Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 22
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Byrjum daginn á opnri vinnustofu - Endilega komið
að prófa vinnustofuna okkar - frítt kaffi til 11 og alltaf hægt að finna
sér eitthvað skemmtilegt til að skapa úr. - 10:30 er það svo Kraftur í
KR - Hér er alltaf dúndur mæting, hvetjum þig til að koma prófa - 13.
Félagsvist - hér vantar okkur leikmenn svo endilega komið og prófið
félagsvist á mánudögum - 13:15 Skák með leiðbeinanda - opið öllum
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Boccia kl. 10. Heil-
sumæling kl.10.30. Handavinna kl. 12.30-16. Félagsvist kl. 12:45.
Glervinnustofa kl. 13 - 16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl.
14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Boðinn Mánudagur 21. nóvember: Pílukast kl. 9. Félagsvist kl. 13.
Myndlist kl. 13. Sundlaugin opin til kl. 16.
Dalbraut 18-20 Brids kl.13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11.
Postulínsmálun kl. 9-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9:45-
10. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Heimaleikfimi á RÚV
kl. 13-13:10.Tálgað með Valdóri kl. 12:30-15:30. Félagsvist kl. 13.
Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Laugardaginn 26. nóvember
verður jólamarkaður í Hæðargarði kl. 13-17.Til sölu verður handverk
eftir þátttakendur í félagsstarfinu. Kaffihúsastemning, selt verður
súkkulaði með rjóma og smákökur
Garðabær 9. Pool-hópur í Jónshúsi 10. Ganga frá Jónshúsi 11.
Stólajóga í Kirkjuhv. 12.30-15.40 Bridds 12.40 Bónusrúta frá Jónsh. 13.
Gönguhópur frá Smiðju 13-16. Glernámskeið í Smiðju 13.45-15.15
Kaffiveitingar í Jónsh. 15.00 / 15.40 / 16.20 Vatnsleikf. í Sjálandssk.
16.30 Zumba Gold í Kirkjuhv.
Gjábakki Námskeið íTÆKNILÆSI og SNJALLTÆKJANOTKUN kl. 13
til 15.
Gjábakki Boccia kl. 9 til 10.30. Postulínsmálun kl. 9 til 11.30. Jóga kl.
10.50 til 12.10. LOGI fataverslun mætir í Gjábakka og verður kl. 11 til
13! Opin handavinnustofa kl. 13 til 16. Canasta kl. 13.15 til 15.
Kóræfing hjá Söngvinum kl. 16.30 til 18.30.
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 22. nóvember verður opið hús í
Grafarvogskirkju. Opna hús dagsins verður heimsókn til
Hjálpræðishersins. Munum skoða nýja glæsilega húsið þeirra, þiggja
kaffi og kruðerí. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 13. Heimkoma rétt
fyrir kl. 16. Umsjón hefur Kristín Kristjánsdóttir. Kyrrðarstund er kl. 12.
Að kyrrðarstund lokinni eru léttar veitingar gegn vægu gjaldi.
Gullsmári Mánudagur: Handavinna frá kl. 9-16. Bridge kl. 13. Jóga kl.
17. Félagsvist kl. 20.
Hraunsel Mánudaga: Billjard kl. 8-16. Myndlistarklúbbur kl. 9. Stóla
yoga kl. 10. Félagsvist kl. 13. Gaflarakórinn: Kl. 11.
Korpúlfar Borgum Mánudagur: Hugleiðsla og létt yoga kl. 8:30.
Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styrkleikaflokkar svo
að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10. Félagsvist í Borgum kl. 12:30.
Prjónað til góðs kl.13.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13. Kóræfing
Korpusystkina kl. 16. Gleðin býr í Borgum.
Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut kl. 9. Leir á Skólabraut kl. 9.
