Morgunblaðið - 02.12.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.12.2022, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022 ✝ Kristín Ingunn Haraldsdóttir fæddist á Patreks- firði 3.5. 1936. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vestfjarða á Patreksfirði 17.11. 2022. For- eldrar hennar voru Guðrún Össurar- dóttir húsmóðir, f. 20.1. 1902, d. 8.6. 1986 og Haraldur Sigurður Sigurmundsson bóndi, f. 2.8. 1902, d. 15.8. 1988. Systk- ini Kristínar eru Ingvi Óskar, f. 1937, María Kristín, f. 1939, Sig- urmundur, f. 1946 og stúlka, f. 1944, d. sama ár. Kristín giftist 11. sept. 1954 Bjarna S. Hákonarsyni frá Haga, f. 27.2. 1932, d. 14.10. 2018. Foreldrar hans voru Björg Jónsdóttir, f. 21.12. 1900, d. 6. 8. 1992 og Hákon J. Krist- ófersson, f. 20.4. 1877, d. 10.11. 1967. Bjarni og Kristín eign- uðust sjö börn. Þau eru: 1) Björg Guðrún, f. 1955. Maki Eiríkur Jónsson. Börn Bjargar: Edda Kristín, Rán, Aðalsteinn og Bjarni Símon, barnabörnin eru átta. 2) Margrét Ásdís, f. 1956. endur Kristínar eru alls 71. Kristín ólst upp á Fossá á Hjarðarnesi og var í farskóla sem barn á Barðaströnd og sótti einnig skóla á Reykhólum. 16 ára fór Kristín í vist á Ísafirði og árið eftir í Húsmæðraskól- ann Ósk þaðan sem hún útskrif- aðist. Árið 1954 sama ár og Kristín giftist fluttist hún að Haga á Barðaströnd og tóku þau Bjarni við búi foreldra hans. Frá 1990 til 2015 ráku þau búið með Haraldi syni sínum og Maríu konu hans. Í Haga átti hún heimili til dauðadags, en dvaldi á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði frá 2018. Allan sinn búskap vann Krist- ín við bústörfin og sinnti jafn- framt stóru heimili. Hún var náttúrubarn og lagði áherslu á ýmiss konar ræktun og nýtingu þess sem náttúran gaf. Kristín var handavinnukona og starfaði um tíma í saumastofunni Strönd. Hún hafði yndi af söng og tók þátt í kórastarfi. Hún var virk í starfi Kvenfélagsins Neista í áratugi og var kjörin heiðursfélagi þess árið 2016. Þrátt fyrir mannmargt heimili og ærin störf var heimilið ætíð opið til dvalar fyrir börn og ungmenni hvort sem þau voru innan fjölskyldu eða utan. Útför Kristínar fer fram frá Hagakirkju í dag, 2. desember 2022, klukkan 14. Sambýlismaður Kristján Finnsson. Börn Margrétar: Helga Sigurrós, María Kristín og Bjarni, barnabörn- in eru 7. 3) Jóhanna Brynhildur, f. 1958. Maki Árni Þórð- arson. Barn þeirra: Þórður Mar. Auk hans á Jóhanna Helgu Rósu og Há- kon Örn, barnabörnin eru 4 og barnabarnabarn eitt. 4) Hákon, f. 1960. Maki Birna Jónasdóttir. Börn þeirra: María Katrín, Björg og Guðrún Anna, barna- börnin eru fimm. 5) Jóna Krist- ín, f. 1962. Börn hennar eru Rakel Ósk, Elvar Már og Arn- heiður Björg, barnabörnin eru fjögur. 