Morgunblaðið - 21.11.2022, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.11.2022, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ produced by REPOSADO, THE MEDIAPRO STUDIO and BÁSCULAS BLANCO, A.I.E. Funded by the Spanish Government through INSTITUTO DE LA CINEMATOGRAFÍA Y DE LAS ARTES AUDIOVISUALES with the participation of Crea SGR, RTVE and Orange in collaboration with the TV3 and MK2 partnership. Assistant Director ANTONIO ORDÓÑEZ casting by LUIS SAN NARCISO make-up and hairstyling by ALMUDENA FONSECA, MANOLO GARCÍA costume design by FERNANDO GARCÍA special effects’supervisor by MIRIAM PIQUER direct sound by IVÁN MARÍN sound design by PELAYO GUTIÉRREZ mixing by VALERIA ARCIERI editing by VANESSA MARIMBERT production director LUIS GUTIÉRREZ art director CESAR MACARRÓN original music by ZELTIA MONTES photography by PAU ESTEVE BIRBA executive production PATRICIA DE MUNS, PILAR DE HERAS, LAURA FDEZ. ESPESO, EVA GARRIDO, MARISA FDEZ. ARMENTEROS producers FERNANDO LEÓN DE ARANOA, JAUME ROURES, JAVIER MÉNDEZ written and directed by FERNANDO LEÓN DE ARANOA a film by FERNANDO LEÓN DE ARANOA MANOLO SOLO ALMUDENA AMOR ÓSCAR DE LA FUENTE SONIA ALMARCHA FERNANDO ALBIZU TARIK RMILI RAFA CASTEJÓN CELSO BUGALLO Película Pendiente de Calificaciónreposadoproducc ionesc inematográ ficas uccionescinematográficas prod producci “JAVIER BARDEM GIVES A POWERHOUSE PERFORMANCE” THE AUSTRALIAN “SLICKLY ENTERTAINING” THE HOLLYWOOD REPORTER (EL BUEN PATRÓN) THE RECORD BREAKING 20 TIME GOYA AWARD NOMINEE INCLUDING WINS FOR BEST FILM, BEST DIRECTOR, BEST LEAD ACTOR & BEST ORIGINAL SCREENPLAY USA TODAY ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post 84% RALPH FIENNES NICHOLAS HOULT ANYA TAYLOR-JOY Painstakingly Prepared. Brilliantly Executed. SCREENDAILY IGN VANITYFAIR THEHOLLYWOOD REPORTER 91% 86% S varti pardusinn, þ.e. ekki sá í dýraríkinu heldur ofurhetjan í Marvel, er snúinn aftur en þó aðeins að nafninu til. Chadwick Boseman, leikarinn sem lék hann í hinni mjög svo vinsælu kvikmynd frá árinu 2018, lést nefni- lega árið 2020 og sem betur fer var ekki fenginn annar karl í hlutverkið. Pardusinn er hvergi sjáanlegur fyrr en í lokahluta þessarar framhalds- myndar og þá heldur ólíkur þeim upprunalega. Bosemans er minnst fallega strax í byrjun myndar. Brot úr kvik- myndum með honum í hlutverki pardussins (hann hefur komið við sögu í nokkrum Marvel-myndum, Avengers-myndunum, Captain America: Civil War auk Black Panther) sjást í stöfum Marvel í stað hinna ýmsu hetja útgáfunn- ar og engin tónlist er leikin með. Undir lok myndar er Boseman aftur minnst og myndin tileinkuð honum. Þetta er smekklega gert hjá Marvel og eflaust tár á hvarmi hjá mörgum bíógestinum. Boseman var hæfileikaríkur leikari eins og sjá má af myndum á borð við Ma Rainey’s Black Bottom þar sem hann á leiksigur og Da 5 Bloods, að Svarta pardusnum ólöstuðum auðvitað. Pardusinn var hin ofurmannlega hetja í ríkinu Wakanda, því vold- ugasta í heimi vegna þess að það býr yfir mikilli auðlind, málminum víbraníum sem gert hefur þjóðinni kleift að verða háþróaðri en nokkur önnur. Boseman fór með hlutverk konungsins T’Challa sem í upp- hafi þessarar myndar er látinn. Á hann að hafa veikst af ókunnum sjúkdómi og systir hans, Shuri (Letitia Wright), sem er jafnframt fremsti vísindamaður þjóðarinnar, nær ekki að lækna hann. Hún er harmi slegin líkt og móðir hennar, drottningin Ramonda (Angela Bass- ett) sem reynir að hugga hana og hughreysta. Wakanda-búar syrgja konung sinn en fá þó ekki að gera það lengi því ný ógn steðjar að landinu og í raun öllum heiminum, Namor heitir sá þrjótur, leikinn af Tenoch Huerta og er þar á ferðinni aldagamall konungur og guð Maja, upprunninn á Yucatan-skaga. Namor býr yfir miklum kröftum, getur bæði andað í vatni og á landi og á ökklunum er hann með litla vængi sem gera honum kleift