Morgunblaðið - 14.11.2022, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
Innlent4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
f KANARÍ
6.DESEMBER Í 13NÆTUR
fyr
irv
ar
a.
Sól fyrir jól
595 1000 www.heimsferdir.is
153.250
Flug & hótel frá
13 nætur
Ætla má að meðlimir alþjóðlega
vélhjólaklúbbsins Vítisengla og
annarra vélhjólaklúbba sem þeim
tengjast komi hingað til lands til þess
að efla tengsl við aðila sem stunda
skipulagða brotastarfsemi hér á landi.
Þetta segir Runólfur Þórhallsson, að-
stoðarlögregluþjónn hjá greiningar-
deild ríkislögreglustjóra. 25 meðlim-
um Vítisengla og undirklúbba þess
var vísað úr landi á föstudagskvöld,
á grundvelli ákvæða útlendingalaga
sem heimila brottvísun einstaklinga
sem talin er stafa hætta af. Komu þeir
hingað frá Þýskalandi og Svíþjóð og
hugðust sækja samkvæmi. Lögregla
þurfti síðast að vísameðlimum alþjóð-
lega vélhjólaklúbbsins Bandidos úr
landi í september 2021. Spurður hvort
meðlimir þessara klúbba séu almennt
klæddir einkennisfatnaði þegar komið
er í flugstöðina segir hann: „Bæði og.
Síðastliðin ár hefur verið sjaldgæfara
að þeir mæti í fullum skrúða í flug-
stöðina en það er ekki alveg útilokað
að þeir geri það.
Fleiri gangi í brotasamtök
Undanfarin 10 til 15 ár hefur þetta
komið upp og Hæstiréttur hefur úr-
skurðað þetta verklag lögmætt,“ segir
Runólfur. Greiningardeild ríkislög-
reglustjóra hafi bent á það árið 2017
að hún sæi aukin umsvif glæpahópa
hér á landi og aftur árið 2021 í árs-
skýrslu sinni. Þá er talið að meðlim-
um samtaka sem stunda skipulagða
brotastarfsemi sé að fjölga. Undir
skipulagða brotastarfsemi falla
fíkniefnabrot, mansal, tölvu- og net-
glæpir og peningaþvætti svo fátt eitt
sé nefnt.
„Þetta er meiri fjöldi en venjulega
hefur verið,“ segir Ásmundur Rúnar
Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn
á löggæslusviði lögreglustjórans á
Suðurnesjum. Lögregla hafi átt von
á meðlimum Vítisengla til landsins á
föstudaginn var. Voru nokkrir hand-
teknir á Reykjanesbraut og naut lög-
regla aðstoðar ríkislöreglustjóra og
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
við þær aðgerðir. „Þetta uppgötvaðist
í tæka tíð og þar af leiðandi gátum
við gripið til ráðstafana. Veittu með-
limirnir lögreglu engamótspyrnu við
handtöku.
Þeir komu hingað á eigin forsendum
svo við höfum ekki upplýsingar um
hverjir buðu þeim,“ segir Ásmundur
aðspurður hvort lögregla hafi vit-
neskju um slíkt.
„En það fyrirfinnast vélhjólaklúbb-
ar hér á landi eins og hefur komið
fram í skýrslum greiningardeildar-
innar.“
l25 meðlimumVítisengla og undirklúbba þess vísað úr landilSjaldan í einkennisbúningilLögregla
varað við auknum umsvifum glæpahópa undanfarin árlEkki ljóst hverjir hafi boðið í samkvæmið
Vítisenglar koma til að efla tengslin
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Leifsstöð Nokkrum meðlimum Vítisengla og undirklúbba þess var vísað
úr landi á föstudaginn. Talið er að tilgangurinn hafi verið að efla tengsl.