6) Haraldur, f. 1963. Maki María Úlfarsdóttir. Börn þeirra eru Kristín Ingunn, Freyja Rós og Kristófer Þorri, barnabörnin eru fimm. 7) Gunn- ar Ingvi, f. 1965. Maki Regína Haraldsdóttir. Börn þeirra eru Kara og Elmar Gauti. Gunnar á auk þeirra Andra Geir, Ásteyju Gyðu og Margréti Ástrós, barnabörnin eru sex. Afkom- Elsku hjartans mamma. Í dag erum við sorgmædd yfir því að missa þig en um leið þakklát fyrir að hafa átt þig sem móður. Nú eruð þið pabbi sameinuð í Sumarlandinu, þið trúðuð því. Þú sagðist tala við hann daglega og oft upphátt, þér fannst hann vera hjá þér. Það er gott að hafa einlæga trú sagðir þú. Mildi þín og ástríkt viðmót mun lifa með okkur um ókomna tíð. Þegar við vorum börn og unglingar varst þú alltaf til staðar, alla daga allan ársins hring, með opinn faðminn og hlýja hjartað og ekki síður þeg- ar við fórum hvert af öðru að heiman. Þér var annt um vel- ferð okkar og aðstoðaðir og sýndir umhyggju við hvert tækifæri. Okkur fannst þú stundum vera allt of langt í burtu, ekki síst þegar barna- börnin fóru að koma í heiminn. Við söknuðum þess að hafa ykk- ur pabba ekki nær. En þið vor- uð á vísum stað í sveitinni okkar fallegu og þar var opið hús og oft mannmargt, ekki síst á sumrin og á hátíðum þegar ung- arnir flykktust heim með allt sitt hafurtask. Barnabörnin dáðu þig og nutu þess að fá að vera í sveitinni hjá ömmu og afa til lengri eða skemmri tíma. Rætur okkar systkinanna til heimahaganna eru sterkar og það má þakka ástríku uppeldi og ljúfum minningum. Í æsku okkar varst þú í mikilvægu hlut- verki heima við, enda störfin margvísleg. Það var eins og sól- arhringurinn dygði þér til fleiri verka en hægt var að hugsa sér, enda fórst þú oftast fyrst á fæt- ur og síðust í rúmið. Verkefnin voru óteljandi með okkur sjö krakkagrislingana, afa og ömm- ur og þar að auki krakka í sveit. Þú vannst bæði utandyra og inni og kenndir okkur til verka, ekki síst það sem tilheyrði heimilishaldi, allavega okkur stelpunum. Þú kenndir okkur líka hvað skiptir máli í lífinu og hvað gerir fólk að góðum mann- eskjum. Það gerðir þú með því að vera góð fyrirmynd. Þú dæmdir engan, þú talaðir aldrei illa um fólk, þú gerðir ekki mannamun, þú varst styðjandi, þolinmóð og umburðarlynd. Þú unnir sveitinni þinni og áttir þar heimili alla ævi. Þú fluttir ung að heiman á rótgróið heimili tengdaforeldranna og hófst búskap með pabba. Það var lærdómsríkt en ekki alltaf auðvelt, en allt hafðist þetta með góðum vilja sagðir þú. Að vera jákvæð, bjartsýn og skap- góð einkenndi þig, þú barst virðingu fyrir öðrum og ein- blíndir á hið góða. Þú gast endalaust dáðst að fjallahringn- um sem umlykur Haga og oft stóðstu á hlaðinu og myndaðir sólarupprásina með trjágróður- inn og kirkjuna í forgrunni. Garðurinn, kirkjan og allt um- hverfið inni sem úti bar merki um snyrtimennsku og metnað. Við minnumst allra berjaferð- anna í Háuborgina þegar rogast var með fulla mjólkurbrúsa af berjum heim og allt verkað til matargerðar. Þú ræktaðir grænmeti og lagðir áherslu á að nýta það sem náttúran og skepnurnar gáfu. Þú varst hús- móðir í orðsins fyllstu merk- ingu. Þú varst félagslynd og hafðir ánægju af samskiptum við fólk. Kvenfélagið var þér kært og þar lagðir þú þitt rækilega af mörkum. Þú naust ferðalaga og þið pabbi voruð dugleg að skoða heiminn þegar um hægðist á heimilinu. Þegar heilsunni hrakaði breyttist allt. Þið pabbi fóruð fyrir tæpum fimm árum á Heil- brigðisstofnunina á Patró og dvölduð þar. Hans naut ekki við nema í stuttan tíma og eftir það rýrnuðu lífsgæði þín en fallega brosið og hlýi