Morgunblaðið - 21.11.2022, Síða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022
✝
Ingiríður
Árnadóttir,
alltaf kölluð Inga,
fæddist í Reykja-
vík 5. mars 1932.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 7. nóvember
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Solveig Ein-
arsdóttir, f. 1899,
d. 1995, og Árni J. Árnason, f.
1896, d. 1949, húsgagnasmíða-
meistari í Reykjavík. Systkini
Ingu eru Steinunn, f. 1929, d.
2021, Guðrún Lilja, f. 1934,
Árni Jón, f. 1939, d. 2022, og
Brynhildur Erna, f. 1943.
Hinn 25. ágúst 1951 gekk
Inga í hjónaband með Sigurði
Markússyni, f. 1929, d. 2011.
Foreldrar hans voru Ása Guð-
brandsdóttir, f. 1903, d. 1972,
og Vilhjálmur Björgvin Guð-
mundsson, f. 1907, d. 1963.
Ingu og Sigurði varð fjögurra
barna auðið: 1) Hrafnhildur
verslunarkona, f. 1952, d. 2002.
Eftirlifandi eiginmaður hennar
er Antoníus Þ. Svavarsson, fv.
flugvélstjóri, f. 1949, og eru
börn þeirra: a) Inga Rós, f.
1978. Maður hennar er Hjörtur
Smárason og eru börn þeirra:
Antoníus Smári, f. 1994, Saga
kennara, f. 1964, eru: a) Sig-
urður Ingi, f. 1991, kvæntur
Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur
og eru þeirra synir Valgeir
Hugi, f. 2019, og Heiðar Högni,
f. 2022. b) Valgeir Daði, f.
1993, í sambúð með Álfheiði
Erlu Guðmundsdóttur, og eiga
þau soninn Unnstein Emil, f.
2022. c) Birkir Atli, f. 1999.
Inga og Sigurður hófu bú-
skap á Mánagötu 24 en réðust
fljótlega í að byggja hús með
vinafólki sínu á Rauðalæk 44.
Árið 1959 urðu miklar breyt-
ingar á högum þeirra þegar
Sigurður var ráðinn til starfa
erlendis um átta ára skeið á
vegum Sambands íslenskra
samvinnufélaga, fyrst í Ed-
inborg, svo í London og að lok-
um í Hamborg. Inga helgaði
starfskrafta sína heimilinu og
fjölskyldunni. Hún studdi alla
tíð við bakið á Sigurði og þóttu
þau einstaklega samhent hjón.
Þegar Inga var komin yfir
miðjan aldur helgaði hún
krafta sína verslunarrekstri
dóttur sinnar, hjá Hrafnhildi.
Inga naut sín í afgreiðslu og
næmt auga hennar fyrir tísku
og góðum fatnaði nýttist vel í
innkaupaferðum erlendis fyrir
verslunina. Inga starfaði í
versluninni til 83 ára aldurs og
fór í sína síðustu innkaupaferð
85 ára gömul.
Jarðarför Ingu fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 21. nóv-
ember 2022, klukkan 13.
Ýrr, f. 1996,
Hrafnhildur María,
f. 2002, Katla
Katrín, f. 2005, og
Jökull Logi, f.
2008. b) Ása Björk,
f. 1980. Börn henn-
ar með fyrrverandi
sambýlismanni sín-
um, Sigurði T. Val-
geirssyni, eru
Hrafnhildur, f.
2009, Arnar Ingi, f.
2011, og Sigurður Markús, f.
2014. c) Bragi Þór, f. 1985,
kvæntur Dagnýju Fjólu Jó-
hannsdóttur og eru synir
þeirra: Hlynur Hugi, f. 2013,
Logi Hrafn, f. 2016, og Haukur
Leó, f. 2021. 2) Guðríður Stein-
unn píanóleikari, f. 1956; dóttir
hennar er Valdís Guðrún Greg-
ory, f. 1985, faðir: William D.
Gregory, tónlistarmaður, f.
1955. 3) Guðbrandur fram-
kvæmdastjóri, f. 1961, kvæntur
Rannveigu Pálsdóttur lækni, f.
