Morgunblaðið - 21.11.2022, Qupperneq 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022
Dalvegur 30
www.ithaka.is • Lyngháls 4 • s: 595 7800
Verslunar- skrifstofu- og
þjónustuhúsnæði í uppbyggingu
Nokkur laus rými
www.z.is
525 8200
Faxafeni 14, 108 Rvk
GJAFAVARA FRÁ
LAURA ASHLEY
ER TILVALIN JÓLAGJÖF
Malasía varð því niðurstaðan,
segir Viktor.
Formlega tekur Viktor við
embætti heimsforseta um ára-
mótin næstu af Argenis Angulo
frá Venúsúela. Margt í forystu-
starfinu verður kunnuglegt því
árið 2017 var Viktor einn af 16
varaheimsforsetum.
„Á heimsvísu skiptist JC upp í
fern álfusamtök; það er Evrópa,
Asía, Afríka ogMið-Austurlönd og
Ameríka er í þeim fjórðu. Áhersl-
ur JCI árið 2023 eru valdefling,
nýsköpun og fjölbreytileiki. Með
þennan boðskap heimsæki ég sam-
tök og félög víða um heim á næstu
mánuðum. Vegferðinni lýkur svo
á heimsþingi í Sviss að ári. Sá tími
verður efalaust fljótur að líða og
ég hlakka til þeirra verkefna sem
nú eru fram undan og veröldin öll
er undir þar,“ segir Viktor Ómars-
son að síðustu.
„Ungt fólk þarf og verður að láta
til sín taka í ákvörðunumum
framtíðina. Til þess fæst þjálf-
un í félagsstarfi okkar sem er
fjölbreytt, áhugavert og stækkar
veröld þeirra sem blanda sér í
leikinn,“ segir Viktor Ómarsson
sem á dögunum var kjörinn heims-
forseti JC-hreyfingarinnar. Hann
hefurmörg ár verið virkur í starfi
JC-Íslands og valdist fjótt til trún-
aðarstarfa þar, meðal annars sem
landsforseti árið 2012. Í framhaldi
af því komu verkefni og trúnaðar-
störf á alþjóðlega vísu.
„Eitt af því ánægjulegasta sem
fylgir þessu starfi er að fá tæki-
færi til ferðalaga og að kynnast
fólki víða umheim. Fréttir frá
einstaka löndum rifja upp að þar
þekki maður fólk og viti hverjar
aðstæður þess eru. Þetta finnst
mérmjög dýrmætt,“ segir Viktor.
JCI (Junior Chamber Inter-
national) er, eins og segir í
kynningum, alþjóðleg hreyfing
fyrir ungt fólk á aldrinum 18-40
ára sem hefur áhuga ogmetnað
til að efla hæfileika sína og hafa
jákvæð áhrif á umhverfi sitt.
Kjarni starfsins er að efla fólk
með námskeiðum, verkefnum og
nefndarstörfum til að takast á við
við stjórnun og ábyrgð í athafna-
lífi og félagsstarfi.
Störf og reynsla
Í dag starfar JC-hreyfingin í alls
110 löndumheimsins, aðildarfélög-
in eru um 5.000 og félagsmenn um
160 þúsund. Höfuðstöðvarnar eru
í Saint Louis íMissouri í Banda-
ríkjunum og þar var hreyfingin
stofnuð árið 1915. „Ungt fólk vildi
komast til áhrifa; þurfti reynslu til
að fá störf og aftur öfugt. Niður-
staðan var sú að stofna félög þar
sem fólk gæti eflt sig í félagslegri
reynslu og fengið þjálfun í því að
koma fram og láta til sín taka.
Boltinn fór að rúlla og boðskapur-
inn náði í gegn svo úr varð lands-
hreyfing í Bandaríkjunum sem í
fyllingu tímans náði til heimsins
alls,“ segir Viktor Ómarsson.
Við upphaf háskólanáms fyrir
um fyrir um tuttugu árumhóf
Viktor starf með JC Íslandi. „Ég
fór að kynnamér hvað væri í boði.
