Morgunblaðið - 28.10.2022, Blaðsíða 28
MENNING28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022
Örþing um Skírnarfjall Dante
ugardag 29. okt. kl. 16-18
Veröld húsi Vigdísar
étur Gunnarsson, Þórarinn Eldjárn,
Elín Hansdóttir, Eiríkur Jónsson,
Einar Thoroddsen og fleiri ræða
ljóðaþýðingar Einars á Skírnar-
fjalli (Purgatorio) Dante Alighieri,
í ritstjórn Jóns Thoroddsen.
La
í
P
Svart tungl dvínar í Harbinger
Myndlistarkonan Patty Spyrakos
opnar sýninguna Svart tungl
dvínar í Harbinger, Freyjugötu 1,
í dag kl. 18 og mun tónlistarkonan
Mr. Silla koma fram kl. 18.30.
Í tilkynningu segir m.a. að
óttinn við nornina hafi verið
árhundruð í mótun. „Nornin er
ein af sárafáum ímyndum okkar
um sjálfstæðar konur með völd;
galdrar voru í miklummetum í
Egyptalandi til forna og ekki litið
á þá sem aðskilda trúarbrögðum,
en síðar voru þeir fordæmdir
í flestum siðmenningum sem
hverfðust um skipulögð trúar-
brögð,“ segir meðal annars í
tilkynningu og að sýningin beini
einnig athygli að fegurð og mikil-
fengleika sands.
Listakona Patty Spyrakos opnar
einkasýningu í dag í Harbinger.
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð
hefst á morgun, laugardag, í Bíó
Paradís og stendur yfir í viku, til
6. nóvember, með fjölda bíósýn-
inga og viðburða. Hátíðin er nú
haldin í níunda sinn og sem fyrr er
Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrr-
um forseti Ís-
lands, verndari
hátíðarinnar.
Lísa Attens-
perger, verk-
efnastjóri
hátíðarinnar,
setti saman
dagskrána að
þessu sinni
og skipulagði
hana með Ásu Baldursdóttur,
dagskrárstjóra í Bíó Paradís. Lísa
segir hrekkjuvöku vera þema
hátíðarinnar og því verði hrekkja-
vökustemning og –blær yfir
myndunum. „Opnunarmyndin í ár
er danska fjölskyldumyndin Horfin
á hrekkjavöku, eða Forsvundet til
Halloween, og hún verður sýnd
á opnuninni með lifandi talsetn-
ingu leikara og á hrekkjavöku,
31. október,“ segir Lísa. Því verða
leikarar viðstaddir sýninguna
og talsetja í beinni, svo að segja.
Segist Lísa eiga von á miklu fjöri á
þeim sýningum.
Ættleidd af górillu
Af öðrum myndum nefnir hún
fyrst nokkrar sígildar. Til dæmis
Hocus Pocus, Addamsfjölskylduna
og Labyrinth. Apastjarnan nefnist
talsett teiknimynd sem verður
frumsýnd á hátíðinni og segir
hún af munaðarlausri stelpu sem
er ættleidd af górillu. Lísa segir
myndina fjalla um hvernig það
sé að tilheyra ekki samfélaginu.
„Þetta er rosalega falleg teikni-
mynd og hjartnæm sem hefur ver-
ið talsett á íslensku og Bíó Paradís
gefur út,“ segir Lísa. Þá verði ný
teiknimynd sýnd um Önnu Frank
sem byggð er á dagbókum hennar
og pólsk barna- og fjölskyldumynd
er líka á dagskrá, Detektyw Bruno
eða Bruno leynilögreglumaður,
sem fjallar um strák sem heldur í
leiðangur til að finna foreldra sína
og fær í lið með sér Bruno sem er
kvikmyndastjarna.
Góðvinur íslenskra barna,
Einar Áskell, á fimmtugsafmæli
í ár. Af því tilefni verða sýndar
stuttmyndir sem byggðar eru á
bókunum um hann. Mun Þór-
unn Lárusdóttir sjá um lifandi
talsetningu á þeim 5. nóvember.
