Morgunblaðið - 02.12.2022, Side 11

Morgunblaðið - 02.12.2022, Side 11
FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022 11 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is VIÐ erumRÆKTENDUR BREYTINGA Töfrandi dekurmolar í jólapakkann með gjöfumnáttúrunnar Nýsköpunarfyrirtækið HorseDay hefur kynnt nýja uppfærslu af hestamannaappi sínu þar sem smáforrit í símanum greinir allar gangtegundir íslenska hestsins, auk annarra upplýsinga um reiðtúrinn. Er þetta fyrsta smáforritið með þessa virkni sem þróað hefur verið. Framkvæmdastjóri HorseDay hyggst nota reynsluna af notkun forritsins til landvinninga hjá öðr- um hestakynjum í framtíðinni. Hestamannaappið Hestadagur var kynnt opinberlega á Landsmóti hestamanna á Hellu í sumar. Fyrsta virkni þess var að skrá reiðtúra og æfingar, svo sem vegalengd og tíma, svipað og hlaupa-, hjóla- og gönguforrit gera. En þetta forrit er sérstaklega þróað fyrir hestafólk og því eru í því atriði sem tengjast hirðingu hestanna, til dæmis járn- ingar og heimsóknir til dýralækna. Geta deilt reiðtúrnum Oddur Ólafsson framkvæmda- stjóri HorseDay segir að nú séu um sex þúsund hestamenn með aðgang að smáforritinu. Notendurnir séu dreifðir, um 40% þeirra eru bú- settir á Íslandi og 60% erlendis en íslenski hesturinn hefur náð mikilli útbreiðslu erlendis, sérstaklega í Evrópu. Starfsmenn HorseDay líta til allra eigenda og notenda íslenska hestsins, hvar sem þeir eru búsettir. Nú hefur rafræn gangtegunda- greining fyrir allar fimm gang- tegundir íslenska hestsins bæst við, eins og fyrr segir, og fleiri nýjungar, eins og spjallvefur. Voru nýjungarn- ir kynntar við athöfn í Reiðhöllinni í Víðidal. Gangtegundagreiningin er sjálfvirk, eftir að smáforritið hefur verið virkjað og hesturinn valinn við upphaf reiðtúrs eða æfingar. Smáforritið tengist World Feng, ættbók íslenska hestsins. Síminn getur verið í vasa knapans og ekki þarf að hafa skynjara á fótum eða skrokki hestsins. Notendur smáforritsins geta síð- an deilt upplýsingum um reiðtúrinn á samfélagsmiðlum eða persónu- lega sín í milli í spjalli eða með smáskilaboðum. Oddur segir að atvinnumenn geti nýtt sér forritið til að skrá stafrænt upplýsingar um allt sem þeir eru að vinna með hestunum og sleppt því að færa það inn á töflur eða bækur í hesthús- unum. Starfsmenn HorseDay horfa til enn stærri markaða í framtíðinni. Oddur segir að hugbúnaðurinn geti nýst hestafólki sem notar öll hestakyn. Horft sé til þess að gera markaðskönnun í framtíðinni. „Við byrjum á íslenska hestinum, ætlum að vera staðurinn fyrir alla sem tengjast honum á heimsvísu, og sækja þaðan lengra út,“ segir Oddur Ólafsson lNýsköpunarfyrirtæki kynnir hestamannaappmeðnýrri virknilVísindagrein skrifuð lÆtlunin er að nota reynsluna hér til að útbúa fleiri smáforrit fyrir notkun annarra hestakynja Greinir allar fimm gangtegundirnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon KynningÁsta Björk Friðjónsdóttir knapi sýndi notkun appsins í Reiðhöllinni. Oddur Ólafsson kynnti nýjungar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is GANGTEGUNDIR Mælt með 94% vissu Starfsmenn HorseDay og tölvunarfræðideildar Háskóla Íslands vinna að vísindagrein um greiningu gangtegunda ís- lenska hestsins með snjallsíma sem knapinn ber á sér. Fram kom í kynningu Haf- steins Einarssonar lektors að með símatækninni sé nú hægt að mæla gangtegundir rétt í 94% tilfella, sem hann segir að sé gott. Hægt sé að mæla með 99% vissu með því að setja nema á fætur hestsins. Tillaga um minni hrein- dýrakvóta Náttúrustofa Austurlands leggur til að hreindýraveiðikvóti ársins 2023 verði 901 hreindýr. Drög að kvóta upp á 938 dýr voru kynnt 1. nóvember síðastliðinn og sett í opið samráð. Þar gafst öllum tækifæri til að gera rökstuddar athugasemdir við kvótatilllöguna. Samráðinu lauk 25. nóvember og þá höfðu borist fjórar athugasemdir. Félag leiðsögumanna með hrein- dýraveiðum taldi að á bak við tillöguna lægju nánast engar taln- ingar og lagði m.a. til að gefinn yrði út lágmarkskvóti á öllum svæðum sem hægt væri að bæta við, gæfu talningar í mars/apríl ástæðu til. Náttúrustofan brást við og skýrði út hvernig fjöldi hreindýra væri metinn og sagði að hreindýrin væru talin oftar og nákvæmar en aðrir dýrastofnar hérlendis. Jóhann G. Gunnarsson, starfs- maður Umhverfisstofnunar, sem m.a. er í stöðugum samskiptum við leiðsögumenn á veiðitíma, gerði athugasemdir við kvóta á einstökum veiðisvæðum á grund- velli hugleiðinga sinna frá síðasta veiðitímabili. Ólafur Pétursson frá Skálanesi lagði til að tarfaleyfum, m.a. á svæði 4, yrði fækkað til að ná upp meðalaldri tarfa á svæðinu. Þá gerði Björgvin Már Hansson á Fáskrúðsfirði athugasemd við tillögu að kvóta til veiða á kúm á svæði 6 og taldi m.a. að takmarka þyrfti veiðar úr hjörð sem er á milli Stöðvarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Nánar má lesa um málið á na.is. gudni@mbl.is Tarfur Lagður var til minni kvóti. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.