Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022 ✝ Helgi Sigurðs- son fæddist á Þyrli í Hvalfirði 24. ágúst 1937. Helgi lést á dvalar- heimilinu Höfða 15. nóvember 2022. Sonur hjónanna Sigurðar Helga- sonar og Steinþóru Sigurbjörnsdóttur. Tvíburasystir Helga er Guðrún Davis Sigurðardóttir, f. 1937. Systir þeirra Sigrún Sigurð- ardóttir, f. 18. janúar 1936, d. 1. júní 1993. Eiginkona Helga var Laufey Sigurrós Sigurðardóttir, f. 4. desember 1940, d. 5. desember 2014. Börnin eru fimm. Þórey, f. 1962. Guðrún Linda, f. 1965. Kolbrún, f. 1968. Hafdís, f. 1970, og Sigurður, f. 1971. Barnabörn- in eru sjö og barnabarnabörnin eru þrjú. Helgi ólst upp á Þyrli við sveita- störf og hjá Hval hf. en flutti á Akranes 1962 og bjó þar alla tíð. Helgi starfaði í fiskvinnslu, á sjó og í Fiskimjölsverksmiðju Heimaskaga, síðar HB. Einnig vann hann við beitningu um árabil. Lengst af var Helgi ofn- gæslumaður hjá Íslenska járn- blendifélaginu (Elkem)og lauk þar starfsferlinum 2004. Útför hans verður frá Akra- neskirkju í dag, 21 nóvember 2022, klukkan 13. Helgi Sigurðsson frá Þyrli er borinn til grafar í dag. Þakklæti fyrir kynnin er efst í huga, að hafa notið þeirrar gæfu að lifa með svo góðum manni. Sá besti tengdafaðir sem hægt er að hugsa sér. Við Helgi kynntumst síðla árs 1993 og náðum strax vel saman. Ræturnar voru í sveit- inni. Hann smalaði með okkur í Fagradal og hafði yndi af því að fara í dúnleit í eyjarnar. Aldrei féllu styggðaryrði milli okkar Helga. Hafðu þakklæti fyrir hve þú varst góður börnum þínum/ mínum og afkomendum þeirra alla tíð. Helgi og tvíburasystir hans fæddust í torfbæ að Þyrli í Hval- firði 1937. Aðeins 4 ára gamall upplifði hann hernámið á einni nóttu og ekki var allt gott sem fylgdi hernum, strangar reglur og erfiðleikar við búféð. Snemma var mikil ábyrgð sett á börnin líkt og tíðkaðist fyrr í sveitum og samviskusemi og natni var Helga í blóð borin. Fáir sýndu viðlíka natni og alúð í verk- um sem hann. Það var sama hvað honum var falið, umgengni við búsmala, flóknasta búnað í stór- iðjunni eða umhyggjan fyrir fjöl- skyldu sinni. Hvarvetna skaraði Helgi fram úr með sinni vinnu- semi, alúð og þrautseigju. Helgi ólst upp við hefðbundin sveitastörf. Alla tíð meðan for- eldrar hans bjuggu að Þyrli tók hann virkan þátt í öllum störfum með sinni vinnu. Þyrill og um- hverfið átti hvern þráð í honum. Æðarvarpið var hans gleði. Þyr- ilsnesið var gjöfult en þurfti mikla vinnu og viðveru. Helgi gekk varpið daglega með minka- hundi. Ekki veitti af, sagði hann. Gaman var að ganga um Þyrils- nesið með Helga og hafa sögu hernámsins við fæturna sem og Harðar sögu og Hólmverja. Helgi stundaði sjó um tíma og beitti línu um langt árabil með annarri vinnu. Var einnig í almennri fisk- vinnslu. Hann vann ætíð mikla vaktavinnu, hjá Hval hf. við tún- fótinn. Einnig í fiskimjölsverk- miðju Akraness og seinni hluta starfsferils hjá íslenska Járn- blendifélaginu (Elkem). Eitt sinn vann hann í bræðsl- unni samfleytt í 5 mánuði vaktir sem kallast átta og átta en þá er unnið í 8 tíma og sofið í 8. Einu