Morgunblaðið - 02.12.2022, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022
Ráðhúsið Grýla og Leppalúði létu sjá sig í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærmorgun þegar jólaskógurinn var opnaður.
Leikskólabörn mættu einnig til að hitta á foreldra jólasveinanna, sem væntanlegir eru til byggða.
Eggert Jóhannesson
Það var fróðlegt að
hlusta á Bjarna
Bjarnason, forstjóra
Orkuveitu Reykjavík-
ur, í viðtali við Sigríði
Hagalín í Silfri Egils
á sunnudaginn var.
Bjarni býr yfir mikilli
þekkingu og reynslu
og að hafa starfað í
orkugeiranum í ára-
tugi. Nú er það engin
spurning að við Ís-
lendingar búum við öfundsverða
stöðu í orkumálum. Segja má að
heita vatnið okkar og raforkan séu
gullið okkar; auðlindir sem setja
okkur í einstaka stöðu meðal
þjóða. Evrópubúar eru að krókna
úr kulda og hafa ekki efni á að
kynda híbýli sín eða fara í sturtu.
Þeir þyrftu að eiga lopann sem
bjargaði lífi Íslendinga í gegnum
aldir. Oft finnst mér öfgafólkið
hér, sem finnur Íslandi allt til for-
áttu, gleyma því að við erum
grænasta land í heiminum, langt á
undan í nýtingu á endurnýjanlegri
orku, um 90% af orkunotkun okk-
ar er laus við alla mengun.
Hjarðeðli vindmyllugróðans
ögrar orkugeiranum
Það sem mér féll best í mál-
flutningi Bjarna voru varnaðarorð
hans að láta ekki vindmylluæðið
heltaka orkugeirann. Lands-
virkjun er þjóðareign og langöfl-
ugasta fyrirtæki á sínu sviði og
besta „mjólkurkýr“ þjóðarinnar.
Landsvirkjun verpir nánast gull-
eggjum. Látum ekki gráðuga fjár-
festa og erlenda auðkýfinga skjóta
gulleggin úr hendi okkar. Það eru
norskir, danskir og franskir pen-
ingar sem bíða á kantinum, sagði
hann. Bjarni taldi
reyndar að við mynd-
um fara í vindmyllu-
rafmagn síðar en
sagði: „Það versta
sem gæti gerst er að
byggðar yrðu eitt
þúsund vindmyllur
samtímis og hjarð-
eðlið sigraði.“ Nú
geisar vindmylluæði
hér og búið er að
merkja 34 staði fyrir
vindmyllugarða sem á
að byggja fyrir erlent fjármagn,
þessi öfl gera ekkert með stjórn-
völd og vilja fara sínu fram.
Landsvirkjun og opinber fyrirtæki
fara með rafmagnsmálin að mestu,
látum ekki blekkjast og stjórnvöld
þurfa nú að stíga inn og taka af
skarið. Fregnir berast frá Noregi
um að þar sé hafin öflug barátta
gegn vindmyllugörðum, þessir
sömu gráðugu peningamenn vilja
nú fara með græðgi sína í
ósnortna náttúru Íslands. Öflug-
asti gjaldeyrisaflandi atvinnuvegur
landsins er ferðaþjónustan í dag,
ásamt sjávarútvegi. Hvað selur Ís-
land? Ósnortin náttúra og einstök
fegurð landsins. Náum sátt um
framtíðina, látum ekki hjarðeðlið
tröllríða skynseminni.
Guðni Ágústsson
» Landsvirkjun verpir
nánast gulleggjum.
Látum ekki gráðuga
fjárfesta og erlenda
auðkýfinga skjóta gull-
eggin úr hendi okkar.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Raforkan
er gullið okkar
Þegar líða fer á árið
færast Íslendingar í
fullveldisham. Það er
þó svo að alls ekki allir
hafa sama skilning á
fullveldi. Nokkrir hafa
þann skilning að full-
veldi sé einstaklings-
bundið og þar með
telja þeir sem svo
hugsa að allt sé heimilt
án afskipta Dana. Það
var svo að Jón heitinn Hreggviðsson
taldi fullveldi sitt byggjast á því að
hann fengi að hafa bátinn sinn í
friði, hvort heldur hann var sekur
eða saklaus.
