Morgunblaðið - 14.11.2022, Síða 29

Morgunblaðið - 14.11.2022, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ Indie wire RALPH FIENNES NICHOLAS HOULT ANYA TAYLOR-JOY Painstakingly Prepared. Brilliantly Executed. KOMIN Í BÍÓ - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA USA TODAY ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post KEMUR Í BÍÓ Á FÖSTUDAGINN SCREENDAILY IGN VANITYFAIR THEHOLLYWOOD REPORTER 87% 89% „Mér fannst ég vera í mjög góðum hópi tilnefndra höfunda og því kom það mér einlæglega á óvart þegar nafn mitt sem sigurvegara var lesið upp,“ segir Nora Dåsnes sem fyrr í þessum mánuði hlaut Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 þegar þau voru afhent í 10. sinn í Tónlistar- húsinu í Helsinki í tengslum við 74. þing Norðurlandaráðs. Dåsnes var tilnefnd fyrir hönd Norðmanna fyrir myndasöguna Ubesvart anrop eða Ósvarað kall þar sem hún á áhrifamikinn og blæbrigðaríkan hátt fjallar um þau áhrif sem hryðju- verkaárásin 22. júlí 2011 á Útey og stjórnarhverfið í Ósló hafði á norsku þjóðina, en þann dag týndu 77 einstaklingar lífi. Ubesvart anrop er önnur mynda- saga Dåsnes, sem nam við Kingston University í London. Frumraun hennar sem höfundar var mynda- sagan Ti kniver i hjertet (Tíu hnífar í hjartað) sem kom út 2020 og fjallar um þrjár vinkonur í sjöunda bekk. Fyrir þá bók hlaut Dåsnes bæði Pondus-verðlaunin og verðlaun norska menningarmálaráðuneytis- ins fyrir bestu myndasögu ársins. Skýr stíleinkenni Í rökstuðningi dómnefndar um Ubesvart anrop segir að Dåsnes „hefur skrifað bók sem vekur áhuga lesenda, hreyfir við þeim og hvetur þá til að hugleiða pólitísk samfélags- mál sem varða okkur öll, svo og einstaklingsbundnar tilvistarspurn- ingar. Myndirnar í bókinni eru lág- stemmdar, sjálfum sér samkvæmar og bera skýr persónuleg stíleinkenni. Gegnum myndir og texta dregur höfundur upp blæbrigðaríka mynd af innra og ytra lífi aðalpersónunnar, lausa við tilfinningasemi.“ Hvers vegna fannst þér mikilvægt að skrifa um þetta erfiða efni? „Ég skal alveg viðurkenna að mig langaði í raun ekki til að fást við þetta viðfangsefni þegar forlagið mitt fór þess á leit við mig,“ segir Dåsnes, sem sjálf var 16 ára þegar hryðjuverkin voru framin. „Ég hafði eins og Rebekka í bókinni lesið mér töluvert til um öfgahægristefnu, en þurfti þegar ég fór að vinna að bókinni að lesa mér mjög mikið til um atburðina til þess m.a. að hafa tímalínuna rétta,“ segir Dåsnes og bendir á að bók Åsne Seierstad, Einn af okkur, hafi verið sér góð heimild. „Ein helsta ástæða þess að mér fannst mikilvægt að skrifa þessa bók er að ungt fólk í dag man lítið sem ekkert eftir þessum hryðju- verkum. Ég fer iðulega í heimsóknir í grunnskóla til að ræða myndasögur og þau sem núna eru í 10. bekk voru aðeins fjögurra ára þegar voðaverkin voru framin og muna ekki eftir þess- um degi. Við megum ekki gleyma fortíðinni því þá getum við ekkert lært af henni.“ Mikilvægt klapp á bakið Þú vinnur markvisst með liti í vinn- ingsbókinni. Viltu segja mér aðeins frá nálgun þinni þar? „Ég vissi strax að mig langaði að brjóta tímalínuna upp í bókinni, en verkið hverfist um unglingsstúlkuna Rebekku sem er ófær um að horfa til framtíðar og halda lífi sínu áfram eftir hryðjuverkin vegna þess hversu sterkt þau sækja á hana. Samtímis vildi ég hjálpa lesendum að staðsetja sig á tímaás verksins og þá komu litirnir í góðar þarfir. Rauði liturinn, sem geymir minningabrotin, er sterkur litur sem virkar truflandi í samhengi við bláa hversdaginn. Sparsöm litanotkunin í bókinni endurspeglar hvernig Rebekka heldur aftur af tilfinningum sínum. Litríkt blómahaf seint í bókinni, sem endurspeglar blómin sem skilin voru eftir við dómkirkjuna í Osló til minn- ingar um þau sem létust, myndar kröftugt mótvægi við þessi höft, en í mínum huga eru myndirnar nánast yfirþyrmandi í litadýrð sinni,“ segir Dåsnes og bendir á að á þessum stað í bókinni verði ákveðin skil í tilfinn- ingalífi Rebekku þar sem hún byrjar loks að opna sig. Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að fá verðlaun Norðurlandaráðs? „Þessi verðlaun hafa mikla þýðingu fyrir mig persónulega. Sam- tímis finnst mér einstaklega gaman að bókin skuli hafa náð hljómgrunni hjá norrænu valnefndinni, bæði vegna þess að þetta er vandasamt umfjöllunarefni en ekki síst vegna þess að þetta er myndasaga eða grafísk skáldsaga. Síðast en ekki síst er þetta mikilvægt klapp á bakið og staðfesting á vel unnu verki, sem veitir mér mikinn innblástur til að halda áfram á sömu braut,“ segir Dåsnes og bendir á að hún sé nýbúin að senda frá sér myndabókina La skogen leve! (Þyrmið skóginum!) sem er sjálfstætt framhald á Ti kniver i hjertet en hún sér fyrir sér þríleik um vinkonurnar. „Því til viðbótar er ég með nokkr- ar hugmyndir að fleiri bókum sem mig langar að skrifa. Mér finnst mjög gaman að skrifa bækur fyrir börn og ungmenni á aldrinum níu til þrettán ára, en ég er líka með nokkrar hugmyndir að bókum fyrir fullorðna,“ segir Dåsnes og bendir á að myndasagan sem listform sé frábær miðlunaraðferð. Miðlun tilfinninga án texta „Myndasagan býður upp á miðlun tilfinninga og framvindu án texta. Sem dæmi eru margar opnur í Ubesvart anrop nánast textalausar, en það væri ekki hægt í venjulegri skáldsögu,“ segir Dåsnes og tekur fram að hún fái mjög góðar viðtökur frá lesendum á aldrinum 13-18 ára sem eiga erfitt með að lesa mikinn texta. „Hvort heldur er vegna les- blindu eða vegna þess að viðkom- andi lærði ekki norsku frá blautu barnsbeini og hefur því kannski ekki enn náð nógu sterkum tökum á tungumálinu. Það er mikilvægt að þessir hópar hafi lesefni við sitt hæfi og séu ekki neyddir til að lesa bara myndabækur fyrir unga krakka.“ Aðspurð segir Dåsnes verðlaunin veita vinningsbókinni aukinn með- byr. „Það er nú þegar búið að prenta nýtt upplag af bókinni hér í Noregi. Þetta mun vonandi einnig hjálpa bókinni erlendis, en hún er senn væntanleg í Danmörku, Frakklandi og Spáni. Ég vona að hún verði líka þýdd á sænsku fljótlega,“ segir Dås- nes og bendir á að Ti kniver i hjertet hafi nýverið komið út á færeysku, sem henni þykir afar vænt um. l NoraDåsnes verðlaunuð fyrirmyndabókinaUbesvart anropumhryðjuverkin íNoregi 2011 l „Myndasagan býður upp ámiðlun tilfinninga og framvindu án texta,“ segirNoraDåsnes „Kommér einlæglega á óvart“ Ljósmynd/Magnus Fröderberg, norden.org HöfundurNora Dåsnes segist njóta þess að skrifa bækur fyrir börn og ungmenni á aldrinum níu til þrettán ára. VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.