Morgunblaðið - 14.11.2022, Qupperneq 20
✝
Sigurbjörg Vil-
hjálmsdóttir
fæddist á Búðum á
Fáskrúðsfirði 29.
janúar 1928. Hún
lést á Vífilsstöðum
Garðabæ 29. októ-
ber 2022.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Vil-
hjálmur Valdimar
Björnsson, f. 27.
desember 1899, d.
3. júní 1967, og Helga Kristrún
Guðmundsdóttir, f. 5 ágúst
1896, d. 2. nóvember 1979.
Systkini hennar eru Haukur, f.
1926, látinn, Stefán, f. 1931, lát-
inn, Guðmundur, f. 1933, og
Gréta Auðbjörg, f. 1937.
Sigurbjörg giftist Gunnari
Bjarna Hákonarsyni 22. júní
1957. Foreldrar hans voru Há-
kon Jón Jónsson og Ingibjörn
Bjarnadóttir frá Dýrafirði. Börn
Sigurbjargar og Gunnars eru: 1)
Hákon, f. 21. janúar 1958, raf-
virkjameistari, maki Guðný
Helgadóttir, f. 16. febrúar, 1961
sölumaður. Börn þeirra eru
Gunnar Bjarni, f. 16. september
1981, sambýliskona Ásdís Reyn-
isdóttir, og Sigurbjörg Karen, f.
12. október 1990, sambýlis-
maður Rúnar Gestsson, börn
þeirra Gunnar Leó, Embla
Guðný og Hákon Þór. 2) Vil-
hjálmur, f. 27. september 1959,
d. 26. júní 1962. 3) Helga, f. 19.
október 1960,
innanhússarkitekt.
4) Guðrún, f. 4. júlí
1963, leikskóla-
kennari, maki Unn-
ar Reynisson, f. 30.
desember 1959,
rafeindavirki. Börn
þeirra eru Helga
Kristrún, f. 27.
október 1987, maki
Jónína Sigríður
Grímsdóttir, barn
þeirra Björgvin Unnar. Sara
Rut, f. 6. ferbrúar 1990, sam-
býlismaður Ágúst Guðnason,
börn Björk Sigríður Garð-
arsdóttir og Daníel Helgi Garð-
arsson. Gréta Björg, f. 21. febr-
úar 1994, sambýlismaður Ómar
Svan Ómarsson. 5) Hrefna, f. 10.
september 1965, leikskólakenn-
ari.
Sigurbjörg lauk gagnfræða-
prófi frá Ingimarsskólanum í
Reykjavík vorið 1946. Hún flutt-
ist til Reykjavíkur haustið 1946
gegndi ýmsum skrifstofustörf-
um fram til 1957. Árið 1970 hóf
hún svo störf hjá versluninni
KRON við Hlíðarveg og vann
þar til 1976 er hún hóf störf hjá
Ísarn hf. og vann þar fram í maí
1996.
Útför Sigurbjargar fer fram
frá Kópavogskirkju í dag, 14.
nóvember 2022, og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Elsku amma. Þú varst besta
amma sem hægt var að hugsa
sér. Eins og stóð á kaffibollanum
sem ég gaf þér og þú drakkst allt-
af úr; „besta amma í heimi“,
hverju orði sannara. Þú tókst
alltaf svo vel á móti manni. Ég á
margar góðar minningar frá
Digranesveginum með þér og afa
þar sem ég var svo oft. Við spil-
uðum, tíndum rifsber í garðinum,
tókum upp kartöflur, fægðum
silfrið fyrir jólin og svo margt
fleira. Þegar ég lít til baka snýst
þetta ekki allt um hvað er gert
heldur að njóta samverunnar og
það gerðum við.
Eftir að afi dó áttum við góðan
tíma saman sem mér þykir afar
vænt um.
Ég er svo þakklát fyrir það að
Björk og Daníel hafi fengið að
kynnast þér og þau sakna þín
mikið.
Elsku amma, núna ertu komin
til afa sem hefur tekið vel á móti
þér. Ég mun sakna þín en ætla að
leyfa mér að njóta minninganna
sem við áttum saman.
Sara Rut.
Sigurbjörg
Vilhjálmsdóttir
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022
Á kyrru kvöldi,
eins og þau gerast
fallegust á Vest-
fjörðum, þar sem
ljósin í bænum spegluðust í haf-
inu að kvöldi 26. október, lauk
Magnús Kr. Guðmundsson
tengdafaðir minn ævidegi sínum
á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
á Patreksfirði.
