Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Tökum á móti ástvinum í hlýlegu
og fallegu umhverfi
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt
húsnæði og nýir glæsilegir bílar.
Sjá nánari upplýsingar á utfor.is
Útfararþjónusta
Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina
– Þjónusta um allt land og erlendis
– Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum
í yfir 70 ár
Guðný Hildur
Kristinsdóttir
Framkvæmdastjóri
Ellert Ingason
Sálmaskrár,
útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjöf,
útfararþjónusta
Guðmundur
Baldvinsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Helga
Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta
Hinrik Norðfjörð
Útfararþjónusta
Helena Björk
Magnúsdóttir
Útfararþjónusta
✝
Jónatan Jóhann
Stefánsson frá
Sólheimum í Garði
fæddist 15.2. 1943.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu í Víði-
hlíð í Grindavík 29.
október 2022.
Foreldrar hans
voru Stefán Ólafur
Sveinbjörnsson frá
Eiði í Gerðahreppi,
f. 14.7. 1909, d.
29.11. 1956, og Guðbjörg Ragn-
hildur Jóhannsdóttir frá Skálum á
Langanesi, f. 13.4. 1908, d. 15.1.
1983.
Jónatan Jóhann átti eina syst-
ur, Halldóru Stefánsdóttur, f.
14.12. 1947, d. 17.12. 2011 á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja. Börn
Halldóru voru: 1) Guðbjörn Már
Hjálmarsson, f. 26.10. 1982, d.
bátum frá Suðurnesjum en átti
sinn besta tíma á Patreksfirði þeg-
ar hann var vélstjóri hjá Jóni
Magnússyni, skipstjóra á Garðari
BA 64, síðustu árin sem hann var
gerður út. Tani fór sinn síðasta
formlega róður á Njáli GK árið
2011. Tani þótti góður vélstjóri,
naskur í viðgerðum og sótti sjald-
an smiðjumann um borð. Hann
stundaði leigubílaakstur frá árinu
1977 til 2019 ásamt sjómennsku í
55 ár. Tani bjó yfir sterku minni
og hafði ánægju af því að rifja upp
ýmsan fróðleik og sögur af sjónum
og gat rakið framfarir í tækjavæð-
ingu bátaflotans frá því að hann
fór fyrst á sjó 14 ára gamall. Tani
var vinstrimaður og stofnandi
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs 6. júní 1999. Jónatan var
einnig í talsverðum samskiptum
við Færeyinga og sótti samfélag
þeirra í Færeyska sjómannaheim-
ilinu í Reykjavík. Síðustu æviárin
bjó hann í Miðhúsum í Sandgerði
og hjúkrunarheimilinu Víðihlíð.
Útför Jónatans fer fram frá
Fossvogskapellu í dag, 21. nóv-
ember 2022, klukkan 15.
10.9. 1995. 2) Stefán
Hjálmarsson, f. 4.7.
1979. Eiginkona
hans er Victoría Nu-
nez Cavazos, f. 1.8.
1976. Börn þeirra
eru Azúl Björt, f.
14.6. 2012, og Máni
Kai, f. 2.7. 2012.
Jónatan Jóhann
eða Tani eins og
flestir þekkja hann
bjó á Sólheimum í
húsi foreldra sinna í Garði. Hann
var aðeins 13 ára þegar faðir hans
lést og 14 ára fór hann til sjós til
að afla tekna og létta undir með
rekstri heimilis móður sinnar og
systur. Hann sýndi frænda sínum
Guðbirni sem lést 13 ára gamall
mikla athygli og ástúð. Þann kær-
leik sýndi hann ávallt öllum börn-
um í vanda. Tani var á ýmsum
Síðasta sagan úr bakaríinu: Já
ég á bara eftir að setja upp í mig
tennurnar, var svarið þegar ég
spurði hvort hann væri klár í bak-
aríið og klukkan bara 6. Þar rædd-
um við pólitík og vinstrisinnaða
lífsskoðun sem hann tók fram yfir
æskuástina. Bettý vann í Píexinu
og yfirmaður hennar sá Tana
drekka kakó heima hjá komman-
um í Slippnum. Það var brott-
rekstrarsök á Vellinum að vera í
slagtogi við komma og Tani valdi
þá fram yfir æskuástina sem var
draumur hans. Djúpstæð vinátta
Tana við stofnfélaga VG var bak-
land einstæðings til síðasta dags.
