Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Nýir bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Onyx black/svartur að innan. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleira. Heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga, toppljós. 2023 GMC Denali 2500HD VERÐ 16.730.000 m.vsk Án vsk. 13.492.000 Litur: Iconic Silver/svartur að innan. 475 hö, 1050 pund tog og 10 gíra sjálfskipting. Innifalið í TREMOR-pakki. Topplúga, Quad Beam LED ljós, heithúðaður pallur, húdd- hlíf. Lariat Sport útlitspakki með meðal annars samlitað grill. Ultimate pakki sem innheldur meðal annars lyklalaust aðgengi, start og fjarstart og tröppu í hlera. Heithúðaður pallur, quad beam LED aðalljós, 360 myndavélakerfi með back up assist. 2022 Ford F-350 Tremor Lariat Sport VERÐ 18.490.000 m.vsk Án vsk. 14.900.000 Fáðu meira út úr eigninni Greenkey sjálfvirknivæðir og hagræðir alla þætti í rekstri gististaða • Hótel og gistiheimili • Íbúðaklasar • Íbúðir • Sumarhús • Síma- þjónustuver og bakvakt • Þrif og þvottur Ármúli 21, Reykjavik • Sími 519 8989 • greenkey.is Alhliða rekstrarþjónusta fyrir gististaði Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Fyrsti áfangi í upp- byggingu nýrrar kyn- slóðar byggðalínu er hafinn með undirbún- ingi og fram- kvæmdum 220 kV há- spennulínu sem liggja mun á milli Hval- fjarðar og Fljótsdals. Um er að ræða fimm línufram- kvæmdir ásamt bygg- ingu nokkurra tengivirkja. Kröf- lulína 3 sem og Hólasandslína 3 hafa nú þegar verið spennusettar. Beðið er álits Skipulagsstofnunar á umhverfismatsskýrslu vegna Blöndulínu 3. Verið er að vinna að mati á umhverfisáhrifum á Holta- vörðuheiðarlínu 1 sem liggur á milli Hvalfjarðar og Holtavörðu- heiðar og nú er hafinn undirbún- ingur að línu á milli Holtavörðu- heiðar og Blöndu og er þá komin samfelld tenging á milli suðvest- urhornsins og Austurlands. Holtavörðuheiðarlína 3 Holtavörðuheiðarlína 3 mun liggja frá nýju tengivirki á Holta- vörðuheiði að Blöndu og fer línan í gegnum tvö sveitarfélög, Húna- þing vestra og Húnabyggð. Línu- leiðin hefur ekki verið valin en nokkrir kostir hafa verið skoðaðir og eru tvenns konar. Annars veg- ar eru valkostir meðfram núver- andi línustæði frá Holtavörðuheiði að Blöndu og hins vegar valkostir yfir heiðarnar milli fyrirhugaðs tengivirkis á Holta- vörðuheiði og Blöndu. Verkefnaráð og opnir fundir með landeigendum og íbúum Í ferlinu sem er fram undan er lögð áhersla á að eiga sam- tal við hagsmunaaðila og verður m.a. stofn- að verkefnaráð Holta- vörðuheiðarlínu 3 sem í sitja fulltrúar frá sveitarfélögum, atvinnuþróunar- félögum, fræðasamfélaginu og fleirum. Fyrsti fundur verkefna- ráðs verður haldinn nú 22. nóvem- ber. Samhliða er boðað til opinna funda fyrir landeigendur og aðra hagsmunaaðila. Í gegnum samráð, samtal og rannsóknir verður farið í gegnum greiningu á vali á línu- leið og mat á umhverfisáhrifum. Þannig fæst betri mynd á hvert umfang verkefnisins er og hvað er hægt að gera og m.a. hvar og hvernig línuleiðinni verður háttað. Mat á umhverfisáhrifum Lagning Holtavörðuheiðarlínu 3 fellur í A-flokk framkvæmda, sem háður er mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. Fyrsta skrefið í því ferli er gerð tillögu að matsáætl- un. Þar mun koma lýsing á fram- kvæmdinni, hvernig fyrirhugað er að meta umhverfisáhrif hennar og kynntir verða kostir sem áætlað er að taka til mats og rökstuðn- ingur fyrir því vali. Unnið verður með verkefnaráði, landeigendum og öðrum hags- munaaðilum á svæðinu í greiningu á hugsanlegum valkostum áður en þeir verða lagðir fram í endanlegri tillögu að matsáætlun. Á heima- síðu Landsnets er sérstakt svæði helgað framkvæmdinni Holta- vörðuheiði – Blanda og má nálgast það frá tenglinum „Fram- kvæmdir“ á heimasíðunni, lands- net.is. Þar má finna allt um fundi verkefnaráðs sem og upplýsingar um fundi með landeigendum. Þú getur haft áhrif Við hvetjum íbúa á svæðinu, sem og aðra sem áhuga hafa, til að taka þátt, senda inn ábend- ingar, mæta á opna fundi sem haldnir verða og taka þátt í sam- tali og samráði með okkur. Það skiptir máli fyrir samfélagið að sem best sátt náist um uppbygg- ingu línunnar sem er ætlað að vera hluti af nýrri kynslóð bygg- ðalínu sem fleytir okkur inn í framtíðina. Samtal og samráð um uppbyggingu Holtavörðuheiðarlínu 3 Elín Sigríður Óladóttir » Holtavörðuheiðar- lína 3 mun liggja frá nýju tengivirki á Holtavörðuheiði að Blöndu og fer línan í gegnum tvö sveitar- félög. Elín Sigríður Óladóttir Höfundur er samráðsstjóri Landsnets. elins@landsnet.is Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.