frídagarnir voru páskadagur og föstudagurinn langi. Eftir vertíð- ina í bræðslunni var farið í hval- inn á sama vaktakerfi, og svo aft- ur í bræðsluna um haustið. Þvílík hetja. Mesta gæfa hans Helga var að kvænast Laufeyju Sigurðardótt- ur, sínum lífsförunaut. Þeirra hjónaband var einstaklega fallegt og ástríkt alla tíð svo eftir var tekið. Þau áttu lengst af heimili að Jaðarsbraut 19. Helgi sinnti Dúddu sinni af sinni einstöku al- úð í veikindum hennar, en hún lést úr MND-sjúkdómnum illvíga 2014. Þá bognaði tréð en brast ekki. Helgi var einstakur veiðimað- ur, ég vil líkja honum við Binna í Gröf, hann bókstaflega fann fyrir fiskinum. Á bökkum Flókadalsár var hann á heimavelli, þekkti hvern hyl og stein. Einnig veiddi hann með byssu og var veiðinn. Við fjölskyldan áttum saman matjurtagarð á Vesturgötunni og þar undi Helgi sér vel, bóndinn var svo sterkur í honum. Mikið var ræktað, margar tegundir af kartöflum og ýmiskonar garðá- vextir. Ætíð svo natinn. Fjölskyldum öllum færi ég samúðarkveðjur. Stefán Skafti Steinólfsson. Helgi Sigurðsson ✝ Ingveldur Björnsdóttir fæddist í Kílakoti, Kelduhverfi í Þing- eyjarsýslu, 11. október 1946. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 7. nóvember 2022. Hún var dóttir hjónanna Björns Þórarinssonar, f. 30.3. 1905, d. 29.4. 1989, og Guðrúnar Ásbjörns- dóttur, f. 7.12. 1924, d. 29.11. 1993. Ingveldur var næstelst fjögurra systkina. Elstur var drengur sem dó fárra mánaða gamall, þar á eftir Ingveldur. Þórarinn, f. 13.3. 1949, eigin- kona hans Jenný Stefánsdóttir, f. 23.7. 1951. Yngstur var Ás- björn, f. 30.6. 1951, hann lést fyrir aldur fram 2.11. 1997. Eft- irlifandi eiginkona hans er Kol- brún Harðardóttir, f. 26.1. 1951. Ingveldur giftist árið 1966 Guðmundi Unnari Agnarssyni, f. 30.6. 1946, þau voru í hjóna- bandi í 21 ár og áttu saman fjög- ur börn, en fyrir átti Ingveldur einn son. Börn Ingveldar eru Bergþór Ingi Leifsson rafeinda- virki, f. 10.7. 1964, faðir Leifur Guðmundsson, f. 27.7. 1946. dóttur eru Ormar Agnarsson, f. 23.4. 1991, sambýliskona hans Freydís Anna Jónsdóttir, f. 23.9. 1988. Sólveig Agnarsdóttir, f. 31.7 1995, sambýlismaður henn- ar er Björgvin Freyr Leifsson, f. 7.7. 1994. Sigþór Agnarsson, f. 23.2. 1997, sonur hans er Máni Baldur Elísabetarson, f. 19.12. 2018, móðir Elísabet Bald- ursdóttir. Hjalti Trostan Arn- heiðarson, f. 6.6. 2005, móðir Arnheiður Hallgrímsdóttir. Hulda Lilja Guðmundsdóttir, ritari og ferðaráðgjafi, f. 26.11. 1975. Börn hennar með Þresti Árnasyni eru Sif Þrastardóttir, f. 10.1. 1994, og Róbert Alexand- er Þrastarson, f. 29.5. 1997. Björn Rúnar Guðmundsson pípulagnameistari, f. 2.6. 1980. Börn hans eru Fjölnir Ingi Kristínarson, f. 5.9. 1997, móðir Kristín Þórarinsdóttir. Tristan Orri Borghildarson, f. 9.11. 2003, móðir Borghildur Ýr Þórðardóttir. Sandra Diljá Björnsdóttir, f. 8.5. 2014, og Rakel Lilja Björnsdóttir, f. 8.6. 