Morgunblaðið - 21.11.2022, Side 27
en Benzema, sem er 34 ára gamall,
hlaut Gullknöttinn og nafnbótina
besti knattspyrnumaður heims árið
2022 í lok október. Alls á hann að baki
97 A-landsleiki þar sem hann hefur
skorað 37 mörk en Frakkar eiga titil að
verja á HM.
Knattspyrnumaðurinn Atli Arnarson
hefur framlengt samning sinn við HK.
Atli, sem er 28 ára gamall, hefur verið
lykilmaður hjá Kópavogsliðinu undan-
farin ár en hann skoraði fimmmörk
í 18 leikjum í 1. deildinni á síðustu
leiktíð þegar HK-ingar höfnuðu í öðru
sæti deildarinnar og tryggðu sér um
leið sæti í Bestu deildinni að ári. Hann
er uppalinn hjá Tindastóli og á að baki
103 leiki í efstu deild þar sem hann
hefur skorað 10 mörk.
Valgarð
Reinhardsson
hafnaði í öðru
sæti í stökki og á
svifrá á Norður-
Evrópumótinu í
áhaldafimleik-
um sem fram
fór í Finnlandi
um helgina. Þá
hafnaði íslenska
karlalandsliðið í þriðja sæti á mótinu
og þetta í fyrsta sinn sem íslenskt
karlalandslið endar á verðlaunapalli á
stórmóti í áhaldafimleikum.Atli Snær
Valgeirsson,Ágúst Ingi Davíðsson,
Dagur Kári Ólafsson, Jónas Ingi
Þórisson,Martin Bjarni Guðmunds-
son ásamt Valgarði skipuðu íslenska
liðið og þá voru þeir Róbert Krist-
mannsson og Viktor Kristmannsson
þjálfarar liðsins
Sundkon
Sól Jórunn
mikinn um
bikarmóti
sem hún va
armeistari
Aalborg. Þá
lítið fyrir o
landsmetið
skriðsundi
Á laugar-
daginn
bætti hún
12 ára
gamalt
Íslands-
met í
greininni þegar hún kom í mark á tím-
anum 53 88 sekúndum og bætti hún
arsdóttur um
sekúndu. Í
gið met um
a úr sekúndu
rk á tímanum
ömu grein.
nig í 100m
ksundi á
m fyrst í
báðum grein-
næfríður Sól
ur á meðal
ppenda á HM
22 sem fram
r í Melbourne
Ástralíu og
hefst 13.
desember.
.
an Snæfríður
ardóttir fór
helgina á
í Danmörku þar
rð danskur bik-
með liðinu sínu,
gerði hún sér
g tvíbætti Ís-
í 100m
.
,
met Ragnheiðar Ragn
56 hundraðshluta úr
gær bætti hún svo ei
fimm hundraðshlut
þegar hún kom í ma
53,75 sekúndum í s
Snæfríður keppti ein
fjórsundi og 200m ba
mótinu og ko
mark í
um. S
verð
ke
20
fe
í
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Grindavík: Grindavík – Tindastóll ........ 18.15
Þorlákshöfn: Þór Þ. – Keflavík.............. 20.15
Egilsstaðir: Höttur – Stjarnan.............. 20.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Kaplakriki: FH – ÍR................................. 19.30
Varmá: Afturelding – Selfoss................ 19.30
Olísdeild karla
Fram – KA ................................................ 30:31
Haukar – ÍBV ........................................... 38:28
Grótta – Hörður....................................... 27:27
Staðan:
Valur 10 9 0 1 332:281 18
Fram 10 5 3 2 299:292 13
Afturelding 9 5 2 2 263:244 12
FH 9 5 2 2 258:255 12
Stjarnan 10 4 3 3 295:285 11
ÍBV 9 4 2 3 304:275 10
Selfoss 9 4 1 4 270:273 9
KA1 0 3 2 5 283:297 8
Haukar 9 3 1 5 266:259 7
Grótta 8 2 2 4 226:225 6
ÍR 9 2 1 6 251:309 5
Hörður 10 0 1 9 289:341 1
Olísdeild kvenna
Fram – ÍBV ............................................... 25:27
Selfoss – Stjarnan ................................... 24:33
Valur – KA/Þór........................................ 28:26
Haukar – HK ............................................ 35:27
Staðan:
Valur 7 7 0 0 203:157 14
Stjarnan 7 6 0 1 212:166 12
ÍBV 7 5 0 2 190:175 10
Fram 7 4 0 3 192:162 8
KA/Þór 7 2 0 5 170:195 4
Haukar 7 2 0 5 192:204 4
Selfoss 7 1 0 6 183:213 2
HK 7 1 0 6 158:228 2
Grill 66-deild kvenna
Fram U – Víkingur.................................. 37:32
HK U – Fjölnir/Fylkir ............................. 31:29
EM kvenna
Úrslitaleikur:
Noregur – Danmörk.......................... 27:25
Þórir Hergeirsson er þjálfari Noregs.
