Morgunblaðið - 14.11.2022, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022
✝
Kristmann
Jónsson fædd-
ist á Hjaltastað í
Hjaltastaðaþinghá
14. maí 1929. Hann
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Dyngju á Egils-
stöðum 4. nóv-
ember 2022.
Foreldrar hans
voru Jón Ísleifsson,
f. 7.7. 1893, d.
23.11. 1964, og Guðný Þórólfs-
dóttir, f. 26.7. 1889, d. 3.4. 1979.
Systkini hans eru Þórólfur, f.
1914, d. 2004, Guðgeir, f. 1923,
d. 2009, Lukka, f. 1924, d. 2005,
Snorri, f. 1926, d. 2012, Egill, f.
1927, d. 2015, og Sæbjörg, f.
1932.
Hinn 1. janúar 1952 giftist
hann Sigurlaugu Stefánsdóttur
frá Ártúni í Hjaltastaðaþinghá,
f. 13.7. 1930, d. 23.5. 2018. Börn
f. 1964, maki Finnbogi Rögn-
valdsson, börn þeirra eru: Ída
og Rögnvaldur. 8) Guttormur
Bergmann, f. 1967, maki Ingi-
björg Sóley Guðmundsdóttir,
börn þeirra eru: Guðmundur
Andri, Jón Otti, Guðný Sól,
Fjalar Tandri og Alexandra
Björt. Einnig ólst upp hjá þeim
barnabarnið Viðar Jónsson.
Langafabörnin eru 28 og
langalangafabörnin þrjú.
Kristmann ólst upp í Grænu-
hlíð ásamt foreldrum sínum og
systkinum. Hann gekk í far-
skóla á ýmsum bæjum í Hjalta-
staðaþinghá. Haustið 1946 fór
hann í Héraðsskólann á Laug-
arvatni og var þar tvo vetur.
Árið 1952 hófu þau hjónin bú-
skap í Grænuhlíð en þar starf-
aði hann einnig við bygging-
arvinnu. Árið 1971 fluttu þau í
Eiða þar sem Kristmann starf-
aði sem bóndi og bílstjóri. Árið
1997 fluttu Kristmann og Sig-
urlaug til Egilsstaða. Síðustu
árin dvaldi hann á Hjúkrunar-
heimilinu Dyngju.
Útför Kristmanns fer fram
frá Egilsstaðakirkju í dag, 14.
nóvember 2022, kl. 14.
þeirra eru: 1)
Pálmi, f. 1952,
maki Þuríður Ing-
ólfsdóttir, börn
hans eru: Guðlaug-
ur Jón (fóstur-
sonur), Kristmann
Þór og Guðný
Björk. 2) Stefán, f.
1953, synir hans
eru: Ingi Þór og
Stefán Andri. 3)
Þórný, f. 1954,
börn hennar eru: Sigurlaug
Gréta og Jón Hilmar. 4) Jóna
Hrafnborg, f. 1955, maki Einar
Jónsson, börn hennar eru: Ind-
riði, Ísleifur Egill og Gyða
Dröfn. 5) Jón Þór, f. 1957, maki
Guðný Sigurjónsdóttir, börn
hans eru: Viðar, Kristmann og
Malen Björg. 6) Gróa Ingileif, f.
1958, maki Ármann Halldórs-
son, börn þeirra eru: Nanna,
Halldór og Guðjón. 7) Sæbjörg,
Það var vor þegar ég hitti
verðandi tengdaforeldra mína
fyrst austur á Eiðum fyrir þrjá-
tíu og sex árum. Þeim brá nokk-
uð við að sjá gripinn en jöfnuðu
sig fljótt, létu allavega ekki á
neinu bera!
Kannski finnst manni alltaf að
gamalt fólk hafi fæðst inn í annan
heim en þann sem nú er uppi.
Kristmann Jónsson fæddist árið
1929 og ólst upp við mikla fátækt
á þess tíma mælikvarða. Faðir
hans hafði misst heilsuna í blóma
lífsins og gat illa séð fyrir börn-
um sínum. Þetta mótaði Krist-
mann, hann var næstyngstur og
tók við búinu í Grænuhlíð í Út-
mannasveit þegar þar kom og
vann langan vinnudag. Þegar ég
kom til sögu voru þau Lauga flutt
í Eiðar og hagur þeirra orðinn
góður að efnislegum gæðum.
