Morgunblaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 25
2016-2020. Hafliði varð formaður
Rannsóknarráðs Íslands árið 2000.
Þetta ráð var uppnefnt „bylting-
arráðið“ því það lagði sjálft sig
niður og hóf vinnu við stofnun
Vísinda- og tækniráðs sem tók
til starfa árið 2003 undir forsæti
forsætisráðherra. Í því hlutverki
samdi Hafliði með öðrum frumvarp
til laga um Vísinda- og tækniráð
og tengd frumvörp um sjóðina sem
undir það heyra.
„Nú eru allir sammála um að
þetta hafi verið rétt ákvörðun,
sjóðirnir og ráðstöfun þeirra tók
á sig betri mynd, en við stóðum í
stríði við suma áður en við náðum
þessu í gegn.“
Hann var formaður vís-
indanefndar ráðsins og formaður
stjórnar Rannsóknasjóðs (Rannís)
árin 2003-2006. Einnig sat Hafliði í
stjórn NordForsk og evrópsku vís-
indastofnunarinnar ESF, siðanefnd
HÍ og fleiri nefndum.
Hafliði hefur alltaf haft mikinn
áhuga á myndlist. „Ég var í mynd-
listarskóla þegar ég var í Banda-
ríkjunum og Frakklandi og hef
verið í Myndlistaskóla Reykjavíkur
og Myndlistarskóla Kópavogs.
Ég hef dvalið í 20 ár á Rauða-
sandi, það er minn lífselexír að fara
þangað á hverju sumri. Vinur minn
á búgarð þar og ég hjálpaði honum
við hann og hef fengið að vera þar.“
Fjölskylda
Hafliði var kvæntur Guðnýju Ásu
Sveinsdóttur, f. 1952, lækni. Þau
skildu og er hún búsett í Svíþjóð.
Bræður Hafliða eru Guðmundur
Gíslason, f. 9.4. 1954, fyrrverandi
forstöðumaður fangelsa á höfuð-
borgarsvæðinu, og Ingólfur Gísla-
son, f. 1.4. 1958, rafeindavirki,
Foreldrar Hafliða: Hjónin Gísli
Hafliðason, f. 17.8. 1925 á Bragagötu
27 í Reykjavík, d. 26.2. 2013, vél-
stjóri í Reykjavík, og Þórunn Sig-
ríður Guðmundsdóttir, f. 13.1. 1927
á Sjávargötu í Garði, húsfreyja og
fv. stuðningsfulltrúi í Hlíðaskóla.
Hún er búsett í Reykjavík.
Hafliði Pétur
Gíslason
Vilborg Gunnarsdóttir
húsfreyja í Nesi
Jón Jasonarson
bóndi í Nesi í Selvogi
Sesselja Jónsdóttir
húsfreyja í Sjávargötu
Guðmundur Einarsson
útvegsbóndi í Sjávargötu í Garði
Þórunn Sigríður
Guðmundsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
og fv. stuðningsfulltrúi
í Hlíðaskóla
Kristín Finnsdóttir
húsfreyja á Ísafirði, Bolungarvík
og síðast á Akranesi
Einar Guðmundsson
sjómaður á Ísafirði og í Bolungarvík
Þuríður Kristjánsdóttir
húsfreyja á Öskubrekku
Helgi Arason
bóndi á Öskubrekku
í Ketildölum,Arnarfirði
Halldóra Kristín Helgadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Hafliði Jónsson
vélstjóri í Reykjavík
Kristín Guðrún Daníelsdóttir
húsfreyja í Skógum
Jón Þórðarson
bóndi í Skógum í Þorskafirði
Ætt Hafliða Péturs Gíslasonar
Gísli Hafliðason
vélstjóri í Reykjavík
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022
DÆGRADVÖL 25
• Olíulitir
• Akrýllitir
• Vatnslitir
• Trélitir
• Trönur
• Blindrammar
• Strigi
• Penslar
• Spreybrúsar
• Teikniborð
• Gjafasett
• Teikniborð
• Ljósaborð
• Skissubækur
... og margt fleira
Þess vegna leggjum við mikinn
metnað í myndlistarvörurnar okkar.