Íslenskar myndir verða einnig
sýndar, söngvamyndirnar Regína
og Abbababb! og einnig stuttar
heimildarmyndir eftir nemend-
ur í 5. til 7. bekk á Patreksfirði,
Seyðisfirði og Reykjavík sem sóttu
námskeið í heimildarmyndagerð
í haust.
Heiðursgestur hátíðarinnar í ár
er norski kvikmyndaleikstjórinn
Christian Lo. Tvær myndir eftir
hann verða sýndar, Los Bando og
Mini-Zlatan og Uncle darling eða
Mini-Zlatan og elsku frændi. Segir
í henni af Tommy sem er uppá-
haldsfrændi Ellu. Þegar Tommy
eignast kærustu óttast Ella að
missa hann og tekur til sinna
ráða í þeim tilgangi að eyðileggja
sambandið. Los Bando fjallar um
krakka sem ætla sér að taka þátt í
alþjóðlegri rokkkeppni.
Af viðburðum öðrum á hátíðinni
má nefna Dótamarkað Apastjörn-
unnar sem fram fer á morgun, 30.
október, og geta börn sótt um að
vera með sölubás í bíóinu með því
að senda póst á lisa@bioparadis.
is. Einnig verður boðið upp á leik-
listarnámskeið fyrir stelpur, Stelp-
ur leika!, sem Þórunn Lárusdóttir
sér um ásamt því sem Christian
Lo verður sérstakur gestur. Þá
verður haldið örnámskeið í heim-
ildarmyndagerð þar sem krakkar
kynnast hugtakinu heimildarmynd
og fá innblástur til þess að skapa
sínar eigin heimildarmyndir.
Verðlaun fyrir besta búninginn
Börn á öllum aldri ættu að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi á
hátíðinni. Þau allra yngstu geta
horft á stuttmyndir með engu tali
og þau elstu á unglingamyndina
Comedy Queen sem fjallar um hina
13 ára Söshu sem missir móður
sína og er staðráðin í að fá pabba
sinn til að brosa aftur. Hún gerist
því gríndrottning.
Opnunarviðburður hátíðarinnar
fer fram á morgun kl. 14 með sýn-
ingu á Horfin á Hrekkjavöku og er
aðgangur ókeypis en nauðsynlegt
er að skrá sig fyrir boðsmiðum
á tix.is. Eru öll börn hvött til að
mæta í hrekkjavökubúningum.
Verðlaun verða veitt fyrir besta
búninginn og verður boðið upp á
léttar veitingar.
lAlþjóðlega barnakvikmyndahátíðin hefst ámorgun og er núhaldin í níunda sinn í Bíó Paradís
lStuttar, langar, leiknar og teiknaðarmyndir á dagskrá næstu vikuna auk annarra viðburða
Hrekkjavaka þema hátíðarinnar
OpnunarmyndÚr Horfin á hrekkjavöku sem er opnunarmynd Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Lísa
Attensperger
Örþing á morgun
um Danteþýðingar
Bræðurnir Einar og Jón Thor-
oddsen hafa hafa í meira en
áratug unnið að fyrstu heildar-
þýðingunni á íslensku í bundnu
máli á hinum 700 ára gamla Guð-
dómlega gleðileik Dantes. Víti
(Inferno) kom út 2020 og Skírnar-
fjallið (Purgatorio) fyrir nokkru
síðan. Ámorgun, laugardag, verð-
ur haldið um klukkustundarlangt
örþing um þessar ljóðaþýðingar
í Veröld, húsi Vigdísar. Einblínt
verður á Skírnarfjall. Þingið
stendur frá kl. 16 til 18 en seinni
hlutinn verður með léttum veit-
ingum og spjalli.