Billjard í Selinu kl. 10. Jóga/leikfimi á Skólabraut kl. 11. Handavinna,
samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Gler á neðri hæð
félagsheimilisins kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á mor-
gun þriðjudag verður pútt á Nesvöllum kl. 10.30.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
alltaf
alstaðar
mbl.is
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Sá vinsælasti. MMC Eclipse
Cross phev Intense +.
Árgerð 2022.
Nýtt ökutæki Bensín/Rafmagn,
sjálfskiptur. Forhitun á miðstöð.
Verð 6.590.000.
Rnr. 140471. Aukahlutapakki að
upphæð kr. 360.000,- fylgir með, sem
inniheldur: Dráttarkrók, gúmmí-
mottur, sumar- og vetrardekk.
Gráir og svartir í boði.
Seljandi skoðar skipti á ódýrari.
Nánari upplýsingar veita
Höfðabílar ehf. í síma 577-4747
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
fyrir veturinn og tek
að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
✝
Sigurlaug Gísla-
dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
12. janúar 1946 og
ólst þar upp. Hún
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 9. nóvember
2022.
Foreldrar Sigur-
laugar voru Gísli
Gíslason, f. 13. nóv-
ember 1902, d. 24.
desember 1972, og Ásdís Guð-
mundsdóttir, f. 10. ágúst 1913, d.
9. október 1995.
Sigurlaug var ein af 15 systk-
inum og var hún 10. í röðinni af
þeim. Hin eru í aldursröð: Unnur,
Andrea Karen. Börn þeirra eru
Aron Ingi, Steinar Sindri og Tóm-
as Orri. Barnabörnin eru sex. 3)
Þórunn Helga, f. 1972. Gift Jó-
hanni Böðvarssyni. Börn þeirra
eru Þorvaldur Helgi, Hrafnhildur
Kristín og Haukur Ingi og eitt
barnabarn. 4) Guðmundur Stefán,
f. 1977. Unnusta hans Jóhanna G.
Þórisdóttir. Frá fyrra hjónabandi
á hann Guðrúnu Sögu. Börn Jó-
hönnu eru Nikulás, Gígja Kristín
og Ari Grímur.
Sigurlaug gegndi ýmsum störf-
um á lífsleiðinni. Byrjaði ung að
árum að starfa í fiski í Vest-
mannaeyjum og seinna í Reykja-
vík. Hún vann einnig margvísleg
verslunar- og umönnunarstörf.
Síðustu starfsárin vann hún sem
skólaliði í Lindaskóla í Kópavogi.
Útför Sigurlaugar fer fram í
Seljakirkju í dag, 21. nóvember
2022, kl. 13. Streymt verður frá
athöfninni,
https.//www.mbl.is/andlat
Haukur, Garðar, Sig-
ríður, Guðrún, Gísli,
Þóra, Guðmundur,
Halldóra, Stefán,
Ólafur, Kristrún,
Halldóra og Þóra.
Eftirlifandi eig-
inmaður Sigur-
laugar er Þorvaldur
Helgi Benediktsson,
f. 28. júlí 1945. Börn
þeirra eru: 1) Hall-
dóra, f. 1965. Gift
Ronny Thorød. Börn hennar af
fyrra hjónabandi eru Sigríður
Heiða, Dagný Ýr og Brynjar Gauti
og á hún eitt barnabarn. 2) Matt-
hildur, f. 1966. Gift Agnari Stein-
arssyni. Barn hennar fyrir er
Elsku mamma er búin að fá
hvíldina. Undanfarna mánuði í
veikindum hennar hafa margar
minningar komið upp í hugann og
hefur þakklæti verið okkur ofar-
lega í huga. Mamma var mikil fjöl-
skyldukona og leið aldrei eins vel
og þegar hún var umkringd fólkinu
sínu. Það leyndi sér ekki hversu
stolt hún var af afkomendum sínum
þegar hún talaði um þá.
Mamma vildi hafa gleðina við
völd eins og sannur Vestmannaey-
ingur. Hún elskaði að halda veislur
og eiga samverustundir með fólk-
inu sínu. Hún hafði sérstaklega
gaman af því að spila en því hafði
hún gert mikið af allt frá barnsaldri
í stórum systkinahópi.
