Morgunblaðið - 28.10.2022, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
Indie wire
88%
D
wayne Johnson, jafnan
kallaður The Rock eða
Steinninn, nær nýjum
lægðum í þessari nýjustu
ofurhetjumynd DC. DC, eða Detect-
ive Comics, hefur jafnan mátt láta í
minni pokann fyrir risanum Marvel
hvað vinsældir afurða varðar og
ekki bætir Svarti Adam, nýjasta
útspilið, þá stöðu. Steinninn hefur
aldrei verið jafnsteinrunninn og í
þessari mynd enda myndin gjör-
sneydd öllum léttleika sem hefði
bætt mjög kjánalega söguna. John-
son er bara þarna, ýmist svífandi
eða að berja einhvern og sjarm-
inn sem svo oft hefur einkennt
hann, vöðvatröllið með hnyttnar
athugasemdir á vörum, er hvergi
sjáanlegt.
Ég veit varla hvar ég á að byrja
þegar kemur að göllum myndarinn-
ar. Strax í byrjun líst manni ekki á
blikuna. Löng frásögn sögumanns
sem heyrist illa í (reyndar var
talið mjög lágt í allri myndinni,
yfirgnæft af tónlistinni), ég veit
ekki hvort þar talar barn eða kona,
þar sem rakin er saga Kahndaq,
ímyndaðs ríkis einhvers staðar
í Mið-Austurlöndum fyrir fimm
þúsund árum þar sem vondur
konungur lætur þræla sína grafa
eftir einhvers konar galdraefni sem
kallað er eternium. Úr því ætlar
kóngurinn að búa sér til mikla og
illa kórónu. Einn þrælanna er Teth-
Adam nokkur (Johnson) sem hlýtur
galdramátt með hjálp galdrakarla,
hinna sömu og komu við sögu í
hinni skemmtilegu ofurhetjugrín-
mynd Shazam! og þá einmitt með
því að hrópa orðið Shazam! líkt og
í þeirri mynd. Nema hvað hér er
ekki gamanmynd á ferð heldur allt
voðalega alvarlegt.
Teth-Adam er haldið föngnum
í grafhýsi en dag einn finnur ung
kona kórónuna og les upphátt
texta sem leysir Adam úr læð-
ingi. Reynist hann hið ógurleg-
asta ofurmenni, álíka öflugur og
Súpermann og hópur ofurhetja er
sendur á hann í von um að koma á
hann böndum. Þessi hópur er eins
og léleg eftirlíking af Avengers (þó
hann hafi reyndar orðið til fyrr, ef
rétt er skilið) og hlægilegastur af
öllum er Haukmaðurinn, leikinn
af Aldis Hodge, náungi með vængi
og fáránlega grímu (sjá mynd).
Pierce gamli Brosnan leikur Dr.
Fate sem er einhvers konar sjáandi
með kjánalegan gullhjálm og svo er
þarna Atom Smasher, bræðingur af
Antman og Deadpool úr Marvel. Í
hópnum er líka ung kona, Cyclone
eða Hvirfilbylur, leikin af Quintes-
su Swindell og getur sú fram-
kallað vind mikinn. Í stuttu máli
er svo barist og flogið nánast alla
myndina og henni nánast drekkt í
tölvugrafík (CGI), alltof háværri og
ágengri tónlist og nær endalaus-
um hægagangs (e. slow motion)
hasaratriðum sem minna á hina
ofmetnu 300. Sama má segja um
litapallettuna, þegar sögunni víkur
að þrælum fyrir mörg þúsund árum
verður allt gulbrúnt og virðist sem
leikstjórinn haldi að þannig hafi
allt verið í þá daga. Ekkert nema
gulbrúnt, hvert sem litið er.
Handrit myndarinnar er afar
lélegt, nema ef ske kynni að öll
góðu atriðin hafi verið klippt
úr myndinni. Þau örfáu atriði
sem innihalda samtöl og eru án
slagsmál eru líka illa nýtt. Persónu-
sköpunin er svo til engin, Adam er
harðhaus sem hleypir brúnum og
kastar mönnum á haf út og maður
er litlu sem engu nær um nær allar
persónur myndarinnar tveim-
ur klukkustundum eftir að þær
eru kynntar til leiks. Ef eitthvað
jákvætt má segja þá eru einstaka
hasaratriði ágætlega útfærð og þá
sérstaklega atriði þar sem herbergi
unglings er lagt í rúst. Það er
nokkuð skondið því herbergið er
fullt af varningi sem tengjast heimi
DC.
Dwayne „Steinninn“ Johnson
á margar slakar myndir að baki
en líka margar ágætar. Með Black
Adam hefur hann sokkið á botninn
en vonandi nær hann að synda
aftur upp á yfirborðið.
Steinninn sekkur til botns
Kjánalegir Black Adam er einkar slök
ofurhetjumynd frá DC. Hér sést Black
Adam spjalla við Haukmanninn.
KVIKMYNDIR
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
Laugarásbíó, Smárabíó og
Sambíóin
Black Adam
Leikstjórn: Jaume Collet-Serra. Handrit:
Adam Sztykiel. Aðalleikarar: Dwayne
Johnson, Aldis Hodge, Pierce Brosn-
an, Sarah Shahi og Marwan Kenzari.
Bandaríkin 2022. 124 mín.
Fjölskylduhátíðin
Rökkvan í Garðabæ
Rökkvan nefn-
ist hátíð sem
haldin verður
á Garðatorgi
í Garðabæ í
kvöld og sáu
ungir lista-
menn um
skipulag henn-
ar í samvinnu
við menningar-
fulltrúa bæj-
arins, Ólöfu Breiðfjörð. Tónlist-
armenn koma fram og hönnuðir
og myndlistarmenn sýna verk
sín. Tónlistardagskrá hefst kl.
19 með Stórsveit Tónlistarskóla
Garðabæjar og í kjölfarið koma
fram Spagló og Eik, Sigga Ósk og
Rökkvubandið og loks Stuðmenn.
Ólöf
Breiðfjörð
Rökkur þema
haustsýningar
Haustsýning Grósku verður
opnuð í dag, föstudag, kl. 18.30
í Gróskusalnum á 2. hæð á
Garðatorgi 1 í Garðabæ og einnig
á torginu fyrir framan. Þema sýn-
ingarinnar er rökkur og opnunin
tengist listahátíðinni Rökkvunni.
Sýnendur eru 23 og allir í Grósku
sem er félag myndlistarmanna
í Garðabæ en sýningarstjóri er
Laufey Jensdóttir myndlistar-
maður. Sýningin verður opin um
helgina, 29.-30. október, og einnig
5.-6. nóvember.
Gróska stendur fyrir all-
nokkrum myndlistarsýningum
á ári auk námskeiða og annarra
viðburða og segir í tilkynningu að
í félaginu sé fjölskrúðugur hópur
fagmenntaðra og sjálfmenntaðra
myndlistarmanna.
Litríkt verk eftir Auði Björnsdóttur á
haustsýningu félagsins Grósku.