Morgunblaðið - 14.11.2022, Page 22

Morgunblaðið - 14.11.2022, Page 22
Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Jafnvægisæfingar: Erum byrjuð að taka við skráningum fyrir næsta námskeið sem hefst 21.11 - skráning í síma 4112701. Byrjum daginn á opnri vinnustofu - 10:30 er það svo Kraftur í KR - 13:00 Félagsvist - hér vantar okkur leikmenn svo endilega komið og prófið félagsvist á mánudögum - 13:15 Skák með leiðbeinanda - opið öllum Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Boccia kl. 10. Heilsuda- gar hefjast - Einfaldur æfingar kl. 11. Handavinna kl. 12.30-16. Félagsvist kl. 12:45. Glervinnustofa kl. 13 - 16. Hádegismatur kl. 11.30- 12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Boðinn Bingó kl. 13:00. Myndlist kl. 13:00. Sundlaugin opin til kl. 16:00. Dalbraut 18-20 Brids kl.13. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9:45-10:00. Ganga kl. 10:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13:00-13:10. Félagsvist kl. 13.Tálgað með Valdóri kl. 12:30-15:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi 10.00 Ganga frá Jónshúsi 11.00 Stólajóga í Kirkjuhv. 12.30-15.40 Bridds-tvímenningur 12.40 Bónusrúta frá Jónsh. 13.00 Gönguhópur frá Smiðju 13.00-16.00 Glernámskeið í Smiðju 13.45-15.15 Kaffiveitingar í Jónsh. 15.00 / 15.40 / 16.20 Vatnsleikf. í Sjálandssk. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhv. Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 15. nóvember verður opið hús fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsíð er kl. 13-15. Margt er til gamans gert: Spilað og sungið. Að opna húsinu loknu er kaffi og meðlæti. Umsjón hefur Kristín Kristjánsdóttir djákni. Kyrrðarstund er kl. 12. Að kyrrðarstund lokinni eru léttar veitingar gegn vægu gjaldi. Hraunsel Billjard kl. 8-16. Myndlistarklúbbur kl. 9:00. Stóla yoga kl. 10. Félagsvist kl. 13:00. Gaflarakórinn: Kl. 11:00. Korpúlfar Borgum Hugleiðsla og létt yoga kl. 8:30. Postulínsmálun kl. 9:00. Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styrkleika- flokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10:00. Harmonikkuball með afa og ömmu kl. 10:00. Dansleikfimi Auðar Hörpu kl. 11:00. Félagsvist í Borgum kl. 12:30. Prjónað til góðs kl.13:00.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13:00. Kóræfing Korpusystkina kl. 16:00. Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofu 09:00-10:00 - Gönguhópur 09:30 - 10:30 - Opin handverksstofa 09:00-12:00 - Leirmótun í smiðju kl: 09:00-13:00 - Bókabíllinn Höfðingingi verður á svæðinu frá kl: 13:10-13:30- Boccia í setustofu kl: 13:15-14:00 - Opin handverksstofa kl: 13:00-15:00 & síðan er síðdegiskaffi frá kl.14:30- 15:30 - Allar nánari upplýsingar í síma 411-9450 - Allir hjartanlega velkomnir til okkar. Seltjarnarnes Skólabraut: Kaffikrókur frá kl. 9. Leir kl. 9. Jóga/leik- fimi kl. 11. Handavinna, samvera og kaffi kl. 13. Billjard í Selinu kl. 10. Leir á neðri hæð félagsh. kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Minnum á ferðina í Hafnarfjörð á morgun þriðjudag. Farið frá Skólabraut kl. 11.15 með viðkomu við kirkjuna og Eiðismýri. Enn eru einhver sæti laus. Á morgun mætum í púttið á Austurströnd kl. 10.15. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar 2022 ónotaður Jeep Wrangler Rubicon 4XE Bensín / Rafmagn Allur fáanlegur búnaður svo sem leður sæti og fleira. Evrópubílar í ábyrgð til afhendingar strax. Þessi er með samlitu húsi og brettaköntum og svona “Army” lúkki. Okkar verð: 11.940.