2018, móðir þeirra Eva Arnars- dóttir. Fram undir tvítugt bjó Ingv- eldur í foreldahúsum í Kílakoti, lauk landsprófi og stofnaði heimili með Unnari á Blönduósi og bjuggu þau þar lengst af eða þar til þau slitu samvistum og hún flutti til Reykjavíkur. Útför Ingveldar fer fram frá Áskirkju í dag, 21. nóvember 2022, klukkan 13. Kvæntist Elísabetu Rafnsdóttur, f. 7.4. 1963, þau skildu. Börn þeirra eru Erna Rós Berg- þórsdóttir, f. 4.6. 1990, sambýlis- maður Ágúst F. Einarsson. Fannar Logi Bergþórsson, f. 9.6. 1993, sam- býliskona Bryndís Ingibjörg Einars- dóttir, f. 9.8. 1993. Börn þeirra eru Magni Snær, f. 14.11. 2018, og Snædís Kvika, f. 24.5. 2021. Guðrún Birna Guðmundsdóttir tölvunarfræðingur, f. 2.5. 1966. Börn hennar með Pétri H. Blön- dal eru Baldur Blöndal, f. 29.9. 1989, sambýliskona hans Cass- andra Eileen Thielen, f. 19.8. 1991, dóttir þeirra er Geirlaug Lóa Indíana Blöndal, f. 12.4. 2022. Eydís Blöndal, f. 3.1. 1994, sambýlismaður hennar er Ási Þórðarson, f. 27.7. 1990, dóttir þeirra er Vigdís Birna Ásadóttir Blöndal, f. 18.1. 2017. Agnar Bragi Agnarsson pípulagna- meistari, f. 30.3. 1968, giftur Eddu Lovísu Eðvarðsdóttur. Dóttir hennar er Alexandra Ósk Höskuldsdóttir, f. 9.12. 1999. Börn hans með Guðrúnu Pálma- Tilveran síðan elsku mamma lést hefur verið sérkennileg blanda af sorg og trega. Eftir að hafa átt hana sem móður í hart- nær sextíu ár er söknuðurinn sár þegar rifjast upp gamlar sam- verustundir. Góðar minningar, djúpt og einlægt þakklæti og stolt yfir að hafa hlotnast svo um- hyggjusöm og góðhjörtuð móðir sem vildi sínum nánustu og öðr- um allt hið besta er mér ofarlega í huga. Umhyggja mömmu birtist meðal annars í því að létta undir með öðru fólki, með hjálpsemi eða að greiða götu þess með hverjum þeim björgum sem hún hafði yfir að ráða. Sérstaklega var henni umhugað um þá sem minna máttu sín í þjóðfélaginu eða gengu í gegnum erfiða tíma. Þeirri sannfæringu sinni var hún trú og fylgdi eftir þrátt fyrir að hafa oft á tíðum mætt margskon- ar mótlæti og andstreymi og fyr- ir vikið njóta margir betri tilveru fyrir hennar gjörðir. Hún mat fólk eftir mannkostum þess, hug- tök eins og heiðarleiki, sam- kennd, samviskusemi, dugnaður og áræði voru allt mannkostir sem hún kunni vel að meta eða eins og hún orðaði það „að vera ærleg manneskja“. Stétt eða staða fólks í þjóðfélaginu sagði henni ekkert um gildi eða gæði fólks og fannst henni einstaklega hjákátlegt að verða vitni að yf- irlæti gagnvart annarri mann- eskju. Líf mömmu hefur ekki verið auðvelt, uppeldisárin og fram að tvítugs aldri bjó hún í foreldrahúsum í Kílakoti í Keldu- hverfi. Lítið var um nútímaþæg- indi eins og rafmagn eða renn- andi vatn og vetur gátu verið harðir. Engu að síður minntist hún þess tíma með söknuð og hlýhug í hjarta enda átti hún sterkar rætur til æskustöðvanna. Mamma var hörkudugleg til allra verka, vílaði ekki fyrir sér að vera í tveimur vinnum ásamt húsbyggingu á tilvonandi heimili og sinna börnum og heimilis- störfum, oft vinnandi fram á næt- ur. Það var ekki fyrr en eftir að hún fluttist til Reykjavíkur og börnin voru flutt að heiman að hún sá fram á náðugri daga. Ég minnist góðra stunda á heimili hennar í Klapparbergi, hún var góður gestgjafi og sjaldnast var hægt