1961, og eru börn þeirra: a)
Anna Katrín, f. 1986, sambýlis-
maður: Rasmus Kristensen b)
Ragna Kristín, f. 2000, unnusti:
Tómas Jökull Thoroddsen c)
Ingi Hrafn, f. 2003. 4) Einar,
tónlistar- og hljóðupptöku-
maður, f. 1963. Synir hans með
fyrrverandi eiginkonu sinni,
Elfu Lilju Gísladóttur tónlistar-
Elsku Inga mín er flogin með
englum.
Eftir sitjum við, sem vorum í
hennar innsta hring og áttum
hana að, og hjartað er fullt af
þakklæti fyrir gjafirnar og liðnu
stundirnar. Hún var einstök og
dásamleg tengdamóðir, amma og
langamma drengjanna minna og
ekki síst vinkona okkar allra.
Þakklætið lifir og minningin
um alltumvefjandi, ástríka og
áhugasama manneskju sem var
alltaf til staðar fyrir fólkið sitt.
Ég veit að hún var sátt og ró-
leg þegar hún kvaddi. Hún sagði
okkur það og ég fann það svo
sterkt þegar ég faðmaði hana í
hinsta sinn. Orð hennar óma svo
hlý í hugskotinu. Mér líður vel,
sagði hún. Ég er róleg, allt er
gott og mér þykir svo vænt um
þig. Það voru okkar síðustu sam-
skipti þegar dró að kveðjustund
og fyrir þessa stund er ég ævin-
lega þakklát.
Ég minnist hennar sem glæsi-
legu, brosmildu og góðu Ingu
sem elskaði fólkið sitt svo ofur-
heitt.
Hvíl í friði.
Elfa Lilja
Gísladóttir.
Elsku yndislega Inga amma
mín er nú látin eftir langa og
góða ævi. Hún var í senn
hjartahlý, glæsileg og skemmti-
leg kona sem gerði allt fyrir fjöl-
skylduna sína og mátti ekkert
aumt sjá. En amma var líka
hörkudugleg og það lýsir því vel
hvað hún var mikið hörkutól að
hún vann í búðinni Hjá Hrafn-
hildi langt inn á níræðisaldurinn
og var þar alltaf vinsælasti
starfsmaðurinn. Það var alltaf
gott að tala við hana og hún gaf
mér mörg góð ráð í gegnum tíð-
ina, til dæmis um ástina og vin-
áttu en amma var með einstakt
jafnaðargeð og sagði hún mér að
passa mig að fara aldrei ósátt að
sofa og vera ekki langrækin. Við
amma áttum líka sameiginlegt
áhugamál í fatakaupum og tísku
og við elskuðum báðar glimmer,
bleikan og allt gulllitað. Amma
var mikil tískudrós og þótti mér
alltaf gaman að koma í nýjum
fötum, sem vöktu mismikla lukku
heima hjá mér, til hennar því
henni fannst alltaf gaman að sjá
það sem ég hafði keypt mér nýtt
og ræða um nýjustu tísku. Amma
var líka mikill „royalisti“ og vissi
allt um konungsfjölskyldur Evr-
ópu og voru þær bresku og
dönsku í uppáhaldi. Það var fátt
skemmtilegra en að ræða við
ömmu um þessi mál og eyddum
við mörgum eftirminnilegum
stundum í það.
Amma mín, ég mun sakna þess
að hitta þig ekki í bakarísmat og
möndluköku hverja helgi og
spjalla við þig um daginn og veg-
inn. Ég veit að Siggi afi tekur vel
á móti þér hvar sem þú ert og
hver veit nema þú hittir Elísa-
betu drottningu líka! Takk fyrir
alla hlýjuna sem þú hefur sýnt
mér síðustu 22 árin. „Love you“
amma mín, þangað til næst.
Ragna Kristín
Guðbrandsdóttir.
Í dag kveðjum við ömmu mína
sem var samt svo miklu meira en
bara amma mín. Það er erfitt að
setja saman texta sem lýsir okk-
ar sambandi. Heimili ömmu og
afa var alltaf eins og mitt annað
heimili og bjuggum við mæðg-
urnar hjá þeim í Kjalarlandi
fyrstu mánuði ævi minnar.
Heimili ömmu var einstaklega
fallegt og lagði hún mikið upp úr
því að hafa fínt í kringum sig.
Hún var einnig alltaf snyrtileg
til fara og tók það ekki í mál að
fara út úr húsi án þess að hafa
sett á sig varalit, jafnvel þó hún
væri bara að skreppa út í bílskúr.
