Morgunblaðið - 02.12.2022, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Tímapantanir
544 5151
biljofur.is
skartgripirogur.is
Bankastræti 9 | Sími 551 4007 Bankastræti 6 | 551 8588
– Hvað með jarðhitann? Notkunin er
sögð nálgast þolmörk?
„Við höfum líka lagt mikla áherslu á
jarðhitann. Fólum ÍSOR að kortleggja
stöðuna á hitaveitum í landinu, því
það hefur lítið gerst og verið algjör
kyrrstaða þegar kemur að ramma-
áætlun. Þar af leiðandi höfðu ekki
verið gerðar rannsóknir, eða tilrauna-
boranir, svo nokkru næmi í áratug.
Þannig að við höfum lengi verið sof-
andi hvað viðkemur orkumálum á
Íslandi.“
– Hvenær mun stefnumörkun ykkar
bera ávöxt í formi vatnsafls- eða jarð-
varmavirkjunar eða vindorkuvera?
„Hún er þegar farin að bera ávöxt
með því að 1.400 MW eru komin í
nýtingarflokk. Og Hvammsvirkjun,
sem hefur verið í nýtingarflokki síðan
2015, er búin að fá tilskilin leyfi og er
að fara af stað.
Þá má nefna að Orkuveita Reykja-
víkur, sem er með hitaveitu upp á
1.200 MW, þarf að koma með önn-
ur 1.200 MW fyrir 2060. Og hún er
sömuleiðis að fara af stað og allt er
þetta vegna þess að ramminn var
samþykktur. Hefði hann ekki verið
samþykktur hefði ekki verið hægt að
hreyfa við þessum málum.“
– Þannig að það er ekkert því til fyrir-
stöðu að hefja uppbyggingu virkjana á
næsta ári?
„Það liggur alveg fyrir. Það er þegar
hafið. Ég var einmitt að lesa viðtal við
forstjóra Landsvirkjunar sem gerir
ráð fyrir að byrja á Hvammsvirkjun
á miðju næsta ári. Landsvirkjun er
líka komin af stað með Búrfellslund
og er jafnframt með Blöndulund og
Blönduveitu, svo eitthvað sé nefnt.
Fleiri virkjanakostir eru í nýtingar-
flokki sem stjórnmálin eru búin að
afgreiða frá sér.“
Tvöfalda þarf framboðið
– Uppbygging virkjana er umdeild
en samtímis kallað eftir grænni orku.
Hvernig ætti að tryggja framboð til
orkuskipta án frekari orkuöflunar?
„Það liggur fyrir, samkvæmt Græn-
bókinni og bestu upplýsingum sem
við höfum, að það þarf hið minnsta
að tvöfalda orkuframleiðsluna til að
ná fram orkuskiptum. Samkvæmt
því þarf um 650 MW fyrir 2030 til
að standa undir [skuldbindingum
Íslands í loftslagsmálum með orku-
skiptum] og nú eru rúmlega 300MW
í pípunum. Þannig að meira þarf að
koma til.“
– Hvað með vindorkuna? Nú er greini-
legt að úr vissum ranni er töluverð and-
staða við vindorku. Hversu raunhæf eru
þau áform?
„Allir þessir orkukostir eru um-
deildir. Svo verður alltaf og ég tek
ekki afstöðu til þess hvaða leiðir menn
fara. Menn þurfa aðeins að sjá til þess
að græna orkan sé fyrir hendi. Þeir
sem töluðu mest með vindorku fyrir
ári eru mest á móti henni núna. Og
ég ætla ekki að spá um hvernig þessi
mál þróast. Það er eðlilegt að málin
séu umdeild. Við þurfum að velja þá
kosti sem okkur finnst bestir og það
gerist ekki án umræðu. Það er harla
ólíklegt að við sjáum enga vindorku
hér á Íslandi og ég er sammála því að
sumir staðir koma alls ekki til greina.
Held við getum verið sammála um
það. Það væri svolítið skrítið að kom-
ast að þeirri niðurstöðu að enginn
staður á Íslandi kæmi til greina fyrir
vindorku,“ segir Guðlaugur Þór.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-,
orku- og loftslagsráðherra segir kyrr-
stöðu að ljúka í uppbyggingu virkjana
á Íslandi.
Tilefnið eru þau ummæli Harðar
Arnarsonar forstjóra Landsvirkj-
unar í ViðskiptaMogganum að það
kunni að stefna í aflskort á næsta
ári. Þá sé raforkukerfið nær fullnýtt
en margir sýni
orkunni áhuga.
