Morgunblaðið - 14.11.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.11.2022, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022 DÆGRADVÖL24 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Frækex frábært í veisluna Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju – 60 ára Safnaðarstarfið er gefandi B jarni Þór Bjarnason fæddist í Reykjavík 14. nóvember árið 1962 og ólst upp í Hlíðunum. „Ég fór snemma að vinna, seldi merki og bar út Tímann til þekktra Íslendinga eins og Þorvaldar í Síld og fisk og Hannibals Valdimars- sonar. Ég seldi Vikuna á sumrin og bónaði líka bíla. Ég hafði gaman af bókum. Ég man hvað mér fannst hinn árlegi bókamarkaður vera spennandi, algjör ævintýraheimur. Bókabíllinn kom á þessum árum í Stakkahlíðina á miðvikudögum. Þangað fór ég að sækja bækur og stóð í röð við staur- inn á meðan beðið var eftir bílnum.“ Bjarni vann á sumrin frá 14 ára aldri og sumarið sem hann var 16 ára vann hann í byggingavinnu norður í landi. „Ég þénaði vel um sumarið og keypti mér nýjan Trabant og fékk bílprófið fjórummánuðum síðar. Hann var sex volta og hafði engan bensínmæli. Ég sinnti alls konar sumarvinnu á þessum árum og bar út jólapóstinn, en í þá daga voru jólakortin geysilega mörg.“ Bjarni gekk í Hlíðaskóla, fór í MH og varð stúdent vorið 1982 af fornmálabraut. „Ég lærði þar meðal annars latínu í þrjá vetur hjá Teiti Benediktssyni. Grískutíma sótti ég í MR og lauk þaðan prófum. Um haustið 1982 hóf ég nám við guðfræðideild Háskóla Íslands og lauk embættisprófi (Cand. theol.) fimm árum síðar, eða vorið 1987. Lokaritgerðin mín var í kirkjusögu og fjallaði um sr. Jón Steingrímsson og móðuharðindin.“ Eftir að Bjarni lauk námi var hr- ingt í hann frá tveimur stöðum utan af landi og hann beðinn að koma til að þjóna sem prestur. „Mér fannst ég ekki vera tilbúinn til þess, 24 ára gamall. Ég fór að kenna um haustið í Foldaskóla þar sem ég varð umsjónarkennari 7. bekkjar. Eftir hádegið kenndi ég í FB. Ég kenndi þar íslensku og tjáningu næstu árin, bæði í dagskóla og kvöldskóla. Ég starfaði líka í Félagsmiðstöðinni Tónabæ árið 1988 en þá var skatt- laust ár. Á sumrin var ég verkstjóri hjá Vinnuskólanum í Heiðmörk og við Elliðavatn. Árið 1989 fór ég í nám með vinnu, í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda við Kennaraháskóla Íslands. Ég útskrif- aðist vorið 1991 og skrifaði lokarit- gerð um kennslu í stafsetningu.“ Hinn 12. maí 1991 var Bjarni vígð- ur til héraðsprestsþjónustu í Kjal- arnessprófastsdæmi. „Ég starfaði sem héraðsprestur næstu árin og hafði aðstöðu á skrifstofu prófasts í Garðabæ. Sem slíkur átti ég að aðstoða prófastinn, sinna sérverk- efnum og afleysingarþjónustu. Ég var önnum kafinn á þessum tíma, sá um æskulýðsfélagið í Garðabæ ásamt fleirum og sunnudagaskól- ann í Vogum á Vatnsleysuströnd og sinnti prestsþjónustu á Vífils- staðaspítala og kenndi kristinfræði í afleysingum í Garðaskóla og var ritari á fundum héraðsnefndar prófastsdæmisins. Ég fór fimm til sjö sinnum á ári til Vestmannaeyja til þess að leysa af prestana um sex ára skeið. Þá var ég líka trúnað- armaður fatlaðra í Reykjanes- umdæmi. Um svipað leyti var ég forseti félagsins Ísland-Ungverja- land og fór til Debrecen í Ungverja- landi í sumarháskóla 1993 til að læra ungversku enda hef ég alltaf haft áhuga á tungumálum.“ Vorið 1997 varð Bjarni prestur í Garðabæ, á Álftanesi og í Vogum á Vatnsleysuströnd og gegndi því starfi uns hann fór til Englands til að þjóna í ensku biskupakirkjunni í bænum Scunthorpe næstu þrjú árin og starfaði þar með fjórum öðrum prestum. „Það var mögulegt vegna sérstaks samnings sem þjóðkirkjan hefur gert við ensku biskupakirkj- una og er kenndur við finnsku borgina Porvoo. Bjarni kom heim árið 2001 og varð prestur í Grafarvogskirkju. „Ég sinnti því starfi næstu tíu árin. Auk þess fór ég að standa fyrir mánaðarlegum enskum messum í Hallgrímskirkju. Og það geri ég enn, 21 ári síðar. Ég undirbjó og skipulagði minningarstund um Elísabetu drottningu 18. septem- ber síðastliðinn. Í gær var ég í Fossvogskirkjugarði og leiddi þar minnngarstund um látna hermenn sem ég hef gert árum saman. Ég hef lengi verið prestur ensku biskupakirkjunnar á Íslandi vegna fyrrnefnds samnings.