Amma var með glæsilegri konum
og hafði næmt auga fyrir tísku.
Ég held að það séu ekki margir
sem geta farið í fataskápinn hjá
ömmu sinni þegar þá vantar að fá
eitthvað lánað.
Þegar ég var yngri var amma
iðulega að baka. Mér fannst svo
spennandi að fá að hjálpa henni
með smákökubaksturinn fyrir
jólin. Á aðventunni var ég oft
vakin með heitu kakói og smá-
kökum. Ég er þakklát fyrir að
hafa erft áhugann á bakstri frá
ömmu og við áttum það sömuleið-
is sameiginlegt að njóta þess að
skreyta um jólin. Margt af mínu
jólaskrauti hef ég fengið að gjöf
frá ömmu í gegnum árin. Það var
síðan alltaf hápunkturinn í des-
ember að skreyta jólatréð heima
hjá ömmu og afa inni á Kjalar-
landi. Jólin verða öðruvísi núna í
ár þar sem ég hef alltaf verið með
ömmu á aðfangadagskvöld nema
tvisvar þegar ég var erlendis.
Þau voru mörg stóru matar-
boðin sem amma sá um, hvort
sem það var fyrir fjölskylduna
eða vegna vinnunnar hans afa.
Það var aðdáunarvert hversu
auðvelt það var fyrir hana að
taka á móti stórum hópum. Gest-
ir hvaðanæva úr heiminum dá-
sömuðu lambalærið hennar
ömmu og sérrí-ísinn.
Það eru ekki margir sem
myndu trúa því en amma mín var
mikill aðdáandi íslenska karla-
landsliðsins í handbolta. Frá því
ég var lítil horfðum við saman á
flesta landsleiki í sjónvarpinu og
amma hvatti sína stráka áfram af
miklum krafti.
Þegar ég var rúmlega tveggja
ára, fór ég í mína fyrstu utan-
landsferð með ömmu og afa,
fyrstu ferðina af fjölmörgum. Ég
á minningar með þeim frá mörg-
um ferðum í Þýskalandi og frá
Skotlandi, Englandi og Dan-
mörku. Ég átti líka yndislegan
tíma þegar amma heimsótti mig
til Bandaríkjanna og mér þykir
svo vænt um hvað við áttum
skemmtilegar stundir í Wash-
ington, Hartford og Boston. Síð-
asta utanlandsferð ömmu var
innkaupaferð fyrir verslunina
Hjá Hrafnhildi sumarið 2017. Ég
verð ævinlega þakklát fyrir að
hafa verið boðið að hitta ömmu
og Ásu Björk og vera með þeim á
sýningunni í Düsseldorf.
Ég á ömmu minni svo ofboðs-
lega mikið að þakka, allt frá því
að hún var viðstödd fæðingu
mína.
Elsku amma. Stelpan þín, eins
og þú kynntir mig alltaf fyrir
fólki, á eftir að sakna þín.
Valdís.
Allt frá því ég man eftir mér
var amma númer eitt í mínu lífi
og þannig var það alla tíð. Á milli
okkar var sérstakur strengur og
það leið varla sá dagur sem við
hittumst ekki eða töluðum saman
í síma. Þegar ég var lítil stelpa
vissi ég ekkert betra en að fá að
kúra á milli hjá ömmu og afa.
Þegar ég stækkaði var notalegt
að sitja með ömmu við eldhús-
borðið í Kjalarlandi og fá kakó-
súpu eða kvöldkaffi og spila
rommí, en amma kunni svo sann-
arlega að dekra við fólkið sitt.
Kjalarlandið var alltaf fasti
punkturinn í tilverunni og ég er
þakklát fyrir að hafa fengið tæki-
færi að búa mér og börnum mín-
um heimili þar eftir að amma og
afi fluttu í fallegu íbúðina sína á
Sléttuvegi. Á Kjalarlandinu eru
góðar minningar í hverju horni
og var það mér hjartans mál að
halda í sál hússins þegar ég fór í
endurbætur. Þó amma hafi verið
komin hátt á níræðisaldur, var
hún minn helsti ráðgjafi þegar
kom að því að velja gólfefni, inn-
réttingar og húsgögn enda mikil
smekkkona. Amma var dama alla
leið og var alltaf glæsileg til fara
svo eftir var tekið. Ekki síður
hafði hún fallega útgeislun og
hlýja nærveru sem gerðu það að
verkum að hún laðaði fólk að sér.