Hann var stoltur af því að hafa
ekki gefist upp þó skoðanakann-
anir hafi verið svartar. Hann lagði
til fundargerðarbók og var skráð-
ur félagi #7 og fannst hann bera
ábyrgð á þingmönnum, ráðherr-
um og forseta sem komu frá hon-
um og VG. Tani lét prjóna VG-
peysu fyrir sig og Katrínu. Peys-
una fékk hún afhenta á
ógleymanlegri stund í forsætis-
ráðuneytinu. Hann var minnugur
og mundi tímasetningar allra skip-
ana sýslumanna og bæjarfógeta á
landinu frá fyrstu konungsskipun.
Og mundi símanúmer með því að
breyta þeim í bílnúmer og nöfn
eigenda. Þegar hann var spurður
um símanúmerið mitt 8943900, þá
var svarið. Emil Ö898 og Maggi
Þorsteins Ö39. Hjá Bergþóri Óla-
syni, 8989007, Reyni Gísla Ö898,
Sverri bróður Magga El Ö90 og 07
var númer á sjókæli á Lister-báta-
vél. Leit að kúplingsdiski hjá
Kistufelli með tommu gati og 10
rílum fékk magnaðan endi. Slíkur
diskur hafði ekki verið til í landinu
í mörg ár. En Tani mundi að hjá
vini hans í Garðinum var Rabel
Clacik-diskur búinn að hanga ryk-
fallinn uppi á vegg í 15 ár og hann
bjargaði málinu. Tani hóf sjó-
mennsku sína á Hólmsteini GK 15
ára gamall og var síðar vélstjóri á
mörgum bátum. Árin með Jóni
Magnússyni á Garðari BA 64 og
veran á Patreksfirði reis hæst í lífi
hans. Þar fann hann traust og
virðingu sem hann hafði þráð alla
tíð. Í fjögur ár hélt hann 70 ára
vélinni og kraminu í Garðari gang-
andi og fékk aldrei smiðjumann
um borð. Hann fór ekki í land fyrr
en allt var klárt fyrir næsta róður.
Þeir rótfiskuðu og eina vertíðina
hafði Tani ekki farið frá borði í 9
vikur og þeir komnir með 1.000
tonn. Jón gaf körlunum stutt frí til
að fara heim og halda upp á tíma-
mótin. Lilja kona Jóns bauð Tana
að koma heim til þeirra og fara í
bað og borða saltkjöt. Tani lét til-
leiðast að fara í bað og Lilja henti
nærbuxunum með níu vikna
bremsuförum. Þetta er þjóðsaga á
Patró og Tani í metum hjá fólkinu
þar. Lífið var VG, sjórinn, díselvél-
ar, líkön og sögur af bátum, tækj-
um og veiðum. Tani gekk álútur
og kjagandi einstíg í lífinu sam-
kvæmt eigin reglum og þanka-
gangi. Hann hringdi, kom og fór
án þess að heilsa eða kveðja. Tani
var vinur vina sinna á sinn sér-
staka hátt, góður við börn og grét
vegna erfiðleika þeirra en reiddist
þegar æsku hans sjálfs bar á
góma. Tani leysti landfestar í síð-
asta sinn og sagði síðustu söguna í
Sigurjónsbakaríi í VG-peysunni.
Það rymur í honum eins og í Völ-
undar-vél þegar hann siglir með
böggum hildar inn í móðurskautið
og birtuna. Hann náði að fyrirgefa
og sættast og fór frjáls með friði.
Ásmundur Friðriksson
alþingismaður.
Ég sat við eldhúsborðið og fékk
mér morgunkaffi. Skyndilega
heyrist bílflaut fyrir utan, þrjú
flaut í röð. Ég gekk að glugganum.