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555 1947 Gsm 894 0217 Vantar þig pípara? FINNA.is - Meðmorgunkaffinu Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022 Ég kynntist Sig- urði Halli fyrst að marki þegar við urð- um samstarfsmenn í hópi 21 dómara við Héraðsdóm Reykjavík seint á síð- ustu öld, en dómstóllinn var stofn- aður um mitt ár 1992. Ég hafði að vísu haft svolítil kynni af Sigurði þegar ég var kúrsusnemi við embætti sýslumannsins í Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Mér fannst Sigurður ætíð vera lipur og léttur í umgengni og oft með spaugsyrði á vör. Það kom fljót- lega í ljós að Sigurður var mús- íkmaður, píanisti og þrælvanur karlakórssöng. Hann kom á lagg- irnar blönduðum sönghópi innan dómstólsins sem varð þó ekki ýkja stór. Þegar flest var sungu 18 manns, og má það samt gott telja því að starfsmennirnir voru ekki nema fimmtíu. Á móti kom að í hópnum voru ýmsir góðir söngmenn og sumir þeirra höfðu eitthvað lært til söngs. Sigurður var óþreytandi að efna til söng- æfinga og þjálfa raddir og voru æfingarnar yfirleitt í hádegis- hléinu, nema eitthvað stæði sér- Sigurður Hallur Stefánsson ✝ Sigurður Hall- ur Stefánsson fæddist 29. apríl 1940. Hann lést 22. október 2022. Útför hans fór fram 11. nóvember 2022. staklega til, þá varð að taka sérstaka tíma til æfinga. Kór- inn, eins og hann var yfirleitt kallaður, stundum þó Dóm- húskórinn, söng að- allega fyrir annað starfsfólk dómstóls- ins, á hátíðum s.s. jólum og páskum, svo og á árshátíðum og í afmælum. Mig minnir þó að kórinn syngi nokkr- um sinnum utan dómhússins, a.m.k. söng hann tvisvar fyrir hæstaréttardómarana til þess að létta þeim lundina í aðdraganda jóla. Mér finnst þó líklegt að mesta ánægju af söngnum hafi söngfólkið sjálft haft og er allt gott um það að segja. Nokkrum árum seinna réðst til starfa á dómstólnum starfsmaður sem var lærður kirkjuorganisti og þótti Sigurði þá sjálfgefið að fela henni stjórn á kórnum. Sjálfur hélt hann áfram að syngja, ýmist ten- ór eða bassa eftir því sem þörf var á. Í hádegishléum var það svo að margir starfsmannanna borðuðu hádegisverð í kaffistofu dómstóls- ins. Þá var hlustað á fréttir í út- varpinu og sérstaklega var beðið eftir síðasta lagi fyrir fréttir. Ástæðan var sú að nokkrir dóm- aranna gerðu sér það til gamans að giska á hver hefði samið lagið og textann, hver flytti það og hver væri undirleikarinn, væri honum til að dreifa. Sigurður var manna drýgstur við þessa iðju. Eftir að Sigurður lét af störf- um sem dómari var gefin út bók hans Lífsblóm árið 2019 þar sem birt eru ljóð og ljóðaþýðingar í bundnu máli eftir Sigurð auk annars efnis. Er þar svo margt góðra ljóða að Sigurður á fullan rétt á því að mínum dómi að telj- ast til ljóðskálda, þótt hann sjálf- ur hafi örugglega ekki gert neina kröfu til þess. Þessari iðju sinni flíkaði hann aldrei svo ég heyrði til, en þó hafði einhverju sinni komið í ljós að hann væri ágæt- lega rímfær. Nú hefur þessi fjölhæfi góði drengur kvatt okkur fyrir fullt og fast. Megi það sem hans kann að bíða verða honum til gleði og ánægju og víst er ef einhverja er að finna á hinum nýja stað að Sig- urður getur látið þeim hið sama í té. Ég vil að endingu tjá Ingu Maríu eiginkonu Sigurðar og allri fjölskyldu hans innilega samúð við fráfall Sigurðar og ég veit að sama máli gegnir um þá er Sig- urði voru samtíða í Héraðsdómi Reykjavíkur. Friðgeir Björnsson. Kveðja frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar Sigurður Hallur Stefánsson gekk upphaflega í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar hinn 3. júní 1971. Hann hætti tímabundið í júlí 1979 þar sem hann sinnti annasömu starfi sem dómari og gat því ekki sinnt skyldum sínum fyrir klúbb- inn eins og hann vildi á meðan. Sigurður Hallur gekk aftur í klúbbinn í október 2019 þegar hann hafði lokið farsælum dóm- araferli sínum og sinnti starfinu vel og af alúð frá þeim tíma. Þrátt fyrir langa fjarveru var rótarý- hugsjónin honum mikilvæg. Segja má að kjarninn í þeirri hug- sjón komi skýrast fram í fjórpróf- inu svokallaða sem farið er með á hverjum fundi í klúbbnum. Er það satt og rétt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs? Sigurður Hallur var auk þess af miklum rótarýættum. Hann var sonur Stefáns Jónsonar sem var einn af stofnfélögum Rótarý- klúbbs Hafnarfjarðar. Þá eru bæði bróðir hans, Jón Gunnar, og Gunnar mágur hans félagar. Söngur hefur alltaf verið mikil- vægur í klúbbnum okkar og hefj- ast allir fundir á söng. Það átti vel við Sigurð Hall enda var hann söngmaður mikill og einnig góður píanóleikari. Honum var margt fleira til lista lagt og byrjaði að yrkja snemma á lífsleiðinni og gaf m.a. út bók fyrir nokkrum árum með ljóðum og kjarnyrðum. Við félagar í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar kveðjum í dag góð- an félaga okkar og vin og minn- umst hans með hlýhug. Við sendum eiginkonu hans, Ingu Maríu Eyjólfsdóttur, fjöl- skyldunni og öllum aðstandend- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kolbrún Benediktsdóttir, forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. Borinn er til grafar föðurbróðir minn og heiðurs- maðurinn Gunnar Larsson eftir snörp veikindi. Ég fyllist þakklæti ofar trega yfir því að hafa átt þess kost að kynnast Gunnari. Um tíu ár skildu okkur að og aðstæður höguðu því að við bjuggum undir sama þaki um tíma. Gunnar ólst upp í Laugarnesinu við gott at- Gunnar Larsson ✝ Gunnar Lars- son fæddist 27. desember 1953. Hann lést 23. októ- ber 2022. Útförin fór fram 2. nóvember 2022. læti og gekk þar í skóla en þótti sér- sinna og einkar við- kvæmur og fljót- lega fór að bera á breytu í fari hans sem skólakerfið réð ekki við enda öll umgjörð í þá daga byggð á litbrigðum sauðkindarinnar. Skólaganga Gunnars varð ekki löng en hann sýndi snemma af sér sérgáfur, einkum í öllu er viðkom rafmagni og því er krafð- ist nákvæmni. Ungur fór hann að gera við og skrúfa sundur raf- tæki og setja saman á ný og fljótlega farinn að vinna fyrir sér á verkstæði Pósts og síma. Gunnar stríddi við röskun eða með orðum rómverska skáldsins Ovids úr Umbreytingunni, Puer aeternus. Um ástæðu þess að hann tók ekki hið hefðbundna skref úr bernsku er ekki mitt að meta enda viðsjárverður heimur og ofurviðkvæmni erfið byrði. Með hjarta barnsins vann Gunnar sér sannarlega stóran sess hjá okkur sem yngri vorum enda bjó hann yfir miklum mannkostum. Gunnar kvartaði ekki yfir skertum hlut eða yfir einhverju sem ekki varð heldur sat sáttur með sinn dísæta kaffi- bolla. Um miðjan aldur fór hann þó að finna fyrir líkamlegri van- líðan, hvarf af vinnumarkaði og við tók margra ára leit að meini sem aldrei fannst heldur þróað- ist í óvirkni og hann dró sig að mestu til hlés. Hann fann sér skjól í endurtekningunni og regl- unni en einangrunin varð þó ekki alger því Gunnar var radíóama- tör og ósjaldan mátti heyra hann á tali við aðra er staddir voru hinum megin á