“ Frá árinu 2011 hefur Bjarni verið sóknarprestur í Seltjarnarnes- prestakalli. „Þar er gott að vera og sóknanefndin áhugasöm ummálefni kirkju og kristni. Safnaðarstarfið er fjölbreytt og gefandi. Mætti þar nefna karlakaffi sem er tvisvar sinnum í viku. Þangað koma karlar sem eru 67 ára og eldri, fá sér kaffi og spjalla. Einnig erum við með fræðslumorgna á undan guðsþjónustum aukmargs konar annars starfs. Mér þykir vænt um þjóðkirkjuna. Ég hef setið í ýmsum nefndum innan hennar á liðnum áratugum. Nú sit ég í héraðsnefnd Reykja- víkurprófastsdæmis vestra og ellimálanefnd þjóðkirkjunnar og er varamaður á kirkjuþingi. Bjarni fór að stunda nám með vinnu árið 2007. Hann lauk diplómu í öldrunarfélagsráðgjöf við HÍ, MSc-prófi í mannauðsstjórnun frá viðskiptafræðideild HÍ og einnig diplómu í atvinnulífsfræði frá félags- og mannvísindadeild HÍ. „Ég lærði líka markþjálfun eftir að hafa skrifað meistararitgerð í viðskipta- fræðideildinni sem var tilviksrann- sókn á notkun markþjálfunar hjá Skiptum ehf.“ Frá fermingu hefur Bjarni haft áhuga á ljósmyndun, en þá eignaðist hann fyrstu myndavélina. „Tómas Í Kjós Eiginkonan María og dæturnar Nína Björg, Guðný Lára og Guðrún María við Þórufoss í Laxá í Kjós. Sóknarpresturinn Bjarni í safnaðarheimili Seltjarnar- neskirkju með styttu af Lúther í baksýn. Til hamingju með daginn Stjörnuspá Jóhannes Helgason 50 ÁRA Jóhannes ólst upp að mestu á Akranesi og býr þar. Hann er með B.Sc.- gráðu í líffræði, M.Sc. í heilbrigðisvísind- um og með MBA, allt frá frá HÍ. Hann er sérfræðingur hjá lyfjafyrirtækinu Coripharma. Hann er í stjórn Akidofélags Reykjavíkur og var í mörg ár í stjórn og formaður Körfuknattleiksfélags ÍA. FJÖLSKYLDA Eiginkona Jóhannesar er Sigríður Helga Gunnarsdóttir, f. 1973, íþróttakennari í Brekkubæjarskóla. Synir þeirra eru Gunnar, f. 2000, og Fjalar, f. 2005. Foreldrar Jóhannesar eru Guðrún Jóhannesdóttir, f. 1952, fv. framhalds- skólakennari, búsett í Reykjavík, og Helgi Helgason, f. 1952, fv. grunnskólakennari, búsettur í Kópavogi. Nýr borgari Hafnarfjörður Valgerður Rán Jakobsdóttir fæddist 27. desem- ber 2021 kl. 19.19. Hún vó 3.620 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Jakob Lárusson og Ragnhildur Reynisdóttir. 21. mars - 19. apríl A Hrútur Peningar eru yfirleitt ekki svar- ið í þínu tilfelli. Reyndu að ná áttum í ástamálunum. 20. apríl - 20. maí B Naut Þú verður að standast allar freistingar um að segja frá leyndarmáli. Þolinmæði er dyggð sem gott er að æfa. 21. maí - 20. júní C Tvíburar Nú verður ekki lengur undan því vikist að koma skikki á peningamál- in. Þú átt nóg af öllu og þarft ekki að kaupa þér neitt á næstunni. 21. júní - 22. júlí D Krabbi Þú ert góð/ur í að hlusta á aðra og vera öxlin sem vinir geta grátið við. Njóttu þess að líta yfir vel heppnaðar breytingar heima. 23. júlí - 22. ágúst E Ljón Þér mun hugsanlega finnast einhver í fjölskyldunni vera að reyna að draga úr þér kjarkinn í dag. Láttu allar óþarfa áhyggjur lönd og leið og einbeittu þér að augnablikinu. 23. ágúst - 22. september F Meyja Nú er þín stund komin því eftir því er beðið að þú segir hug þinn og fylkir fólki á bak við þig. Þú býrð við barnalán. 23. september - 22. október G Vog Farðu þér hægt þegar ný viðskipti eru annars vegar. Veraldleg velgengi er ágæt en andlegur auður er öðru dýrmætari. 23. október - 21. nóvember H Sporðdreki Þér finnst þú þurfa að gera eitthvað en getur ekki nákvæmlega fest fingur á hvað það er. Nýttu þér alla afslætti sem bjóðast. 22. nóvember - 21. desember I Bogmaður Forðastu að láta smámuni valda þér áhyggjum heldur reyndu að einbeita þér að þeim atriðum sem skipta einhverju máli. Þú þarft að taka ákvörðun í vissu máli fljótlega. 22. desember - 19. janúar J Steingeit Þú ert á réttri leið en þarft þó að vera ákveðin/n til að hlutirnir gangi hraðar fyrir sig. Ekki láta með- virknina hlaupa með þig í gönur. 20. janúar - 18. Febrúar K Vatnsberi Það getur verið erfitt að komast að niðurstöðu þegar málin eru fjölbreytt og flókin. Svaraðu skilaboð- um strax. 19. febrúar - 20. mars L Fiskar Fjármálin eiga eftir að batna verulega. Reyndu að lifa eins rólegu lífi og þú getur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.