Morgunblaðið - 21.11.2022, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022
✝
Þórhallur Að-
alsteinsson
fæddist í Reykjavík
16. febrúar 1944.
Hann lést 31. októ-
ber 2022.
Foreldrar hans
voru Sigurleif Þór-
hallsdóttir bóka-
vörður, f. 11. des-
ember 1917, d. 7.
janúar 1984, og
Aðalsteinn Sig-
urðsson bókbandsmeistari, f.
26. febrúar 1910, d. 19. ágúst
1969.
Þórhallur átti tvö systkini: 1)
Kristján Aðalsteinsson, f. 29.
desember 1948, d. 28. ágúst
2018, maki Guðrún Péturs-
dóttir, eiga þau þrjú börn. 2)
Sigrún Edda Aðalsteinsdóttir
Crowe, f. 14. mars 1955, maki
Alan Roy Crowe, eiga þau eina
dóttur.
Þórhallur kvæntist 1. apríl
1967 Svanhildi Sigurjónsdóttur,
f. 1. apríl 1944. Foreldrar henn-
ar voru Jóhanna Katrín Krist-
jánsdóttir húsfreyja, f. 5. janúar
1906, d. 14. febrúar 1991, og
Sigurjón Guðjónsson bifreiða-
stjóri, f. 12. júní 1904, d. 29.
sinnti hann húsasmíði, bygg-
ingastjórn og mannvirkjahönn-
un í áratugi.
Þórhallur fékk ungur áhuga
á ferðalögum og stundaði þau
gjarnan í félagsskap Farfugla.
Þar kynntist hann Svanhildi.
Hann sat um árabil í stjórn
Reykjavíkurdeildar Bandalags
íslenskra farfugla og sinnti
húsasmíði og stýrði ýmsum
framkvæmdum. Þar á meðal
byggingu Farfuglaheimilisins í
Laugardal og brúarsmíði og
uppbyggingu aðstöðu Farfugla
í Slyppugili í Þórsmörk. Hann
var gerður að heiðursfélaga
Farfugla 2019.
Þau Svanhildur byggðu sér
raðhús í Selbrekku í Kópavogi
1971-1973 og fluttu 2012 í
Rjúpnasali. Þórhallur flutti á
Hrafnistu í Boðaþingi undir lok
árs 2018.
Á starfsferli sínum vann Þór-
hallur t.d. við byggingu álvers-
ins í Straumsvík, stýrði hann
framkvæmdum við tilteknar
byggingar Landspítalans og
fleira atvinnuhúsnæðis. All-
mörg einbýlishús og sumarbú-
staðir nutu handverks hans og
reynslu varðandi hönnun og
smíðar. Þórhallur lauk starfs-
ævi sinni við afgreiðslustörf í
timbursölu Byko á Granda.
Útför Þórhalls fer fram frá
Lindakirkju í dag, 21. nóvem-
ber 2022, og hefst athöfnin
klukkan 13.
september 1986.
Börn Þórhalls og
Svanhildar eru: 1)
Aðalsteinn, f. 30.
október 1968,
kvæntur Gyðu Þ.
Guttormsdóttur, f.
1972. Börn þeirra
eru Almar, f. 2002,
Unnar, f. 2004, og
Steinar, f. 2007. 2)
Sigurjón, f. 15. apr-
íl 1973, var í sam-
búð með Evu Sigurbjörns-
dóttur. Dóttir þeirra er
Svanhildur Ýr, f. 2002. 3) Jó-
hanna Katrín, f. 4. maí 1978, í
sambúð með Davíð Örvari
Hanssyni, f. 1982. Börn þeirra
eru Þórhildur Jökla, f. 2012, og
Halla Bergrún, f. 2016.
Þórhallur gekk í Melaskóla
og síðan í Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar. Að því loknu hóf
hann nám í húsasmíði við Iðn-
skólann í Reykjavík og var á
samningi hjá Kristni Sveinssyni
húsasmíðameistara. Þá hélt
Þórhallur til Kaupmannahafnar
í framhaldsnám og útskrifaðist
þaðan sem byggingafræðingur
1968 og fékk réttindi sem húsa-
smíðameistari. Í starfi sínu
Elsku pabbi minn. Hann
kenndi mér. Að elska. Fólk og
fjöllin öll, fugla og mýs og lykt
af góðu sagi.
