Morgunblaðið - 14.11.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.11.2022, Qupperneq 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022 STAKSTEINAR Naumt og villandi hlutleysi Rúv. Stjórnmálamenn hafa stundum á orði að það sé nauðsynlegt að ríkisvaldið haldi úti ákaflega kostnaðarsömum fjölmiðli til þess m.a. að tryggja fjölbreyttan og hlutlausan frétta- flutning í landinu. Það er nú samt eins og það er. Áfjölmennum landsamráðs- fundi um aðgerðir gegn ofbeldi í liðinni viku, þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra var meðal annarra í pallborðsumræðu, reyndu 5-6 aðgerðasinnar gegn brottvísun- um hælisleitenda að hleypa upp fundinum með því að strengja borða fyrir sviðið og halda uppi háreysti með gjallarhornum. Dregið var fram í frétt Rúv. að Katrín hefði brugðist stutt- lega við, en síðan sýnt þar sem hún gekk úr salnum af miðjum fundi og sagt að hún hefði þurft frá að hverfa, rétt eins og hún hefði bugast undir mótmælunum. Þeir sem voru á fundinum vissu vel að Katrín var tímabund- in og það var kynnt í upphafi pallborðsumræðnanna. Samt greindi Hafdís Helga Helgadóttir fréttamaður Rúv. svo naumlega frá brottför forsætisráðherra, að það var beinlínis villandi. Þetta er ekki einsdæmi. Örn Arnarson fjölmiðlarýnir Við- skiptablaðsins benti á það í fyrri viku að í fréttum af Alþingi hefði verið sagt að þingmenn allra flokka nema Miðflokksins hefðu lýst yfir stuðningi við konur í Íran. Í það lásu flestir áhorfendur eitthvað, af því að þeir vissu ekki – öfugt við fréttamann Rúv. – að báðir þingmenn flokksins lágu heima í umgangspest. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar Veislutertur fyrir öll tilefni Ríkið selur fimm hús á gjafvirði lFimm byggingar til sölu á Staðarfelli í BúðardallHýstu áður starfsemi SÁÁ Ríkiseignir hafa auglýst til sölu fimm byggingar á Staðarfelli 2 í Búðardal. Ásett verð fyrir allar byggingarnar er 60 milljónir króna en húsin eru samtals 1.293 fermetr- ar að stærð, þar af skólabygging frá 1912 sem telur 751 fermetra og tvö íbúðarhús frá 1969 og 1971 sem telja 291 fermetra og 135 fermetra. Staðarfell á sér langa sögu og var áður höfðingjasetur og stórbýli, en býlisins var fyrst getið í Landnámu. Hallgerður langbrók er frægust fyrri ábúenda, en hún bjó þar sín fyrstu búskaparár. Árið 1927 stofnaði Sigurborg Kristjánsdóttir einkaskóla þar og hélt húsmæðra- námskeið í sex ár. Síðar var þar stofnaður Kvennaskóli Herdísar og Ingileifar, sem í daglegu tali var kallaður Húsmæðraskólinn á Staðarfelli. Frá 1980 var endur- hæfingarstöð SÁÁ á Staðarfelli en látið var af starfseminni fyrir nokkru. Eignin þarfnast töluverðra endurbóta að því er fram kemur í auglýsingu Ríkiskaupa. Erfitt er að finna jafn stóra eign fyrir sömu upphæð annars staðar á landinu. Í Garðabæ er íbúð sem telur 69 fermetra til sölu á 59,9 milljónir króna og í Hafnarfirði er til sölu 69 fermetra íbúð á 59,5 milljónir króna. Staðarfell er í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Búðardal og í um 2,5 klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Ljósmynd/Ríkiskaup Staðarfell Fimm byggingar eru til sölu á 60 milljónir króna. Ellefu vildarbörn fengu ferðastyrk Ellefu börnum og fjölskyldum þeirra, samtals sextíu manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair í gær. Þetta var í 34. sinn sem úthlutað var úr sjóðnum, og hafa alls 717 fjölskyldur notið stuðnings úr sjóðnum frá því að hann var stofnaður fyrir 19 árum. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum eða börnum sem búa við erfið skilyrði og fjölskyld- um þeirra tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á. Fengu börnin einnig bíómiða frá Sambíóunum. Í fréttatilkynningu frá Icelanda- ir segir að starfsemi Vildarbarna Icelandair byggist á hugmyndum og starfi Peggy Helgason, eiginkonu Sigurðar Helgasonar sem lengi var forstjóri Flugleiða og stjórnarformað- ur Icelandair Group, en Peggy hefur um árabil unnið sem sjálfboðaliði á barnadeildum sjúkrahúsa í Reykja- vík og stutt fjölskyldur fjölda veikra barna með ýmsum hætti. Hún situr í stjórn Vildarbarna Icelandair og er Sigurður formaður stjórnarinnar. Vigdís Finnbogadóttir er verndari sjóðsins. Ljósmynd/Icelandair Vildarbörn Hér sjást styrkþegar ásamt stjórnendum Vildarbarna við úthlutunina í gærmorgun, en sjóðurinn hefur nú starfað í 19 ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.