kringlunni. Við fráfall ömmu og afa og erfiðleika við aðlögun í nýju umhverfi dvaldi Gunnar síðast á Fellsenda í Dalasýslu og vissi maður hvað tímanum leið er hann hringdi þaðan og ávallt á sama tíma. Gunnar ræddi aldrei tilfinningar, spurði frekar frétta af ættingj- um og var það skynjun mín að honum liði vel. Gunnar var mikill húmoristi og hneigðist skopskyn hans að- eins á ská og náðum við vel sam- an þar og unaður að heyra ein- stakan hlátur hans. Hann var líka með eindæmum hrifnæmur og átti uppáhaldskvikmyndir og herbergi hans minnti einna helst á mjólkurbarinn í Clockwork Orange og bar vott um næmt auga þar sem unnið var með hvert smáatriði og ekki laust við fullkomnunaráráttu. Var það litaval og stílbrigði sjötta áratug- arins sem heillaði og þar stóð tíminn í stað. Hann var afar tónelskur og fjarrænir draumkenndir tónar í uppáhaldi og kannski Mike Old- field, Tubular Bells, hafi fengið hvað mesta spilun. Gunnar var eftirminnilegur öllum og oft var ég spurður frétta af honum og þá gjarnan rifjaðar upp sögur en sú að Gunnar hafi búið til út- varpstæki úr vindlakassa, gam- alli rafmagnsrakvél, gúmmí- teygju, hárnælum og einhverju fleiru og hlustað á lög unga fólksins er því miður aðeins færð í stílinn því mér vitanlega náði hann aðeins Radio Luxembourg á það viðtæki. Ég kveð þig minn ástkæri frændi, takk fyrir allt Gunni. Lars Emil Árnason. Elsku besta fal- lega Bryndís mín. Ég vildi óska þess að ég hefði fengið að verja fleiri stundum með þér og að ég hefði haft tækifæri til að vera oftar til staðar fyrir þig. Ég sakna þín meira en orð fá Þóra Bryndís Þórisdóttir ✝ Þóra Bryndís Þórisdóttir 17. apríl 1971. Hún lést 9. október 2022. Út- för hennar fór fram 21. október 2022. lýst og hjarta mitt er svo brotið og ég er svo ólýsanlega sorgmædd yfir því að þú sért farin frá okkur, en á sama tíma er ég alveg óendanlega þakklát fyrir okkar fallegu djúpu vinkonu- tengsl sem við átt- um og eru mér svo endalaust dýrmæt. Við tókumst saman á við marga mjög erfiða hluti og hjálpuðumst að við að halda áfram með lífið þrátt fyrir allan sársaukann sem bjó í sálinni. Ég upplifði svo sterkt að við skildum hvor aðra svo vel án þess að þurfa að útskýra hlut- ina hvor fyrir annarri. Ég er svo þakklát fyrir allar fallegu minningarnar og stund- irnar sem við áttum saman. Við vorum alltaf að bralla eitthvað, fórum í útilegur, gönguferðir, sungum og dönsuðum, fórum á teikninámskeið og svo í skemmtilegu stelpuferðirnar með dætrum mínum þar sem þú keyptir þér meðal annars dopp- ótta ferðatösku sem við allar hlógum endalaust að. Þá má ekki gleyma kósí útileguferð- inni þegar við keyrðum Katrínu mína í skólann til Akureyrar sem var alveg einstök. Eins eru jólin og áramótin sem við eydd- um saman mér mjög svo kær. Þú varst alltaf tilbúin að gera allt fyrir alla aðra, til að mynda komst þú með mér á spítalann og varst stuðningur við mig þegar ég þurfti mest á að halda og ég vildi óska að ég hefði ver- ið með þér daginn/dagana sem þú þurftir mest á hjálp að halda. Ég kveiki á kerti og hugsa til þín alla daga með þakklæti í hjartanu fyrir þig og fallega Sindra þinn og smá minn finnst eins og hann sé líka strákurinn minn. Ég er harðákveðin í að lifa mínu lífi á eins fallegan hátt og ég get og búa til minningar með mínu fólki til að heiðra þig og þitt líf. Ég elska þig elsku besta vin- kona mín og ég sendi þér enda- laus knús og kossa. Þín vinkona, Birna Hrönn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.