Hefill. Kúbein. Trekvart-
tomma. Ein-fjórar tvær og
fjörutíu. Ekki spara úreþan og
kíttið „det er skide godt!“ Burt
með flötu þökin. Það voru engin
takmörk á smíðatengdum um-
ræðum við eldhúsborðið. Torx-
byltingin og gifsið og álið. Kall-
inn skaust í félagsmiðstöðina
kennda við Byggingavöruversl-
un Kópavogs. Tígul tía.
Vinnuherbergið. Stimplarnir,
grái yddarinn og öll skapalónin
fyrir stelpu til að teikna
draumahúsið, aftur og aftur.
Vindlalykt þarna í gamla daga,
en svo bara neftóbakið. Alltaf
víbruðu græjurnar. Tenórarnir
eða Diddú. Gat tekið á aðra en
fallegt í sjálfu sér. Og flautað
með. Laufa fimma.
Laugavegur. Hrafntinnusker.
Tindfjöll. Skaftafell. Skíðaferðir
og allskyns hringferðir. Gljúfr-
in. Herðubreið og Askja. Heja
Sverige. Myndirnar ylja. Breyti
í hjarta.
Ringluð unglingsstúlka. Pass.
En pabbinn renndi með hana í
Brennholt. Í þægilegri þögninni
rétti hann henni hamar eða
heftibyssu. Kakó á eftir. „Réttu
borvélina betur af! Jáh svona
já… já, já, þetta er flott, elsk-
an“. Það var gaman að vinna
saman. Hjarta tvistur.
Engin smáatriði, ekkert röfl.
Engan æsing þó gestirnir fái
„bara“ kaffi, aðalatriðið er sam-
komst og að finna tengingar og
vera kammó. Þó það sé vissu-
lega, ef út í það fer, reglulega
hyggeligt að hafa eitthvað með
kaffinu. Hjarta drottning græj-
ar það.
„Lestu söguna, gerðu það,
lestu. Svo helvítis viðbjóður
heimsstyrjaldarinnar endurtaki
sig ekki.“ Prump. Pass.
Sumur og páskar, kojurnar
og laugin í Langholti. Og seinna
réttir með góðum vinum. Laufa
fjarki.
Endalaust stoltur af öllum
barnabörnunum. Grímsstaða-
stundir. Afi las fyrir litlu stúlk-
urnar. Gaf þeim graut. Spilaði,
líka rommý og lagði kapal. Og
þau grétu úr hlátri yfir Steina
og Olla. Hjarta fjarki.
Útsala, útsala – fáum helst
fjögur eintök, eða höfum þau
fimm, gæti verið gott að eiga.
Smá ropi. Skúrinn pakkfullur;
„Morgunblaðið, góðan daginn!“.
Tígul fjarki.
Tryggur sínum, en ekki til að
hreykja sér. Hjarta kóngur.
„Gaspur“ og smjatt um fólk;
ekki til að tala um, takk. Pass.
Hnetutoppur eða ís úr vél –
„ég splæsi“. Breyti í tígul. Bjór
er svo sem drekkandi, en förum
ekki að flytja vatn milli landa.
Laufa þristur.
„Hvað segirðu, hvernig er
veðrið hjá ykkur?“ Tígull fyrir,
en breytist svo í kröftugt lauf –
en við erum búin að koma öllu í
var.
„Lægge sig“. Í skrýtinni
birtu skinu skapgæska og
æðruleysi skært, þótt harðnaði
á dalnum. Smíðar og ferðalögin
kveiktu neistann og danskan
eða tack så mycket.
Ég uni honum hvíldarinnar.
Þakklát fyrir góðar stundir allt
til enda, ofsa góðum pabba og
hjarta fullu af minningum.
Myndirnar hans – og svo mynd-
irnar mínar. Sálin hans er nú
orðin ein af skærustu stjörn-
unum á himninum eins og eitt
af hans uppáhöldum orðaði það.
