Morgunblaðið - 02.12.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 02.12.2022, Síða 6
FRÉTTIR Innlent6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022 Fæst í öllum apótekum Merki um bata Ávarpar kvik- myndahátíðina lVerðlaunin afhent í Hörpu 10. desember Evrópsku kvikmyndaverðlaun- in verða afhent í Hörpu hinn 10. desember næstkomandi og má eiga von á um 1.200 manns til landsins vegna hátíðarinnar, en sumar af skærustu stjörnum kvikmyndanna eru tilnefndar til verðlauna í ár. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, mun taka á móti fyrstu sjálfbærniverðlaunum hátíðarinnar fyrir hönd Evrópusambandsins, en hún kemur ekki hingað til lands heldur tekur á móti þeim og ávarpar gesti hennar í gegnum fjarfunda- búnað. Verðlaunin sem von der Leyen mun veita móttöku heita Prix Film4Climate, og fær fram- kvæmdastjórn ESB þau fyrir að hafa sett á laggirnar loftslagsverk- efnið „European Green Deal“ undir forsæti von der Leyen. Segir í frétta- tilkynningu frá kvikmyndahátíðinni að markmiðið sé að verðlauna evrópskar stofnanir, fyrirtæki eða kvikmyndir fyrir framúrskarandi framlag til sjálfbærni í kvikmyndum. Eru verðlaunin afhent í samstarfi á milli evrópsku kvikmyndaakademí- unnar og Alþjóðabankans. Þá munu þrjú ungmenni afhenda verðlaunin í Hörpu, þau Raluca frá Rúmeníu, Ahmad frá Svíþjóð og Vil- hjálmur frá Íslandi, en þau eiga að vera fulltrúar yngri kynslóðarinnar sem verður fyrir mestum áhrifum af þeim ákvörðunum sem teknar eru í loftslagsmálum í dag. Verðlaunin eru afhent í Berlín annað hvert ár, og í annarri evrópskri borg árin á móti. Upphaf- lega stóð til að kvikmyndaverðlaun- in yrðu afhent í Reykjavík árið 2020 en heimsfaraldurinn kom í veg fyrir það. sgs@mbl.is AFP/Valeria Mongelli Kvikmyndaverðlaun Von der Leyen veitir verðlaununum viðtöku. mánaðar var tilkynnt að stjórnsýsla hennar á sviði orku- og auðlindamála hefði verið efld með ráðningu þriggja nýrra starfsmanna. Halla segir mikilvægt að vinna hratt, án þess að kasta til þess höndunum. Það sé einnig hagur nýt- ingaraðila að málin séu vel unnin. „Það er alltaf ástæða til að minna á að hlutverk Orkustofnunar er að gæta langtímahagsmuna íslensks samfé- lags. Að fara með leyfisveitingar vegna rannsókna og nýtingar á auð- lindum og orkuvinnslu fylgir mikil ábyrgð. Oft á tíðum er um að ræða framkvæmdir sem fela í sér rask sem hefur óafturkræf áhrif og það er mik- ilvægt að vanda vel til verka,“ segir Halla og getur þess að oft á tíðum kveði leyfin á um ótímabundna nýt- ingu auðlinda þjóðarinnar. Landsvirkjun hefur nú þegar tekið til þau gögn sem fylgja þurfa umsókn til Skeiða- og Gnúpverja- hrepps og Rangárþings ytra um framkvæmdaleyfi. Ekki er hægt að senda þá umsókn fyrr en virkjanaleyfi liggur fyrir. Umsókn Landsvirkjunar um virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun 2021 11. júní Sótt um virkjanaleyfi til Orkustofnunar 11. febrúar Óskað frekari upplýsinga Landsvirkjunar 11. apríl Landsvirkjun svarar og upp- færir umsókn 2022 janúar Greining umsókn- ar hafin 10. júní Umsóknin auglýst í Lög- birtingarblaðinu 22. júlí Frestur til að veita umsagnir rennur út 27. nóvember Drög að ákvörðun Orkustofnunar send Landsvirkjun 9. september Landsvirkjun veitir viðbrögð við umsögnum óvíst Svör Lands- virkjunar óvíst Virkj- analeyfi gefið út óvíst Sótt um fram- kvæmdaleyfi til sveitarfélaganna „Við tökum alvarlega allar ábendingar um hvað betur megi fara, til dæmis varðandi langan málsmeð- ferðartíma,“ segir Halla Hrund Loga- dóttir, orkumálastjóri. Vegna langs og flókins aðdraganda að núverandi útfærslu á Hvammsvirkjun er út- gáfa leyfis flókið og umfangsmikið verkefni, að því er fram hefur