Þar með talið
erlend fyrirtæki
sem vilji nýta
orku á Íslandi.
Spurður hvers
vegna upp-
bygging orku-
innviða gangi jafn
hægt og raun ber
vitni segir Guð-
laugur Þór að síð-
astliðið vor hafi loksins tekist að rjúfa
níu ára kyrrstöðu. Þá ekki aðeins með
því að ljúka 3. áfanga rammaáætlun-
ar heldur hafi sömuleiðis tekist að
einfalda ferlið við stækkun virkjana.
Hafa lítil áhrif á umhverfið
„Þannig að það þarf ekki lengur
að fara í gegnum þingið og í gegn-
um rammaáætlun því það hefur lítil
áhrif á umhverfið að stækka virkjanir
sem eru þegar í rekstri. Svomá nefna
frumvarp um orkusparnað og ákvarð-
anatökuferlið við leyfisveitingar. Við
erum að vinna að því að einfalda
stofnanaskipulagið og eitt af því sem
við munum líta sérstaklega til eru
leyfisveitingarnar, vegna þess að ef
við ætlum að ná loftslagsmarkmiðun-
um þurfum við skilvirk og góð kerfi.
Svo höfum við verið langt á eftir
öðrum þegar kemur að vindorkunni.
Þar hefur ekki verið nein sérstök lög-
gjöf fyrir utan rammaáætlun. Nú eru
starfandi þrír vinnuhópar; einn er
að bera saman laga- og reglugerðar-
umhverfið í Noregi, Danmörku,
Skotlandi og á Nýja-Sjálandi, ann-
ar að kanna hvar hægt er að reisa
vindorkuver á hafi og sá þriðji mun
leggja fram tillögur um hvernig laga-
og reglugerðarumhverfi við eigum
að hafa utan um vindorkuna. Þannig
að svona var staðan þegar við tókum
við fyrir ári. Það hefur náðst mikill
árangur á skömmum tíma, en betur
má ef duga skal.“
– Því er haldið fram að erlendum að-
ilum, sem sýna fjárfestingu í íslenskri
orku áhuga, sé ekki svarað. Að það
skorti stefnumótun hjá stjórnvöldum?
Sæstrengur úr myndinni
„Við höfum fundið fyrir áhuga er-
lendra aðila sem eru að leita að orku
og auðvitað ræða þeir við orkufyrir-
tækin. Svo vilja margir ræða við
okkur í ráðuneytinu. Grænbókin sem
ég lét taka saman dregur ágætlega
saman stöðuna, en hún er sú að okk-
ur veitir ekkert af allri okkar orku í
fyrirsjáanlegri framtíð í orkuskipt-
in. Þannig að hugmyndir sem flestir
þessara aðila hafa um sæstreng og
annað slíkt eru fullkomlega óraun-
hæfar og ég hef lagt mikla áherslu á
aðmenn hætti að velta þeim fyrir sér.
Við erum í fyrsta lagi ekki með ork-
una í það og jafnvel þótt við hefðum
orkuna væri skynsamlegra að nýta
hana með öðrum hætti en að fara að
selja hráa orku í gegnum sæstreng til
annarra landa.“
Ekki raunhæft í bili
– En hvað ef þessir aðilar vilja fjár-
festa í innviðum og t.d. flytja út vetni?
„Við verðum að byrja á byrjuninni
og það eru orkuskiptin hjá okkur. Ef
okkur tekst að framleiða svo mikið
rafeldsneyti að það metti eftirspurn-
ina innanlands má auðvitað fara að
ræða um útflutning. Það er hins vegar
ekki á sjóndeildarhringnum að slíkt
verði gerlegt.“
lRáðherra loftslagsmála segir skrið að komast á uppbyggingu virkjanalKyrrstaðan hafi verið rofin
lMeðal annars standi til tilraunaboranir á jarðhitasvæðumlÓraunhæft að reisa ekki vindorkuver
Uppbygging virkjana aðhefjast
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
UppbyggingVindorkugarðar eru áformaðir víða um landið.
2. desember 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 141.77
Sterlingspund 170.08
Kanadadalur 104.91
Dönsk króna 19.781
Norsk króna 14.331
Sænsk króna 13.453
Svissn. franki 149.28
Japanskt jen 1.0195
SDR 186.6
Evra 147.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.4651
Íþróttir
Guðlaugur Þór
Þórðarson