Þessir miklu persónutöfrar og
smekkvísi nýttust ömmu vel í
starfi verslunarkonu hjá Hrafn-
hildi en þar starfaði hún í yfir 20
ár. Amma brann fyrir starfið og
var afburðasölukona. Ég er
þakklát að hafa fengið að starfa
við hlið ömmu og hafa notið þess
að fara með henni á vörusýningar
erlendis tvisvar á ári, alveg þar
til amma varð 85 ára. Þeir sem
hafa farið á slíkar sýningar vita
að þær krefjast mikillar orku og
úthalds en amma var alltaf hress-
ust í lok dags og vippaði sér í mis-
munandi dress við komuna upp á
hótel, til að velja föt morgun-
dagsins. Þannig var amma; hún
var alltaf að og henni féll aldrei
verk úr hendi. Ég dáðist að þess-
ari óþrjótandi orku sem hún bjó
yfir. Amma var líka töffari og
vissi nákvæmlega hvernig hún
vildi hafa hlutina og gaf ekki af-
slátt af því. Hún var með létta
lund og það var gaman að vera í
kringum ömmu enda heimilið
hennar ávallt gestkvæmt. Amma
hugsaði vel um fjölskylduna sína
og hafði óbilandi trú á sínu fólki.
Hún hafði metnað fyrir okkar
hönd og hvatti okkur áfram í
þeim verkefnum sem við tókum
okkur fyrir hendur. Ég get ekki
talað um ömmu án þess að minn-
ast á afa því þau voru órjúfanleg
heild alla tíð. Þau áttu svo fallegt
samband þar sem virðing og
væntumþykja skein í gegn alla
daga, ég hefði ekki getað átt
betri fyrirmyndir í lífinu. Börnin
mín fóru á mis við mikið að fá
ekki að kynnast ömmu Hrafn-
hildi en amma Inga sá til þess að
þau ættu dásamlega ömmu. Fyr-
ir það verð ég ævinlega þakklát
því ég veit hvað það er mikil gjöf
að eiga góða ömmu. Að lokum vil
ég þakka Gurrýju fyrir að hafa
hlúð vel að ömmu undanfarin ár
og gert henni kleift að búa heima.
Elsku amma, þú verður alltaf í
hjarta mér. Hvíl í friði.
Þín
Ása Björk.
Elsku amma. Við erum sorg-
mædd yfir því að hitta þig ekki
aftur en við eigum svo margar
fallegar minningar sem við
geymum í hjörtum okkar. Öll
skiptin sem þú bauðst okkur að
koma í lambalæri og brúnaðar
kartöflur á Sléttuveginn og feng-
um svo ís í eftirrétt og jafnvel
nokkra ef þú fékkst að ráða. Það
var alltaf veisla hjá þér enda
margir sem komu að heimsækja
þig. Það var gaman að fá að koma
ein til þín og spila Memory eða
Lúdó og þú gerðir svo góðar
pönnukökur og gafst bestu knús-
in. Það verður skrítið að halda
ekki jól með þér en það var alltaf
ævintýralegt að fá að skreyta
jólatréð þitt á aðventunni. Þú átt-
ir heimsins fallegasta jólaskraut-
ið og við nutum þess að heyra
sögurnar á bak við hverja og eina
kúlu sem við hengdum á tréð. Við
erum þakklát fyrir að hafa átt þig
sem ömmu en þú varst engin
venjuleg amma. Þú varst alltaf
svo hress, í flottum fötum og vild-
ir gera allt fyrir börnin þín eins
og þú kallaðir okkur. Við vitum
að núna ertu komin til afa Sigga
og ömmu Hrafnhildar sem þú
saknaðir svo mikið.
Við elskum þig og þökkum þér
fyrir allt.
Hrafnhildur,
Arnar Ingi og
Sigurður Markús.
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég minnist elsku Ingu
ömmu.
Þakklæti fyrir að hafa fengið
að njóta kærleika hennar og sam-
fylgdar svona lengi og fyrir það
fallega líf sem hún og afi áttu
saman.