að kíkja í heimsókn án þess að þiggja góðar veitingar og oft fylgdi prjónles eða góðgæti með í fararnesti. Í Klapparberginu undi hún sér vel, með nóg pláss til að taka á móti börnum og barnabörnum, garð til að annast og nálægð við náttúruna. Mamma var vel á sig komin lík- amlega og mikill náttúruunn- andi. Hún naut sín vel í útiveru og gönguferðum og aldrei man ég eftir að hún gæfi okkur hinum nokkuð eftir í gönguþreki eða kvartaði yfir vosbúð eða barn- ingi, þvert á móti virtist hún njóta augnabliksins og eflast við hverja raun. Í nokkur ár notaði hún sumarfríið sitt til að vinna við ferðaþjónustu í Kerlingar- fjöllum og naut sín vel í því fagra umhverfi. Elsku mamma, ég kveð þig með þakklæti fyrir allar góðu minningarnar, ástina, þraut- seigjuna og dugnaðinn og fyrir einstaka manngæsku og alúð alla okkur til handa. Ég trúi því að þér verði tekið fagnandi á betri stað þar sem þú ert laus við lífs- ins byrðar. Takk fyrir allt og allt. Bergþór Ingi. Elsku Inga amma. Það er öðruvísi að kynnast fólki þegar maður er barn, því sambandið byggist á svo miklu fleiri skilyrðum, lærdómi, nánari umhyggju og allskonar tilfinn- ingum. Með árunum breytist nú eðlilega sambandið en maður tekur með sér allt sem maður lærði um viðkomandi áður. Mér finnst þetta vera svo einstök tengsl sem maður fær einungis með fjölskyldu og nánum æsku- vinum. Við sem vorum svo hepp- in að fá að umgangast Ingu á æskuárum og lengur vitum alveg hversu góðhjörtuð og þrautseig hún var. Inga var þessi sem aldrei sett- ist niður þegar hún hélt matar- boð, enda að mér fannst mikill gestgjafi. En það fannst manni sem krakka vera svo sjálfsagt en það er bara alls ekki svoleiðis. Jólaboð sem gátu tekið allan daginn og fram á kvöld með alla fjölskyldustrolluna getur nú bara tekið helling á. Svo fannst manni sennilega sjálfsagt að í jólaboði væri dans- að og sungið í kringum jólatréð, en seinna áttar maður sig á því hvað maður var heppinn að vera í svona skemmtilegum fé- lagsskap. Því þetta er alls ekkert sjálfsagt. Annar frábær vani í fjöl- skylduboði var að mæta vel skó- aður, þá er ég ekki að meina í skínandi spariskóm heldur ein- hverju til að fara í göngu. Því all- ir gestirnir skelltu sér út í göngu- túr með Tinnu niður að Elliðaá. Þvílík snilld. En ég hef alveg afskaplega sterkar minningar af því að koma heim til ömmu á Klapparbergið. Því allra fyrst tók Tinna á móti manni á harðaspretti niður tröppurnar í anddyrinu. Svo rat- aði maður sjálfur upp og hitta og heilsa og knúsa Ingu. Það fyrsta sem hún gerði var að bjóða manni eitthvað og maður lærir að segja já takk strax. Þýðir ekkert að segja nei ég er svo saddur, hún heldur bara áfram að bjóða þér eitthvað þangað til þú segir já takk. Það gat verið allskonar, jafnvel köld skúffukaka, flatkaka og hangikjöt eða eitthvað annað heimilislegt. Svona eins og þegar ég sagði svo loksins já takk við rúgbrauði með smjöri og osti, ég hélt að hún hefði nú eitthvað ruglast því þetta var greinilega rúgbrauðssamloka með þrem lögum af osti. En nei nei, heima hjá Ingu er smjörið skorið með