Óendanleikinn og átturnar sem
breyta í allt; Ólsen, Ólsen-Ól-
sen.
Jóhanna Katrín
(Hanna Kata).
Pabbi farinn. Já, hann er far-
inn. Pabbi, sem lagði grunninn
að lausn margra þeirra verk-
efna sem fyrir okkur hafa legið
á lífsleiðinni. Hann var góður
leiðbeinandi og byrjaði snemma
að treysta okkur systkinunum
fyrir ýmsum verkefnum sem
táningar fengu sjaldan að
spreyta sig á. Traustið og trúin
á getu okkar var mikil.
Afi farinn, sem hafði mikla
unun af barnabörnunum og oft
tilbúinn í Ólsen með hæfilegum
skammti af svindli, þó þrekið
hafi ekki verið mikið síðustu ár-
in.
Pabbi gekk einna fyrstur
manna Laugaveginn, milli
Landmannalauga og Þórsmerk-
ur, með góðum félögum. Reim-
aðir gúmmíklossar, þríhyrn-
ingslagaðir bakpokar og
seglagerðartjald komu þar við
sögu.
Ferðalög og gönguferðir áttu
hug hans allan á fyrri hlutan-
um. Farfuglar spiluðu þar stórt
hlutverk og þar kynntist hann
vinum og besta lífsförunautnum
sem hugsast gat, mömmu.
Hann var þó víst ekki alveg
tilbúinn í sambandið til að byrja
með en sá fljótt að sér og heill-
aði dömuna sem flutti til hans
til Kaupmannahafnar nokkrum
mánuðum síðar.
Minning um miðnæturgöngu
með tjaldlausri gistingu á gljúf-
urbakka Stóru-Laxár mun lifa
með mér áfram. Einhverjum
þótti það víst heldur djörf hug-
mynd. Við gengum tveir saman
í gljúfrinu um mitt sumar frá
því seint um kvöld fram undir
morgun í blíðskaparveðri og
nutum. Já, hugmyndir pabba
um upplifanir voru djarfar og
spennandi.
Þau mamma skelltu sér á
fimmtugsafmælinu í heimsókn
til Eddu systur á Nýja Sjálandi
sem þá var ekki alveg eins mik-
ið í alfaraleið og nú er orðið.
Það var töff.
Pabbi kom víða við á starfs-
ferlinum og helgaði Farfuglum
stóran hluta hans, þar sem
hæst ber bygging fyrstu áfanga
Farfuglaheimilisins í Laugardal
þar sem hann mánuðum og ár-
um saman vann myrkranna á
milli og skilaði góðu verki.
Framlag hans var einnig mikið
í uppbyggingu Farfugla í
Slyppugili í Þórsmörk, sem
hann dáði mjög. Hann stýrði
framkvæmdum við nokkrar
stórbyggingar og atvinnuhús-
næði og mörg einbýlishús og
sumarbústaðir nutu handverks
hans og reynslu.
Þá eru ófá og ótalin hand-
tökin sem umbreyttu gömlu
sumarhúsunum í Brennholti og
Syðra-Langholti í notalegar
vistarverur þar sem fjölskyld-
urnar komu saman og áttu
margar ógleymanlegar stundir.
Ekki var að spyrja að þegar
við, fjölskyldan hans á Egils-
stöðum, byggðum yfir okkur í
tvígang, hann var boðinn og bú-
inn að mæta og leggja sitt af
mörkum.
Pabbi var nærri daglegur
gestur í Byko og fór vel á því
að þar lauk hann starfsævinni,
þar sem þjónustulundin var í
fyrirrúmi og ánægjan af því að
blanda geði við fólk fékk notið
sín.
Allra síðustu árin voru held-
ur dapurleg. Pabbi lenti í þeirri
stöðu sem enginn óskar sér, að
vera upp á aðra kominn. En
aldrei kom það fyrir að hann
kvartaði hið minnsta, tók öllu
sem á dundi með miklu jafn-
aðargeði. Mamma á svo inni-
legar þakkir skildar fyrir
óþrjótandi umhyggju og seiglu,
sem og Hanna Kata og Sig-
urjón. Pabbi sá örugglega fyrir
sér að geta notið mömmu,
barnabarnanna, íslensku nátt-
úrunnar og annarra undra ver-
aldar mun lengur.