að fljúga. Namor er konungur neðansjáv- arþjóðar sem er blá að lit og nær ósigrandi í bardögum. Þjóð hans hefur einnig aðgengi að víbraníumi á hafsbotni og kemur það ráða- mönnum i Wakanda í opna skjöldu þegar upp um það kemst. Hefur djúpsjávarkönnunarfar á vegum Bandaríkjanna fundið málminn en farið er hönnun ungrar konu og háskólanema sem er álíka snjöll og Shuri. Namor er afar ósáttur við þessa þróun mála, uppfinninguna og vísindakonuna og vill hana feiga. Hann er líka ósáttur við ráðamenn Wakanda, að þeir hafi sagt heim- inum frá þessum magnaða málmi og eiginleikum hans. Setur hann Wakanda afarkosti; annað hvort aðstoði ríkið hann við að drepa hina ungu vísindakonu og gangi til liðs við hann og hans ríki eða hann fari í stríð við Wakanda og allan heiminn um leið. Undarlegt ráðabrugg það og illskiljanlegt og eins og búast mátti við taka í þriðja hluta myndar- innar við miklir og fjölmennir bar- dagar sem eru tölvuteiknaðir nær út í eitt. Sterkar konur Svarti pardusinn: Wakanda að eilífu á sér marga kosti og galla. Byrjum á kostunum. Leikarahópur- inn er góður og fara konur þar fremstar í flokki. Bassett er að vanda tilkomumikil í hlutverki drottningar og Wright er blæbrigða- rík í túlkun sinni á hinni syrgjandi Shuri. Danai Gurira leikur hershöfð- ingjann og bardagakvendið Okoye og er ákaflega vígaleg og flott í hlutverki sem reynir líka á dramat- ískari leik sem hún leysir vel. Helstu persónur myndarinnar eru nær allar konur og það sterkar konur leiknar af afbragðsleikkonum. Líkt og í fyrri mynd eru stríðskonur í fararbroddi, stórglæsilegar með rökuð höfuð og búningar þeirra geggjaðir, verður að segjast, líkt og búningar myndarinnar almennt. Myndin er líka mikið augnayndi á heildina litið, ekki síst þegar farið er í undirdjúpin í ríki Namors sem annars er fullkjánaleg persóna. Og þar komum við að helsta galla myndarinnar, þ.e. andstæðingnum sem erfitt er að taka alvarlega með sína litlu vængi á ökklum og grænu mittisháu sundskýlu. Hann er líka með oddmjó eyru eins og álfur. Reyndar er hér komin mjög gömul persóna úr heimi Marvels en þær eru svo margar að einhverja betri og meira ógnvekjandi hefði örugg- lega mátt finna. Halda mætti að hér hefði tveimur kvikmyndum verið splæst saman í eina því annars vegar er það sorgin sem er til umfjöllunar og hvernig fjölskylda tekst á við hana, mjög svo raunverulegt og raunsætt umfjöll- unarefni, og hins vegar furðulegt ævintýri með bláu fólki í sjónum og konungi þeirra með vængjaða ökkla. Furðulegt nokk þá var líka blátt fólk í sjó í stiklu sem sýnd var á undan myndinni, fyrir framhald Avatar. Hvað er málið með blátt fólk í sjónum og Hollywood? Þessi árekstur raunsæis og kjána- skapar virkar ekki nógu vel, verður að segjast, þó auðvitað viðurkenni ég að ofurhetjumyndir séu í eðli sínu fantasíur og kjánaskapur. Engu að síður felst galdurinn í góðu jafnvægi sem tókst afar vel að ná í fyrri mynd. Þar var ógnin trúanlegri innan um alla fantasíuna. Og svo er það lengdin, 160 mínútur. Myndin er alltof löng og sumir kaflar teygðir svo rækilega að maður dæsir og lítur á úrið. Hæglega hefði mátt stytta myndina niður í tvær klukku- stundir og klippa burt alls konar óþarfa. Wakanda í heila eilífð Glæsilegar Búningarnir í Black Panther: Wakanda Forever, eru glæsilegir. Hér má sjá Danai Gurira og Angelu Bassett í hlutverkum Okoye og Ramondu. KVIKMYNDIR HELGI SNÆR SIGURÐSSON Smárabíó, Sambíóin, Háskólabíó og Laugarásbíó Black Panther: Wakanda Forever/ Svarti pardusinn: Wakanda að eilífu  Leikstjórn: Ryan Coogler. Handrit: Ryan Coogler og Joe Albert Cole. Aðalleik- arar: Letitia Wright, Lupita Nyong’o, Danai Gurira, Winston Duke, Florence Kasumba, Dominique Thorne, Michaela Coel, Tenoch Huerta Mejia, Julia Lou- is-Dreyfus, Martin Freeman og Angela Bassett. Bandaríkin, 2022. 161 mín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.