faðmurinn var á sínum stað. Hugur þinn var hjá okkur fólkinu þínu og heima. Nú ertu alkomin heim í Haga við hlið pabba. Ykkar samband var fallegt og kærleiksríkt alla tíð, þið voruð ólík en samheldin. Okkur finnst þessi vísa hans til þín lýsa því vel: Engillinn minn eini sanni engum öðrum ertu lík mig þú hefur gert að manni af mannkostunum ertu rík (Bjarni S. Hákonarson) Guð geymi þig. Þín börn, Björg, Margrét, Jó- hanna, Hákon, Kristín, Haraldur og Gunnar. Í dag kveðjum við elsku tengdamóður mína, Kiddý í Haga. Margs er að minnast enda árin orðin rúmlega 40 sem við höfum þekkst. Og allar eru minningarnar góðar enda var Kiddý svo einstök manneskja. Strax frá fyrstu stundu tók hún mér opnum örmum og varð með árunum ekki aðeins tengda- mamma mín og mín önnur móð- ir heldur líka ein af mínum bestu vinkonum. Við gátum hlegið saman, grátið saman, trúað hvor annarri fyrir alls- konar og síðast en ekki síst þag- að saman. Hversu dýrmætt var það þegar ég kom í Haga, ung- lingurinn sem ég var, langt frá æskuheimilinu og mömmu minni, að eiga elsku Kiddý að! Kiddý var einstaklega fjölhæf og það lék allt í höndunum á henni. Hún var orðin sjö barna móðir 29 ára og það er afrek út af fyrir sig. Einstök amma var hún og mín börn hafa alist upp með ömmu og afa í næsta ná- grenni. Dagleg umgengni við þessi yndislegu hjón hefur verið þeim gott veganesti út í lífið og að sjá ástina á milli þeirra sem aldrei bar skugga á, hvað sem á gekk í þeirra lífi, var okkur öll- um fyrirmynd sem við búum að um ókomna tíð. Þau uxu aldrei upp úr því að kyssast og knú- sast og það gefur sannarlega gott í hjartað að hugsa til þeirra stunda þegar Bjarni sat á koll- inum í horninu og Kiddý sat í fanginu á honum og þau ræddu málefni líðandi stundar. Minn- ingarnar eru svo margar og góðar og stundirnar sem við eyddum saman eru orðnar ótelj- andi. Við unnum saman og vor- um saman á góðum og slæmum stundum enda bjuggum við ná- lægt hvor annarri og mikill samgangur á milli húsa. Alltaf var hún tilbúin að passa og hjálpa, ef með þurfti. Hún Kiddý var ótrúleg á svo mörg- um sviðum. Oftar en einu sinni höfum við haldið að nú væri komið að leiðarlokum hjá henni. Ýmiss konar veikindi hafa plag- að hana og nokkrum sinnum hafa systkinin safnast saman við rúmið hennar og verið viðbúin því að þurfa að kveðja hana. En hún var ekki tilbúin og alltaf reis hún upp. Eftir andlát Bjarna fyrir fjórum ár- um hefur hún þó þráð að fá að fara á eftir honum og hún sagði við Halla minn að hún bæði Guð á hverju kvöldi um að fá að deyja en alltaf vaknaði hún næsta morgun. Hún skildi bara ekkert í þessu hjá skaparanum. Síðustu árin var hún á Hvest á Patreksfirði. Þar fengu þau Bjarni frábæra umönnun hjá yndislegu starfsfólki og ég vil þakka þeim innilega fyrir allt sem þau hafa gert til að þeim liði sem best. Þegar við komum í heimsókn þá sagði hún, ef hún var ekki þeim mun lasnari: „Halli minn, fáðu þér nammi.