Morgunblaðið - 02.12.2022, Page 22

Morgunblaðið - 02.12.2022, Page 22
Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógum 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi með Milan kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Bókabíllinn, kemur í Árskóga 6-8 kl. 16.30-17.15. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Allir velkomnir. Sím: 411-2600. Boðinn Pílukast kl. 9. Línudans fyrir lengra komna kl. 15. Sundlaugin opin til kl. 16. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Bíósýning kl. 13. Opin Listasmiðja kl. 13-15.45. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Kl. 9 pool-hópur í Jónshúsi, kl. 9.30 dansleikfimi í Sjá- landsskóla, kl. 10 gönguhópur, kl. 13-16 félagsvist, kl. 13-16, föstu- dagskaffi í Smiðju, kl. 13-16 félagsvist, kl. 13.45-15.15 kaffiveitingar í Jónshúsi. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á könnuni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10. Prjónakaffi frá kl. 10-12. Jólamarkaður frá kl. 11. Kóræfing kl. 13–15. Allir velkomnir. Gjábakki Námskeið í vef- og tæknilæsi (tölvur/símar) kl. 9.30 til 11.30. Botsíaæfing kl. 9-11. Postulínsmálun kl. 9-11.30.Tréskurður kl. 13 til 15.30. Myndlistasýning Kristínar Þorkelsdóttur kl. 14-16. Félagsvist kl. 20- 22. Gullsmári Handavinna kl. 9. Gleðigjafarnir: Harmonikkuspil og fjöldasöngur kl. 13.30. Fluguhnýtingar kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Handa- vinna, opin vinnustofa frá kl. 10. Brids kl. 13. Jólamyndin ,,Miracle on the 34th Street" sýnd kl. 13. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Hugleiðsla og létt jóga kl. 8.30. Pílukast í Borgum kl. 9.30. Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styrkleika- flokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10. Hannyrðahópur kl. 12.30. Brids kl. 12.30.Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13. Jólahlað- borð kl. 18 þar sem gleðin mun verða við völd fram eftir kvöldi. Góða helgi. Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofunni kl. 9-10. Sagan Aðventa með Sigga inni í setustofu kl. 10. Föstudagshópur í hand- verksstofu kl. 10.30-11.30. Vinnustofa, lokaður hópur frá kl. 12-14.30. Jóla-bingó verður svo inni í matsal frá kl. 13.30-14.30. Á föstudögum er svo vöfflukaffi strax að loknu BINGÓI kl. 14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411-9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :) Seltjarnarnes Í dag er kaffikrókur á Skólabraut frá kl. 9. Söngur í salnum kl. 10. Jólalögin sungin. Kaffisopi á eftir. Allir velkomnir. Nk. fimmtudag 8. desember verður farið í sameiginlega jólaljósaferð með félagsstarfinu á Aflagranda. Keyrt verður um borgina og endað í Ráðagerði; nýja veitingahúsinu úti við Gróttu. Síðasti skráningar- dagur í dag. Skráning og uppl. í síma 8939800. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Sólarfilmur Bílar Sá vinsælasti. MMC Eclipse Cross phev Intense +. Árgerð 2022. Nýtt ökutæki Bensín/Rafmagn, sjálfskiptur. Forhitun á miðstöð. Verð 6.590.000. Rnr. 140471. Aukahlutapakki að upphæð kr. 360.000,- fylgir með, sem inniheldur: Dráttarkrók, gúmmí- mottur, sumar- og vetrardekk. Gráir og svartir í boði. Seljandi skoðar skipti á ódýrari. Nánari upplýsingar veita Höfðabílar ehf. í síma 577-4747 Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com fasteignir ✝ Jóna Kristjana Guðmunds- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 31. mars 1931. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands, Vest- mannaeyjum, 18. nóvember 2022. Foreldrar henn- ar voru Helga Sig- ríður Árnadóttir, f. 29. ágúst 1902, d. 4. ágúst 1986, og Guðmundur Guð- mundsson, f. 11. október 1891, d. 13. október 1947. Systir Jónu Kristjönu var Árný, f. 27. júlí 1926, d. 18.júní 2014. Eiginmaður Jónu var Sig- urður Gunnarsson, f. 27. sept- ember 1928, d. 20. september 2010. Dætur Jónu og Sigurðar eru: 1) Helga, f. 21. júní 1957, maki Ásgeir Sverrisson, þeirra börn eru: Sæþór, Íris Björk og Fannar Freyr. 