kom- ið í fyrri skýringum Orkustofnun- ar. Halla segir að þegar umsóknin barst hafi legið fyrir fjöldi annarra umsókna sem fyrst hafi þurft að af- greiða. Telur hún að eðlilegur gang- ur hafi verið í málsmeðferð, eftir að umsóknin var tekin til greiningar. Samkvæmt reglugerð ber að taka ákvörðun um virkjanaleyfi innan tveggja mánaða frá því öll gögn hafa borist stofnuninni, það er 9. nóvember. Stofnunin sendi Lands- virkjun bréf tveimur dögum áður en fresturinn rann út og tilkynnti að þrátt fyrir mikinn vilja næðist ekki að kynna drög að ákvörðun fyrir til- skilinn frest. Stjórnsýslan efld Halla Hrund svarar ekki beint spurningu um það hvort eitt og hálft ár teljist eðlilegur tími við afgreiðslu umsóknar um virkjanaleyfi. „Við höfum verið að fara yfir okkar innra starf, ráða til okkar nýtt fólk til að geta sinnt hlutverki okkar sem best og afla aukins fjármagns. Við erum sífellt að bæta okkar vinnu. Orkuskipt- in og loftslagsmálin eru metnaðarfull markmið en áherslan á þau þarf einnig að endurspeglast í stjórnsýslunni svo hún hafi burði til að fylgja málunum eftir,“ segir hún. Í þessu sambandi má geta þess að í byrjun janúar var tilkynnt um að ráðnir hefðu verið þrír nýir stjórnend- ur hjá Orkustofnun. Í byrjun síðasta Vinna við útgáfu virkjanaleyfis fyrir Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórs- ár er á lokastigi. Drög að ákvörðun Orkustofnunar voru send Lands- virkjun 27. nóvember og eru þau í yfirlestri hjá fyrirtækinu. Nú er liðið nærri hálft annað ár frá því Lands- virkjun sótti um leyfið. Landsvirkjun sótti um virkj- analeyfi fyrir Hvammsvirkjun 11. júní á síðasta ári. Vinna við greiningu um- sóknar hófst þó ekki fyrr en í janúar á þessu ári. Síðan hefur um- sóknin verið í ferli, eins og sjá má á tímalínu sem birt er hér með, og samskipti verið milli stofnunar og fyrirtækis. Orkustofnun hefur verið gagnrýnd fyrir seinagang við málið. lVinna Orkustofnunar við virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun er á lokastigilNærri eitt og hálft ár er liðið frá því umsóknin var lögð framlTafir eru sagðar vera vegna umfangs og anna við aðrar umsóknir Mikilvægt að vanda vel til verka Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Halla Hrund Logadóttir Fyrirkomulag Hvammsvirkjun verður efsta virkjunin í neðri hluta Þjórsár. Á tölvuteikningu sjást stífla og lón og stöðvarhúsið á austurbakkanum. „Við vorum að fara yfir stöðuna og ákveða næstu skref,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í gærkvöldi eftir fund samn- inganefndar stéttarfélagsins. „Það er mikill hugur og samheldni í samninganefndinni. Núna erum við að undirbúa félagsfund og við þurf- um að fara í kynningarherferðir og kynna stöðuna fyrir félagsmönnum, hvað hafi verið í boði í viðræðunum og eins hvað við teljum atvinnulífið ráða við. Við erum líka að reyna að fanga þann vanda sem okkar félags- fólk stendur frammi fyrir, hvað varð- ar framfærslu og húsnæðiskostnað. Við erummeð mjög stóra hópa innan okkar raða sem eru með fasta vexti sem eru að renna út eftir tólf mánuði. Verkefnið er mjög umfangs- mikið og í sjálfu sér engin ein lausn.“ Ragnar segir að tilkynning Seðla- bankans um vaxtahækkun rétt fyrir samninga hafi líklega gert útslagið um erfiða samningalotu núna. „Það fauk allt traust og trúverðugleiki Seðlabankans út um gluggann með einni ákvörðun. Ég held að það hafi spilað mjög stóra rullu í þessu öllu saman.“ lVaxtahækkun Seðlabankans gerði útslagið um erfiða lotu Mikill hugur og samheldni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Formaður Samninganefndin býr sig nú undir fund með félagsmönnum VR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.