Morgunblaðið - 28.10.2022, Síða 26

Morgunblaðið - 28.10.2022, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022 Meistaradeild kvenna C-riðill: Juventus – Lyon....................................... 1:1 - Sara Björk Gunnarsdóttir lék fyrstu 69 mínúturnar með Juventus. Arsenal – Zürich...................................... 3:1 _ Arsenal 6, Juventus 4, Lyon 1, Zürich 0. D-riðill: Rosengård – Barcelona .......................... 1:4 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Rosengård. Benfica – Bayern München .................... 2:3 - Cloé Eyja Lacasse lék allan leikinn með Benfica, skoraði mark og lagði upp annað. - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Bayern München, Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leikmannahópnum og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er frá vegna meiðsla. _ Barcelona 6, Bayern München 6, Ro- sengård 0, Benfica 0. Evrópudeild karla A-riðill: Zürich – Bodö/Glimt............................... 2:1 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. PSV – Arsenal........................................... 2:0 _ Arsenal 12, PSV 10, Bodö 4, Zürich 3. B-riðill: AEK – Dinamo Kíev ................................ 3:3 Fenerbahce – Rennes .............................. 3:3 _ Fenerbahce 11, Rennes 11, AEK 4, Di- namo Kíev 1. C-riðill: Ludogorets – Real Betis.......................... 0:1 HJK Helsinki – Roma.............................. 1:2 _ Real Betis 13, Ludogorets 7, Roma 7, HJK 1. D-riðill: Union Berlín – Braga............................... 1:0 Malmö – Union SG ................................... 0:2 _ Union SG 13, Union Berlín 9, Braga 7, Malmö 0. E-riðill: Manchester United – Sheriff .................. 3:0 Omonia – Real Sociedad .......................... 0:2 _ Sociedad 15, Man. Utd 12, Sheriff 3, Om- onia 0. F-riðill: Lazio – Midtjylland.................................. 2:1 - Elías Rafn Ólafsson var allan tímann á bekknum hjá Midtjylland. Sturm Graz – Feyenoord......................... 1:0 _ Lazio 8, Sturm Graz 8, Feyenoord. 5, Midtjylland 5. G-riðill: Freiburg – Olympiacos ........................... 1:1 - Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos. Nantes – Qarabag .................................... 2:1 _ Freiburg 13, Qarabag 7, Nantes 6, Olym- piacos 2. H-riðill: Rauða stjarnan – Trabzonspor ............... 2:1 Ferencváros – Mónakó ............................ 1:1 _ Ferencváros 10, Mónakó 7, Trabzonspor 6, Rauða stjarnan 6. Sambandsdeild karla A-riðill: Fiorentina – Basaksehir .......................... 2:1 Hearts – RFS............................................ 2:1 B-riðill: West Ham – Silkeborg ............................ 1:0 - Stefán Teitur Þórðarson lék allan leikinn með Silkeborg. Anderlecht – FCSB.................................. 2:2 C-riðill: Austria Vín – Lech Poznan ..................... 1:1 Villarreal – Hapoel Be’er Sheva ............. 2:2 D-riðill: Nice – Partizan ......................................... 2:1 E-riðill: Vaduz – AZ Alkmaar ............................... 1:2 Dnipro-1 – Apollon .................................. 1:0 F-riðill: Molde – Djurgården................................ 2:3 - Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki með Molde vegna meiðsla. Shamrock Rovers – Gent......................... 1:1 G-riðill: Ballkani – Slavia Prag.............................. 0:1 Sivasspor – Cluj........................................ 3:0 H-riðill: Basel – Zalgiris......................................... 2:2 Slovan Bratislava – Pyunik ..................... 2:1 4.$--3795.$ Subway-deild karla Grindavík – ÍR ...................................... 84:79 Breiðablik – Keflavík ........................... 97:82 Höttur – Tindastóll............................... 73:69 Stjarnan – Njarðvík ............................. 