2) Kristín, f. 19. nóvember 1959, maki Magnús Gunnar Þorsteins- son, þeirra dætur eru: Sæunn, Sædís, Katrín Helena og Díana Dögg. 3) Lilja, f. 9. maí 1965, maki Guð- mundur Viðar Adolfsson. Barna- barnabörnin eru fimm. Jóna ólst upp og gekk í skóla í Vestmannaeyjum og stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Laugalandi í Eyja- firði. Lengst af vann hún verslunarstörf og einnig í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja þar sem hún vann til starfs- loka. Útför Jónu Kristjönu fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag, 2. desem- ber 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma mín, í dag kveð ég þig og geng með þér síðustu sporin. Á þessari stundu er þakk- læti fyrir að hafa átt þig að efst í huga mér, þakklæti fyrir alla hug- ulsemina og hjálpsemina við mig og mína, þakklæti fyrir allar góðu samverustundirnar og þakklæti fyrir allar fallegu minningarnar. Þú varst mér alltaf stoð og stytta í sorg og gleði og alltaf gat ég leitað til þín. Sama á hverju gekk tókstu öllu af einstöku ljúflyndi og yfirvegun. Þú bjóst yfir óþrjótandi hlýju, þolinmæði og langlundargleði og hafðir ákaflega góða nærveru. Háttvísi, hógværð og kurteisi ein- kenndi allt þitt fas. Þú varst ekki skaplaus en sjaldan eða aldrei sá ég þig skipta skapi. Dætrum mínum varstu yndis- leg amma og urðu þær þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í ná- grenni við þig og sýndir þú þeim ómælda gæsku og góðmennsku. Þér var mjög umhugað um vel- ferð þeirra og hafðir einlægan áhuga á öllu sem þær tóku sér fyrir hendur. Þér þótti svo dýr- mætt að fá að fylgjast með og mikið varstu glöð og stolt yfir vel- gengni þeirra í námi, leik og starfi. Þú varst mikil handavinnu- kona, allt lék í höndunum á þér. Þú saumaðir út, perlaðir og prjón- aðir. Af prjónunum komu ótal peysur, sokkar og vettlingar og með saumavélinni töfraðir þú fram fallegar flíkur. Þú hafðir mikla ánægju af ferðalögum og ferðaðist mikið bæði innanlands og utan. Þú skoðaðir landið þitt vítt og breitt og heimsóttir mörg framandi lönd. En nú er þitt hinsta ferðalag hafið elsku mamma mín. Ég kveð þig döprum augum en með hlýju í hjarta og fallegum minningum í huga mér sem lýsa upp skammdegismyrkrið. Þín Kristín. Dagarnir hér á landi eru stuttir á þessum árstíma en nóttin löng og hún var mér löng nóttin sem þú kvaddir þennan heim, elsku mamma mín. Árin þín voru jú orð- in býsna mörg, sagðir þú. Mamma var fædd í Vest- mannaeyjum og bjó þar allt sitt líf að undanskildum árunum þegar hún fór á Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði og þegar flýja þurfti eldgosið í Eyjum. Það var stórt og mikið verkefni að yf- irgefa heimilið og allt sitt um miðja nótt með dæturnar og aldr- aða móður, sigla til lands og þurfa ein að sjá um allt, óviss hvað beið okkar þegar pabbi sigldi aftur til Eyja til að bjarga því sem bjargað varð. Hún var sjómannskona sinnar kynslóðar því hún sinnti öllu í landi þegar pabbi var á sjónum, auk þess að alltaf bjuggu ein- hverjir úr áhöfn bátsins í kjallar- anum hjá okkur. Gestrisni hennar átti sér engin takmörk og í minningunni er hús- ið oftar en ekki fullt af gestum í gistingu, hvort sem það voru inn- lendir eða erlendir ættingjar og vinir eða jafnvel ókunnugt fólk. Það brást heldur ekki að þegar þjóðhátíðir fuku út í veður og vind þá fengu margir húsaskjól og gott að borða hjá henni og gátu þurrk- að farangur sinn. Mamma var mikil listakona þegar kom að hvers konar hann- yrðum og vann í mörg ár í hann- yrðaverslun. Hún saumaði og prjónaði fötin á okkur systur eins og tíðkaðist á þeim árum og það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt lék í höndum hennar og hvert listaverkið tók við af öðru. Ýmis hjálpar- og góðgerð- arsamtök hafa líka