Morgunblaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 27
Meistaradeild karla A-RIÐILL: Porto – Magdeburg ............................... 31:31 Ómar Ingi Magnússon skoraði 7 mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist- jánsson 6. PPD Zagreb – Veszprém..................... 29:26 Bjarki Már Elísson skoraði ekki fyrir Veszprém. Wisla Plock – Dinamo Búkarest........... 26:28 Staðan: París SG 14, Veszprém 13, Magdeburg 10, Dinamo Búkarest 9, GOG 7, Wisla Plock 5, PPD Zagreb 5, Porto 0. B-RIÐILL: Nantes - Aalborg................................... 35:28 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 14 skot í marki Nantes. Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk fyrir Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Staðan: Barcelona 15, Kielce 14, Nantes 12, Aalborg 7, Kiel 6, Pick Szeged 6, Celje Lasko 2, Elverum 2. Þýskaland Gummersbach – RN Löwen ............... 29:32 Hákon Daði Styrmisson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach og Elliði Snær Viðars- son 1. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen. Danmörk SönderjyskE – Ringköbing ................ 30:26 Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 5 skot í marki Ringköbing. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022 Mun betri byrjun hjá Guðmundi Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór ágætlega af stað á Investec South African- mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi, en leikið er í Jóhannesar- borg, höfuðborg Suður-Afríku. Guðmundur lék fyrsta hringinn í gær á 72 höggum, eða á pari. Mótið er númer tvö á móta- röðinni á tímabilinu. Byrjunin er mun betri hjá Guðmundi en á fyrsta mótinu, er hann lék fyrsta hringinn á sex höggum yfir pari. Íslenski kylfingurinn er í 89. sæti. Ljósmynd/Kristján Ágústsson Betri Guðmundur Ágúst byrjaði mun betur í gær en á síðasta móti. Martínez hættur með Belga Spánverjinn Roberto Martínez er hættur þjálfun karlaliðs Belgíu í fótbolta, eftir að liðinu mistókst að komast í 16-liða úrslit HM í Katar í gær. Belgía vann aðeins einn leik í Katar og skoraði eitt mark. Hinn 49 ára gamli Martí- nez tók við belgíska liðinu árið 2016. Undir hans stjórn varð Belgía í þriðja sæti á HM í Rúss- landi fyrir fjórum árum og þá var liðið í efsta sæti styrkleikalista FIFA frá september 2018 og allt til marsmánaðar á þessu ári. AFP/Gabriel Bouys Hættur Roberto Martínez stýrði Belgíu í síðasta skipti í gær. KR er í vondummálum Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilþrif ÍR-ingurinn Taylor Johns sýndi áhugaverða varnartakta er hann stökk yfir liðsfélaga sinn og reyndi að stöðva Aapeli Alanen í leiðinni. l ÍR vann fallslaginnlHaukar neituðu að gefast upplAuðvelt hjá Njarðvík KÖRFUBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsso johanningi@mbl.is n Körfuboltastórveldið KR er í miklum vandræðum eftir 88:95-tap gegn ÍR í 8. umferð Subway-deild- ar karla í körfubolta í gærkvöldi. KR hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu átta og er nú fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni. Þá hefur KR tapað öllum fimm leikjum sín- um á heimavelli á leiktíðinni. Sigur- inn var sætur fyrir ÍR, sem komst frá mesta fallsvæðinu, í staðinn fyrir að vera jafnt KR að stigum. Það verður spennandi að sjá hvað forráðamenn KR gera eftir leikinn í gær. Einhverju þarf að breyta