Í gegnum hugann þjóta minn-
ingar um þennan einstaka mann
en fáein orð á blaði fanga engan
veginn lífshlaup hans né afrek.
En hvað dettur mér fyrst í
hug?
Vinna göfgar manninn og
Tálknafjörður besti staður á
landinu. Sívinnandi einstaklingur
sem elskaði æskuslóðirnar sínar,
kom ótrúlegustu hlutum í verk
og frí ekki til í orðabókinni hans.
Það má segja að Tálknfirðing-
ar hafi notið framsýni hans og
dugnaðar.
Aflasæll skipstjóri til fimmtíu
ára, atvinnurekandi og frum-
kvöðull í sjávarútvegi.
Hann var af þeirri kynslóð þar
sem konur voru verkstjórar
heimilisins og karlmenn útivinn-
andi fyrirvinnur. Breyttir tímar
hafa kallað fram breytt viðhorf
hvað þetta varðar en það breytti
ekki viðhorfi Magnúsar.
Skólaganga var ekki hans te-
bolli, hann lá ekki á þeirri skoðun
sinni að vinna og reynsla af henni
væri hinn eini sanni skóli lífsins.
Honum varð gjarnan að orði að
allt of fáar hendur væru í dag til
að vinna í undirstöðunni og allt of
margir einstaklingar á skóla-
bekk. Hann mátti þó kyngja því
að verða að fara í Stýrimanna-
skólann og sækja sér réttindi
sem skipstjóri. Magnús fór til
Reykjavíkur með fjölskylduna,
konu og sjö börn, leigði húsnæði,
settist á skólabekk og kláraði
námið með sóma eins og allt ann-
Magnús Kr.
Guðmundsson
✝
Magnús Kr.
Guðmundsson
fæddist 16. mars
1930. Hann lést 26.
október 2022.
Útför hans fór
fram 5. nóvember
2022.
að sem hann tók sér
fyrir hendur.
Ég held að
tengdaföður mínum
sé best líkt sem
kletti við sjávarsíð-
una, óhagganlegur
og alltaf til staðar.
Rétt eins og
klettur stóð hann af
sér storm og ágjöf,
tókst á við verkefni
sín af æðruleysi, lét
ekki aðra hafa áhrif á verk sín og
skoðanir. Hann var sterkur per-
sónuleiki, hafði mjög ákveðnar
skoðanir og fylgdi hugsjónum
sínum eftir sama hvað.
Hann og eiginkona hans Sig-
ríður Jóna Sigurðardóttir, ástin í
lífi hans, eignuðust saman átta
börn, fimm stúlkur og þrjá
drengi, þau bjuggu þeim fallegt
heimili þar sem öryggi og reglu-
semi var í fyrirrúmi. Afkomend-
ur þeirra í dag eru 90 talsins,
börn, barnabörn og barnabarna-
börn.
Það besta í lífi hverrar fjöl-
skyldu er barnalán, það hlotnað-
ist þeim svo sannarlega, allt dug-
miklir vel gerðir einstaklingar til
hugar og handa og hafa erft gen
foreldranna sem voru þeim mikl-
ar og sterkar fyrirmyndir.
Einhverjum varð að orði:
„Þegar maður kemur til Tálkna-
fjarðar þá er það jafnvíst að
Magnús í Tungu er í appelsínu-
gulum gúmmíbuxunum inn með
firði að stússa í silungseldinu rétt
eins og Tungufellið stendur fyrir
ofan bæinn.“
Þeir sem til þekkja vita að í
þessum orðum felst sannleikur.
Þegar árin líða sverfur að og
þegar á leið gaf líkami Magnúsar
eftir, enda vinnuævi hans orðin
löng og ströng en hugurinn skýr
fram á síðustu stundu.
Það er ákveðin fegurð falin í
því að kveðja lífið eftir að hafa
átt viðburðaríka og farsæla ævi,
komið afkomendum sínum upp
með stolti og lagt til samfélags-
ins.
Ég kveð þig, kæri tengdafaðir
minn, ég mun minnast þín með
virðingu og þökk.
Ingibjörg Inga.
Þó að leiðin virðist
vönd
vertu aldrei hryggur;
það er eins og hulin hönd
hjálpi er mest á liggur.