67:88 Staðan: Breiðablik 4 3 1 434:414 6 Njarðvík 4 3 1 347:304 6 Haukar 3 3 0 296:259 6 Keflavík 4 3 1 352:350 6 Stjarnan 4 2 2 329:336 4 Valur 3 2 1 243:241 4 Höttur 4 2 2 342:347 4 Grindavík 4 2 2 326:326 4 Tindastóll 4 1 3 302:316 2 ÍR 4 1 3 312:338 2 Þór Þ. 3 0 3 273:292 0 KR 3 0 3 299:332 0 Evrópubikar kvenna Namur – Dudelange............................ 60:72 - Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 4 stig og tók 10 fráköst fyrir Namur á 23 mín- útum. 4"5'*2)0-# inn í þetta frekar óvænt þannig að það er bara gaman,“ sagði hún. Íslenska „fjölskyldan“ hjálpar Hún gekk til liðs við Volda, sem er nýliði í norsku úrvalsdeildinni, sum- arið 2021 eftir að hafa leikið tvö ár þar á undan með Stjörnunni, en Katrín Tinna er uppalin hjá Fylki. Auk þess að leika sem línumaður er hún afar öflugur varnarmaður. „Það er bara búið að ganga nokk- uð vel hjá Volda. Þetta er krefjandi en gaman. Það er mikil reynsla fólg- in í því að taka svona áskorun.“ Volda, sem er staðsett í sam- nefndum smábæ um 50 kílómetrum sunnan við Álasund, er sannkallað Íslendingalið, þar sem hægri horna- maðurinn Rakel Sara Elvarsdóttir og vinstri hornamaðurinn Dana Björg Guðmundsdóttir eru einnig leikmenn. Þá þjálfar Halldór Stefán Haraldsson liðið og Hilmar Guð- laugsson er aðstoðarþjálfari. „Það hjálpar mjög mikið. Þetta er svona ákveðin fjölskylda að hafa þarna í kringum sig og mikill stuðn- ingur í þeim. Maður er mjög örugg- ur í því umhverfi þegar maður er með aðra Íslendinga með sér,“ sagði Katrín Tinna um það að hafa fjölda Íslendinga í og í kringum liðið. Þurfti að venjast hraðanum Hún hjálpaði Volda að komast í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félags- ins á síðasta tímabili og hefur und- anfarna mánuði fengið að kynnast því hvernig það er að spila í sterkri norskri úrvalsdeild. Beðin um að bera saman efstu deildir Íslands og Noregs sagði Katrín Tinna: „Norska deildin er töluvert hrað- ari. Ég þurfti smá tíma til þess að venjast þeim hraða. En svo er ótrú- lega gaman að spila á þessu háa tempói þegar maður er kominn al- veg inn í það. Leikmennirnir eru svolítið sterk- ari líkamlega þannig að maður er alltaf í slagsmálum, sérstaklega inni á línunni. Maður þarf að berjast fyr- ir öllum sínum stöðum og alltaf að gefa 100 prósent í þetta, eins og alls staðar auðvitað.“ Tuttugu viðtöl við þjálfarana Hún sagði þá umgjörð og áhuga á norsku deildinni vera með besta móti. „Áhuginn á deildinni er mikill. Það er mikið fjallað um hana og mik- ið umtal í kringum leiki. Þegar það eru sjónvarpsleikir er þvílík umfjöll- un, öllu tjaldað til allt í kring og tek- in tuttugu viðtöl við þjálfarana eftir leik!“ sagði Katrín Tinna í léttum tón. „Það er mikill áhugi í kringum leikina og það eru margir áhorf- endur. Þótt Volda sé lítill bær er mikil stemning sem skapast í kring- um leikina okkar og það er alltaf gaman að fá sem flesta á völlinn, þá skapast svo góð stemning,“ sagði hún að lokum í samtali við Morg- unblaðið. Í stöðugum slagsmálum í norsku úrvalsdeildinni - Gengur vel hjá Íslendingaliði Volda - Vill nýta tækifærin með landsliðinu Morgunblaðið / Kristinn Magnússon Æfing Línumaðurinn efnilegi Katrín Tinna Jensdóttir á æfingu með ís- lenska landsliðinu í TM-höllinni í Garðabæ á miðvikudagskvöld. HANDBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Katrín Tinna Jensdóttir, línumaður hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Volda, var í vikunni kölluð inn í A- landsliðshóp kvenna í handknattleik eftir að Lovísa Thompson og Berg- lind Þorsteinsdóttir neyddust til að draga sig úr honum vegna meiðsla. Liðið undirbýr sig nú fyrir tvo vin- áttulandsleiki gegn nágrönnum okk- ar í Færeyjum. Þessir tveir leikir, sem fara fram í Færeyjum um helgina, eru liður í undirbúningi fyrir tvo leiki í for- keppni HM 2023 gegn Ísrael, sem fara báðir fram á Ásvöllum 5. og 6. nóvember. „Þessir leikir leggjast mjög vel í mig. Ég er mjög spennt og vonandi fæ ég að spila þessa leiki,“ sagði Katrín í samtali við Morgunblaðið, spurð út í leikina gegn Færeyjum. Þegar viðtalið fór fram, fyrir æf- ingu liðsins í TM-höllinni í Garðabæ á miðvikudagskvöld, var liðið ekki búið að skoða andstæðinginn til hlít- ar en Katrín sagði að það yrði vit- anlega gert fyrir leikina. „Við erum ekki búnar að funda um færeyska liðið en það kemur að því. Það er auðvitað hluti af undirbúningi fyrir leikinn.