til að koma í veg fyrir fall. Kannski þarf að skipta um þjálfara. Einn sigur í átta leikjum og tap í fallslag er mikið áhyggjuefni. Leikmanna- hópur KR er auðvitað langt frá því að vera eins góður og þegar liðið varð Íslandsmeistari sex ár í röð á árunum 2014 til 2019. Til að fylla í skarð þeirra sem horfið hafa á braut undanfarin ár, hefur KR fengið til liðs við sig nokkra erlenda leikmenn, sem eru einfaldlega langt frá því að vera nógu góðir. Elbert Matthews reyndi ellefu þriggja stiga skot í gær og hitti ekki úr einu einasta. Lítið sem ekkert kom frá Roberts Freimanis og Aapeli Alanen leit ekki vel út í sínum fyrsta leik. Það er mikið að hjá KR og breytingar eru þarfar, ef ekki á illa að fara. Taylor Johns átti stærstan þátt í sigri ÍR í gær. Bandaríkjamaðurinn skoraði 24 stig, tók 18 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Martin Paasoja gerði 22 stig. KR mætti taka ÍR sér til fyrirmyndar þegar kemur að því að finna erlenda leikmenn. Þá á hinn kornungi Ísak Máni Wium hrós skilið fyrir að mæta með ÍR-liðið sitt í svona stóran leik og fagna sigri. Hann er aðeins 22 ára og greinilega ýmislegt í hann spunnið. Endurkomusigur Hauka Haukar unnu 80:75-heimasigur á Tindastóli. Um endurkomusigur var að ræða, því Tindastóll náði mest 18 stiga forskoti. Haukar neituðu hins vegar að gefast upp og með glæsilegum seinni hálfleik sneru heimamenn taflinu við og unnu sterkan sigur. Má segja að Haukar hafi unnið Tindastól tvisvar í gær, því Hauk- um var endanlega úrskurðaður sigur á Tindastóli í bikarleik lið- anna í gær. Tindastóll vann leikinn 88:71, en vegna minni háttar brots Skagfirðinga á reglum um erlenda leikmenn var Haukum að lokum úr- skurðaður sigur, þrátt fyrir áfrýjun Tindastóls. Darwin Davis skoraði 21 stig fyrir Hauka og var afar mikilvægur á lokakaflanum. Taiwo Badmus skor- aði 21 stig fyrir Tindastól. Haukar eru í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum og einu sæti fyrir ofan Tindastól. Sannfærandi Njarðvíkingar Njarðvík átti ekki í neinum vand- ræðum með að vinna botnlið Þórs frá Þorlákshöfn á útivelli. Urðu lokatölur 119:88 og voru Njarðvík- ingar með undirtökin frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Rétt eins og KR, þá hefur Þór aðeins unnið einn leik á tímabilinu og er í miklum vandræðum. Fáir hefðu spáð því að KR og Þór yrðu föst við botninn eftir átta umferðir, en sú er raunin. Njarðvík hefur nú unnið tvo leiki í röð, eftir tvö töp í röð þar á undan. Dedrick Basile skoraði 28 stig fyrir Njarðvík og gaf tólf stoðsendingar. Vincent Shahid skoraði 30 stig fyrir Þór. Grindavík aftur á sigurbraut Eftir tvö töp í röð vann Grindavík 91:87-útisigur á Hetti. Tapið var það þriðja í röð hjá Austfirðingum, eftir gott gengi þar á undan. Damier Pitts var stigahæstur hjá Grindavík með 29 stig og Timothy Guers var með 29 stig fyrir Hött. Liðin virðast ætla að berjast um síðustu sætin í úrslitakeppninni en eftir sigurinn er Grindavík í áttunda sæti með átta stig. Höttur er í níunda sætinu, með tveimur stigum færra. Töframaðurinn sem hætti við að hætta Hakim Ziyech, skærasta stjarna marokkóska landsliðsins í fót- bolta, skoraði sitt fyrsta mark á lokamóti HM er hann kom Marokkó yfir gegn Kanada í 2:1-sigri liðsins í gær. Með sigrin- um settist Marokkó í toppsæti F-riðils og fékk þar með sæti í 16-liða úrslitum. Ziyech, sem stuðningsmenn hollenska