Á miðju hlaðinu stóð bifreið með
bílnúmerinu H. Betty. Bílrúðan
var skrúfuð niður og það var kall-
að: „Er þingmaðurinn ekki vakn-
aður, þetta er nú meiri lúxusinn
hjá þessum þingmönnum.“ Út úr
bílnum steig Tani vinur minn,
kominn í kaffi. Jæja, nú er ég með
fréttir, sagði hann. Svo hófst ræð-
an. Mér fannst ég vera kominn á
pólitískan framboðsfund. Ræðan
bar þess vel merki að sá sem hana
flutti hafði pólitískt nef, eins og
sagt er. Pólitíska hjartað sló hjá
Vinstri grænum, enda maðurinn
einn stofnenda flokksins, númer
sjö. Tani var nátengdur stjórn-
málamönnum úr flestöllum flokk-
um. Sjómaður, vélstjóri og leigu-
bifreiðarstjóri. Hafði brennandi
áhuga á stjórnmálum og var í
beinu sambandi við forsætisráð-
herra, forseta Alþingis og þing-
menn. „Sestu, þrjár mínútur í við-
bót, svo er ég farinn“ og ræðan
hélt áfram. Rúmum klukkutíma
síðar kvaddi hann. Síðdegis
hringdi hann svo og þá tók við
önnur pólitísk ræða: „Jæja, nú er
ég með fréttir úr pólitíkinni, ég
hitti mann.“
Við Tani áttum dagleg símtöl
um árabil og enduðu þau öll á
sama veg. Hann lagði símtólið á án
þess að kveðja. Allra síðustu ár
sagði hann þó einstöku sinnum:
„Ég þakka fyrir“ og lagði svo á.
Það var að sjálfsögðu ég sem átti
að þakka fyrir þessar sögustundir,
sem voru í raun list. Tilsvörin gátu
verið eftirminnileg. Eins og túrinn
með Garðari frá Patró sem stóð í
rúmar þrjár vikur. Þegar í land
var komið bauð skipstjórinn Tana
að fara í bað heima hjá sér enda
þrjár vikur langur tími baðleysis.
Tani afþakkaði kurteisilega og
sagði: „Það tekur því nú ekki, það
eru bara tvær vikur eftir af túrn-
um.“
Leiðir okkar Tana lágu fyrst
saman þegar ég var unglingur.
Kynnin voru eftirminnileg, ég sá
þennan fyrirferðarmikla og
hrausta mann í fyrsta sinn á hlýra-
bol með axlabönd að gera að
stórum steinbít á miðju eldhús-
borðinu. Ég og faðir minn vorum
komnir í matarboð. Honum lá hátt
rómur og sagði: „Borðaðu meira
maður, þú ert að vaxa.“ Ég þorði
ekki að leifa soðnum steinbít og af-
þakkaði ábótina. Tani hafði dálæti
á hefðbundnum íslenskum mat.
Eitt sinn hringdi ég í hann og bauð
honum í gúllas. Hann vildi þá fá að
vita hvers konar gúllas það væri,
ég lýsti þá matargerðinni fyrir
honum í stuttu máli. Þegar því var
lokið lagði hann símtólið á. Hann
lét síðan ekki sjá sig í gúllasið,
enda rétturinn með austurlensku
ívafi.
Ókvæntur og barnlaus með
stórt hjarta. Æskuástin H. Betty.
Hann þekkti marga, greindur,
minnugur, sagði margar sögur og
eldaði sér kjötsúpu á jólum.
Horfði á Alþingisrásina og fékk
jólakort frá Bessastöðum á hverju
ári í 20 ár.
Eitt sinn ók Tani á leigubílnum
niður Laugarveginn, sá þá Ólaf
Ragnar og frú á gangi. Sveigði
bílnum að gangstéttinni, í áttina
að þeim hjónum, skrúfaði niður
bílrúðuna og kallaði: „Ólafur, nú
ferð þú í forsetann.“ Nei, Tani
minn, sagði frúin, það verður aldr-
ei, hann er svo óvinsæll. Tani hafði
hins vegar á réttu að standa eins
og svo oft áður í pólitíkinni. Ólafur
varð forseti og Tani fékk jólakort-
in góðu.
Að endingu sat ég við rúm-
stokkinn hjá þessum góða og
trygga vini. Það var komið að leið-
arlokum. Handabandið sem eitt
sinn var þétt og ákveðið var orðið
veikt. Ég bað fyrir Guðs blessun.
Hann lagði aftur augun í hinsta
sinn. Sáttur og hvíldinni feginn.
Þögnin var djúp og friðurinn sæll.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
kæri vinur.
Ég mun sakna þín.
Guð blessi minningu Tana.
Birgir Þórarinsson.
Jónatan Jóhann
Stefánsson
- Fleiri minningargreinar
um Jónatan Jóhann Stefáns-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.