Mamma var stolt af uppruna sín-
um og var dugleg að fara með fjöl-
skylduna til Vestmannaeyja eftir
gos. Þá urðu þjóðhátíðirnar gjarn-
an fyrir valinu sem voru sveipaðar
ævintýraljóma í augum okkar
systra.
Mamma hafði mjög gaman af því
að ferðast. Þau pabbi drösluðust
með okkur systkinin í tjaldútilegur,
á alls konar misstórum bílum og
stundum frekar bílveikum krökk-
um. Fyrst í A-tjaldi og síðan í for-
láta hústjaldi sem þau fjárfestu í og
voru ein af þeim fyrstu á tjaldstæð-
um landsins í þannig tjaldi. Eftir að
við systkinin flugum úr hreiðrinu
létu þau loks eftir sér að kaupa hús-
bíl sem þau notuðu mikið. Þá byrj-
uðu þau einnig að ferðast til útlanda
og fóru víða, bæði í borgar- og sól-
arlandaferðir.
Mamma bjó yfir mörgum hæfi-
leikum sem hún nýtti sér í móður-
og húsmóðurhlutverkinu. Hún var
einstaklega dugleg í því sem hún
tók sér fyrir hendur og það var
aldrei neitt hálfkák í verkum henn-
ar, sama hvað það var. Hún var
mikil handavinnukona og saumaði
t.d. öll föt á okkur systkinin lengi
vel. Hún prjónaði talsvert og í
seinni tíð seldi hún lopapeysur og
hosur, auk þess fengu afkomendur
að njóta afurðanna í afmælis- og
jólapökkunum.
Matreiðsla var henni hugleikin.
Hún og pabbi fjöldaframleiddu alls
kyns kökur til að eiga með kaffinu,
þau bjuggu til kindakæfu og rab-
arbarasultu í stórum stíl og að sjálf-
sögðu voru börn og barnabörn leyst
út með krukkum af því eðalgóssi.
Brauðtertan hennar mömmu var
alveg hreint himnesk en hún var
með leynitrix í pokahorninu sem
hún deildi með okkur systkinum.
Svo voru auðvitað heitu sósurnar
hennar, jólabúðingurinn og steikti
fiskurinn í raspi alveg í sérflokki.
Barnabörnin hringdu sérstaklega í
hana og báðu hana að bjóða sér í
uppáhaldsömmufiskinn.
Það er gott að eiga góðar minn-
ingar til að ylja sér við. Við verðum
alltaf þakklát fyrir fallegu, duglegu
og ósérhlífnu mömmu okkar. Miss-
ir okkar er mikill og við munum
sakna hennar óendanlega. Ein af
síðustu óskum hennar var að við
systkinin og fjölskyldur myndum
passa upp á pabba og það munum
við gera. Við stöndum saman og
hjálpum honum að lina sársaukann
sem er mikill eftir nær sextíu ára
samband.
Við trúum því að amma og afi í
Eyjum hafi tekið á móti henni með
hlýja faðminn sinn ásamt systkin-
um hennar sex sem eru látin.
Takk fyrir allt elsku mamma.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Halldóra, Matthildur,
Þórunn Helga og
Guðmundur Stefán.
Elsku Lauga.
Ég ávarpa þig í fyrstu persónu
því að ég veit að þú vaknar alltaf
klukkutíma á undan Valda til þess
að lesa Moggann. Krossgátan var
alltaf í uppáhaldi og auðvitað minn-
ingargreinarnar. Því að líf, ástir og
örlög fólks voru alltaf þitt hjartans
mál. Rétt eins og í Rauðu ástarsög-
unum sem þú last þér til ánægju
áratugum saman. Fjölskyldan stóð
alltaf hjarta þínu næst og í Fjalla-
lindinni byggðuð þið hjónin upp un-
aðsreit sem allir elskuðu að heim-
sækja. Þið voruð alltaf höfðingjar
heim að sækja og hjálpsemin með
algjörum eindæmum. Í Fjallalind-
inni var alltaf hægt að ganga að því
vísu að fá hjartanlegar móttökur,
nægan tíma, góðan kaffisopa og
heimabakað bakkelsi að hætti
hússins.