“ Þvílíkur heiður Hin tvítuga Katrín Tinna á þrjá A- landsleiki að baki og lítur hún á vin- áttuleikina gegn Færeyjum sem kjörið tækifæri til þess að sýna sig og sanna með landsliðinu. „Að sjálfsögðu. Það er mikil reynsla fyrir mig að fá að vera með í þessu og bæta við fleiri lands- leikjum. Að fá að taka þátt í þessu verkefni er þvílíkur heiður. Ég kom EVRÓPUBIKAR Ólafur Pálsson oap@mbl.is KA leikur sína fyrstu leiki í 17 ár í Evrópukeppni í handknattleik karla í dag og á morgun. KA kemur inn í 2. umferð Evrópubikarsins og dróst gegn austurríska liðinu Aon Fivers. KA-liðið hélt út til Austurríkis í gegnum Osló á miðvikudag. Jón- atan Magnússon, þjálfari liðsins, segir að það fari afskaplega vel um hópinn í Vín. „Við erum vel upplagðir eftir nokkuð þægilegt ferðalag. Við er- um á flottu hóteli og í toppmálum,“ sagði Jónatan í samtali við Morg- unblaðið. Engin spurning um þátttöku Jónatan var sjálfur í KA-liðinu sem lék gegn Mamuli Tbilisi frá Georgíu og Steaua Búkarest árið 2005. Hann segir að síðan ljóst var að KA hafi öðlast þátttökurétt í keppninni hafi ekki neitt annað komið til greina en að nýta hann, þrátt fyrir að það kosti sitt. „Þó það kosti aukið leikjaálag og mikla vinnu leikmanna og þeirra sem standa að liðinu þá teljum við þá reynslu sem fylgir því að taka þátt í Evrópukeppni vega þyngra. Þetta verkefni held ég að geri hóp- inn betur samstilltan. Það er okkar von að við getum nýtt þessa reynslu okkur til góðs í keppnunum heima og að við komum út úr þessu sem sterkari hópur. Við vor- um óánægðir með leikinn gegn Sel- fossi þar sem við vorum litlir í okk- ur og nú fáum við tvo leiki til að kvitta fyrir það. Ætlum okkur áfram Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir styrkleika andstæðings- ins en við vitum að þeir hafa aðeins tapað einum leik í austurrísku deildinni á keppnistímabilinu og sitja eins og er í þriðja sæti. Liðið er bikarmeistari síðan í fyrra og er eitt af fjórum sterkustu liðunum þar í landi. Þetta er lið sem spilar hraðan handbolta og þeir vilja hlaupa mik- ið, keyra bæði hraða miðju og þriðja tempó. Þeir eru ekkert sér- lega taktískir en byggja meira á einstaklingsgæðum. Þeir eru sterk- ir maður á mann og við þurfum að standa vel á þá. Þeir eru með öfl- ugan línumann, þrjár rétthentar skyttur og frekar klóka miðju- menn. Þá eru þeir með mjög góðan gamlan landsliðsmarkmann, sem er meira að segja eldri en Ragnar Njálsson, svei mér þá! Við þurfum að vera gríðarlega agaðir í sóknarleik okkar því þeir eru fljótir að refsa. Við höfum heyrt af ákveðnu vanmati og ætlum að reyna að notfæra okkur það.“ Jónatan segir flesta leikmenn KA heila en að liðið sé enn án Ólafs Gústafssonar. Hann vonast þó til þess að Einar Birgir Stef- ánsson, sem hefur verið frá und- anfarið, geti tekið einhvern þátt. Vill heimaleik í næstu umferð Aðspurður sagði Jónatan það hafa verið rætt að leika heimaleik- inn í KA-heimilinu en það sé mikill munur á kostnaði. Þannig hafi ver- ið ákveðið að selja heimaleikinn. „Við ætlum okkur bara áfram úr þessari umferð og ef okkur tekst það er það að minnsta kosti mín von að við getum leikið heimaleik- inn á okkar heimavelli í næstu um- ferð,“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA, að lokum í samtali við Morgunblaðið. - Jónatan þjálfari brattur fyrir leikina Ljósmynd/Þórir Tryggvason Austurríki Jónatan Magnússon er mættur með KA-liðið til Austurríkis. Fyrstu Evrópuleikir KA í 17 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.