Leikur um 3. sætið:
Frakkland – Svartfjallaland ......... (frl.) 25:27
Þýskaland
Magdeburg – Kiel ................................. 33:34
Ómar Ingi Magnússon skoraði 9 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjáns-
son fjögur.
Erlangen – RN Löwen.......................... 30:33
Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir
Löwen.
Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari
Erlangen.
Melsungen – Flensburg ...................... 25:25
Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk
fyrir Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson
tvö.
Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk
fyrir Flensburg.
Hamm – Bergischer .............................. 27:31
Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk
fyrir Bergischer.
Stuttgart – Leipzig 26:33
Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir
Leipzig. Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið.
Danmörk
Kolding – Aalborg.................................. 27:25
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir
Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari
liðsins.
Skjern – GOG ......................................... 32:32
Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir
Skjern.
Nordsjælland – Fredericia ................ 28:28
Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði ekki
fyrir Fredericia. Guðmundur Þ. Guðmunds-
son þjálfar liðið.
Lemvig – Midtjylland .......................... 30:27
Daníel Freyr Ágústsson varði ekki skot í
marki Lemvig.
B-deild:
Ejstrup – EH Aalborg.......................... 23:28
Andrea Jacobsen skoraði þrjú mörk fyrir
Aalborg.
Frakkland
Nantes – Istres ...................................... 40:32
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot í
marki Nantes.
Pólland
Zabrze – Kielce...................................... 24:40
Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk
fyrir Kielce.
Noregur
Kristiansand – Elverum ..................... 27:29
Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki fyrir
Elverum.
Sandnes – Kolstad ................................ 23:32
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú
mörk fyrir Kolstad og Janus Daði Smára-
son þrjú.
Runar – Haslum .................................... 29:26
Örn Vésteinsson skoraði tvö mörk fyrir
Haslum.
Svíþjóð
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, seinni leikur:
Skövde – Kristianstad......................... 30:34
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fjög-
ur mörk fyrir Skövde. sem tapaði einvíginu,
samanlagt 63:74.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022
Valencia skoraði
fyrstamarkið áHM
Heimsmeistaramót karla í
knattspyrnu hófst í Katar í gær
þegar heimamenn í Katar tóku
á móti Ekvador í upphafsleik
keppninnar í A-riðlinum í Al Khor
í Katar.
Enner Valencia, fyrirliði Ekvador,
fór mikinn fyrir sína menn í leikn-
um en hann skallaði boltann í netið
eftir þriggja mínútna leik. Markið
fékk hins vegar ekki að standa
þar sem rangstæða var dæmd
og staðan því áfram markalaus.
Valencia kom Ekvador hins vegar
1:0 yfir á 16. mínútu með marki úr
vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur
eftir samstuð við Saad Al Sheeb í
marki Katars. Hann var svo aftur
á ferðinni á 31. mínútu þegar hann
skallaði fyrirgjöf Angelo Preciado
í markið af stuttu færi og lokatölur
því 2:0. Ekvador tyllti sér á toppinn
í A-riðlinum með sigrinum og er
með 3 stig en í dag mætast Senegal
og Holland í Doha í hinum leik
fyrstu umferðar A-riðilsins.
AFP/Raul Arboleda
Enner Valencia fór mikinn í upphafsleiknum og skoraði tvívegis.
Breiðablik ogValur
jöfn á toppnum
Jeremy Smith átti sannkallaðan
stórleik fyrir Breiðablik þegar
liðið gerði sér lítið fyrir og lagði
Njarðvík að velli í úrvalsdeild
karla í körfuknattleik, Subway-
deildinni, í Smáranum í Kópavogi
í 6. umferð deildarinnar í gær.
Smith skoraði 32 stig, tók sjö frá-
köst og gaf þrjár stoðsendingar
en leiknum lauk með 91:88-sigri
Blika. Nicolas Richotti var stiga-
hæstur í liði Njarðvíkur með 18
stig, tók átta fráköst og gaf sex
stoðsendingar. Þetta var þriðji
sigur Blika í röð en liðið er í öðru
sætinu með jafnmörg stig og topp-
lið Vals en Njarðvík var að tapa
sínum þriðja leik í deildinni.
Callum Lawson var stiga-
hæstur hjá Val þegar liðið vann
stórsigur gegn KR á Meistara-
völlum í Vesturbæ. Leiknum lauk
með 110:77-sigri Vals en Lawson
skoraði 21 stig í leiknum, tók þrjú
fráköst og gaf eina stoðsendingu.
Elbert Matthes var stigahæstur
KR-inga með 24 stig. Þetta var
fimmti sigur Vals í röð sem
hefur aðeins tapað einum leik í
deildinni, gegn Stjörnunni í 1. um-
ferðinni en KR er komið í fallsæti
og hefur aðeins unnið einn leik á
tímabilinu til þessa.