Enn aðrir telja að fullveldi sé ekki
ósvipað lýðveldinu, sem var stofnað
árið 1944, en þó með þeim formerkj-
um að æðsti valdsmaður sé forseti
en ekki konungur. Enda höfðu Dan-
ir þá fyrir löngu misst alla þolin-
mæði gagnvart Íslendingum vegna
þess að Íslendingar gátu aldrei
hugsað sentralt, heldur ávallt peri-
ferískt til þess að geta sinnt sér-
hagsmunum.
Skattfrelsi bænda
Stærsta sérhagsmunamál þjóð-
arinnar er skattfrelsi bænda.
Skattalög skulu samin með þeim
hætti að bændur greiði ekki skatta.
Með því verða bændur fullvalda.
Þannig verða til efnuð sveitarfélög
þar sem utanbæjarmenn greiða alla
skatta með fasteignagjöldum, ell-
egar raforku- eða stóriðjufyrirtæki
greiða skattana. Þannig verða til lít-
il sveitarfélög með miklar peninga-
legar eignir, sem enginn veit hvað á
að gera við.
Einnig hafa orðið til lítil sveitar-
félög vegna þess að bændur hafa
neitað að taka þátt í bæjarábyrgð
vegna útgerðarbrölts í
þéttbýli. Þéttbýlið hef-
ur náð sér á strik en
búseta í dreifbýlinu
hefur nánast lagst af.
Það var einnig svo
að Álftanes klofnaði
frá Garðahreppi vegna
þess að bóndinn á
Bessastöðum og prest-
urinn í Görðum þoldu
ekki lyktina hvor af
öðrum. Enginn mundi
hvers vegna hrepp-
arnir höfðu orðið tveir
þegar Bessastaðahreppur sligaðist
af sundlaug og sameinaðist á ný
Garðahreppi, sem þá var orðinn
kaupstaður.
Hvernig var öld fyrir
heimastjórn?
Svo lýsir Magnús Stephensen
ástandinu á Íslandi rúmri öld fyrir
heimastjórn:
„… húsfyllir dag eftir dag af
dauðvona aumingjum, flúnum að
norðan, austan og vestan, og upp-
flosningum, konum, börnum og
gamalmennum til að leita sér líknar
og saðnings, margir um seinan, því
þeir deyðu þar og alls staðar hrönn-
um saman af hungri og hungur-
sóttum, pestnæmum sjúkleikum, er
leiddu af eldgosinu, við óholt loft,
langvinnan sult, eður nautn hor- og
pestardauðra gamalla hrossa- og
kindahræja.“ Ekki er nefnt að hægt
var að fá mikið af glænýju fiskmeti
úr sjónum.
Fullveldi 1918
Fyrir mér er það mikil ráðgáta
hvernig sáttmáli um sambandslög
náði saman árið 1918 í lok fyrri
heimsstyrjaldar og í miðju sjúk-
dómsstríði vegna spænsku veik-
innar.
Þegar forsætisráðherra kemur
heim frá Kaupmannahöfn liggur
dóttir ráðherrans í líkbörum af völd-
um spænsku veikinnar. Rétt eins og
dóttir ráðherra Íslands andast í lok
janúar úr taugaveiki, rétt áður en
faðir stúlkunnar verður ráðherra
heimastjórnar 1. febrúar 1904.
Sá er þetta ritar hefur áður lýst
skilningsskorti sínum á stjórn-
málum á tíma heimastjórnar.
Barnabarn eins ráðherra heima-
stjórnarinnar telur að ég hafi aldrei
tekið tillit til óvináttu stjórnmála-
manna þess tíma og persónulegs
metnaðar þeirra.
Ég hef það mér til afsökunar að
síðasti ráðherra Íslands, Einar Arn-
órsson, sagði að deilur um setu í rík-
isráði og afstaða til konungs væri
„formfræðileg“. Þá skildi ég skiln-
ingsleysi mitt.
Þar við bætist að Samvinnuhreyf-
ingin verður til sem eins konar ríki
með þjóðinni og Landsbankinn, sem
jafnframt er seðlabanki landsins, á
að verða fjármálavald samvinnu-
hreyfingarinnar. Tilgangur og
markmið samvinnuhreyfingarinnar
var að viðhalda óbreyttu ástandi í
sveitum, enda þótt landbúnaður
gæti alls ekki keppt við sjávarútveg
um vinnuafl eftir vélvæðingu báta-
flotans og komu togara í upphafi
aldarinnar.
Þjóð sem vill verða fullvalda, en
hefur ekki virkt fjármálakerfi, verð-
ur aldrei fullvalda.