liðsins Ajax kalla töframanninn, hefur verið í auka- hlutverki hjá enska stórliðinu Chelsea undanfarna mánuði og aðeins spilað fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Hann sló í gegn með Ajax og var í 29. sæti á lista The Guardi- an yfir bestu knattspyrnumenn heims árið 2019. Átti hann stóran þátt í að Ajax fór alla leið í undan- úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2018/’19. Honum hefur hins vegar gengið illa að vinna sér inn fast sæti hjá Chelsea. Þá hefur hegðun hans utan vallar verið í sviðsljósinu. Ziyech tilkynnti á síðasta ári að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna vegna ágreinings við landsliðsþjálfarann Vahid Halilhodzic. Bosníski þjálfarinn sakaði Ziyech um að þykjast vera meiddur, til að sleppa landsleik, og var leikmaðurinn allt annað en sáttur við þau ummæli. Var hann því ekki í marokkóska hópnum á Afríkumótinu á síðasta ári. Vahid Halilhodzic var hins vegar látinn taka pokann sinn skömmu fyrir heimsmeistara- mótið, meðal annars vegna ósættisins við stjörnuleikmann þjóðarinnar. Annað hvort færi Halilhodzic eða Ziyech á HM og forráðamenn marokkóska knattspyrnusambandsins stóðu með leikmanninum, frekar en þjálfaranum. Walid Regragui tók við og var snöggur að hringja í Ziyech, sem hætti við að hætta með landsliðinu. Með Ziyech í aðalhlutverki hef- ur Marokkó komið skemmtilega á óvart á HM og að vinna riðil með silfur- og bronsliðinu frá því á síð- asta heimsmeistaramóti er mikið afrek. Það sem meira er, Marokkó tapaði ekki leik í riðlinum og fékk aðeins á sig eitt mark. Fjölskylda Ziyechs er frá Marokkó en hann er fæddur og uppalinn í Hollandi. Hann lék með yngri landsliðum Hollands, en ákvað að lokum að leika fyrir Marokkó. AFP/Miguel Medina Innlifun Hakim Ziyech fagnar marki sínu í gær vel og innilega. „Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur verið valinn í finnska landsliðið og mun leika með því á æfingamóti í upphafi næsta árs. Amma Þorsteins í föðurætt var finnsk og var því hægt að sækja um tvöfalt ríkisfang fyrir leikmanninn þegar hann var barn. „Lionel Messi sló leikjamet argent- ínska karlalandsliðsins í knattspyrnu á heimsmeistarmóti, er hann lék í 2:0-sigri Argentínu á Póllandi á HM í Katar. Leikurinn var 22. leikur Messi á heimsmeistaramóti, en Diego Maradona lék á sínum tíma 21 leik fyrir Argentínu á HM. „Körfuknattleiksdeild KR hefur sagt upp samningi sínum við Saimon Sutt og leikur hann því ekki fleiri leiki fyrir karlalið félagsins. Sutt gekk ekki vel í treyju Vesturbæjarfélagsins þar sem hann skilaði aðeins 1,5 stigum, 1,8 fráköstum og 1,5 stoðsendingum að meðaltali í leikjunum fjórum sem hann lék fyrir liðið á tímabilinu. „Kenýubúinn Eliud Kipchoge, heimsmethafi og besti maraþon- hlaupari heims, ætlar að taka þátt í Boston-maraþoninu í Bandaríkjunum, í fyrsta sinn á ferlinum, 17. apríl á næsta ári. Kipchoge, sem hefur unnið ólympíugull í maraþoni á síðustu tvennum Ólympíuleikum og unnið flest stærstu maraþonhlaup heims, hefur ekki keppt í greininni í Banda- ríkjunum í tæpan áratug. „Óvíst er hvort Cristiano Ronaldo, fyrirliði karlaliðs Portúgals í knatt- spyrnu, getur tekið þátt í leik liðsins gegn Suður-Kóreu í lokaumferð H-riðils HM í Ka Ro he að m m af m da tar í dag. naldo fur verið glíma við eiðsli og issti t.a.m. æfingu á iðviku- g.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.