“ Og alltaf varð hún svo glöð að sjá okkur og brosti fallega bros- inu sínu. Alltaf vildi hún fá fréttir úr sveitinni og hugurinn var mikið heima í Haga. Nú er komið að leiðarlokum og það er ljúfsárt. Ljúft af því að loksins fékk hún að fara og er laus við þrautir þessa lífs. Sárt af því að ég fæ aldrei að sjá fallega brosið, heyra röddina hennar og geta heimsótt hana. En auðvitað er þetta eigingirni og minningarnar um öll árin okkar saman eiga eftir að ylja mér í framtíðinni. En mikið á ég eftir að sakna hennar. Eitt orð kemur stöðugt upp í hugann: Ómetanleg! Takk fyrir allt, elsku Kiddý. María. Mig langar í fáeinum orðum að minnast elskulegrar tengda- móður minnar Kiddýjar í Haga. Kynni mín af Kiddý hófust fyrir rúmlega þrjátíu árum þeg- ar ég kom með Jóhönnu dóttur þeirra Hagahjóna vestur. Síðan þá er ég og mín fjöl- skylda búin að njóta ótal margra ánægjustunda í Haga. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast eins stórkost- legri konu og henni Kiddý með alla sína hjartahlýju og góð- mennsku. Mér var strax ljóst hvílík gersemi þessi hægláta, fallega, víðsýna kona var. Að- eins tuttugu og níu ára gömul hafði hún og Bjarni hennar í Haga sem lést fyrir fjórum ár- um eignast sjö mannvænleg börn sem öll lifa móður sína, hún var kletturinn þeirra sem aldrei brást. Það var gaman að fylgjast með Kiddý, hvernig hún tók á móti og umgekkst af natni og virðingu öll barnabörnin sín, alltaf voru þau velkomin í sveit- ina í faðminn á ömmu, þar var alltaf nóg pláss. Þvílíkur faðmur sem alltaf tók á móti manni þeg- ar komið var í sveitina, það var eins og hlýrri æðardúnssæng væri kastað yfir mann. Allir þeir mannkostir sem Kiddý hafði eru vandfundnir í einni og sömu manneskjunni. Allir hinir mörgu afkomendur Kiddýjar hafa fengið frá henni stóran skammt af göfuglyndi og kær- leika sem nýtast mun þeim vel út lífið. Kiddý var höfðingi heim að sækja, það geta þeir fjölmörgu sem þess nutu vitnað um. Það verður ekki sama fallega sveitin sem heilsar manni nú þegar tengdamóðir mín er horfin á braut en eftir standa dásam- legar minningar um stóra per- sónu. Nú ertu komin í faðminn á honum Bjarna þínum aftur. Óska öllum afkomendum Kiddýjar velfarnaðar, megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur. Árni V. Þórðarson. Ég stend á hlaðinu í Haga og virði fyrir mér umhverfið. Fjöll- in, dalinn, fjörðinn og Snæfells- nesið í fjarska. Nær stendur kirkjan og kirkjugarðurinn og svo garðurinn hennar upp við bæinn. Síbreytilegt umhverfi; vetur, sumar, vor og haust. Virði fyrir mér sveitina hennar Kiddýjar, elskulegu tengdamóð- ur minnar. Það er sumar, sól og blíða. Það berst skvaldur út um borð- stofugluggann og ég renn á hljóðið. Ég horfi inn, sé hvar hún situr við endann á borð- stofuborðinu með Bjarna sinn á hægri hönd. Hún er í essinu sínu þar sem hún er umkringd sínu fólki. Hún er hrókur alls fagnaðar. Hún skellihlær og stundum svo dátt að það koma tár í fallegu augun hennar. Á boðstólum er ýmiss konar góð- gæti en skinkuhornin, kleinurn- ar rúgbrauðið og bananabrauðið hennar ömmu er þó albest. Allir eru sælir og kátir. Flestir við borðið eiga eitthvert fallegt prjónles frá henni. Peysur og vettlinga, sokka, húfur og trefla. Allt svo einstaklega fallega unn- ið. Þegar kemur að kveðjustund setur hún rúsínur og súkkulaði í poka fyrir börnin og einn pen- ingaseðill