Á örþinginu taka til máls rit-
höfundarnir Pétur Gunnarsson
og Þórarinn Eldjárn, myndlistar-
konan Elín Hansdóttir, sem er
höfundur myndverka í útgáfunni,
og læknarnir og ástríðumennirn-
ir um Dante, Eiríkur Jónsson og
Einar Thoroddsen.
Í tilkynningu segir að enn frem-
ur flytji nokkrir góðvinir Dantes
sömu ljóðlínurnar úr Skírnar-
fjallinu á ítölsku, hollensku,
sænsku, ensku og íslensku.
Útgáfufélagið Guðrún gefur
Skírnarfjall út með stuðningi
Viljanda styrktarsjóðs.
Dante Jón og Einar Thoroddsen hafa
þýtt tvo hluta Gleðileiks skáldsins.
Nýtt tónleikhúsverk eftir Elínu í Hörpu
Skemmtilegt er myrkrið er heiti
fjörugs tónleikhúsverks eftir tón-
skáldið Elínu Gunnlaugsdóttur
sem verður flutt fjórum sinnum
í Kaldalóni í Hörpu um helgina,
á laugardag klukkan 13 og 15 og
á sama tíma á sunnudag. Verkið
er sett upp af tónleikhúshópnum
Töfrum, með tónskáldið Elínu
í forsvari, og er sagt vera fyrir
„börn á aldrinum 4-99 ára“.
Á sýningunni koma fram Ásta
Sigríður Arnardóttir sópran,
tónskáldið Elín Gunnlaugsdóttir,
Frank Aarnink slagverksleikari,
Jón Svavar Jósefsson barítón,
Matthildur Anna Gísladóttir
píanóleikari og Sigurður Hall-
dórsson sellóleikari. Leikstjóri er
Bergdís Júlía Jóhannsdóttir.
Í Skemmtilegt er myrkrið segir
af Ásu Signýju sem kemur oft
við hjá Jóni Árna frænda sínum
á leið heim úr skólanum. Einn
daginn kemur hún hlaupandi inn
og segir Jóni Árna að hún hafi séð
loftanda. Jón Árni og hún fara í
framhaldi af því að velta því fyrir
sér hvort loftandinn geti verið
til í raun og veru. Ása Signý er
trúir ekki alveg á yfirnáttúrulega
hluti, þó hún trúi á loftanda.
Fljótlega fara þó ýmsir kynlegir
hlutir að gerast. Draugar sveima
um og nykur hleypur yfir sviðið.
Þetta fær Ásu Signýju til að efast
enn meira um hvað er til í raun
og veru. Tónlistin er viðamikil
í verkinu og heyra má leikið á
nokkur hljóðfæri sem sjaldan
heyrist í á sviði, eins og langspil,
dótapíanó, sleifar, potta, köku-
dósir og skeiðar. Textar sönglag-
anna eru gamlar íslenskar vísur
og kvæði. Texti lokalagsins er
eftir Þórarin Eldjárn og sérstak-
lega saminn fyrir verkið.
Tónskáldið Elín Gunnlaugsdóttir,
höfundur Skemmtilegt er myrkrið.
Verk Halldórs sýnd í Listvali á Granda
Sýning á verkumHalldórs Ragnarssonar, „Hérna,
núna og kannski á eftir“, verður opnuð í Listvali á
Granda á Hólmaslóð 6 á morgun, laugardag, kl. 15.
Í verkunum á sýningunni veltir Halldór fyrir sér ei-
lífri hringrás tilfinninga í tengslum við merkingu og
heimspeki tungumáls. Hann skoðar hvernig endur-
tekning getur mögulega dregið úr merkingu orða
og leikur sér með reglur tungumálsins og óvenjuleg
orðasambönd.
Halldór (f. 1981) lauk B.A.-gráðu (2007) og M.A.-
gráðu (2014) frá myndlistardeild LHÍ eftir að hafa
numið heimspeki áður. Halldór á 13 einkasýningar að baki.
Halldór Ragnarsson