Miðstjórn Framsóknarflokksins hélt
haustfund sinn í gær, en á fundin-
um kom fram víðtæk ánægja með
árangur flokksins í síðustu kosn-
ingum, bæði til Alþingis og sveit-
arstjórna. Sá árangur sýndi svo
ekki yrði um villst að flokkurinn og
stefnumál hans ættu ríka samleið
með kjósendum.
Ekki síður var lýst ánægju með
hvernig úr hefði spilast í farsælu rík-
isstjórnarsamstarfi, þar sem áherslur
flokksins hefðu fengið góðan hljóm-
grunn og brautargengi á ótal sviðum.
Í ályktunmiðstjórnar Framsóknar-
flokksins var innrás Rússlands í
Úkraínu sérstaklega og harðlega
fordæmd, áður en vikið var að öðrum
stefnuatriðum; hún væri bæði ólögleg
og óréttlætanleg. Miðstjórn áréttaði
og „mikilvægi þess að Ísland ásamt
bandalagsþjóðum sínum haldi áfram
að styðja af fullum krafti við frjálsa
og fullvalda Úkraínu og íbúa hennar“.
Þá voru í ályktuninni dregin fram
ýmis áherslumál Framsóknar, sem
hlotið hefðu framgang í stjórnarsam-
starfinu. Þar voru sérstaklega nefnd
hækkun endurgreiðslna vegna kvik-
myndagerðar, bygging þjóðarhallar,
farsældarlög og barnaverndarlög,
átak í fjölgun íbúða, Sundabraut,
loftbrú í innanlandsflugi, áhersla á
fæðuöryggi, lýðheilsu og jafnara að-
gengi að heilbrigðisþjónustu.
Minnt var á mikilvægi loftslags-
skuldbindinga og endurnýjanlegrar
grænnar orku, græna uppbyggingu
og innviðafjárfestingar til orkuskipta.
Miðstjórnin vill kanna betur fram-
leiðslu og útflutning á rafeldsneyti,
en leggst alfarið gegn raforkuút-
flutningi um sæstreng. Þá vildi hún
breyta fiskveiðistjórnarkerfinu og fá
þjóðareign auðlinda í stjórnarskrá og
eins koma á sátt um að stærri hluti
af „ofurhagnaði einstakra fyrirtækja“
rynni til þjóðarinnar, án þess að það
væri skýrt nánar við hvaða fyrirtæki
væri átt.
lVilja breytta fiskveiðistjórn og stærri skerf af „ofurhagnaði“
Miðstjórn Framsóknar
ánægð með sitt fólk
Framsókn Sigurður Ingi Jóhanns-
son ávarpar miðstjórn flokks síns.
Nýjar öryggismerkingar teknar í notkun við Reynisfjöru
Nýjar
merkingar
sjást illa
Nýjum merkingum var komið
fyrir í Reynisfjöru um helgina.
Óskar Magnússon, einn af
eigendum Kersins í Grímsnesi,
heimsótti Reynisfjöru á laugar-
dag og tók myndir af aðstæðum.
„Þetta er bara ekki í lagi,“ segir
Óskar. Lítið letur er notað á nýja
skiltinu, en á því er líka ljósakerfi
sem táknar hættuna hverju sinni.
Á laugardag var miðlungshætta
og ljósið gult. Óskar segir ljósið
ekki hafa sést almennilega því
svo bjart var úti. Enn fremur hafi
staðið að ekki mætti fara yfir gula
línu í fjörunni á þeim tímapunkti.
Það fyrirfannst þó engin gul lína
á laugardag.
„Þetta snýst ekki bara um
öryggismál og merkingar. Þetta
er svo subbulegt og ömurlegt og
lítil von að nokkur maður beri
virðingu fyrir því sem þarna er
að gerast. Það verður að merkja
þetta með afgerandi og form-
legum hætti svo fólk taki mark
á þessu,“ segir Óskar en á eldri
skiltum er fjöldi límmiða sem
ferðamenn hafa límt á þau í gegn-
um tíðina. sonja@mbl.is
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson