Morgunblaðið - 14.11.2022, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Innlent2
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 UU.IS
TRYGGÐU ÞÉR GISTINGU Í TÍMA!
SKÍÐAFRÍ TIL ÍTALÍU
DINNA OG HELGI TAKA VEL Á
MÓTI YKKUR Í ÍTÖLSKU ÖLPUNUM
VERÐ FRÁ149.900 KR
Á MANN M.V 3 FULLORÐNA 21. - 28. JANÚAR 2023
INNIFALIÐ ER FLUG, GISTING, FLUTNINGUR Á
SKÍÐABÚNAÐI OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN
ERTU MEÐ HÓP?
SENDU OKKUR FYRIRSPURN
Á HOPAR@UU.IS
Tíðar niðurfellingar á kynferðisbrota-
málum og fá úrræði fyrir kvenkyns
innflytjendur eru áhyggjuefni að
mati nefndar Evrópuráðsins um of-
beldi gegn konum og heimilisofbeldi
(GREVIO), samkvæmt fyrstu skýrslu
nefndarinnar um stöðumálaflokksins
hér á landi. Þar sem Ísland er aðili að
samningi Evrópuráðsins um forvarnir
og baráttu gegn ofbeldi gegn konum
telur nefndin Ísland skuldbundið til
að bæta úrmálum sem fjallað var um.
„Vakin er athygli á því að konur af
erlendum uppruna, konur af lands-
byggðinni og konur með fötlun eru í
sérstökum áhættuhópi. Tryggja verð-
ur að þau úrræði sem eru til staðar
nái til þeirra án þess að staða þeirra
komi í veg fyrir slíkt. Hlusta þarf á
konur og taka verður mark á þeirra
upplifun,“ segir í skýrslunni. Þó hrósar
nefndin Útlendingastofnun fyrir að
upplýsa kvenkyns innflytjendur um
stöðu þeirra og réttindi á Íslandi. „All-
ar konur og stúlkur undir 16 ára aldri
fá að hitta lögfræðing sem upplýsir
þær um rétt þeirra og aðgengi að þjón-
ustu á Íslandi, án þess að fjölskyldan
sé viðstödd,“ segir þar. Staðan sé ekki
sú sama fyrir konur semkoma til þess
að giftast á Íslandi. „Lýst er yfir von-
brigðum yfir því að ekki sé boðið upp
á sömu úrræði fyrir konur sem giftast
íslenskum ríkisborgurum.“
Gögn skortir ummálafjölda, ákærur
og sakfellingar í heimilisofbeldismál-
um, semgerir rannsakendumerfiðara
um vik að meta skilvirkni réttarkerf-
isins í málaflokknum.
Íslandi er aftur á móti hrósað fyrir
að hafa almennt tekið vel á jafnréttis-
málum í gegnum aðgerðaáætlanir og
lagasetningu, þar á meðal aðgerðum
gegn stafrænu kynferðisofbeldi, kyn-
fræðslu ímenntakerfinu og aðgerðum
gegn launamismun kynjanna.
Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagt
nógu mikla áherslu á ofbeldi gegn
konum af erlendum uppruna og kon-
ummeð fíknivanda. Huga þurfi betur
að fórnarlömbum eltihrella og koma
í veg fyrir heiðursglæpi, þvinguð
hjónabönd, þvingaðar ófrjósemisað-
gerðir, þvinguð hjónabönd og umskurð
kvenna.
Ísland hafi þá verið brautryðjandi
í kynfræðslu á grunn- og framhalds-
skólastigi og í fararbroddi í því að
útrýma launamismun kynjanna.
„GREVIO hrósar íslenskum stjórn-
völdum fyrir að hafa komið á fót
skammtímaúrræðum fyrir börn, á
borð við Barnahús, og stuðnings-
úrræðum fyrir fullorðna á borð við
Bjarkahlíð og Bjarmahlíð, hvar fórn-
arlömb kynferðis- og heimilisofbeldis
eru hýst undir einu og sama þakinu.“
Neyðarlínan ekki
fullnægjandi úrræði
Nefnd Evrópuráðsins lýsti sem
áður segir þungum áhyggjum af því
að engin hjálparlína fyrir konur sé
opin allan sólarhringinn sem uppfylli
skuldbindingar 24. gr. sáttmálans,
sem kveður á um að öll aðildarríki
samningsins bjóði upp á gjaldfrjálsan
hjálparsíma þar sem hringjendur
geta fengið ráð gegn fyllsta trúnaði
allan sólarhringinn. Þetta myndi laga
stöðuminnihlutahópa til muna. „Þótt
fórnarlömb kynbundins ofbeldis geti
haft samband við Neyðarlínuna, sem
er gott úrræði fyrir fórnarlömb of-
beldis, vini þeirra og fjölskyldur, er
vakin athygli á því að Neyðarlínan er
fyrst og fremst notuð til þess að hafa
samband við lögreglu og aðrar skyldar
neyðarþjónustur. Starfsmenn hennar
eru ekki þjálfaðir ráðgjafar og hafa
ekki hlotið þjálfun er varðar ráðgjöf til
kvenna semþurfa að þola ofbeldi. Þeir
eru einungis í stöðu til þess að vísa
konum í uppnámi á aðra þjónustu,“
segir þar. Hjálparsími Píeta væri
heldur ekki ásættanlegt úrræði vegna
skorts á faglærðum einstaklingum.