Hilmar Smári Henningsson
fór mikinn fyrir Hauka þegar liðið
vann 93:73-sigur gegn ÍR í Ólafs-
sal á Ásvöllum. Hilmar Smári
skoraði 27 stig, tók fjögur fráköst
og gaf þrjár stoðsendingar en
Haukar voru sterkara liðið allan
tímann og leiddu 49:40 í hálfleik.
Taylor Johns var stigahæstur ÍR-
inga með 26 stig og þrettán frá-
köst. Þetta var fyrsti sigur Hauka
eftir tvö töp í röð gegn Keflavík og
Val en ÍR hefur aðeins unnið einn
leik í deildinni á tímabilinu, gegn
Njarðvík í 1. umferðinni.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
32 Jeremy Smith átti stórleik fyrir
Breiðablik gegn Njarðvík í gær.
Níundu gullverðlaun Þóris
AFP/Jure Makovec
Evrópumeistarar Noregur varð Evrópumeistari kvenna í handknattleik í
níunda sinn eftir frábæran endurkomusigur gegn Danmörku í úrslitum.
lÓtrúlegur viðsnúningur norska liðsins
gegn því danska á lokamínútunum
EM2022
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Noregur, undir stjórn Þóris
Hergeirssonar, er Evrópumeistari
kvenna í handknattleik árið 2022
eftir ótrúlegan sigur gegn Dan-
mörku í úrslitaleik í Ljubljana í
Slóveníu í gær.
Leiknum lauk með 27:25-sigri
norska liðsins en það var danska
liðið sem byrjaði betur og skoraði
fyrstu tvö mörk leiksins.
Danir voru sterkari framan af og
náðu mest fimm marka forskoti í
fyrri hálfleik, 10:5. Norska liðinu
tókst hins vegar að laga stöðuna
undir lok fyrri hálfleiks og var stað-
an 15:12, Danmörku í vil, í hálfleik.
Mörkin létu á sér standa í upphafi
síðari hálfleiks og Stine Oftedal
skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks
eftir fimm mínútna leik og minnk-
aði forskot danska liðsins aftur í tvö
mörk, 13:15.
Danir voru samt sem áður áfram
með frumkvæðið í leiknum og þeir
náðu fjögurra marka forskoti á nýj-
an leik, 22:18, þegar átján mínútur
voru til leiksloka.
Þá kom ótrúlegur leikkafli hjá
norska liðinu sem tókst að jafna
metin í 22:22 og Kristine Breistöl
kom Noregi yfir í fyrsta skiptið í
leiknum, 24:23, þegar sex mínútur
voru til leiksloka.
Danmörku tókst að jafna metin en
eftir það skoraði Noregur tvö mörk
í röð og Dönum tókst ekki að snúa
leiknum sér í vil eftir það.
Nora Mörk fór á kostum fyrir
norska liðið, skoraði átta mörk úr
níu skotum, og þá skoraði Kristine
Breistöl fjögur mörk. Louise Vinter
Burgaard var markahæst hjá Dön-
um með sex mörk.
Reynslan skein í gegn
Reynslan í norska liðinu skein
í gegn á lokamínútum leiksins og
liðið sýndi og sannaði af hverju það
er ríkjandi heims- og Evrópumeist-
ari.
Þegar mest lá við í leiknum þorðu
leikmenn norska liðsins að taka af
skarið á meðan leikmenn danska
liðsins virkuðu of spenntir og
hræddir við að gera mistök.
Það mætti því segja að reynslan
hafi siglt sigrinum í höfn hjá norska
liðinu enda margir lykilmenn liðsins
búnir að gera þetta allt saman áður
á meðan Danir tefldu fram talsvert
yngra og óreyndara liði.
Þetta voru níundu gullverðlaun
Þóris Hergeirssonar frá því hann
tók við þjálfun norska liðsins árið
2009.
Fimm sinnum hefur hann gert
liðið að Evrópumeisturum; 2010
í Danmörku og Noregi, 2014 í
Ungverjalandi og Króatíu, 2016 í
Svíþjóð, 2020 í Danmörku og nú
2022 í Slóveníu, Svartfjallalandi og
Norður-Makedóníu.
Þrívegis hefur hann gert liðið
að heimsmeisturum; síðast árið
2021 á Spáni og er liðið því áfram
ríkjandi heims- og Evrópumeistari,
2015 í Danmörku og 2011 í Brasilíu.
Þá stýrði hann liðinu til sigurs á
Ólympíuleikunum í Lundúnum árið
2012.
Frá því að Þórir tók við þjálfun
liðsins hefur liðið unnið til verð-
launa á öllum stórmótum sem það
hefur tekið þátt í nema á HM 2013 í
Serbíu þegar liðið hafnaði í fimmta
sæti, EM 2018 í Frakklandi þegar
liðið hafnaði fimmta sæti og loks
HM 2019 í Suður-Kóreu þegar Nor-
egur hafnaði í fjórða sæti.