thorsteinsson.
Börn þeirra eru
Amy Elizabet, f.
2003, Laura Sophia,
f. 2005, Lui Alex-
ander, f. 2007, og
Theo Vilhelm, f.
2010.
Lára ólst upp í
Reykjavík, bjó
lengst í Ljósheimum
og Fossvogi. Hún
stundaði grunn-
skólanám í Vogaskóla en 1974
lauk hún stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Tjörnina.
Lára vann hja Ellingsen og Part-
ner og Laugarásbíó. Árið 1982
fluttu Lára og Þorsteinn til Dan-
merkur og bjuggu lengst af í Ár-
ósum. Í Danmörku starfaði Lára
sem skrifstofumaður hjá bæjar-
félaginu í Árósum þar til hún fór
á eftirlaun.
Útför Láru fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag, 28. október 2022,
og hefst athöfnin klukkan 13.
Ótímabært fráfall elsku Láru
fær hugann til að leita aftur til ár-
anna í Danmörku í lok síðustu ald-
ar. Þar kynntist ég Láru og eig-
inmanni hennar Þorsteini vel og
naut þeirra góðvildar og gestrisni.
Fyrrverandi eiginmaður minn,
Magnús Ingi, bróðir Láru, nam þá
framhaldsnám í lögfræði og
bjuggum við þar ásamt sonum
okkar Magnúsi Orra, Emil Má og
Daníel Mána í tvö ár. Heimili Láru
og Þorsteins stóð okkur ávallt opið
og leituðum við litla fjölskyldan
mikið á þeirra náðir. Regluleg
matarboð í notalega kotinu þeirra
hjóna í Hjortshoj varð fastur
punktur í tilveru okkar. Það fylgdi
því öryggi fyrir unga og óharðn-
aða foreldra að hafa Láru og Þor-
stein sem okkar bandamenn í nýju
og ókunnugu landi. Samtímis okk-
ur Magnúsi og sonum okkar voru
einnig búsett í Danmörku á þess-
um tíma frænka Þorsteins, Henri-
etta, maður hennar Guðjón og
frumburður þeirra Gísli Tómas.
Lára og Þorsteinn voru dugleg að
hóa saman unga fólkinu og úr varð
mikill og kær vinskapur. Í minn-
ingabankanum er þetta sannar-
lega dýrmætur fjársjóður.
Lára heimsótti mig yfirleitt
þegar hún kom til Íslands sem
mér þótti sérlega vænt um. Í síð-
ustu heimsókn Láru til landsins
áttum við notalega stund á heimili
mínu. Hún þreyttist seint á að
segja mér frá syni sínum Henrý
og afrekum barnabarnanna sem
Lára var óendanlega stolt af, öll-
um sem einu og máli sínu til stuðn-
ings kom hún með nokkur mynda-
albúm af fjölskyldu Henrýs sem
hún hreykin sýndi mér. Stolt
hennar af afkomendunum var tak-
markalaust.
Elsku Henrý og fjölskylda, eft-
irlifandi systkini Láru; Ólöf, Björn,
Már og Heiða, ég sendi ykkur kær-
leiksljósið og megi góður guð verða
ykkar styrkur. Minningin um elsku
Láru mun alltaf lifa.
Sérhver draumur lifir aðeins eina
nótt.
Sérhver alda rís en hnígur jafnan
skjótt.
Hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund
Líttu sérhvert sólarlag
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
Þú veist að tímans köldu fjötra enginn
flýr.
Enginn frá hans löngu glímu aftur
snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Sunna Ólafsdóttir.
Árið 1970 hóf hópur sprækra
stúlkna nám í 1-B, stelpnabekk í
Menntaskólanum við Tjörnina.
Átta okkar hafa haldið hópinn allt
til þessa dags og sex okkar, þar á
meðal Lára, hafa verið samferða
allt frá því í sjö ára bekk í Voga-
skóla. Kynni okkar hafa þannig
spannað meira en hálfa öld.
Við vorum samferða í gegnum
öll menntaskólaárin og útskrifuð-
umst sem stúdentar 1974. Margt
var brallað, sumt ef til vill miður
gáfulegt en flest þó uppbyggilegt,
þroskandi og umfram allt
skemmtilegt. Mikið rætt og skraf-
að og ýmsar skoðanir á mönnum
og málefnum lagðar í púkkið. Það
var enda tíðarandinn – og við héld-
um hópinn í gleði og sorgum þess-
ara ára.
Ævintýrin voru mörg. Þrjár úr
hópnum ákváðu til dæmis að
hleypa heimdraganum sumarið
1973 til að taka til hendi í hótel-
bransanum, gerðust gengilbeinur
á Hótel Eddu á Eiðum. Þar var
Lára mikill drifkraftur. Sumarið
var viðburðaríkt og átti þar stór-
brotin náttúra Austfjarða stóran
hlut. Sérhver frístund frá anna-
sömu hótelstarfinu var nýtt til
landkönnunar. Í lok sumars var
svo farið á puttanum til Reykja-
víkur, sem þá var ekki einfalt
ferðalag þar sem brúun Skeiðarár
var ekki lokið.
Þegar menntaskólaárunum lauk
stofnuðum við saumó til að halda
utan um samband okkar – ekki til
að prjóna eða sauma þó sumar
ættu til að sýna góð tilþrif í því, en
alltaf var um margt að ræða. Einn-
ig var það regla að ekki skyldu vera
fleiri en þrír réttir með kaffinu.
Skoðanaskiptin héldu þar áfram og
stundum gekk líklega nokkuð mik-
ið á og komust þá oft færri að en
vildu. Lára svo ljúf, hæglát og hlát-
urmild sem hún var náði þó oft at-
hyglinni á sinn hátt.
Um það leyti sem við útskrif-
uðumst úr MT rugluðu Lára og
Steini saman reytum sínum og
fluttu svo nokkrum árum síðar til
Danmerkur. Lára var því ekki
með okkur með reglubundnum
hætti í saumaklúbbnum, en
strengurinn slitnaði ekki og það
brást ekki að þegar hún kom í sín-
ar tíðu heimsóknir til Íslands að
efnt var til hittings í saumó. Mjög
er minnisstætt þegar hún bauð
okkur í sumarbústað tengdafjöl-
skyldunnar í Heiðmörk sumarið
2016. Þetta var fallegur sumar-
dagur og áttum við innihaldsríkan
og góðan tíma allar saman, þar
sem rifjaðar voru upp gamlar
minningar og nýjar urðu til.
Við kveðjum Láru með sorg í
hjarta og þökkum fyrir góð kynni í
meira en 50 ár.
Við sendum Henry og fjöl-
skyldu hans, sem og öðrum ætt-
ingjum og vinum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Ásta, Eygló, Guðrún Eyjólfs,
Guðrún Jóns, Helena,
Ingveldur (Inga) og
Sigríður ( Sigga Lillý).
Lára Erlingsdóttir