lGagnrýnt að Ísland sé ekki með hjálparsíma fyrir konur
Skorturáhjálparúr-
ræðumfyrirkonur
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Minnihlutahópar GREVIO segir íslensk stjórnvöld þurfa að huga betur að
konum í minnihlutahópum, þar á meðal konum af erlendum uppruna.
Ríkisendurskoðandi afhenti
Alþingi í gær stjórnsýsluúttekt
vegna sölu á hlut ríkisins í Ís-
landsbanka 22. mars 2022, en hún
verður kynnt á fundi stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar þingsins
í dag og að líkindum gerð opinber
að því loknu.
Ljóst er þó að stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd hefur ekki haldið
trúnað um skýrsluna, því þegar
í gær tók að kvisast út um efni
hennar, en a.m.k. þrír fjölmiðlar,
Ríkisútvarpið, Vísir og Kjarninn,
hafa greint frá hinu helsta í
skýrslunni og höfðu hana undir
höndum í gær.
Morgunblaðið óskaði eftir því
við Þórunni Sveinbjarnardóttur,
formann stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar, að fá afrit af
skýrslunni, þar sem trúnaði á
henni hefði ljóslega verið aflétt,
en þeirri málaleitan var hafnað.
Af frásögnum annarra fjölmiðla
að dæma er skýrslan ekki sá áfell-
isdómur sem margir höfðu vænst.
Þar eru „fjölþættir annmarkar“
á undirbúningi og framkvæmd
sölunnar nefndir og sagt að bæði
Bankasýslan, fjármálaráðuneytið
og þingnefndir, sem um málið hafi
fjallað, hafi vanmetið orðspors-
áhættu við sölu opinberra eigna í
aðdraganda hennar.
Þá hafi ýmissi upplýsingagjöf
verið ábótavant, sem til dæmis
hafi valdið mismunandi skilningi
á því hverjir væru hæfir fjárfest-
ar í útboðinu.
Ríkisendurskoðun dregur þó
ekki í efa að fjárhagslegur af-
rakstur söluferlisins hafi reynst
ríkissjóði hagfelldur, þó sé ekki
hægt að fullyrða að salan hafi
verið ríkissjóði eins hagkvæm og
mögulegt var. andres@mbl.is
lEfni skýrslunnar tekið að kvisast út
Bankasöluskýrsla
kemur fram í dag
Morgunblaðið/Eggert
Íslandsbanki Skýrslu um söluna
hefur verið vænst síðan í júní.
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Morgunblaðið/Eggert
Strand Kjarasamningar sjómanna og skipstjóra hafa verið lausir í þrjú ár.
Ekki sést í land
hjá sjómönnum
lSamningar sjómanna lausir í þrjú ár
„Það er í sjálfu sér áhyggjuefni að
okkur takist ekki að ná saman um
nýjan kjarasamning þrátt fyrir að
væntingar hafi staðið til þess að
það tækist áður en fyrri samningur
liði undir lok,“ segir Heiðrún Lind
Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Samningar sjómanna og skipstjóra
hafa verið lausir í þrjú ár í desem-
ber og ekki sést enn í land.
Samninganefnd kemur saman hjá
ríkissáttasemjara í dag. Heiðrún
segist ekki bjartsýn á að einhver
niðurstaða fáist en vonast til þess
að ná að þoka samtalinu áfram er
varðar breytt landslag.
„Sjávarútvegurinn stendur á
ákveðnum tímamótum. Tækninni
fleygir fram og orkuskipti eru
fram undan. Skipin munu breytast
og við erum aðeins að reyna að
máta okkur inn í veruleika sem
við þekkjum ekki í dag, þannig að
kjarasamningar muni taka tillit til
þeirra breytinga sem við væntum
að verði,“ segir Heiðrún. Málið
strandar einkum á kröfu sjómanna
um 3,5% viðbótarframlag í lífeyris-
sjóð auk nokkurra fleiri veigaminni
krafna að sögn Valmundar Val-
mundssonar, formanns Sjómanna-
sambands Íslands.
„Við erum búin að ítreka áherslur
okkar og það tilboð sem við lögðum
fram í maí stendur ennþá. Við ítrek-
uðum það fyrir hálfum mánuði á
fundi ríkissáttasemjara og búumst
við að fá svör við því á morgun,“
segir Valmundur. Hann segist ekki
útiloka verkföll. „Það er allt í boði ef
það nást ekki samningar. Þá verður
að gera eitthvað.“
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir
Valmundur
Valmundsson