Sem barn bjó ég lengi í Kúveit
og Þýskalandi og báru samskipti
okkar og samvera þess skýr
merki. Í stað þess að fara í læri
til ömmu og afa á sunnudögum
skiptumst við á kassettum sem
við töluðum inn á og sendum okk-
ar á milli. Þar sögðum við frá því
sem á daga okkar hafði drifið síð-
an síðast og eftirvæntingin var
mikil þegar nýtt bréf og spóla
barst frá Íslandi. Í fríum áttum
við fastan samastað hjá ömmu og
afa í Kjalarlandinu og var það
mér alla tíð sem annað heimili.
Það var einstakt að fá að verja
svona löngum tíma í einu með
þeim, vakna og sofna saman og
eiga hlutdeild í hversdagsleika
hvor annarar.
Það er nánast ógerningur að
minnast ömmu án þess að afa sé
minnst í sömu andrá. Heimili
þeirra var gestkvæmt og þau
höfðingjar heim að sækja. Hvort
sem gestirnir voru viðskipta-
félagar afa frá öllum heimshorn-
um, eða bara við barnabörnin,
var öllu tjaldað til og amma töfr-
aði fram stórveislur við öll tæki-
færi. Lítil skotta fékk þar stund-
um að skemmta gestum með
söng og dansi, oftar en ekki í
sparikjólum frá ömmu.
Samband mitt við ömmu var
eitt það dýrmætasta sem ég átti
og eftir að ég flutti út til Dan-
merkur með mína fjölskyldu þá
var hún ávallt sú fyrsta sem ég
fór til þegar ég lenti á Íslandi og
sú síðasta sem ég kvaddi áður en
ég hélt aftur út.
Hlutverk hennar í lífi
barnanna minna var einnig stórt
og mikilvægt, ekki hvað síst eftir
að mamma lést óvænt og langt
fyrir aldur fram fyrir 20 árum.
Fráfall mömmu var þungt högg
fyrir fjölskylduna alla og varð
heimsmynd ömmu og afa líklega
aldrei söm eftir það.
Það var unun að sjá ömmu
eignast starfsframa í versluninni
hjá Hrafnhildi sem mamma
stofnaði fyrir 30 árum. Þar sýndi
hún og sannaði að það er aldrei of
seint að byrja á einhverju nýju
og hún naut þessa nýja hlut-
verks, sem hún tileinkaði sér eft-
ir að öll hennar börn voru flogin
úr hreiðrinu, til hins ýtrasta.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að ferðast með ömmu allt
frá því að þau afi heimsóttu okk-
ur þegar ég var barn í Frankfurt,
sem fullorðin með mína fjöl-
skyldu á þeirra gömlu heimaslóð-
um í bæði Edinborg og Hamborg
og sem viðskiptafélagi á sölusýn-
ingum fyrir búðina. Mér er sér-
staklega kær minningin um ferð-
ina til Hamborgar, sem fara átti
með mömmu en var farin stuttu
eftir að hún lést. Þar lýsti Hrafn-
hildur María, nafna hennar, upp
tilveru okkar allra með nærveru
sinni og brosum á eins árs afmæl-
inu sínu og veit ég að amma sótti
styrk í það.
Ég kveð elsku Ingu ömmu
með söknuði og hjartað fullt af
fallegum minningum. Hún var
best.
Inga Rós
Antoníusdóttir.
Það er með sorg í hjarta sem ég
kveð elskulega mágkonu mína og
vinkonu Ingu Árnadóttur.
Minningarnar hrannast upp.
Ég var um sjö ára þegar ég sá
hana fyrst og fannst hún bæði góð
og falleg og við náðum strax vel
saman. Eins var góður tíminn
þegar ég var au-pair hjá Ingu og
Sigga í Edinborg, þá var oft glatt
á hjalla. Bróðir minn var heppinn
að eignast svo góðan lífsförunaut
og þau urðu gæfa og hamingja
hvors annars.
Allar góðu samverustundirnar
yfir rjúkandi kaffibolla og kökum í
eldhúskróknum á Sléttuveginum
koma upp í hugann, en þar áttum
við okkar bestu stundir, fórum yf-
ir liðna daga og fólkið okkar. Inga
hafði svo góða nærveru og ég fór
alltaf létt í spori frá henni.
Það var eitt sinn hjá okkur lifandi ljós
en lífið er hverfult í mannanna
heimum.
Ef fellum við tár yfir fölnaðri rós
við fegurstu minningar um hana
geymum.