Far vel. Vadjú maður! Minn-
ingin mun lifa.
Aðalsteinn.
Út úr grænum Saab stígur
Þórhallur í köflóttri skyrtu,
gallabuxum og úlpu með teikn-
ingar og fleira undir hendinni
og heilsar krakkahernum með
brosi. Hann er mættur heim til
sín í Selbrekkuna, þar vorum
við krakkarnir annaðhvort í
heimsókn eða u.þ.b. að fara að
gista í góðu atlæti enda þau
hjónin höfðingjar heim að
sækja.
Við fjölskyldan áttum marg-
ar góðar stundir í Selbrekk-
unni. Í matarboðum myndaðist
alltaf góð stemning. Þórhalli
fannst gaman að stuða fólk og
gat verið smá hrekkjalómur.
Þegar sest var að spili setti
Þórhallur oft tóninn með sprelli
eða hljóðum svo hlátrasköll fóru
í gang sem héldu svo áfram út
kvöldið. Þetta voru okkar uppá-
haldsspilakvöld. Á jólunum stóð
spilamennskan nær alltaf fram
á rauðanótt og meðal annars
farið í spilið Sequence. Oftar en
ekki gleymdi Þórhallur að
draga spil svo möguleikum hans
fækkaði óðum sem uppskar
mikinn hlátur.
Fjölskyldurnar sameinuðust í
stóran bíl í skíðaferð til Ak-
ureyrar sem reyndist ævintýri
og geymir góðar minningar. Á
leiðinni gerði hríðarbyl svo ef-
laust hefðu einhverjir stoppað
og beðið það af sér. Þórhallur
ákvað hins vegar að vippa sér
út og ganga á undan bílnum.
Hann nefndi að hann ætlaði
ekki að hafa það á samviskunni
að fjölskyldurnar yltu niður
fjallshlíðina. Þórhallur gerði svo
smá grín að því eins og væri
verið að tilkynna það í útvarp-
inu að við hefðum farist á leið-
inni niður fjallið í hríðarbylnum,
áður en hann dreif sig út aftur
og aftur.
Þórhalli fannst gaman að
hlusta á tónlist, þá helst fal-
legar sinfóníur og þá þurfti að
athuga hvort græjurnar virk-
uðu vel með því að stilla í hæstu
hæðir svo nágrannar og aðrir
góðir gestir fengju að njóta.
Þórhallur var liðtækur smið-
ur, sem við fengum að njóta
góðs af. Oftar en ekki heyrðust
nokkrar dönskuslettur við smíð-
ina sem áttu vel við og fram-
kölluðu bros hjá þeim sem voru
í kring. Þegar bústaður okkar
beggja fjölskyldna í Brennholti
var endurnýjaður hafði Þórhall-
ur veg og vanda af því og hafði
undirbúið verkefnið vel. Ungir
aðstoðarmenn fengu leiðsögn í
smíðinni og höfðu bæði gagn og
gaman af. Hjá Þórhalli var ekki
verið að ana að neinu, hann var
vandvirkur og horfði frekar til
áratuga enda mikilvægast að
hlutirnir væru vel gerðir, frekar
en að þá tæki fljótt af. Oft var
tekið blað, þar sem hlutirnir
voru rissaðir upp og við tók út-
skýring á verkinu. Það má
segja að hann hafi tekið kenn-
arahlutverkið alvarlega þar sem
hann vildi miðla af reynslunni.
Kaffipásurnar léku að sama
skapi stórt hlutverk enda oft
ekki í styttri kantinum og
mögulega var ein kría tekin í
leiðinni þar sem það var nauð-
synlegt að „lægge sig“. Hann
undi sér einstaklega vel í
Brennholti og lagði leið sína oft
þangað enda mikið náttúru-
barn.