Kristmann var þá kominn aðeins
yfir miðjan aldur, tæplega sex-
tugur. Mér varð fljótlega ljóst að
þessi grannholda maður, tæplega
meðalmaður á hæð hafði reynt
sitt af hverju, hann var ham-
hleypa til vinnu og gekk eigin-
lega fram af mér stráklingnum,
hljóp við fót og varð oft heitt í
hamsi þegar atið varð sem mest
og mikið lá á að eitthvað yrði
klárað. Og hann kláraði alltaf það
sem þurfti að klára. Ég spurði
hann að því þegar hann var orð-
inn gamall hvort hann hefði
reynt það á eigin skinni að vera
atvinnulaus; nei, sagði hann, það
vildu alltaf einhverjir hafa mig í
vinnu.
Ungur sveinn naut hann þess
að á heimilinu var orgel sem Jón
faðir hans hafði keypt, trúlega
hefur það þó verið meira móð-
urfylgja, tónlistargáfan. Hann
spilaði á harmóniku og naut þess
þegar stritinu sleppti að spila á
nikkuna auk þess að þykja
óskaplega gaman að spila á spil,
fjölskyldan sameinaðist við spila-
borðið öllum stundum.
Á unglingsárunum hljóp hann
af Héraði yfir á Borgarfjörð með
hljóðfærið á bakinu og spilaði á
böllum. Og hann var hestamaður,
það var úr föðurættinni. Jón var
hestamaður. Árið 1956 eignaðist
hann svo rússajeppa. Nýir tímar
gengu í garð og bíllinn og trakt-
orarnir tóku við af hrossunum.
Búið stækkaði og hagurinn
vænkaðist.
Kristmann varð framsóknar-
maður; það voru allir framsókn-
armenn á þessum árum eins og
hann sagði! Seinna ók hann
skólakrökkum í Eiðaskóla og
ferðamönnum um héraðið. Sjálf-
ur var hann í farskóla í fjóra vet-
ur á bæjum í Hjaltastaðaþinghá
en hleypti svo heimdraganum og
fór í Héraðsskólann á Laugar-
vatni eftir stríð. Það varð honum
dýrmætt veganesti og oft bar
skólaárin þar á góma á elliárun-
um.
Það varð gæfa Kristmanns að
eignast sveitunga sinn og ná-
granna Sigurlaugu Stefánsdóttur
að lífsförunaut. Barnalán þeirra
varð meira en flestra og þegar
átta börn voru flogin úr hreiðrinu
varð sonarsonurinn Viðar auga-
steinn afa síns og ömmu og ólst
að mestu upp hjá þeim.
Nú er komið að kveðjustund.
Lengur varð ekki þráast við að
gegna kallinu. Góðar minningar
geyma þeir sem eftir lifa.
Finnbogi
Rögnvaldsson.
Kristmann
Jónsson
✝
Sigurður
Gunnar Jóns-
son fæddist á Má-
naskál 9. febrúar
1934. Hann and-
aðist á heimili sínu
24. október 2022.
Hann ólst þar
upp hjá móður
sinni Margréti Sig-
urðardóttur og
móðurafa Sigurði
Jónssyni bónda
þar. Árið 1958 flutti Sigurður
ásamt móður sinni til Skaga-
strandar og bjó
þar til dauðadags.
Sigurður var smið-
ur og jafnvígur á
tré og járn. Sig-
urður lærði smíðar
hjá Bjarna Run-
ólfssyni í Land-
broti á Suðurlandi.
Hann vann m.a. að
viðgerðum og við-
haldi fyrir bændur
í héraðinu.
Útför fór fram 11. nóvember
2022.
Nú er fallinn frá kær vinur
fjölskyldunnar, elsku Siggi okk-
ar, eða Siggi Möngu eins og
hann var alltaf kallaður. Mikið
sem við eigum góðar og fallegar
minningar um hann. Bjargvætt-
ur, svo sannarlega, þegar á
þurfti að halda, bæði þegar stutt
var að fara en einnig þegar
ferðast þurfti um langan veg.
Það skipti engu máli, hann leit á
okkur sem fjölskyldu sína og
milli okkar var alla tíð kær vin-
átta og gagnkvæm virðing. Oft-
ast var hann að gera við bíla eða
vélar hjá okkur eða að aðstoða
við framkvæmdir á húsakosti.
Það er skemmtilegt að segja
frá því og lýsir Sigga svo vel að
krakkarnir í Hvammi voru aldrei
fyrir honum. Þau fengu að fylgj-
ast með honum vinna og spyrja
óteljandi spurninga um fram-
gang hvers verkefnis. Þolinmæði
hans gagnvart þeim og væntum-
þykja var aðdáunarverð. Minn-
isstæðast er þegar við bjuggum í
Sólvangi og Siggi var að aðstoða
við að setja upp eldhúsinnrétt-
ingu. Þá sat Brynjar, rétt um
þriggja ára eða svo, fyrir ofan
hann á innréttingunni að fylgjast
með því hvað hann væri að
bauka. Stína ætlaði að taka barn-
ið svo Siggi fengi frið en Siggi
vísaði henni á brott, Brynjar
væri sko ekki fyrir – hann væri
bara að fylgjast með. Þarna sást
strax að hann Siggi var svo
sannarlega vinur okkar allra,
enda var alltaf hlaupið niður eft-
ir öllum afleggjaranum frá
Hvammi og tekið á móti Sigga
þegar bíllinn hans sást koma.