fylgir með. Alltaf að gleðja og hún gleður alla með nærveru sinni, væntumþykju og hlýju. Það er vetur. Jólin nálgast. Ég horfi inn um gluggann og sé fallega skreytta borðstofuna og öll kertaljósin þar. Allt svo notalegt og friður ríkir. Smá- kökur í skálum og kókoskakan komin á sinn gamla góða stað. Það er fámennara en á sumrin en við fjölskyldan eyðum jól- unum alltaf hér því það eru hvergi eins góð jól og í Haga. Svo koma minningabrot frá hausti og vori. Óteljandi minn- ingar eftir áratuga samfylgd. Minningar um yndislega tengdamóður sem reyndist mér sem besta móðir. Ég sagði oft við hana að hún væri besta tengdamamma í heiminum. Fyrir mér var hún það og hún verður það alltaf. Takk fyrir allt og allt. Hvíldu í friði, elsku besta. Þín Birna. Sólarupprásin á Barðaströnd- inni er einstaklega falleg, henni fylgir oftast fallegur dagur og sólarlag að kvöldi. Fyrr en varir er dagurinn liðinn og minningin ein eftir. Þessu er líkt farið með mannsævina, hún líður á ógn- arhraða og fyrr en varir er hún liðin og minningarnar einar eft- ir. Það er ekki sjálfgefið að ein- staklingur skilji einungis góðar minningar eftir, en þannig er það þegar ég minnist tengda- móður minnar sem nú hefur kvatt þennan heim södd lífdaga. Minningin um tengda- mömmu, hana Kiddý í Haga, er eins og minning um fallega sól- arupprás á Barðaströndinni og fallega daga, minningin er full af sól, fegurð, umhyggju og hlýju. Þegar ég hitti hana fyrst fann ég strax að við ættum eftir að ná vel saman sem kom svo á daginn. Það kom nefnilega fljótt í ljós að við áttum margt sam- eiginlegt. Við vildum bæði hafa snyrtilegt í kringum okkur og í því sambandi var meira gagn að mér úti en inni. Hún vildi hafa garðinn vel sleginn og mér fannst gaman að ganga á eftir sláttuvélinni og finna lyktina af nýslegnu grasinu. Hún vildi ekki sjá dauða flugu í ljósakúpl- inum í loftinu og ég náði upp í loft. Hún vildi hafa trén í garð- inum rétt klippt, ég taldi mig hafa gott lag á klippunum. Hún vildi ekki sjá rúlluplast í 15 metra háum öspunum. Tengda- pabbi reyndi að sannfæra hana um að plastið mundi hverfa þeg- ar aspirnar laufguðust. Við hlustuðum ekki á hann, ég náði í prik og Halla náði í traktorinn og plastið var tekið niður. Þá var Kiddý sátt. Í Haga var oft mannmargt, samt aldrei svo að ekki væri pláss fyrir einn í viðbót við mat- arborðið eða einn enn í gistingu, þaðan fór enginn svangur. Það var líka alltaf tími til að spjalla, til að fræðast eða miðla þekk- ingu. Samverustundirnar í borð- stofunni í Haga voru margar og ánægjulegar. Að leiðarlokum er svo ótal- margs að minnast og margt að þakka svo upptalningin getur aldrei orðið annað en fátækleg. Mér er efst í huga þakklæti fyr- ir allt sem þú varst mér og bið fyrir kærar kveðjur til tengda- pabba yfir í Sumarlandið. Ég veit að þið eigið eftir að dansa þar saman, knúsast og kyssast. Svo veit ég að þú tekur á móti mér með súkkulaðirúsínur í skál þegar minn tími kemur. Lokið er nú langri göngu þinni ljósið slokknað, það er komin nótt lífs þíns minning ljúf í sálu minni lifa mun um eilífð, sofðu rótt. Eiríkur Jónsson. Ég hef oft kvatt hana elsku ömmu mína