Ég sakna þess að sjá þig ekki
lengur með przjónana í hæginda-
stólnum. Ég sakna allra ferðalag-
anna sem við fórum saman, ég og
Matta með hjólhýsið og þið á hús-
bílnum. Ég sakna þess að spila með
þér félagsvist á sex borðum á jól-
unum. Ég þakka fyrir samfylgdina
í 35 ár og fyrir að vera svona góð
amma fyrir börnin mín. Þú munt
lifa áfram í gegnum börn, barna-
börn og barnabarnabörn. Minning-
in um góða konu mun lifa í hjörtum
okkar sem eftir lifa.
Þinn tengdasonur,
Agnar.
Elsku ljúfa amma mín, minning-
arnar eru margar og ég veit hrein-
lega ekki hvar ég á að byrja. Það er
svo tómlegt hérna án þín og hugs-
unin um að ég eigi aldrei eftir að sjá
þig aftur er svo óraunveruleg. Það
sem er mér efst í huga þegar ég
hugsa um þig er hvað þú varst mik-
ill klettur í lífi mínu. Vandamál stór
eða smá leystir þú alltaf með mér.
Við vorum miklar vinkonur og þú
sagðir það svo oft við mig síðustu
árin. Mér þykir svo vænt um þessa
vináttu sem við áttum. Amma var
einhvern veginn þannig að við gát-
um alltaf sagt allt hvor við aðra án
þess að móðgast eða misskilja. Svo
áttir þú það oft til að segja pabbi
þinn við mig þegar þú áttir við afi.
Okkur afa fannst það alltaf jafn
fyndið og gerðum við mikið grín að
þér. Þú hristir bara hausinn yfir
ruglinu í þér. Ætli það hafi ekki
verið af því að þú varst alltaf að
passa upp á mig. Lést mig alltaf
finna það að ég ætti þig og afa að
alveg frá því ég fæddist. Það lýsir
þér svo vel hvað þú hugsaðir vel
um þá sem þú elskaðir. Fórnfús og
alltaf mætt ef það var eitthvað.
Ég lærði svo margt af þér og er
svo þakklát að hafa átt ömmu eins
og þig. Þú varst snillingur að elda
góðan mat og alltaf tilbúin að
kenna okkur öllum afkomendum
þínum þá töfra. Þú kenndir mér að
baka pönnukökur, en þú notaðir
tvær og jafnvel þrjár pönnur við
það. Mér fannst það nú fullmikið af
því góða en þá sagðir þú mér bara
að þegar maður væri með marga
munna eins og var í Héðó þá þyrfti
að hafa hraðar hendur. Það var
aldrei neitt mál hjá þér, þú bara
gerðir hlutina ósérhlífin.
Þú varst svo sannarlega nýtin.
Þú sagðir að það væri sko alveg
hægt að nýta fisk sem væri ekki
glænýr og bjuggum við einu sinni
til 150 fiskibollur saman. Ég gæti
talið endalaust upp svona hluti sem
þú kenndir mér og fólkinu þínu. Þú
varst algjör ofurkona sama hvað
þú tókst þér fyrir hendur og
kenndir mér svo margt sem ég bý
svo vel að í dag.
Þegar ég hugsa um hvað þú
varst hreinskilin brosi ég, því það
var eiginleiki sem ég elskaði við
þig. Þú sagðir hlutina bara eins og
þeir nákvæmlega voru, líka þegar
þú varst mjög veik á spítalanum og
fékkst okkur öll til að hlæja með
þér. Ég á eftir að sakna þess mikið
og það sem ég gat hlegið mikið með
þér, elsku amma mín. Þú varst svo
mikil Héðókona eins og við stór-
fjölskyldan segjum alltaf, það lýsir
þér vel.
