Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 6
FRÉTTIR Innlent6 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án f KANARÍ 6.DESEMBER Í 13NÆTUR fyr irv ar a. Sól fyrir jól 595 1000 www.heimsferdir.is 153.250 Flug & hótel frá 13 nætur Einbeitingin skein úr hverju andliti í fugla- smiðju sem efnt var til í garðskála Grasa- garðsins í gær á alþjóðadegi barna. Þórey Hannesdóttir listakona stýrði listasmiðjunni og gátu fjölskyldur komið saman og spreytt sig á að búa til fuglafóðrara. Fuglavernd, Dýraþjónusta Reykjavíkur, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Grasagarðurinn stóðu að þess- um viðburði og lögðu þátttakendum til efni fyrir fuglafóðrarana. Krakkarnir skemmtu sér hið besta en hin fullorðnu þurftu líka að leggja sitt af mörkum eins og sést á myndinni. Líf og fjör í Grasagarðinum í Reykjavík í gær Fjölskyldur spreyttu sig í fuglasmiðju Morgunblaðið/Óttar Siglir frá Þorláks- höfn l Ástæðan sögð vont veður Ferðir Herj- ólfs til og frá Vestmannaeyj- um hafa verið færri en ella undanfarið þar sem ekki hefur verið hægt að sigla skipinu til Landeyjahafn- ar. Í gær sigldi Herjólfur aðeins til Þorlákshafnar og var því siglt í tvígang til og frá eyjunni; frá Vest- mannaeyjum kl. sjö um morguninn og fimm í eftirmiðdaginn og frá Þorlákshöfn kl. korter í ellefu að morgni og korter í níu að kvöldi. Þurftu þeir farþegar sem áttu ferðir utan þess tíma að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs til þess að gera aðrar ráðstafanir. Hörður Orri Grettisson, fram- kvæmdastjóri Herjólfs, segir ástæð- una einfalda: Veðrið. „Það er bara vont veður, fyrst og fremst. Mikil ölduhæð, þannig að það er ekki hægt að sigla inn í Landeyjahöfn,“ segir Hörður. Spurður hvernig staðan blasi við í þessari viku segir hann að það stefni í „nokkur leiðindi“ næstu daga en búast megi við að öldurnar lægi þegar líði á vikuna. ari@mbl.is Hörður Orri Grettisson hennar. Framleiðsla er í höndum Tré- sor Films en TrueNorth og Artémis Productions eru meðframleiðendur. Leifur er einn framleiðenda myndar- innar sem stefnt er að því að frum- sýna á kvikmyndahátíðinni í Cannes á næsta ári. Það er í mörg horn að líta hjá starfs- fólki TrueNorth þessa dagana því eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu standa nú yfir tökur á fjórðu þáttaröð sjónvarpsþáttanna TrueDetective hér. Tökulið verður hér í allan vetur og reiknað er með að heildarkostnaður við verkefnið verði um tíu milljarðar króna. Þá hafa tökur fyrir erlendar auglýsingar sem fyrirtækið aðstoðar við staðið yfir að undanförnu, meðal annars við Skógafoss. „Þetta er mjög spennandi verkefni enda er um að ræða einn fremsta leikstjóra og handritshöfund Frakka. Tökurnar hafa gengið mjög vel,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth. Í síðustu viku lauk tökum á stórri franskri kvikmynd hér á landi. Myndin kallast Soudain, seuls og leikstjóri og handritshöfundur er Thomas Bidegain. Tökudagar hér á landi voru vel yfir 30 samkvæmt upplýsingum blaðsins og fóru meðal annars fram við Jökulsárlón. Gerð kvik- my n d a r i n n a r hefur áður kom- ist í fréttirnar því henni var frestað fyrir rúmu ári þegar aðalleik- arinn heltist úr lestinni vegna ósættis við leik- stjórann. Þá átti Hollywood-stjarn- an Jake Gyllenhaal að fara með aðal- hlutverkið ásamt bresku leikkonunni Vanessu Kirby en þeim Gyllenhaal og Bidegain kom ekki saman. Áætl- unum var í kjölfarið breytt og er myndinni nú alfarið beint að frönsk- um markaði. Með aðalhlutverkin fara þau Gilles Lellouche og Mélanie Thierry. Í myndinni, sem byggð er á samnefndri bók eftir Autissier, segir frá pari sem verður strandaglópar á eyju í draumaferð sinni og verður að berjast fyrir lífi sínu. Þótt myndin sé ekki lengur með Hollywood-stimpil á sér er um stóra framleiðslu að ræða. Hermt er að framleiðslukostnaður sé um 3,5 millj- arðar króna og það er stórfyrirtækið Studio Canal sem sér um dreifingu lTrueNorth tekur þátt í framleiðslu stórrar franskrar kvikmyndarlYfir 30 tökudagar voru á Íslandi lJake Gyllenhaal átti að leika aðalhlutverkið en heltist úr lestinni eftir ósætti við leikstjórann í fyrra Frönsk stórmynd í tökum hér Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Tökur Frönsk mynd var meðal annars tekin við Jökulsárlón. Leifur B. Dagfinnsson Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu á laugardag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjavík. Samningurinn, sem undirritaður var í Ráðhúsi Reykjavíkur, kveður á um að Reykjavíkurborg taki, í samstarfi við stjórnvöld, á móti allt að 1.500 flótta- mönnum á tímabilinu 1. október 2022 til 31. desember 2023 og að flóttafólk fái samfellda og jafna þjónustu. Í samningnum er lögð áhersla á nauðsynlega aðstoð við fólk til að vinna úr áföllum og að það fái „tæki- færi til virkrar þátttöku í samfé- laginu“, svo sem með atvinnu, námi á borð við íslenskukennslu og sam- félagsfræðslu, að því er segir í til- kynningu frá borginni en samræmda móttakan nær til fólks sem fengið hef- ur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. „Stórt skref hefur nú verið stig- ið í móttöku flóttafólks hér á landi. Samstarfið við Reykjavíkurborg hefur verið einstaklega gott og vert er að óska borginni til hamingju – og sömuleiðis óska borgarbúum til hamingju með þá góðu viðbót sem mannlífið í borginni nú fær,“ var haft eftir Guðmundi Inga í tilkynningunni og tók Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri undir. „Það er mjög jákvætt að samningar um móttökuna séu nú í höfn og að við stöndum saman um að bjóða flóttafólk og flóttabörn velkomin og vinnum að því að þau verði hratt og vel hluti af samfélaginu okkar hér í Reykjavík,“ sagði borgarstjóri. Eldri samningur Reykjavíkur- borgar við stjórnvöld um samræmda móttöku flóttafólks hljóðaði upp á móttöku 500 flóttamanna. lUndirritað á laugardaglÁhersla á þátttöku í samfélaginu Borg og ríki semja um mót- töku á 1.500 flóttamönnum Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Morgunblaðið/Óttar Samningur Dagur og Nichole takast í hendur undir vökulu auga Guðmund- ar í Ráðhúsinu á laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.