sem nú er farin langþráða ferð í sumarlandið eftir viðburðarríka ævi sem ein- kenndist af seiglu og ástríki. Á kveðjustundum okkar höfum við rætt hver hennar mesta arfleifð væri. Ömmu fannst það að sjálf- sögðu vera afkomendaskarinn enda erum við rík af ættingjum og oft líf og fjör í kringum Hagafjölskylduna. Auk þessa er arfleifð ömmu fyrir mér auð- mýkt og æðruleysi, hún amma var leiðtogi lífs míns í þessum efnum og skal ég alla ævi hugsa til hennar lífsviðhorfa þegar eitthvað bjátar á eða tilefni er til að gleðjast yfir. Alveg sama hvað gekk á í lífs- ins ólgusjó iðkaði amma þakk- læti fyrir það sem hún hefði og fólkið sitt, þó að heilsan hafi brugðist henni oft og alltof snemma fyrst. Og þessu þakk- læti og ættrækni var amma svo dugleg að miðla til okkar barna- barnanna sem sóttum í að eyða tíma okkar í Haga hjá ömmu og afa. Öll sú ást sem á milli hennar og afa ríkti er dýrmætt vega- nesti fyrir börn að alast upp í. Þrátt fyrir skara barnabarna vorum við alltaf öll velkomin í Haga og dvöldum þar mörg svo vikum og mánuðum skipti. Borðstofuborðið var lengt og því jafnvel skáskotið svo allir kæmust fyrir. Þótt það slægi í 20 manns við borðið á skemmti- legustu tímunum þá voru samt alltaf tvær heitar máltíðir á dag auk kaffitíma sem okkar kona riggaði upp. Öll fengum við okk- ar hlutverk í að láta þetta stóra heimilishald og búrekstur ganga upp. Það á líklegast ekkert okkar í fjölskyldunni eftir að minnast ömmu án þess að leiða hugann að því þegar hún settist á hnéð á afa sitjandi á eldhúskollinum, þau fengu sér kaffibolla og knúsuðust. Fyrir okkur var svo sannarlega höfð ást og um- hyggja og mörg okkar tróðu sér inn í þessi faðmlög. Enda er römm taugin á milli okkar frændsystkinanna og það er akkúrat það sem amma og afi vildu. Í fjósinu eyddum við amma saman svo mörgum stundum á þeim fjölda sumra sem ég dvaldi í Haga. Í vasanum á fjósasloppnum hennar var alltaf að finna fjósapillu og gengur nammið brenni ekki undir neinu öðru heiti á mínu heimili. Við mjaltastörfin hrósaði hún mér stöðugt, það lifir sterkt í minn- ingunni að hún sagði ég væri svo natin við verkin og hvað virkar betur til að fá barn og ungling til að velja að gera bet- ur í dag en í gær en jákvæð uppbygging og hrós? Amma Kiddý er örugglega upphaf já- kvæðrar sálfræði þótt hennar sé ekki getið í neinum bókum þess efnis. Svo þegar ég er orðin eldri kann ég allt í einu allar gamlar vísur, ættjarðarlögin, gömul dægurlög, jafnaldrar mínir hlýða undrandi á og ég velti fyr- ir mér hvaðan þetta komi? Jú, úr fjósinu með ömmu. Við sung- um nefnilega stöðugt mjaltatím- ana út í gegn. Þið finnið ekki barn sem hefur eytt tíma í Haga sem getur ekki farið með Guttavísur aftur á bak. Frá ömmu kom aldrei styggðaryrði. Hlý orð og um- hyggja fylgdu henni. Hún kenndi listina að sætta sig við það sem ekki fæst breytt og njóta þess sem við höfum sem færði henni gleði- og innihalds- ríka ævi. Með ömmu hlýju orð- um kveð ég hana: Góða ferð hjartað mitt. Helga Sigurrós (Rósa). Kristín Ingunn Haraldsdóttir - Fleiri minningargreinar um Kristínu Ingunni Haralds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.