Honum var alltaf tekið fagnandi
og ekki var verra að hann kom
alltaf með súkkulaði handa börn-
unum.
Siggi kom oft sérstaklega í
Hvamm til að baða sig. Hann
fékk þá hrein föt og var allur
strokinn og fínn eftir baðferð-
irnar. Við vitum að honum fannst
það notalegt. Eitt sinn tókum við
baðferðina upp á næsta stig og
gengum öll saman upp í hlíðina
fyrir ofan Hvamm þar sem laut
var með lítilli tjörn. Við ætluðum
að skella okkur öll í sund í tjörn-
inni. Hann fór fyrstur ofan í og
kallaði á hópinn að þetta væri
kalt en hressandi og svo svaml-
aði hann um tjörnina líkt og um
sundlaug væri að ræða. Flestir
aðrir létu sér nægja að vaða eða
rétt dýfa sér út í. Siggi var svo
sannarlega naglinn í hópnum
þennan dag og hafði gaman af
því.
Sigga fannst aldrei leiðinlegt
þegar kom að matmálstímum í
Hvammi, þar var líka alltaf vel
borið fram fyrir hrausta karl-
menn og konur, krakka, ná-
granna og dýr. Toppurinn var
þegar kolagrillinu var skellt
saman og grillaðar kótelettur
með öllu tilheyrandi. Þá var sko
veisla.
Þegar við fluttum suður hélt
hann áfram að heimsækja okkur
og leggja fram krafta sína ef á
þyrfti að halda. Hann kom eitt
sinn sérstaklega til þess að fara
með okkur í skemmtiferð til
Þingvalla og eiga góða helgi
saman á Flúðum. Á Þingvöllum
var allt hið helsta skoðað og þá
sérstaklega notið þess að ganga
saman niður Almannagjá, þar
sem saga okkar Íslendinga á
þessum fallega og forna þingstað
var rifjuð upp. Siggi naut sín svo
sannarlega í botn í þessari ferð.
Minningin um góðan mann lif-
ir í hjörtum okkar. Takk elsku
Siggi fyrir alla hjálpina í gegnum
tíðina, vinskapinn og væntum-
þykjuna. Megir þú hvíla í friði.
Þin fjölskylda,
Einar, Þórfríður
Kristín (Stína),
Brynjar, Guðni
og Fjóla.
Sigurður Gunnar
Jónsson
Kveðja frá Kven-
félagasambandi
Gullbringu- og
Kjósarsýslu
Í dag kveðjum við heiðurs-
félaga og fyrrverandi formann
KSGK, Sigríði Finnbjörnsdóttur.
Sigríður tók að sér formennsku
sambandsins árið 2007 til ársins
2013, alls í sex ár. Hún var góður
Sigríður
Finnbjörnsdóttir
✝
Sigríður Finn-
björnsdóttir
fæddist 7. desem-
ber 1954. Hún lést
23. október 2022.
Útför hennar fór
fram 4. nóvember
2022.
félagi og sinnti
starfi sínu af heil-
indum og fag-
mennsku, og var
ráðagóð kona og
alltaf var hægt að
leita til hennar þeg-
ar á þurfti að halda.
Sigríður var kos-
in heiðursfélagi
KSGK á 90 ára af-
mæli sambandsins
árið 2019 og var hún
vel að þeirri nafnbót komin.
Sigríður eða Sigga eins og hún
var alltaf kölluð var kærleiksrík,
jákvæð og skemmtileg kona,
kvenfélagskona með sönnu, og
tók virkan þátt í samræðum og
viðburðum sem KSGK og aðild-
arfélög þess stóðu fyrir. Sigga
var glæsileg og eftirminnileg
kona sem vildi öllum vel.
Minningin um kæra vinkonu
lifir í hjörtum okkar.
Þegar einhver fellur frá
fyllist hjartað tómi
en margur síðan mikið á
í minninganna hljómi.
Á meðan hjörtun mild og góð
minning örmum vefur
þá fær að hljóma lífsins ljóð
og lag sem tilgang hefur.
Ef minning geymir ást og yl
hún yfir sorgum gnæfir
því alltaf verða tónar til
sem tíminn ekki svæfir.
(Kristján Hreinsson)
Hafðu kæra þökk fyrir allt.
Við sendum innilegar samúð-
arkveðjur til fjölskyldu Sigríðar
og aðstandenda.