(Jón S. Bergmann)
Munda átti einu sinni sem oft-
ar leið um Miðfjörð, í þetta skipti
á covid-tímum, á leið sinni úr
sælunni á Norðurlandi þar sem
hún dvaldi oft hjá fjölskyldu
sinni. Hún ákvað að stoppa frek-
ar úti í náttúrunni í stað þess að
stoppa á mannmörgum stað í
þjóðvegasjoppu. Þar var minnis-
varði um Jón S. Bergmann skáld
og á hann letraðar nokkrar vísur
eftir hann. Þær hittu Mundu
beint í hjartastað og gáfu henni
styrk í baráttunni. Það var oft
eins og hulin hönd hjálpaði
Mundu þegar mest á lá í lífi
hennar. Hún líkti baráttu sinni
við krabbameinið við fjallgöngu
enda vön útivist og naut sín hvað
best á skíðum hér heima og er-
lendis og eins í gönguferðum í
stærri eða smærri hópum og oft
ein á ferð. Hún sótti kraft í nátt-
úruna og hreyfinguna.
Munda var mögnuð kona,
sterkleg, kraftmikil, rauðhærð
og fylgin sér, það gustaði oft af
henni. Hún hafði skoðanir á
flestu, yfirsýn og yfirgripsmikla
þekkingu sem nýttust vel í störf-
um hennar sem sjúkraþjálfari á
stofu og hjá ÍSÍ, SKÍ og BLÍ.
Reynsla hennar og innsæi nýttist
mörgum sem og henni sjálfri.
Hún var næm á fólk og aðstæður
og margur á henni ýmislegt að
þakka hvað varðar m.a. heilsu,
menntun og andlegan og fé-
lagslegan stuðning í lífinu. Hún
ýtti fólki áfram, hvatti sitt fólk til
dáða af ákveðni og festu. Munda
var eftirsóttur félagi og fagmað-
ur í sínu stóra baklandi.
Mundína Ásdís
Kristinsdóttir
✝
Mundína Ásdís
Kristinsdóttir
fæddist 30. nóv-
ember 1972. Hún
lést 31. október
2022.
Útför hennar fór
fram 7. nóvember
2022.
Leiðir okkar
Mundu lágu saman í
um 25 ár. Fyrstu
kynni urðu á
Reykjalundi, þar
sem við störfuðum
saman í um 10 ár.
Hún lét fljótt að sér
kveða á Lundinum.
Var snögg að átta
sig á hlutum, ávann
sér virðingu og efldi
sitt tengslanet á öll-
um vígstöðvum vinnustaðarins
og víðar. Var ein af þremur svo-
kölluðum Rassblómum sem skip-
uðu undirbúningsnefnd fyrir
haustgöngur sem hafa staðið yfir
í hartnær 20 ár. Munda fór í þær
allar, þá síðustu í byrjun sept-
ember 2019 á Ströndum norður.
Hún ætlaði að taka á móti hópn-
um um miðjan ágúst sl. á Kleif-
umí Ólafsfirði, ættaróðali fjöl-
skyldu sinnar, en heilsan leyfði
það ekki. Tilfinningaþrungin
ganga fyrir mörg okkar, ekki síst
þegar við komum niður úr Rauð-
skörðum og þaðan niður að Kleif-
um.
Það var svo magnað hvað
henni entist þrekið eftir tæpa
þriggja ára krefjandi lyfjameð-
ferð eftir að krabbinn tók sig upp
aftur í nóvember 2019. Baráttu-
gleðin, húmorinn og þrautseigjan
verða í minnum höfð. Hún naut
sín vel í Ljósinu þar sem hún
eignaðist góða vini. „Lífið er
núna“ var mantran hennar.
Munda mætti örlögum sínum
af auðmýkt og æðruleysi. Blak-
félagar minntust hennar sl. mið-
vikudag með einnar mínútu þögn
í upphafi leiks Aftureldingar og
KA, liðanna hennar Mundu.
Stund sem gleymist seint.
Ég votta fjölskyldu Mundu
innilega samúð, missir ykkar er
mikill. Sömuleiðis Herdísi bestu
vinkonu Mundu, sem stóð þétt
við bakið á henni. Okkar kona
verður væntanlega fljót að koma
sér upp tengslaneti, skíða- og
fjallgönguhópi, prjónaklúbbi, já
og blakneti – jafnvel silunganeti
– í Sumarlandinu ef ég þekki
hana rétt.
Kristín B.
Reynisdóttir.
Fallinn er nú frá
vinnufélagi okkar
og vinur Sigur-
steinn Jósefsson.
Við minnumst Sig-
ursteins eða Steina okkar með
sorg í hjarta en þó einnig með
mikilli gleði því stundirnar sem
við áttum með honum í og utan
vinnu voru undantekningalaust
Sigursteinn
Jósefsson
✝
Sigursteinn
Jósefsson
fæddist 11. apríl
1946. Hann lést 30.
september 2022.