Elsku Svanhildur, Aðal-
steinn, Sigurjón, Hanna Kata
og fjölskyldur, um leið og við
kveðjum góðan frænda sem lifir
í hjörtum okkar, vottum við
okkar dýpstu samúð vegna frá-
falls hans.
Georg Pétur, Silla
Þóra og Anna.
Kær vinur og mágur hefur
kvatt. Við höfum haft meira og
minna saman að sælda í meira
en fimmtíu ár, eftir að hann
sameinaðist fjölskyldunni, þegar
þau Svanhildur systir gengu í
hjónaband. Þórhallur lærði tré-
smíði og bætti við sig námi í
byggingafræði í Danmörku. Það
var því sjálfsagt að leita til hans
um öll slík verkefni sem til féllu.
Þau Svanhildur byggðu sér hús
í Selbrekku 25, en við þá fram-
kvæmd kom ég lítillega til að-
stoðar öðru hvoru, það var
fyrsta samvinnan okkar í bygg-
ingamálum. Hann var alltaf
tilbúinn til framkvæmda, athug-
ull og úrræðagóður. Við áttum
marga góða vinnustund saman í
Langholti, ásamt Braga og
Tryggva og seinna með næstu
kynslóð við ýmsar lagfæringar
og endurbætur, málningu, pípu-
lagnir og múrverk svo nokkuð
sé nefnt. Seinna var hann bygg-
ingarstjóri þegar nýr bústaður
var reistur í Dísarhöll. Þar vor-
um við samherjar, hann sem
fagmaðurinn, ég handlangarinn.
Ávallt kom okkur vel saman,
stutt var í grínið. Stundum var
brugðið fyrir sig prentsmiðju-
dönsku til hátíðabrigða. Hann
var afar vandvirkur í sinni
vinnu, vel heima í hinum ýmsu
byggingarefnum, hafði tamið
sér ákveðnar aðferðir, en var
alltaf tilbúinn að hlusta á og
rökræða nýjar hugmyndir.
Á yngri árum hafði hann mik-
inn áhuga á útivist og göngu-
ferðum, var lengi virkur félagi í
Farfuglum, vann líka fyrir fé-
lagið í Þórsmörk og kom mikið
að byggingu Farfuglaheimilisins
í Laugardal. Seinna fórum við
Unnur ásamt þeim hjónum í
gönguferðir með Ferðafélaginu
um Víknaslóðir og í Lónsöræfi
okkur til mikillar ánægju. Með-
an börn okkar Þórhalls voru
ung kom hann gjarna með hug-
mynd um styttri bílferðir og tók
þá allan barnaskarann með, allt-
af pláss í Volvo station. Einnig
fórum við saman til Austurríkis
og Þýskalands. Þau Svanhildur
höfðu áður ferðast kringum
jörðina, farið í heimsreisu. Í
þeirri ferð heimsóttu þau skyld-
menni, bæði í Ameríku og á
Nýja-Sjálandi. Seinna rakti
hann oft atburði úr þessari ferð
á sinn fjöruga hátt. Hann naut
greinilega ánægjunnar af ferð-
inni í mörg ár.
Þórhallur var ágætur sögu-
maður, hafði næmt auga fyrir
hinu spaugilega. Hann var alls
ófeiminn og gaf sig gjarna á tal
við fólk sem hann hitti fyrir til-
viljun á förnum vegi. Heyrðu,
varst þú ekki í Melaskólanum?
Hann var minnugur á andlit,
þannig að þetta reyndist oft
rétt. Ef viðkomandi hafði ekki
verið í Melaskóla breytti það
engu. Það varð úr samtal, sem
hann sagði síðar frá, lítið æv-
intýri varð til af svona tilefni.
Á síðustu árum fór heilsa
Þórhalls að bila. Smám saman
fór líkamleg færni minnkandi og
síðan andleg. Þar kom að hann
gat ekki lengur búið heima. Var
hann síðustu árin vistmaður á
Hrafnistu í Boðaþingi við ágæt-
an aðbúnað. Ég heimsótti hann
oft framan af og við tókum í
spil. Það var ótrúlegt hvað hann
var lunkinn spilamaður, hann
vann oftast. Svanhildur og fjöl-
skylda studdu hann og hlúðu að
eftir mætti til hins síðasta.