Listin er eilíf
SLIPPFÉLAGIÐ
Fellsmúla 26 og Skútuvogi 2,
Reykjavík, S: 588 8000
Dalshrauni 11, Hafnarfirði, S: 588 8000
Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720
Austurvegi 58, Selfossi, S: 482 1250
Gleráreyrum 2, Akureyri, S: 461 2760
Opið: 8-18 virka daga / 10-14 laugardaga
slippfelagid.is
Vísnahorn
Ófarir og aftur ófarir
Hér verður áfram haldið með
limrurnar Ófarir eftir Braga V.
Bergmann. Um „Ófarir III“ skrifar
hann: „Ein helsta dyggð mannsins
er hófsemin. „Hóf er á hverju best,“
segir máltækið. „Hóf er best í
hverjum leik,“ segir annað og „allt
kann sá er hófið kann,“ er boðskap-
ur þess þriðja. „Hóf er best í hófi,“
reyndi einhver að malda í móinn en
án árangurs.
Óhófið er náskylt græðginni
og hún hefur oft haft skelfilegar
afleiðingar í för með sér á ýmsum
sviðum. Hér segir af dauðdaga
Friðjóns bónda á Mæri:
Sorglegar fréttir ég færi
af Friðjóni bónda á Mæri:
Að sér ei uggði,
of lítið tuggði
og kafnað' á kjúklingalæri.
Um „Ófarir IV“ segir Bragi
V. Bergmann: „Íslensk vetrar-
veðrátta er ekkert lamb að leika
sér við. Fannfergið er oft ótrú-
lega mikið og þá skapast ýmsar
hættur sem við sjáum ekki fyrir.
Hér segir af sviplegu dauðsfalli
Guðfinnu húsfreyju að vetrarlagi
í dreifbýlinu.“:
ÁGrímsstöðum Guðfinna bjó.
Hún gekk fram á hengju af snjó.
Áhöfuðið skall, valt
og skildi að fallvalt
er lífið – um leið og hún dó.
Hér eru tvær stökur eftir Pál
Jónasson í Hlíð:
Aulanum stökk aldrei bros
úrillur og þybbinn,
ráðskaðist með ríkistros
rosalega sybbinn.
Og „Tíminn og lygin“:
Töltir áfram tíminn hratt
tæmast þorp og sveitir,
það sem áður sagt var satt
sá í lygi breytir.
Veðrið hreyfir alltaf við hag-
yrðingum og skáldum. Ólafur
Stefánsson yrkir:
Það veltur hreinlega á veðurspánni,
hvort verkurinn aukist í stórutánni,
– þeir halda það heldrimanns gigt –
Þá er bara að bíða, vona
að blíðan haldist barasta svona
eins gegnum þunnt og þykkt.
Guðmundur skáld á Sandi orti:
Málgar konur, brekótt börn
bændur gera feiga,
þó er nóttin þrautagjörn
þeim sem hvorugt eiga.
Eiður Arngrímsson svaraði:
Oft á jöfnu verður völ,
veitist lækning sorgar.
Dimmrar nætur dapra kvöl
dagsins friður borgar.
VANDRÆÐALEGA AUGNABLIKIÐ EFTIR
AÐ ÞÚ GREIPST ÓVART Í RANGAN
LÍKAMSPART Á MÓTHERJANUM.
„ÞETTA ER DRAUMA-DELUXE EXTRA
BÓLSTRAÐA ÚTGÁFAN OKKAR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... stundum upp,
stundum niður.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VARA
LÍSU VIÐ
ÞEGAR LÍSA KEMUR VIL ÉG
VERA EINN MEÐ HENNI
ÞÚ VEIST HVAÐ
ÞÚ ÁTT AÐ GERA
JÁ
OG ÉG SEM EYDDI
FORMÚU Í ILMVATN!
NUS NUS
AHHH! ÞAÐ ILMAR EKKERT JAFNVEL
OG VORBLÓMIN!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is