Morgunblaðið - 14.11.2022, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.11.2022, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022 Slæmur þriðji hring- ur skemmdi fyrir Slæmur þriðji hringur skemmdi fyrir Guðmundi Ágústi Kristjáns- syni á þriðja stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina í golfi í gær. Hann hafði leikið fyrstu tvo hr- ingina glimrandi vel og var á meðal efstu manna. Guðmundur lék annan hringinn á laugardag á 64 höggum, sjö höggum undir pari. Hann lék hins vegar þriðja hringinn í gær á 73 höggum, einu höggi yfir pari. Hann er í 17. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfing- um, á átta höggum undir pari. Bjarki Pétursson er úr leik í barátt- unni um að fara á Evrópumótaröð- ina, þar sem hann er á meðal neðstu manna á 17 höggum yfir pari. Alls verða leiknir sex hringir og er skorið niður eftir fjóra. Kylfingar keppa 36 holur á Lakes-vellinum annars vegar og Hills-vellinum hins vegar, á Infinitum-golfsvæðinu, sem er skammt frá Tarragonga á Spáni. Bjarki byrjaði á Lakes og Guðmund- ur á Hills. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Pútt Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék betur á fyrsta og öðrum hring en hann gerði á þeim þriðja á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á Spáni. Noregur og Þórir í góðummálum Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, er í góðummálum í milliriðli 1 á EM eftir 27:25-sigur á Svíþjóð í Norðurlandaslag á laugardaginn var. Staðan í hálf- leik var 13:13, en norska liðið var sterkara í seinni hálfleik. Henny Reistad skoraði sjö mörk fyrir Noreg og Vilde Instad gerði sex. Með sigrinum fór Noregur upp í sex stig í riðlinum, en Danir eru einnig með sex stig, eftir að hafa leikið einum leik meira. Tvö efstu liðin fara í undanúrslit. Nor- egur er ríkjandi Evrópumeistari, eftir sigur á EM í Danmörku fyrir tveimur árum. Noregur leikur við Slóveníu klukkan 17 í dag og tryggir sér sæti í undanúrslitum með sigri. Danmörk á ennmöguleika á að fara í undanúrslit eftir sann- færandi sigur á Króatíu, 26:17. Kristina Jörgensen skoraði fimm mörk fyrir danska liðið. Frakkar með fullt hús Frakkland er með fullt hús stiga í milliriðli 2 eftir sannfær- andi 27:19-sigur á Svartfjalla- landi, en bæði lið höfðu unnið alla sína leiki fyrir leik gærkvöldsins. Með sigrinum fór Frakkland langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Pauletta Foppa skoraði sex mörk fyrir Frakk- land og Cléopatre Darleux varði 13 skot í markinu og var með 45 prósenta markvörslu. Í hinum leik gærkvölds- ins gerðu Spánn og Holland 29:29-jafntefli. Inger Smits og Merel Freriks gerðu sex mörk hvor fyrir Holland. Alexandrina Barbosa og Paula Valdivia gerðu fjögur hvor fyrir Spán. Ljósmynd/EHF Fagn Stine Oftedal skoraði fjögur mörk fyrir Noreg gegn Svíþjóð. Hamm í þýsku 1. deildinni í handbolta í gærkvöldi. Viggó var markahæstur allra á vellinummeð níu mörk og gerði hann þau í níu skotum. Þá lagði hann einnig upp fjögur mörk. Leipzig hefur unnið báða leiki sína eftir að Rúnar Sigtryggsson var ráðinn þjálfari liðsins, eftir að hafa unnið einn af tíu leikjum þar á undan. „Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen eru áfram í öðru sæti eftir 37:28-heimasigur á Lemgo. Ýmir skoraði þrjú mörk í leiknum. Nýliðar Gummersbach halda áfram að safna stigum. Þeir gerðu 30:30-jafn- tefli á útivelli gegn Bergischer. Hákon Daði Styrmisson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach og Elliði Snær Viðarsson eitt.Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. Þá skoraði Elvar Örn Jónsson tvö mörk og Arnar Freyr Arnarsson eitt í 33:26-heimasigri Melsungen á Stuttgart. „Knattspyrnu- þjálfarinn Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í danska úrvals- deildarfélaginu Lyngby unnu loksins sinn fyrsta deildarsigur á tímabilinu á laugardag þegar liðið heimsótti Silke- borg í Íslendingaslag. Leikurinn, sem lauk með óvæntum 2:0-sigri Lyngby, var hluti af sautjándu umferð deildar- innar en það var orðið ljóst fyrir leikinn að Lyngby myndi í fallriðli deildarinnar þar sex neðstu liðin berjast u að halda sæti sínu í deild Sævar Atli Magnússon lé allan leikinn með Lyngby Stefán Teitur Þórðarson hjá Silkeborg. Lyngby er sæti deildarinnar með át en Silkeborg er með 24 s sætinu. Þá skoraði Aron fyrir Horsens í 3:3-jafnte í Horsens. Hann lék allan en Aron Elís Þrándarson tímann á bekknum hjá O „Körfuknattleikskonan bráðefnilega, Emma Sóldís Svan Hjördísar- dóttir, hefur samið háskólalið berty Flames, sem leikur í efstu deild bandaríska háskóla- boltans. Emma Sóldís aðeins 18 gömul og r undanfarna uði leikið með um eftir að eikið með í tvö tímabil ndan, en uppalin hjá n var valin í a A-landsliðið a ári. leika sem m inni. k , líkt og gerði í neðsta ta stig tig í fjórða Sigurðarson fli gegn OB leikinn, var allan B. við Li er ára hefu mán Hauk hafa l Fjölni þar á u hún er KR. Hú íslensk á síðast Olísdeild karla ÍBV – Grótta ............................................. 34:31 KA – FH .....................................................27:30 Hörður – Fram ......................................... 31:32 Selfoss – Stjarnan ...................................22:35 Staðan: Valur 8 7 0 1 263:220 14 Fram 9 5 3 1 269:261 13 FH 9 5 2 2 258:255 12 Afturelding 8 5 1 2 232:213 11 Stjarnan 9 4 3 2 266:250 11 ÍBV 8 4 2 2 276:237 10 Selfoss 9 4 1 4 270:273 9 KA 9 2 2 5 252:267 6 Grótta 7 2 1 4 199:198 5 Haukar 7 2 1 4 196:197 5 ÍR 8 2 0 6 220:278 4 Hörður 9 0 0 9 262:314 0 Grill 66 deild karla Kórdrengir – Valur U .............................29:38 Olísdeild kvenna KA/Þór – Fram ........................................24:35 ÍBV – Selfoss ............................................32:27 HK – Valur ............................................... 20:28 Stjarnan – Haukar .................................. 36:31 Staðan: Valur 6 6 0 0 175:131 12 Stjarnan 6 5 0 1 179:142 10 Fram 6 4 0 2 167:135 8 ÍBV 6 4 0 2 163:150 8 KA/Þór 6 2 0 4 144:167 4 Haukar 6 1 0 5 157:177 2 Selfoss 6 1 0 5 159:180 2 HK 6 1 0 5 131:193 2 Grill 66 deild kvenna Fjölnir/Fylkir – FH ..................................29:22 Valur U – HK U ........................................20:23 Danmörk Aalborg – Ribe-Esbjerg .......................29:28⚫Aron Pálmarsson var ekki í leikmannahópi Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.⚫Elvar Ásgeirsson skoraði 4 mörk fyrir Ribe-Esbjerg en Arnar Birkir Hálfdánsson ekkert. Ágúst Elí Björgvinsson varði 7 skot í marki liðsins. Bjerringbro/Silkeborg – Skjern .......32:25⚫Sveinn Jóhannsson skoraði 2 mörk fyrir Skjern. Fredericia – Kolding ............................28:25⚫Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði 1 mark fyrir Fredericia. Guðmundur Þ. Guðmunds- son þjálfar liðið. GOG – Lemvig ........................................33:28⚫Daníel Freyr Ágústsson varði 9 skot í marki Lemvig. Frakkland Nimes – Nantes ......................................29:32⚫Viktor Gísli Hallgrímsson varði 9 skot í marki Nantes. Noregur Drammen – Kristiansund ..................35:26⚫Óskar Ólafsson skoraði 4 mörk fyrir Drammen. Elverum – Sandnes ..............................30:22⚫Orri Freyr Þorkelsson skoraði 3mörk fyrir Elverum. Kreuzlingen – Kadetten ......................28:30⚫Óðinn ÞórRíkharðsson skoraði 6mörk fyrir Kadetten. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar liðið. St.Gallen – Amicitia Zürich ..............28:33⚫Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 3 mörk fyrir Amicitia. 