Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022
DÆGRADVÖL24
Jakobína Valdís Jakobsdóttir, skíðakona og ólympíufari – 90 ára
Brautryðjandi á skíðum
J
akobína Valdís Jakobsdóttir
er fædd 21. nóvember 1932 í
Mjósundum á Ísafirði og ólst
þar upp þar til fjölskyldan
flutti í Hraunprýði þegar
Jakobína var 6 ára. „Það var þá efsta
húsið á Ísafirði og þangað lá bara
götuslóði. Á þessum tíma var svo
mikill snjór á veturna að ég skreið í
sköflunum til að komast í skólann,
en þá voru engin tæki til að moka.
Við fórum á milli á skíðum, en það er
fyrst þegar við flytjum í Hraunprýði
sem ég fer á skíði. Þegar ég átti
heima í Mjósundum varð ég lömuð
á fæti vegna kíghósta í heilt ár og
læknarnir töldu að ég myndi ekki
fá máttinn í fótinn. Systir mín dó úr
kíghósta og við urðum öll mikið veik.
En svo dröslaðist ég á fætur og fékk
þennan góða fót.“
Jakobína gekk í Barnaskóla Ísa-
fjarðar og Gagnfræðaskóla Ísafjarðar.
Hún var tvö sumur barnapía í sveit í
Bolungarvík. Hún var í skíðaskólan-
um á Ísafirði 1951 og 1952 og æfði síð-
an og keppti á skíðum fyrir Ísafjörð
og síðar ÍR í Reykjavík.
Hún var í Åre í Svíþjóð 1953-54 við
skíðaæfingar ásamt hópi Ísfirðinga
og þar var einnig Steinþór bróðir
hennar. Ekki fékkst nægur gjaldeyrir
fyrir uppihaldi svo þau unnu fyrir sér
meðfram æfingum og keppni. Jak-
obína vann á Hótel Granen við afleys-
ingar. Í Åre sá hún fyrst skíðalyftu.
Jakobína keppti á Holmenkollen
móti í Opdal í Noregi í janúar 1954 og
síðar á heimsmeistaramóti í skíðum
í Åre 28.2.-7.3. 1954, fyrst íslenskra
kvenna. Hún keppti í svigi, stórsvigi
og bruni.
Veturinn 1955-56 æfði Jakobína í
Austurríki. Til stóð að hún æfði með
austurríska kvennalandsliðinu, en
þar sem lítill snjór var í Austurríki
átti Jakobína ekki gjaldeyri til að fara
með liðinu til Júgóslavíu til æfinga.
Hún æfði því hátt uppi í fjöllum í
Weissee í Austurríki. Þar voru ekki
neinar skíðalyftur til að auðvelda
æfingar. Þess má geta að þar var Toni
Sailer einnig við æfingar en hann
varð ferfaldur Ólympíumeistari 1956.
Jakobína keppti síðan á Ólympíu-
leikunum í Cortina d’Ampezzo á
Ítalíu 26.1.-5.2. 1956, fyrst íslenskra
kvenna, og tók þátt í svigi, stórsvigi
og bruni. „Þetta var skemmtilegt
ævintýri að fara út fyrir landsteinana
til að keppa á þessum stórmótum.
Ég man að ég þurfti sjálf að borga
búninginn minn þegar ég keppti á
Ólympíuleikunum. Ég á reikninginn
ennþá.“
Jakobína varð Íslandsmeistari
19 sinnum frá 1953-63, en hætti þá
keppni. „Það var miklu erfiðara að
æfa skíði hér fyrir sunnan en fyrir
vestan, miklu lengra að fara.”
Jakobína vann í verslun á Ísafirði
í frystihúsi og rækjuvinnslu og varð
síðan heimavinnandi húsmóðir með-
an börnin voru lítil. Hún vann síðar
hjá G. Ólafsson, Sól-smjörlíkisgerð og
Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar.
Helsta áhugamál fjölskyldunnar
hefur verið skíði og útivera og var
skíðasvæðið í Hamragili annað
heimili þar til það var lagt niður og
flutt í Bláfjöll.
Jakobína hefur verið fastagestur
í Laugardalslauginni undanfarna
áratugi, ræður krossgátur af mikilli
snilld og er það heilög stund þegar
Helgarblað Morgunblaðsins berst, að
setjast niður og ráða í gátuna. Síðast-
liðin ár hefur Jakobína svo skellt sér
á sumrin á púttvöllinn við Árskóga.
Hún er heldur ekki hætt að fara á
skíði. „Ég fór einu sinni á skíði í fyrra,
ég verð að hafa gott veður. Svo verð
ég að ná að fara einu sinni á skíði nú
þegar ég er orðin níræð.“
Fjölskylda
Eiginmaður Jakobínu var Rúnar
Geir Steindórsson, f. 29.10. 1925, d.
30.9. 2012, prentari og ökukennari
í Reykjavík. Þau fluttu í Breiðholt
1968 og býr Jakobína enn í því hverfi.
Foreldrar Rúnars voru Steindór
Björnsson frá Gröf, f. 3.5. 1885, d. 14.2.
1972, íþróttakennari og skrautritari,
og kona hans Guðrún Guðnadóttir,
f. 13.10. 1891, d. 1.11. 1925, húsmóðir.
Stórfjölskyldan Bína og Rúnar 2008 með afkomendum sem þá voru fæddir.
Nöfnurnar Jakobína Valdís og Valdís Björk, sonardóttir hennar, á
uppáhaldsskíðasvæðinu, Ísafirði, árið 2015.
Cortina d’Ampezzo 1956 Jakobína með
lukkudýri Ólympíuleikanna.
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Sigríður Thorlacius
40 ÁRA Sigríður er Reykvíkingur, ólst upp
í Hlíðunum og Laugarneshverfinu en býr í
Miðbænum. Hún er með burtfararpróf í söng
frá FÍH og starfar sem söngkona. Hún situr í
stjórn STEFs og er nýhætt sem stjórnarmaður
hjá UNICEF á Íslandi. Áhugamálin eru tónlist,
listir og menning, labbitúrar og ferðalög.
Sigríður og Sigurður Guðmundsson verða
með árlega jólatónleika 21. og 22. desember í
Hörpu.
FJÖLSKYLDA Sambýlismaður Sigríðar er
Anton Björn Markússon, f. 1971, lögmaður.
Sonur þeirra er Markús Thorlacius Antons-
son, f. 9.9. 2021. Foreldrar Sigríðar eru hjónin
Kristján Thorlacius, f. 1941, kennari og fv. áfangastjóri, og Ásdís Kristins-
dóttir, f. 1939, kennari. Þau eru búsett í Reykjavík.
Nýr borgari
Hafnarfjörður Katla Sól Krist-
jánsdóttir fæddist 15. febrúar
2022 kl. 11.02. Hún vó 3.064 g og
var 49 cm löng. Foreldrar hennar
eru Kristján S. Guðjónsson og
Andrea Sól Kristjánsdóttir.
21. mars - 19. apríl A
Hrútur Hafðu stjórn á tilfinningum þínum
þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim.
Þú kemst til botns í gömlu máli sem hefur
valdið þér miklu hugarangri.
20. apríl - 20. maí B
Naut Þú þolir ekki að láta þér leiðast.
Stundum verður maður að bíta í það
súra epli að geta ekki gert allt semmann
langar.
21. maí - 20. júní C
Tvíburar Einhver kemur þér skemmtilega
á óvart í dag og færir þér jafnvel eitthvað
að gjöf sem þig hefur lengi langað í. Ná-
kominn einstaklingur sýnir sitt rétta andlit.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Það er mikill kraftur í þér en það
skiptir öllu máli að beina honum í rétta átt.
Ekki láta undan þrýstingi.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Vilji er allt sem þarf. Legðu blessun
þína yfir ástarsamband vinar. Þú hefur
komið ár þinni vel fyrir borð.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Það er kominn tími til að leysa frá
skjóðunni og opinbera leyndarmálin fyrir
vinunum. Láttu þér standa á sama um álit
annarra.
23. september - 22. október G
Vog Þú veist af manneskju sem þarf á
hjálp þinni að halda en er of óframfærin til
þess að biðja um hana. Láttu hverjum degi
nægja sína þjáningu.
23. október - 21. nóvember H
Sporðdreki Þótt þér þyki eitthvað
gott og blessað er ekki þar með sagt
að nágranni þinn sé sama sinnis. Farðu
samningaleiðina.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Þú ættir að líta yfir farinn veg í
dag og velta því fyrir þér hvar þú vilt verða
eftir tíu ár. Komdu til dyranna eins og þú
ert klædd/ur.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Þú þarft að gæta þess vel að
fá nægan svefn því of miklar vökur fara
illa með heilsuna. Þú vefur makanum um
fingur þér í dag.
20. janúar - 18. febrúar K
Vatnsberi Hrintu áætlunum um endur-
bætur í framkvæmd. Það er eitt og annað
á heimilinu sem kallar á athygli þína og
þarfnast úrlausnar. Eitthvað spennandi
gerist í kvöld.
19. febrúar - 20. mars L
Fiskar Það er engin ástæða fyrir þig að
bæta á þig annarra áhyggjum. Hugsaðu
um það sem til þíns friðar heyrir og láttu
aðra um sitt. Þú ert í sjöunda himni með
makann þessa dagana.