(BS)
Það er ótrúlega stutt síðan þú
tókst brosandi á móti mér á þínu
glæsilega heimili og umvafðir
mig hlýju og kærleika og þannig
vil ég muna þig elsku Inga. Takk
fyrir umhyggjuna sem þú sýndir
alltaf mér og dóttur minni Ásu
Valgerði. Þú skipaðir stóran sess
í lífi okkar.
Elsku Gurrý, Guðbrandur,
Einar og fjölskyldur. Hjartans
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Minningin er ljós í lífi okkar.
Margrét
Hjálmarsdóttir.
Inga frænka mín er látin og
mig langar til að minnast hennar
með nokkrum orðum. Við erum
bæði af Hróðnýjarstaðaætt í Döl-
um vestur, systrabörn. Hún var
dóttir Guðrúnar, d. 1995, og ég
sonur Hróðnýjar, sem lést 2009.
Foreldrar þeirra voru Einar Þor-
kelsson og Ingiríður Hansdóttir
sem bjuggu allan sinn búskap á
Hróðnýjarstöðum, en börn
þeirra voru níu talsins. Systurnar
giftust báðar Dalamönnum. Fað-
ir Ingu var Árni J. Árnason hús-
gagnasmíðameistari frá Köldu-
kinn og Hróðný móðir mín átti
Jóhannes skáld úr Kötlum, sem
ólst upp í Ljárskógarseli og var
seinna kennari víða í Dölum.
Fjölskyldurnar fluttust báðar
snemma til Reykjavíkur um og
upp úr 1930 og það var síðan mik-
ill samgangur á milli þeirra upp
frá því. Heimsóknir til Gunnu og
Árna voru tíðar, fyrst á Bjarn-
arstíg 11 og síðan á Sjafnargötu
2, sem var rétt hjá heimili okkar
á Njálsgötu og síðar á Laugavegi
46 og þetta var eins og ein fjöl-
skylda að sumu leyti því tengslin
voru afar sterk á milli þeirra
systra. Ég minnist margra
skemmtilegra samverustunda við
þær systur allar: Steinunni, Ingu
og Guðrúnu Lilju (Lillý) á þess-
um árum. Seinna bættust svo við
tvö systkini um það leyti sem við
fluttum til Hveragerðis, Árni og
Brynhildur Erna. Steinunn lést
2021 og Árni á þessu ári. Það var
alltaf gaman að koma á Mána-
götu 24 eftir að fjölskyldan flutt-
ist þangað og oft var komið þar
við og jafnvel gist ef þess var
þörf. Ég fór oft í sveit á Ölvalds-
stöðum í Borgarfirði á þessum
árum og minnist sérstaklega eins
atviks þegar ég var sendur á
næsta bæ sem heitir Eskiholt.
Ég fór ríðandi um holt og hæðir í
átt að bænum, en þegar ég kom
að þjóðveginum sá ég bíl koma
eftir veginum á miklum hraða, þá
fór ég af baki og ætlaði að teyma
hestinn yfir veginn, en þá skeður
það óvænta, að bíllinn stansar og
það er hrópað úr bílnum: er þetta
ekki hann Svanur! Þar voru þá
komin Árni og Gunna á Mánagöt-
unni með alla fjölskylduna á leið
vestur í Dali og varð nú fagn-
aðarfundur. Þetta tilviljunar-
kennda atvik var mér ógleyman-
legt alla ævi og með dýrmætustu
mínútum sem ég hef lifað, þegar
ég fór yfir veginn við Eskiholt
sem tók varla eina mínútu. Eftir
að Inga stofnaði heimili þegar
hún komst á fullorðinsár og gift-
ist Sigurði Markússyni fram-
kvæmdastjóra hjá Sambandi ísl.
samvinnufélaga urðu samveru-
stundirnar færri, en það var
sama hvar maður hitti Ingu
frænku, alltaf geislaði af henni og
hún var full af lífskrafti og góð-
semi við alla sem hún umgekkst
eins og algengt er meðal Hróð-
nýjarstaðaættarinnar. Ég vil að
lokum þakka Ingu fyrir sam-
fylgdina og við hjónin sendum
börnum hennar og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Svanur
Jóhannesson.
Inga Árnadóttir
- Fleiri minningargreinar
um Ingu Árnadóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.