notið góðs af prjónaskap hennar. Mömmu og pabba fannst gam- an að ferðast. Í fyrstu voru það tjaldferðalög um landið með dæt- urnar og alltaf var farið til Húsa- víkur í heimsókn til föðurfjöl- skyldunnar. Þegar árin liðu fóru þau að ferðast til útlanda og fóru vítt og breitt um heiminn. Mjög minnisstæð er mér vel heppnuð ferð sem við Guðmundur fórum með þeim til Kúbu. Þar var margt að sjá og upplifa með þeim. Eftir að pabbi lést árið 2010 fækkaði ut- anferðunum en við systur fórum nokkrar ferðirnar með henni sem henni þótti mjög skemmtilegt. Elsku mamma. Það verður erf- itt að koma til Eyja og þú ekki þar en ég er þakklát fyrir að hafa haft þig svo lengi í lífi mínu. Þín dóttir, Lilja. Í dag kveð ég elsku mömmu eftir 65 ára samfylgd. Það er skrýtið að hugsa til þess að að eiga aldrei eftir að heyra rödd hennar aftur og eiga skemmtileg samtöl við hana, sem oftar en ekki snerust um fréttir af börnum og barnabörnum og okkar sameigin- lega áhugamáli handavinnu. Þar var hún svo sannarlega á heima- velli, vissi allt og kunni allt. Það var gott að geta leitað í hennar þekkingarbanka þegar minn var tómur. Allt lék í höndunum á mömmu hvort sem það var að sauma, prjóna eða baka og skreyta tert- ur. Ásgeir tengdasonur þakkar allar hnallþórurnar sem hann minnist frá Brimóárunum. Mamma var kletturinn í lífi okkar systra á mótunarárunum í Eyjum. Það var hún sem sá til að matur væri borinn fram á mat- málstímum. Hún sá um að skóla og heimanámi væri sinnt og hún sá til þess að við værum vel klæddar í fallegum heimasaum- uðum kjólum og handprjónuðum peysum. Sem sjómannskona gekk hún í öll verk, hvort sem það var að skipta um öryggi í rafmagnstöfl- unni, tengja ljós eða laga kyndi- ofninn í kjallaranum auk þess sem hún sinnti uppeldinu að mestu leyti ein þar sem heimilisfaðirinn var mikið fjarverandi. Mamma var ekki mikið fyrir fjölmenni. Henni leið best á eyj- unni sinni fögru og í sínu ríki, sem var heimilið. Hún naut þess að fá barnabörnin þangað í heimsókn og sinnti þeim af mikilli hlýju, natni og kærleik enda elskuðu þau Eyjaheimsóknir sínar. Hafðu þökk fyrir allt elsku mamma. Þín Helga. Þau voru ófá sumrin sem ég fékk að eyða með ömmu og afa í Eyjum sem krakki. Þjóðhátíðin, pysjurnar, bíltúrarnir og göng- urnar. Það voru svo sannarlega forréttindi að fá að vera hjá þeim á sumrin. Orðið „nei“ var nú varla til í orðaforðanum hjá henni ömmu minni, enda fékk maður allt sem mann lysti, og stundum of mikið af því góða. Hjartahlýja, hjálp- semi og óþrjótandi þolinmæði er það sem amma Jóna mín var. Mér er minnisstætt þegar ég sá lítið glerglas með íslenska fánanum í búðarglugga í Eyjum, ég hef sennilega ekki verið meira en 4-5 ára, sem ég varð að fá. Og auðvit- að sagði amma já og við fórum inn í búðina og keyptum glasið. Ég var varla kominn út úr búðinni þegar ég missti glasið í götuna og það brotnaði í þúsund mola, ég fór auðvitað að væla, en amma leiddi mig bara aftur inn í búðina og keypti annað glas handa mér. Ég þerraði tárin og gekk út úr búð- inni með nýtt glas. Í þetta skiptið komst ég um fimm metra frá búð- inni áður en ég missti glas númer tvö sem fór sömu leið og glas númer eitt. Í stað þess að reiðast fór amma bara að hlæja, fór inn í búð, keypti þriðja glasið og sagði: „Á ég ekki bara að geyma það þangað til við komum heim!“ Að vera á fertugsaldri og eiga ennþá ömmu hafa verið forrétt- indi, en allt í þessu lífi tekur enda og mér finnst kannski sárast hve litlum tíma ég náði að eyða með þér síðastliðin ár. Ég kveð þig með söknuði og von um að leiðir okkar liggi saman á ný einn góðan veðurdag. Sæþór Ásgeirsson. Elsku amma Jóna. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur með okkur, að eiga ekki lengur ömmu í Eyjum. Ömmu sem tekur á móti manni með hlýju faðmlagi og breiðu brosi á eyjunni fögru. Þau voru ófá skiptin sem þið afi biðuð okkar systkinanna í höfn- inni og við fengum að vera hjá ykkur í algjöru dekri. Nýbakaðar kleinur og flatkökur, daglegir rúntar um eyjuna, sundferðir og pysjuveiðar einkenndu gjarnan dvölina. Í seinni tíð einkenndust heimsóknirnar af kaffidrykkju, spjalli um prjónaskapinn og hug- myndum um hvað ætti að prjóna næst. Þú varst algjör listakona í höndunum og ég er svo þakklát í dag fyrir að hafa loksins drifið í því að læra að prjóna og fengið að deila þessum áhuga með þér. Það var sama hvers konar handavinna það var, það lék allt í höndunum á þér. Ég gleymi því ekki þegar þú þrengdir útskriftarkjólinn minn á svölunum á Tenerife með nál og tvinna úr kínabúðinni. Ég var spurð eftir á á hvaða saumastofu ég hefði látið gera breytingarnar á kjólnum, svo ótrúleg varstu í höndunum. Þú varst einstaklega hjartahlý og hafðir svo góða nærveru. Þú hugsaðir svo vel um fólkið í kring- um þig, sem er líklegast ástæðan fyrir því að við barnabörnin og barnabarnabörnin sóttum í að eiga með þér góðar stundir. Sölvi Geir sagði einmitt við mig eftir síðustu ferðina okkar til þín: „Ég á eftir að sakna langömmu Jónu, hún er svo rosalega góð kona.“ Stundum eru börnin nefnilega svo góð að orða hlutina. Þótt erfitt sé að kveðja þig elsku amma ylja ég mér við góðu minningarnar. Það er fallegt að hugsa til þess að þú ert nú aftur við hlið afa Sigga. Þú munt ætíð eiga stóran stað í hjarta mínu. Takk fyrir allt, hvíl í friði. Þín Íris Björk. Elsku amma, mikið sakna ég þín! Þegar ég sest niður streyma allar fallegu minningarnar í gegn- um hugann. Þú varst okkur alltaf svo góð og alltaf til staðar. Þegar eitthvað bjátaði á réttirðu okkur alltaf styrka hjálparhönd og leiddir okkur með þinni einstöku hlýju. Þú hafðir líka alltaf tíma fyrir okkur og það var svo gott að vera hjá þér. Þú varst alltaf til í að kenna mér og leiðbeina og áttum við margar yndislegar stundir saman við alls kyns föndur og hannyrðir. Við gátum líka setið tímunum saman og spjallað um allt milli himins og jarðar og það var svo gaman að hlusta á þig tala um gömlu dagana. Þegar dóttir mín fæddist varðstu langamma í fyrsta sinn. Það var mér svo dýrmætt að sjá hversu fallegt samband ykkar var og mun ég geyma þær minningar í hjarta mínu um ókomna tíð. Elsku amma. Mér þykir erfitt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur. Ég á eftir að sakna þess að gera allt með þér sem við gerðum saman hér áður fyrr. Eftir sit ég með minningarn- ar um góða ömmu, þá bestu sem hægt er að hugsa sér. Amma hafði eyru sem alltaf hlustuðu, faðmlag sem alltaf veitti hlýju, ást sem aldrei endar og hjarta úr gulli. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Sofðu rótt. Þín Sædís. Elsku amma, nú ertu farin frá mér og ég sakna þín mikið. Ég á þér svo ótal margt að þakka amma mín. Þú fylgdist með og gladdist yfir framförum mínum. Þú sýndir mér einstaka um- hyggju og hlýju. Þú kenndir mér svo margt, leiðbeindir mér, hvatt- ir mig og studdir á þroskabraut minni. Þú varst ekki bara amma mín, þú varst líka vinkona mín og ég sótti mikið í félagsskap þinn. Allt- af tókstu á móti mér opnum örm- um þegar við hittumst: „Katrín mín, góða stelpan mín.“ Svo var enni lagt að enni, vangi við vanga, koss og knús. Þetta var kveðjan okkar ömmu sem núna er hljóðn- uð. Að heimsækja þig á Boðaslóð- ina voru gæðastundir. Þá sat ég oft löngum stundum í litla her- berginu inn af eldhúsinu og perl- aði og þú straujaðir listaverkin mín jafnóðum og bauðst mér upp á prins póló og pepsi max. Það var líka svo gott að fá að gista hjá þér. Við horfðum á sjónvarpið saman, höfðum „snakk og partí“ og þú last Siggu og skessuna eða Snúð og Snældu fyrir svefninn og núna kveð ég þig elsku amma mín með þínum orðum við mig: Góða nótt, sofðu rótt og guð geymi þig. Þín Katrín Helena. Jóna Kristjana Guðmundsdóttir - Fleiri minningargreinar um Jónu Kristjönu Guð- mundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.