svera ostaskeranum. Þannig að þarna á milli var samanlagt um tvö lög af 3-4 mm smjörsneiðum og jafnþykkri ostasneið á milli. Takk fyrir mig. Eftir ágætis spjall og talsvert klór og klapp með Tinnu var ullarsokka- eða vettlingaafhending. Ég hef ekki tölu á hversu mörg pör ég fékk, held að enginn okkar hafi hana. Svo var þetta bara afskaplega heimilislegt, maður var ekkert negldur niður við matarborðið. Ef maður vildi ráfa niður í skúr eða maður vildi bara leggja sig í stofunni þá bara gerði maður það. En því miður var maður kannski ekki nógu duglegur að sitja og spjalla við Ingu um henn- ar líf og fortíð. Eitthvað sem ég hefði viljað vita meira um í dag. En ég veit að í henni var ekki til græðgi heldur hellingur af svona niður til jarðar-nægjusemi. Sögusagnir hennar frá lífinu á Kílakoti sýna hvað maður þarf í raun og veru. En takk, elsku amma, fyrir all- ar stundirnar, alveg frá því þegar ég var ungbarn og fram til dags- ins í dag. Fannar Logi Bergþórsson. Inga amma. Hlýja hennar og kærleikur mun alltaf lifa með mér. Yndis- lega raulið frá henni á jólunum, í útilegunum og í eldhúsinu gleður mig áfram og mun gefa mér hlýju og ró. Dugnað og hjálpsemi hennar mun ég taka til fyrir- myndar en duglegri konu var erf- itt að finna. Hún var baráttukona sem tókst á við svo margt. Mikill agi og seigla var alltaf til staðar en samt var alltaf stutt í góðan húmor, hlátur, stríðni og gleði. Þaðvar alltaf gott aðkoma í heim- sókn til ömmu. Hún tók alltaf vel á móti hverjum og einum, bætti svo ofan á það þvílíkum kræsing- um eins og íslenskri kjötsúpu, súkkulaði, skúffuköku og/eða kakó. Allt sem amma gerði var á einhvern hátt einstakt og glæsi- legt. Ferðalagið okkar saman var yndislegur tími sem er mér dýr- mæt minning sem ég mun geyma á góðum stað í hjartanu og leita til í framtíðinni. Nú fjölgar svo sannarlega englum á himni en ljós hennar mun skína bjart fyrir okkur hin. Ég veit það verður tekiðvel á móti henni og dekrað; við hana eins og hún hefur gert við okkur alla tíð. Ég elska þig elsku amma mín og mun alltaf gera. Hvíldu í friði elsku amma. Erna Rós. Á lífsleið okkar kynnumst við einstaklega ljúfum einstakling- um sem hafa hjálpað og stutt við bakið á okkur þegar á móti blés en sem í sjálfu sér stóðu okkur ekkert sérstaklega nálægt, og þar af leiðandi voru engar sér- stakar væntingar til aðstoðar úr þeirri átt. En þessir einstaklingar eru þeir sem virkilega standa sem klettar í lífi okkar, með mildi sinni, yfirvegun, hógværð, vin- áttu, og alltaf tilbúnir að spjalla um daginn og veginn og alla þessa smáu hluti sem þegar allt kemur til alls eru það sem skap- ar stóru myndina þegar við horf- um á lífið í heild sinni. Ingveldur var ein þessara ljúfu einstak- linga sem við höfum fengið að kynnast. Ingveldur var móðir góðra vina minna sem ég fékk að kynn- ast þegar við fórum í kaffi eða mat til hennar eftir skemmtileg- ar fjallaferðir og þiggja kaffi og kruðerí eða matarbita, það skipti engu á hvað tíma komið var, allt- af voru gestir velkomnir og alltaf var okkur fagnað með sama ljúfa viðmótinu og