1. deild karla Fjölnir – Þór Ak. ......................................95:67 Staðan: Álftanes 7 7 0 643:600 14 Sindri 8 6 2 733:645 12 Hamar 7 5 2 654:606 10 Selfoss 8 5 3 757:641 10 Hrunamenn 8 4 4 768:785 8 Ármann 7 4 3 640:622 8 Skallagrímur 8 3 5 730:707 6 ÍA 7 3 4 569:642 6 Fjölnir 8 1 7 682:735 2 Þór Ak. 8 0 8 575:768 0 Ítalía Faenza – Virtus Bologna ....................65:79⚫Sara RúnHinriksdóttir skoraði 6 stig, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á 26mínútum með Faenza. Danmörk Sisu – Falcon ..........................................56:63⚫Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 7 stig, tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar fyrir Falcon á 25 mínútum. Belgía Lummen – Namur .................................42:86⚫Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 2 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á 20mín- útum hjá Namur. HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Ásvellir: Haukar – Valur ........................ 19.30 Skógarsel: ÍR – Afturelding .................. 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Álftanes: Álftanes – ÍA ............................ 19.15 ENSKI BOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Jólin verða rauð og hvít lCitymissteig sig á heimavelli lNewcastleætlar sér toppbaráttu Arsenal náði á laugardag fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvals- deildarinnar í fótbolta með 2:0-úti- sigri á Wolves. Eftir markalausan fyrri hálfleik sá norski fyrirliðinn Martin Ødegaard um að gera bæði mörk Arsenal í seinni hálfleik. Ljóst er að Arsenal verður með fimm stiga forskot til jóla hið minnsta, þar sem hlé verður gert á deildinni vegna HM í Katar, sem hefst eftir tæpa viku. Í 14 leikjum fyrir hléið hefur Arsenal unnið tólf, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Er árangurinn hjá Mikel Arteta magnaður, eftir fjölmörg ár þar sem Arsenal-liðið hefur verið víðsfjarri því að berjast um Englandsmeistaratitilinn. Óvænt tap hjá City Manchester City hefur fylgt Arsenal eins og skugginn, nán- ast allt tímabilið, en ríkjandi Englandsmeistararnir töpuðu gríðarlega óvænt á heimavelli fyrir Brentford. Ivan Toney, sem var ekki í landsliðshópi Gareths Southgates fyrir HM, minnti heldur betur á sig, því hann skoraði bæði mörk Brent- ford. Seinna markið var dramatískt sigurmark á áttundu mínútu upp- bótartímans. City er gjörsamlega óstöðvandi í flestum leikjum, en hefur misstigið sig oftar en flestir bjuggust við að yrði raunin. City hefur m.a. gert jafntefli gegn Aston Villa, tapað fyrir Liverpool, sem á erfitt tímabil, og nú tapað fyrir Brentford. Fimm í röð hjá Newcastle Góður árangur Newcastle hélt áfram og er liðið nú í þriðja sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Manchester City, eftir 1:0-heima- sigur á Chelsea. Ekki er hægt að segja að úrslitin hafi komið á óvart, þrátt fyrir að Chelsea hafi verið mun ofar en Newcastle í áraraðir. Newcastle hefur spilað mun betur á leiktíðinni og var sigurinn sá fimmti í röð. Joe Willock gerði sigurmarkið á 67. mínútu. Á meðan Newcastle er á miklu flugi hefur Chelsea tapað þremur leikjum í röð og fjórum af síðustu fimm. Manchester United vann nauman 2:1-útisigur á Fulham í gær. Hinn 18 ára gamli Argentínumaður Alej- andro Garnacho skoraði sigurmark- ið í uppbótartíma. United er því enn fjórum stigum á undan Liverpool. Nóvembergleði Liverpool Nóvember hefur reynst Liverpool afar góður mánuður, eftir erfiðleika þar á undan. Lærisveinar Jürgens Klopps hafa unnið alla fjóra leiki sína í nóvember í þremur mismun- andi keppnum. Liðið vann sann- færandi 3:1-sigur á Southampton. Roberto Firmino kom Liverpool á bragðið og Darwin Núnez bætti við öðru og þriðja markinu. Úrúgvæinn hefur nú gert fimm mörk í deildinni, í sjö byrjunarliðsleikjum. Þá vann Tottenham 4:3-sigur á Leeds í miklum markaleik. Rodrigo Bentancur tryggði Tottenham sigurinn með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum, eftir að Leeds hafði komist yfir í þrígang. NorskurNorðmaðurinnMartin Ødegaard sá til þess að Arsenal verður með fimm stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um jólin AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.