Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 13
FRÉTTIR Erlent 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022 krokur.is 522 4600 Taktu Krók á leiðarenda Krókur er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. á þinni leið Vesturhraun 5, 210 Garðabær Mörg þúsund manns tóku þátt í mótmælum í höfuðborg Svartfjallalands fyrir helgi og kölluðu eftir þingkosningum og afturköllun á umdeildum lögum semminnkuðu völd forsetans í miðri stjórnarkreppu í landinu. Mótmælin voru skipulögð af baráttuhópnum „Ima nas“, sem væri hægt að þýða á íslensku sem „Við erummörg“. Mótmæl- endurnir hópuðust saman fyrir framan þinghúsið og kröfðust kosninga. Þetta eru önnur slík mótmælin í þessummánuði. Pólítískur órói hefur ríkt í Svartfjallalandi um nokkurn tíma og í ár hafa tvær ríkis- stjórnir fallið í landinu. Íbúar Svartfjallalands eru um 620 þúsund en landið lýsti yfir sjálfstæði árið 2006 frá Serbíu. Um þriðjungur íbúa telja sig serbneska og telja sumir að Svartfjallaland ætti ekki að vera sjálfstætt ríki. Órói í Svartfjallalandi og íbúar kalla eftir þingkosningum AFP/Savo Prelevic Þúsundir mótmæltu Fimm látnir eftir skotárás í BNA lHatursglæpur gegnhinsegin fólki Hið minnsta fimm eru látnir og 18 til viðbótar særðir eftir skotárás á næturklúbbi hinsegin fólks aðfaranótt sunnudags í borginni Colorado Springs í Bandaríkjun- um. Árásin átti sér stað er gestir staðarins fögnuðu alþjóðlegum minningardegi trans fólks, sem er haldinn ár hvert, 20. nóvember, til þess að minnast trans fólks sem hefur látið lífið í hatursglæpum gegn trans fólki. Þessi skotárás er ekki einsdæmi, en síðasta áratug hefur fjöldi skot- árása í Bandaríkjunum beinst gegn hinsegin fólki. Sú mannskæðasta átti sér stað í Orlando 2016 þegar 53 létu lífið í skotárás á Pulse, næt- urklúbbi fyrir hinsegin fólk. Yfirbuguðu árásarmanninn Lögreglunni var tilkynnt, laust fyrir miðnætti, um skotárás á næt- urklúbbnum Club Q. Anderson Lee Aldrich, 22 ára karlmaður, situr í varðhaldi grunaður um voðaverk- ið. Í tilkynningu frá næturklúbbn- um segir að samfélagið sé harmi slegið yfir þessari árás á hinsegin fólk og þakkar klúbburinn gestum sem yfirbuguðu árásarmanninn. Að sögn vitna hóf Aldrich skothríð um leið og hann komst inn á staðinn. Að minnsta kosti tvær manneskjur áttu í átökum við hann og yfirbuguðu hann að lokum inni á staðnum. Talið er að Aldrich hafi verið vopnaður riffli. Gríðarlegur viðbúnaður var við staðinn í kjölfar árásarinnar en 34 slökkviliðsmenn og ellefu sjúkrabílar voru kallaðir til auk lögreglu. Skotárásir í Bandaríkjunum eru stórt vandamál, en í ár hafa þar í landi átt sér stað 600 skotárásir þar sem fleiri en fjórir hafa látið lífið. logis@mbl.is AFP/Jason Connolly Árás Samfélagið í Colorado Springs er harmi slegið eftir árásina í gær. magnslínu sem sér hluta af ver- inu fyrir rafmagni. Bygging sem inniheldur kjarnorkueldsneyti var meðal þeirra sem rafmagnsleysið náði til. Stuttu eftir yfirlýsingu Rússa gaf úkraínska kjarnorkustofnunin út þá yfirlýsingu að Rússar stæðu á bak við sprengjuárásirnar. Samkvæmt stofnuninni hæfðu tólf sprengjur svæðið sem kjarnorkuverið stendur á og sökuðu talsmenn stofnunar- innar Rússa um það enn og aftur að stofna heimsbyggðinni í hættu með sprengjuárásum sínum á verið. Rafael Grossi, yfirmaður hjá kjarn- orkustofnun Sameinuðu þjóðanna, segir fréttirnar af sprengjuárásum á verið valda sér miklum áhyggjum og að árásirnar séu óásættanlegar. Hann bætir þó við að skemmdir á kjarnorkuverinu séu ekki miklar. Sprengjuárásirnar um helgina marka endalok á nokkuð friðsælu tímabili í kringum kjarnorkuverið. Sameinuðu þjóðinnar hafa kallað eftir aðgerðum til þess að koma í veg fyrir kjarnorkuslys. Mikil spenna ríkir í Rússlandi eftir að myndbönd af úkraínskum hermönnum að drepa rússneska stríðsfanga fóru sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum þar í landi. Yfir- völd í Úkraínu þvertaka fyrir þetta og segja að í myndbrotinu megi sjá rússneska hermenn þykjast gefast upp og svo hefja skothríð þegar Úkraínuher hafði lagt niður vopnin. Vegna þessa sé ekki hægt að tala um aftökur stríðsfanga. Yfirvöld í Úkraínu og Rússlandi skiptust á að kenna hvor öðrum um sprengjuárásir á kjarnorkuver- ið Saporisjía, stærsta kjarnorkuver Evrópu, um helgina. Kjarnorkuver- ið er undir stjórn Rússa en það er staðsett í suðurhluta Úkraínu. Sér- fræðingar frá Sameinuðu þjóðunum, sem staddir eru í verinu, segja að kröftugar sprengjur hafi hæft verið. Í yfirlýsingu Rússa er Úkraínu- her sakaður um að ögra Rússum og auka líkurnar á stórslysi af manna- völdum. Þrátt fyrir sprengjuregnið er geislavirkni á svæðinu ekki yfir hættumörkum. Sprengjurnar eru sagðar hafa hæft og eyðilagt raf- Sprengjumrigndi yfir Saporisjía lRússar og Úkraínumenn kenna hvorir öðrum umlYfirmaður hjá SÞ segir sprengjuárásirnar á kjarnorkuverið óásættanlegarlSegja Rússa stofna heimsbyggðinni í hættul12 sprengjur hæfðu verið Logi Sigurðarson logis@mbl.is AFP/Stringer Innrás Rússa í ÚkraínuKjarnorkuverið Saporisjía er það stærsta í Evrópu. Það er á valdi Rússa en kjarnorkuverið er staðsett í suðurhluta Úkraínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.