vináttunni. Eftir dvöl á Spáni fékk ég að gista hjá henni um stutta stund, á þessum fáu vikum sem ég dvaldi hjá henni áttum við marg- ar góðar stundir yfir kaffibolla, góðu spjalli og skoðanaskiptum. Ingveldur var mikill dýravinur og átti á þessum tíma fallegan svartan hund sem ég fékk að fara með í gönguferðir í Elliðaár- dalnum, til heilsubótar fyrir hundinn og ekki síður til heilsu- bótar fyrir mig. Hreyfing er dýr- um mjög mikilvæg og þá sér- staklega stórum fallegum hundum og ekki síður okkur mönnunum þegar á móti blæs. Ingveldur verður kvödd í dag og var ekki nema 76 ára gömul þegar kallið kom, eftir allt of stutta dvöl með okkur hér á þessari jörðu. Við höldum alltaf að við eigum svo langan tíma eft- ir til að vera með þeim sem hafa haft góð áhrif á líf okkar en tími okkar er í raun og veru svo stutt- ur hér í þessari jarðvist þannig að við verðum að nýta hann sem best með þeim sem standa okkur nærri. Ég vil senda börnum, barna- börnum og barnabarnabörnum hennar samúðarkveðjur mínar. Með þökk fyrir ljúfa og góða við- kynningu. Hermann Valsson. Kæra Inga vinkona! Ég kynntist þér á skólaárum mínum á Akureyri. Það fyrsta sem mér kom í hug er ég sá þig var hvað þú varst glæsileg og falleg kona og ég hugsaði með mér hvað unn- usti þinn, sem kynnti okkur, hlyti að vera hamingjusamur og hann væri örugglega öfundaður af öll- um strákum í bænum. Árin liðu og fyrr en varði varst þú komin með stórt heimili, fullt af mannvænlegum börnum. Þú fluttir í litla þorpið fyrir norðan þar sem bóndi þinn sleit barns- skónum. Þið byggðuð yfir ykkur hús og alltaf fannst mér þið vera á kafi í vinnu enda heimilið stórt og í mörg horn að líta. Ég kom oft inn á heimili ykkar og naut einstakrar gestrisni ykkar alla tíð. Það fór ekki á milli mála að oft var vinnudagurinn langur og strangur bæði utan og innan heimilisins, allt hreint og fágað og húsmóðirin alltaf að. Enn liðu árin, þú fluttir suður og við sáumst sjaldnar, reyndi ég þó að kíkja til þín ef ég átti leið í höfuðborgina, stundum létum við símann nægja. Ævidagar okkar eru fljótir að líða og fyrr en varir erum við minnt á að það sé komið að skuldaskilum. Þú fékkst þann reikning, sem við fáum öll fyrr eða síðar, þegar þú fékkst áfall sem svipti þig svo mörgu. Ég heimsótti þig nokkrum sinnum eftir það og gat ekki annað en dáðst að dugnaði þínum og þeirri reisn sem þú sýndir í veikindum þínum. Inga vinkona, eins og ég kall- aði þig alltaf með sjálfum mér, nú er komið að leiðarlokum. Það verður skrítið og talsvert öðru- vísi að geta ekki sent þér jólakort með mynd úr héraði og kannski lítinn pakka með. Kæra vinkona, ég er þess full- viss að það verður vel og innilega á móti þér tekið í sólarlandinu. Guð blessi minningu þína. Við börnin þín og aðra að- standendur vil ég segja að stund- um finnst okkur að dauðinn komi sem óvinur, en nú kom hann sem líknsamur vinur sem leysti þraut hennar. Kæru vinir. Ég og Halldóra mín sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Skarphéðinn Ragnarsson. Ingveldur Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.