Góðs vinar er sárt saknað.
Við sendum Svanhildi og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðj-
ur.
Kristján
Sigurjónsson.
Þórhallur
Aðalsteinsson
- Fleiri minningargreinar
um Þórhall Aðalsteins-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Elí Zenia
Margrethe
Kristinsson fæddist
í Hobro í Dan-
mörku 23. janúar
1925. Hún lést á
heimili sínu 9. nóv-
ember 1922.
Foreldrar henn-
ar voru Hans Jak-
obsen konditor-
meistari og kaup-
maður og Anne
Marie Jakobsen húsmóðir.
Bræður Margrethar voru Lars,
Mogens og Kai og eru þeir allir
látnir.
Margreth giftist 24.11. 1956
Sigurbirni Ó. Kristinssyni mál-
arameistara, f. 5.3. 1924, d.
24.12. 2011. Börn þeirra eru:
Björn Uffe, f. 1954, sjómaður,
sambýliskona Bjargey Einars-
dóttir. Björn á einn son. Anna
Gréta, f. 1956, skrifstofumaður,
maki Sævari G. Jónsson, þau
eiga þrjú börn og fjögur barna-
börn. Edda Bára, f. 1957,
hjúkrunarfræðingur, maki Ei-
ríkur Benediktsson, þau eiga
tvö börn og eitt barnabarn
Helga Stella, f. 1960, skrif-
stofumaður, maki
Rúnar J. Guð-
mundsson, þau
eiga tvö börn.
Langömmubörnin
eru orðin fimm.
Margrethe ólst
upp á Amager í
Danmörku. Hún
lauk grunn-
skólanámi og fór
svo í húsmæðra-
skóla. Hún starfaði
um tíma í verslun föður síns.
Hún kom fyrst til Íslands í árs-
byrjun 1946 og starfaði sem
„pige í huset“, fyrst um sinn
hjá Agnari Kofoed Hansen og
svo síðar hjá öðrum fjöl-
skyldum, t.d. Guido Bernhöft.
Hélt hún sambandi við þá fjöl-
skyldu meðan þau lifðu. Eftir
að börnin fæddust var hún
heimavinnandi. Síðar starfaði
hún í þvottahúsi á St. Jósephs
spítala í Hafnarfirði. Margrethe
tók virkan þátt í félagsstarfi ,
bæði í Dansk kvindeklubb og
Inner Wheel í Hafnarfirði.
Útför Margrethar fer fram
frá Garðakirkju í dag, 21.11.
2022, klukkan 13.
Kveðja frá Inner Wheel Hafn-
arfjörður
Látin er okkar ágæti félagi
Margrethe Kristinsson, heiðurs-
félagi klúbbsins. Hún var ein af
stofnfélögunum árið 1976 og
starfaði í klúbbnum alla tíð síð-
an. Hún var trúr og góður félagi
og mætti á alla fundi og í öll
ferðalög og lét ekki háan aldur
aftra sér frá því. Markmið Inner
Wheel eru m.a. að auka sanna
vináttu og efla mannleg sam-
skipti. Margrethe átti mjög vel
heima í félagsskap með slík
markmið. Hún var dagfarsprúð
og kom vel fyrir og eigum við
ljúfar minningar um þessa hæg-
látu og elskulegu konu. Sérstak-
lega minnumst við þess er hún
stóð upp á fundum og las fyrir
okkur, stundum á íslensku og
stundum á dönsku, brandara
sem hún hafði klippt út úr
dönsku blöðunum.
Við þökkum henni af heilum
hug fyrir störf hennar, fyrir að
hafa notið vináttu hennar á liðn-
um árum og fyrir að hafa getað
átt með henni góðar stundir.
Fjölskyldu hennar biðjum við
blessunar og minnumst þess að
góðar minningar eru fjársjóður
til framtíðar. Blessuð sé minning
hennar.
Valdís B. Guðjóns-
dóttir, forseti Inner
Wheel Hafnarfjörður.
Margrethe
Kristinsson