Með kærleikskveðju,
Ágústa Magnúsdóttir,
formaður KSGK.
Elsku frænka
okkar Ragnheiður
Bjarnadóttir hefur
nú kvatt okkur aðeins 55 ára
gömul. Við frænkurnar í Tungu-
ættinni áttum sömu ömmu og afa,
þau Geirþrúði Geirmundsdóttur
og Guðjón Kristin Guðjónsson,
sem bjuggu í Ytri-Knarrartungu
í Breiðuvík.
Við stofnuðum frænkuklúbb
sem gerði margt skemmtilegt og
bjó til margar dýrmætar og fal-
legar minningar. Við vorum með
frænkukvöld tvisvar til þrisvar á
ári með kökum, kaffi, spjalli og
gleði. Það var mikið hlegið þegar
við lékum og dásömuðum persón-
urnar í ættinni okkar. Einnig
sáum við nokkrum sinnum um
ættarmót Tunguættarinnar og
oftar en ekki var Ragnheiður
frænka aðaldriffjöðrin. Þá sá hún
um alls konar leikþætti og söngva
með börnum okkar og frændfólki
sem hún stjórnaði af mikilli rögg-
semi. Þeir voru oft frumsamdir
og leiknir af fingrum fram.
Hún var einstaklega fær í að
Ragnheiður
Bjarnadóttir
✝
Ragnheiður
Bjarnadóttir
fæddist 14. sept-
ember 1967. Hún
lést 29. október
2022.
Útför Ragnheið-
ar fór fram 9. nóv-
ember 2022.
koma fram í söng og
leik. Hún var gull-
falleg, gædd mikl-
um mannkostum og
hafði bæði skýra og
fallega tal- og söng-
rödd.
Það hefur verið
erfitt að geta ekki
hitt Ragnheiði í
veikindum hennar
og á tímum Covid.
Útför hennar var af-
ar falleg en um leið mjög sorgleg.
Við munum sakna elsku fal-
legu og skemmtilegu frænku
okkar og minnast hennar þegar
við komum saman í frænku-
klúbbnum góða.
Við vottum fjölskyldu hennar
og öðrum ástvinum okkar dýpstu
samúð.
Guð geymi yndislegu Ragn-
heiði.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson)
F.h. frænkuklúbbsins,
Ragnheiður S.
Helgadóttir.
Elsku stúlku-
barnið mitt, „Astin-
ína“ eins og þú svaraðir, þá ung
að árum er þú varst spurð að
nafni.
Stelpuskottan mín.
Það að fá þær fréttir að þú
værir alvarlega veik og síðan
numin á brott frá okkur er erfitt
að sætta sig við.
Hver er tilgangurinn að kalla
burt konu í blóma lífsins frá eig-
inmanni og börnum?
Anna Kristín
Magnúsdóttir
✝
Anna Kristín
Magnúsdóttir
fæddist 14. ágúst
1972. Hún lést 4.
október 2022.
Útför fór fram í
Danmörku 14. októ-
ber 2022. Minning-
arathöfn var haldin
27. október 2022.
Það er mjög erfitt
að koma orðum á
blað um barnið sitt,
slíkt ætti ekki að
gerast, en við fáum
víst litlu ráðið um
það.
Minningar
hrannast upp, eins
og þegar skólanum
á Patró var slitið að
vori og þið vinkon-
urnar genguð glað-
ar út í vorið, þá sagðist þú hlakka
til að byrja aftur í skóla, varst
strax farin að sakna þess að læra.
Vinkonur þínar skildu þig ekki,
voru fegnar að skólanum var lok-
ið, þetta voru barnaskólaárin.
Þú varst sjálfstæð, dugleg og
skipulögð í öllu sem þú gerðir,
hafðir sterkar skoðanir þegar
rætt var um ákveðna hluti og
mál.
Elskaðir tónlist, mikill mann-
og dýravinur.
Oft var sungið og lesið fyrir
þig er þú varst háttuð upp í rúm.
Elsku hjartans Anna Stína,
ástin mín og okkar allra, takk fyr-
ir að vera stúlkubarnið mitt.
Ég varð og er ríkur að hafa átt
þig.
Elsku Smári, Freyja, Goði,
Magni, ástvinir og frændfólk,
megi minning Önnu Stínu lifa.
Dáðrík gæðakona í dagsins stóru
önnum,
dýrust var þín gleði í fórn og móðurást.
Þú varst ein af ættjarðar óskadætrum
sönnum,
er aldrei köllun sinni í lífi og starfi
brást.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta
sinni hér,
og hlýhug allra vannstu er fengu
að kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í
vinahjörtum,
á brautir okkar stráðir þú,yl og
geislum björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Pabbi.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar