Morgunblaðið - 21.11.2022, Page 7

Morgunblaðið - 21.11.2022, Page 7
FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022 7 Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Opnir fundir fyrir landeigendur og aðra hagaðila 22. nóvember Hótel Laugarbakka, Miðfirði 20:00–21:30 23. nóvember Félagsheimilinu Blönduósi 16:30–18:00 Holtavörðuheiðarlína 3 Línulegt samtal Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum Holtavörðuheiðarlínu 3 milli Holtavörðuheiðar og Blöndu. Lagning línunnar er mikilvægur hlekkur í nýrri kynslóð byggðalína. Meginmarkmiðið er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggða á landinu. Með samráði og samtali við landeigendur og hagaðila, rannsóknum og greiningum verður farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum til að fá betri mynd af verkefninu, möguleikunum og hvernig línuleiðum verður háttað. Anna Sigga, Elín Sigríður, Erla, Magni, Steinunn og Sverrir bjóða ykkur hjartanlega velkomin á opna fundi um Holtavörðuheiðarlínu 3. Morgunblaðið/Óttar Minningardagur Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ogWillum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fluttu erindi og þökkuðu viðbragðsaðilum. Minntust fórnarlambanna lBanaslys á laugardag setti svip sinn á athöfnina Hópur fólks kom saman við þyrlu- pall Landspítalans í Fossvogi í gær, í tilefni alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Willum Þór Þórsson, heilbrigð- isráðherra, fluttu erindi. Þökkuðu þeir meðal annars viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun. Að því loknu hélt Jónína Snorra- dóttir ræðu, þar sem hún sagði frá banaslysi sem hún varð völd að í Vestmannaeyjum fyrir 30 árum síðan. Er dagurinn helgaður minningu þeirra sem látist hafa í umferðarslysum auk þess sem ætl- unin var einnig að leiða hugann að þeim ökumönnum sem verða sjálfir valdir að banaslysum eða öðrum alvarlegum slysum. „Margir þessara ökumanna er sjálfir bein fórnarlömb þessara slysa með þeim hætti að þeir létust eða slösuðust sjálfir. En þótt einhverjir þeirra hafi sloppið frá líkamstjóni eða dauða þá eru þeir einnig fórnarlömb. Það að verða þess valdur vegna misgánings, skorts á athygli eða einhvers annars að einhver slasast eða lætur lífið kallar yfir viðkom- andi ævarandi sorg, sjálfsásökun og vanlíðan sem markar framtíð þeirra. Þessu fólki má ekki gleyma,“ segir í tilkynningu frá Samgöngu- stofu. Boðið var upp á kaffi og kakó að loknum ræðum. Banaslys við Barónsstíg setti bersýnilega svip á athöfnina en fyrr um daginn hafði verið greint frá því að karlmaður á þrítugsaldri hefði látist þegar hann varð fyrir hópferðabíl á laugardagskvöldið. Alls hafa átta banaslys orðið í um- ferðinni það sem af er ári. Hagamýs í Eyjum Hin íslenska hagamús hefur numið land í Vestmanna- eyjum en fram til þessa hafði húsamúsin ein ráðið þar ríkjum. Nátt- úrufræðistofn- un Íslands tilkynnti þetta á vef sínum stuttu fyrir helgi, en grunur hefur leikið á því að hagamúsin væri komin til Eyja síðan stofnuninni bárust myndir af músum er veiddust þar í heimahúsi. Þótti þetta heyra til tíðinda þar sem bæði húsa- og hagamýs voru á myndunum. Stuttu síðar bárust aðrar fréttir af meintri hagamús í heimahúsi í Heimaey þann 26. október sl. Var hræið sent til Nátt- úrufræðistofnunar til greiningar og var grunurinn staðfestur; um fullorðna karlkyns hagamús var að ræða sem nú er varðveitt á vísindasafni stofnunarinnar. Líklegast er að hagamúsin hafi þó verið til staðar í Vestmanna- eyjum í nokkur ár. Ásmundur Ásmundsson meindýraeyðir í Eyjum heldur skrá utan um veidd nagdýr í Heimaey. Sam- kvæmt honum veiddist fyrsta hagamúsin árið 2020 á suður- hluta eyjarinnar og líklegt er að önnur hafi veiðst árið 2019. Er talið að hagamýs séu nú út- breiddar um alla eyjuna. Húsamýs hafa lifað í Eyjum frá landnámi án samkeppni við hagamýs í um þúsund ár. Er því komið upp einstakt tækifæri til að rannsaka samskipti tegund- anna tveggja. ari@mbl.is Hagamús hefur numið land í Eyjum. Niðurlag í grein um Biden féll niður Þau leiðu mistök voru gerð í grein um Joe Biden áttræðan í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins að síðasta línan féll brott og lesandinn skilinn eftir í fullkominni óvissu um niðurlagið. Beðist er velvirðingar á því, en rétt átti síðasta málsgreinin að vera svo: „Það verður ekki auðvelt fyrir Biden að fást við slíkar niðurstöður skoðanakannana ofan á glímuna við Elli kerlingu, sem aldrei fer nema á einn veg.“ Rangfærsla varðandi banaslys Ranghermt var í Morgunblaðinu á laugardag, í viðtali við Einar Magn- ús Magnússon hjá Samgöngustofu, þar sem vitnað var til erindis sem Jónína Snorradóttir flutti í gær á minningardegi fórnarlamba um- ferðarslysa, að í slysi í Vestmanna- eyjum fyrir 30 árum, að barn hefði hlaupið í veg fyrir bíl sem hún ók og það verið orsök banaslyss. Rétt er að ekið var á barnið og móður þess þar sem þau gengu saman út á gangbraut en ökumaður tók ekki eftir þeim. Sökin var ekki barnsins. Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu, sem byggðist á misskilningi talsmanns Samgöngu- stofu. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.