Þú varst mikil Eyjamær, sem
hafði sterk áhrif á mig. Ég ólst upp
við að hlusta á sögur um líf þitt í
Eyjum og hvernig hlutirnir voru
þegar þú varst að alast upp, Eyja-
tónlistina þína, hvernig gosið var,
hvernig þið afi kynntust og hvernig
ykkar líf var saman. Ég elskaði
það. Allar þessar sögur hafa kennt
mér svo margt og ég bý að þeim
alla tíð. Það er gott að geta hugsað
um þær á þessum erfiða tíma.
Ég var svo sannarlega ekki
tilbúin að þú færir og að þurfa að
kveðja þig strax. Mér finnst svo
erfitt að hugsa til þess að ég á aldr-
ei eftir að tala við þig aftur, hlæja
með þér eða knúsa þig. En ég mun
svo sannarlega hugsa vel um afa
eins og ég lofaði þér.
Takk fyrir allt, elsku amma mín.
Ég elska þig.
Þín
Andrea.
Elsku amma Lauga.
Amma var umhyggjusöm, sem
sýndi sig best þegar hún annaðist
mig fyrstu mánuðina þegar móðir
mín lá veik á spítala. Hún var ekki
há í loftinu en stór í sniðum og mik-
ill klettur í fjölskyldunni. Amma
var dugleg í bakstri og matargerð,
nýtti matinn vel. Minnisstætt er
þegar amma og afi tóku mig með í
Spánarferð, mína fyrstu utan-
landsferð og nutum við samver-
unnar þar vel, hvort sem það var
við að þeysa á safaríjeppa í fjöll-
unum eða labba á ströndinni.
Fyrst og fremst var hún fjöl-
skyldumanneskja, umhyggjusöm
um barnabörnin og vildi vera um-
vafin ástvinum sínum. Amma
fylgdist þó nokkuð með íþróttum,
og við áttum góðar stundir saman
yfir enska boltanum.
Hún má vera stolt af því lífi sem
hún lifði og því sem hún skilur eftir
sig. Það verður mikill missir að
geta ekki kíkt í kaffi og heimabak-
aða köku til hennar lengur og sýnt
henni hvað langömmubörnin vaxa
og dafna.
Söknuðurinn er mikill, en eftir
standa minningarnar að eilífu.
Farðu í friði, elsku amma mín.
Þorvaldur Helgi
Jóhannsson.
Sigurlaug
Gísladóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
INGIMAR EINARSSON
leigubílstjóri,
áður til heimilis á Laugarnesvegi 87,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
laugardaginn 12. nóvember.
Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 24. nóvember
klukkan 15.
Guðrún Katrín Ingimarsdóttir
Ásgeir Helgason Jóhanna S. Ingimarsdóttir
Marinó Flóvent
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, mamma,
tengdamamma, amma, langamma,
systir og mágkona,
SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR
Sirrý,
fv. leikskólakennari
Dalbraut 18 í Reykjavík
áður Tunguseli 5,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn
23. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Torfi Þorsteinsson
Þorsteinn Torfason Guðrún Jóhannesdóttir
Ívar Torfason Guðbjörg Helga Jóhannesd.
Hlynur Torfi Torfason Aline Andrade Grippi
Þór Þorsteinsson Samira Djidjeh
Ástríður Jónsdóttir Una Þorsteinsdóttir
Óðinn Ívarsson Embla Ísól Ívarsdóttir
Valentína Andrade Hlynsd. Klara Rán Andrade Hlynsdóttir
Erik Þórsson
Margrét Guðmundsdóttir Ásmundur Karlsson
Konráð Guðmundsson Rósa Björg Ólafsdóttir
Eyjólfur Óskar Eyjólfsson
Kolbrún Jónsdóttir