Mér fannst gaman að kynnast
fundarsköpum og hvernig standa
skuli að umræðum svo árangurs-
ríkar verði. Formfesta ermik-
ilvæg í öllum félagsstörfum og
þegar skapa á vettvang til að koma
af stað jákvæðum breytingum í
veröldinni,“ segir Viktor.
Fjölbreytileiki, bræðralag og
að lög skuli ráða en ekki vilji
einstakramanna. Þetta erumikil-
væg gildi í starfi JC International
semViktor telurmikilvægt að
halda hátt á lofti nú. Öfgahyggja,
umhverfisvá og Evrópustríð hafi
gjörbreytt heimsmyndinni á síð-
ustumánuðum. Eins sú staðreynd
að tugirmilljóna í heiminum séu á
flótta, en slíkt kalli á nýja nálgun á
mörgum sviðum.
Valdefling og nýsköpun
„Eins og nú háttar í veröldinni
þarf að bryggja brýr en ekki reisa
veggi. Slíkur er boðskapur okkar
í JC og að slíku viljum við stuðla.
Skapa vettvang sem kemur góðu
til leiðar, hvar viðminnum okkar
fólk á að réttindi og skyldur hald-
ast jafnan í hendur,” segir Viktor
sem nú er floginn utan til verkefna
og starfa. Verður næstu vikur á
fundum og við námskeiðahald í
Malasíu, en hreyfingin er einmitt
mjög öflug þar. Raunar ætlar Vikt-
or að dveljast alveg fram yfir nýár
íMalasíu, þangað sem formenn
landssamtaka JC víða úr heim-
inum koma til fundar í janúar
næstkomandi. Gjarnan hafa fund-
ir hreyfingarinnar á heimsvísu
verið haldnir í Bandaríkjunum,
en nú eru þaumörgum lokuð þar
sem vegabréfsáritanir fást ekki.
Byggja brýr
í veröldinni
AFP/Mohd Rasfan
AsíaMannsandinn er yfirleitt svipaður þótt aðstæður séu ólíkar. Viktor er
nú í Malasíu þar semmyndin var tekin við kjörstað nú um helgina.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Veröld Skapa vettvang sem kemur góðu til leiðar, hvar við minnum okkar fólk á að réttindi og skyldur haldast
jafnan í hendur,” segir Viktor Ómarsson um þau verkefni sem nú eru fram undan á vettvangi JC á heimsvísu.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ungt fólk í félagsstarfi mótar framtíðina, segir Viktor Ómarsson, nýr heimsforseti JC-hreyfingarinnar
Hver er hann?
#Viktor Ómarsson er fæddur
árið 1983 og ólst upp í Borgar-
nesi. Hann nam stjórnmálafræði
og viðskiptafræði í Háskóla
Íslands og aflaði sér síðan
meistaragráðu í reikningshaldi
og endurskoðun. Er fram-
kvæmdastjóri Fylgis, sem býður
upp á bókhaldsþjónustu og fjár-
málastjórn. Starfar einnig sem
leiðbeinandi og markþjálfi.
#Á vettvangi JCI hefur Viktor
gegnt mörgum embættum.Var
formaður vaxtar- og þróunarráðs
JCI Evrópu 2016, sem vinnur að
stofnun nýrra landshreyfinga.
#Starfaði síðan sem varaheims-
forseti árið 2017, með umsjón
með JCI Þýskalandi, Austurríki,
Hollandi, Sviss og Belgíu.
#Árið 2019 sinnti hann síðan
hlutverki framkvæmda-vara
heimsforseta (EVP) með umsjón
með Evrópu.
Margir voru viðstaddir opnun
Svanhildarstofu Hælisins í gær
á 108. afmælisdegi Svanhildar
Ólafsdóttur Hjartar, móður Ólafs
Ragnars Grímssonar, fyrrverandi
forseta Íslands. Ólafur las upp úr
bók sinni, Bréfin hennar mömmu,
sem kom út nýverið.
Ólafur las upp í
Svanhildarstofu
Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson
Upplestur Ólafur Ragnar og afkom-
endur hans í Svanhildarstofu í gær.