Útförin fór fram
12. október 2022.
skemmtilegar. Sig-
ursteinn hafði
þjónustulund sem
er sjaldséð í versl-
unarbransanum
þessa dagana. Ef
menn voru í ein-
hverjum vandræð-
um eða í skítamixi
eins og oft kom
fyrir, þá var Steini
oftast með ein-
hverja lausn í
huga. Ef hann gat ekki reddað
málunum á staðnum þá var
hann ekki lengi að hringja út
um allan bæ og jafnvel allt land
til að leita lausna á vanda-
málinu. Sigursteinn virtist
þekkja alla sem komu inn í búð-
ina og ef hann þekkti þá ekki,
þá þekkti hann þá allavega eftir
afgreiðsluna því hann spurði
menn oftast spjörunum úr og
leitaði sameiginlegra tenginga
sem hann fann oftast. Mikið var
líka spurt um hann af viðskipta-
vinum sem vildu gramsa í hans
fróðleiksbrunni, fá góðar sögur
eða bara láta skamma sig. Sig-
ursteinn gat nefnilega verið
hvass ef honum fannst lausn
vandamálsins liggja í augum
uppi og gat sagt: „Notaðu höf-
uðið drengur.“ Aldrei var það
þó illa meint og oftast fylgdi á
eftir: „Ekki láta mig skamma
þig.“ Oftast enduðu þessar af-
greiðslur í hlátrasköllum og
menn komu fljótt aftur til að
láta Steina skamma sig.
Sigursteinn var alltaf góður
við nýja starfsmenn og leið-
beindi þeim með mikilli þolin-
mæði og jós yfir þá úr sínum
viskubrunni eins og hann gat.
Hann stóð líka þétt við bakið á
þeim þegar þeir áttu í einhverj-
um vandræðum í afgreiðslunni
og róaði óþolinmóða viðskipta-
vini með því að minna þá á að
þeir hefðu nú einu sinni verið
byrjendur líka. Eitt sinn kom
hann að einum sem hafði nýver-
ið hafið störf hjá Barka og leið-
beindi honum við eitthvert
verkið. Þegar sá nýi var kom-
inn á rétta braut sagði Sig-
ursteinn: „Þú ert góður dreng-
ur.“ Sá nýi varð heldur uppi
með sér við þessi orð en þá
bætti Steini við: „En það eru
margir betri en þú.“ Steina var
annt um okkur sem með honum
unnum. Eftir að hann hætti lét
hann sig aldrei vanta í fimmtu-
dagskaffi þar sem hann hitti
gömlu félagana hvort sem það
voru fyrrverandi starfsmenn
eða viðskiptavinir. Þess á milli
hringdi hann oft til að athuga
hvernig gengi með hitt og þetta
bara til þess að spjalla. Hann
var alltaf með skemmtilegar
sögur um hinn og þennan og ef
maður þekkti ekki viðkomandi
þá kom oftast: „Jú jú, þú þekkir
hann.“ Í einhverri sögustund-
inni á kaffistofunni hóf Steini
mál sitt á orðunum: „Ef ég dey
…“ Þetta þótti okkur vinnu-
félögum hans afar skemmtilegt
og ræddum við oft um þessa
ódauðleikaspá hans og erum
sannfærðari nú en áður um að
hann hafi haft rétt fyrir sér.
Því þó að Steini hafi kvatt okk-
ar jarðlíf þá mun hann lifa með-
al okkar í sögunum, setning-
unum og stundunum sem við
áttum með honum og alltaf er
hlegið og brosað þegar hann
ber á góma.
Við þökkum fyrir þann tíma
sem við þó fengum að njóta
með Sigursteini og sendum fjöl-
skyldu hans og vinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur á
þessum erfiðu tímum.
Með þökk og söknuði,
Fyrir hönd samstarfsfólks í
Barka,
Kristinn
Valdemarsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR SVEINBJARNARDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
29. október. Útförin fer fram frá Fella- og
Hólakirkju miðvikudaginn 16. nóvember
klukkan 13.
Soffía Árnadóttir Sigurður K. Karlsson
Árni Kjartansson
Þór Sigurðsson
María Sigurðardóttir Kjartan Hrafn Kjartansson
Ómar K. Sigurðsson Svanhvít Arnardóttir
barnabarnabörn
STEINAR HALLGRÍMSSON,
Álfhólsvegi 19, Kópavogi,
lést á heimili sínu 5. nóvember síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 22. nóvember kl. 13.00.
Guðbjörg Steinarsdóttir og fjölskylda
Reynir Steinarsson og fjölskylda
Valdís Steinarsdóttir og fjölskylda
og aðrir aðstandendur