Atkvæðagreiðsla um sam-
bandslagasáttmálann
Atkvæði voru greidd um sam-
bandslagasáttmálann 7. og 9. sept-
ember 1918. Einn alþingismaður í
hvorri deild greiddi atkvæði gegn
sáttmálanum. Þeir töldu hann alls
ekki ganga nógu langt til sjálf-
stæðis. Annar þeirra, Benedikt
Sveinsson, þingmaður Norður-Þing-
eyinga, taldi lögskilnaðarmenn árið
1943 svikara við íslenskan málstað.
Til er afkomandi hans, Benedikt Jó-
hannesson, sem telur afkomendur
lögskilnaðarmanna einnig svikara
við íslenskan málstað. Sá afkomandi
vill þó að Ísland gangi í Evrópusam-
bandið.
Þjóðaratkvæði um sambandslögin
fór fram á Íslandi 19. október. Kjör-
sókn var heldur dræm, einkum með-
al kvenna, enda voru þær enn óvan-
ar að ganga að kjörborði.
Niðurstaðan varð hins vegar skýr.
Um það bil 91% var með en 7,3% á
móti.
Hvernig átti að lifa af?
Heimastjórn, fullveldi, konungs-
ríki og lýðveldi eru hluti af stjórn-
arformi. Þegnarnir lifa ekki af form-
inu einu saman. Með
heimastjórninni kom Íslandsbanki
hf. En það vantaði tryggingafélög.
Útlán án vátrygginga eigna ganga
alls ekki upp. Ekki var talin ástæða
til sjálfstæðs seðlabanka til að
styðja við verðgildi sjálfstæðrar
myntar.
Sveinn Björnsson leggur grunn
að skyldu til að brunatryggja fast-
eignir með stofnun Brunabóta-
félagsins, og Sveinn, ásamt með Ax-
el Tulinius, áður sýslumanni, leggur
grunn að frjálsum ábyrgðartrygg-
ingum og skyldutryggingum fiski-
skipa. Fjármálastarfsemi og vá-
tryggingar eru forsendur fullveldis.
Nú er enn stefnt að því að við-
halda óbreyttu ástandi í sveitum, að
þessu sinni í krafti matvælaöryggis.
Ekki veit sá er þetta ritar hvort það
bætir lífskjör hjá þjóðinni.
Lýðveldisstofnun
Svo virðist sem ákvörðun hafi
verið tekin árið 1911 um að lýðveldi
skyldi stofnað á Íslandi hinn 17.
júní, en ekki vissu menn hvaða ár.
Til merkis um það er stofnun Há-
skóla Íslands árið 1911. Hvers
vegna hentaði 17. júní svona vel?
Það er vegna þess að þá er sauð-
burði lokið og sláttur ekki hafinn.
25 árum eftir gildistöku sam-
bandslagasáttmálans rann hann út.
Lýðveldi var stofnað fyrsta 17. júní
eftir 1. desember 1943. Danmörk
var hersetin af Þjóðverjum. Rík-
isstjóri fór með konungsvald á Ís-
landi. Deilt hefur verið um afstöðu
hans um lögskilnað, það er lýðveld-
isstofnun á meðan Danmörk var
hersetin. Deilan náði inn í minning-
argrein árið 1965. Sonur þingmanns
sem greiddi atkvæði á móti sam-
bandssáttmálanum, Bjarni Bene-
diktsson, og sonur ríkisstjórans,
Hendrik Sv. Björnsson, deildu.
Lýðveldi og alþjóðasamtök
Við lýðveldisstofnun kepptust
stjórnmálamenn við að Ísland yrði
aðili að hvers kyns alþjóða-
samtökum. En frjáls viðskipti voru
mjög aftarlega á merinni. Frjáls við-
skipti eru þó forsenda fæðuöryggis.
Og það er talinn helsti kostur sjálf-
stæðs gjaldmiðils að hann er hægt
að verðfella að hentugleikum.
Stundum til að fela eigið dugleysi.
Til hvers þarf þá sjálfstæðan
seðlabanka til að verja gjaldmiðilinn
þegar hver og einn verkalýðsleiðtogi
verður seðlabankastjóri um stund?
Vilhjálmur
Bjarnason » Til hvers þarf þá
sjálfstæðan seðla-
banka til að verja gjald-
miðilinn þegar hver og
einn verkalýðsleiðtogi
verður seðlabankastjóri
um stund?
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Fullveldi og seðlabanki