Morgunblaðið - 02.12.2022, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.12.2022, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ RALPH FIENNES NICHOLAS HOULT ANYA TAYLOR-JOY Painstakingly Prepared. Brilliantly Executed. FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR ENCANTO KOMIN Í BÍÓ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI USA TODAY ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post 84% SCREENDAILY IGN VANITYFAIR THEHOLLYWOOD REPORTER 91% 71% Tilnefningar til Kraumsverðlauna kynntar Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Auroru velgerðarsjóðs, verða afhent í fimmtánda sinn síðar í þessummánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Dómnefnd hefur nú valið þær plötur er hljóta tilnefningar, svokallaðan Kraumslista. Það sem einkennir tilnefningarnar í ár er sá fjöldi listamanna sem kemur fram á sjónarsviðið með sínum fyrstu breiðskífum. Tilnefnd eru (flytjandi og verk): Alfreð Drexler – Drexler’s Lab; Ari Árelíus – Hiatus Terræ; Ástþór Örn – Amachine that runs on blood; Final Boss Type ZER – 1000 Cuts; Fríða Dís Guðmundsdóttir – Lipstick On; Guðir hins nýja tíma – Ég er ekki pervert, ég er spæjari; gugusar – 12:48; Kraftgalli – Kúlomb; Kruklið – SAMHERJI: The musical; KUSK – Skvaldur; Kvelja – Andþrot; Kvikindi – Ungfrú Ísland; Lilja María Ásmundsdóttir & Ines Zinho – Internal Human; OhMama – Hamraborg; Óskar Kjartansson – Gork; Ronja – 00000; Siggi Olafsson (Berglind Ágústsdóttir) – Lost at war; Skurken – Dagur; Stirnir – Beautiful Summer, Big Stjarna; Ultraflex – InfiniteWellness og Una Torfa – Flækt og týnd og einmana. Gugusar er meðal hinna tilnefndu Doomcember-rokkhátíðin á Gauknum Tónlistarhátíðin Doomcember fer fram á Gauknum í kvöld, föstudags- kvöld, og á morgun. Er hún tileink- uð hljómsveitum sem spila svokall- aðan dómsmálm (doommetal) sem og öðrum sveitummeð sambærilega hugmyndafræði í tónsköpun. Tón- list sem, eins og segir í tilkynningu, „skapar tómhyggju, er hávær án þess að vera skerandi. Tónlist sem krefst þolinmæði, umhyggju fyrir smáatriðum og tilraunastarfsemi.“ Þá segir: „Með nógu mikið af mögnurum, trommum og stilla það allt upp í 11 mun tónleikastaðurinn anga af hljóðþunga sem yfirþyrma eyrun sem ogmeðvitund.“ Bresku hljómsveitirnar Conan, Slomatics og Kurokuma koma fram og einnig ellefu íslenskar, þar á meðal Dead Coyote, Mondernte, Godchilla, Morpholith, Núll, Pthumulhu ogWeMade God. Ljósmynd/Eydís Klara Þorleifsdóttir Málmur Hin sænska Saturnalia Temple hefur leikið á hátíðinni. Christine McVie í Fleetwood Mac látin Söngkonan og lagahöfundurinn Christine McVie, einn fimmmeð- lima hinnar vinsælu bresk-banda- rísku hljómsveitar FleetwoodMac, er látin 79 ára að aldri. Hún lést á sjúkrahúsi eftir stutt veikindi. FleetwoodMac var stofnuð í London árið 1967 og hafa plötur sveitarinnar selst í yfir 100 millj- ónum eintaka. Ein platnanna, Rumours, er meðal söluhæstu dægurlagaplatna allra tíma. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru Mick Fleetwood, Lindsey Bucking- ham, Stevie Nicks og JohnMcVie en þau Christine voru gift til ársins 1976 en störfuðu áfram í hljómsveitinni. AFP/Steven Ferdman Vinsæl Christine McVie á tónleik- ummeð FleetwoodMac árið 2018. ReykjavíkGrapevine hlautLítinn fugl Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fugl Jón Trausti Sigurðarson, ritstjóri Reykjavík Grapevine, í fremri röð fyrir miðju. Hann tók við Litlum fugli og með honum voru tveir fv. blaða- menn Reykjavík Grapevine, þeir John Rogers (aftari röð) og Sindri Eldon, og tveir núverandi, Josie Gaitens (aftari röð) og KimWagenaar. lLaufey, KÍTÓN og Hljómahöll einnig verðlaunuð á Degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var hátíðlegur í gær Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur í gær og að vanda var íslensk tónlist og tónlistarfólk í öndvegi. Í Hörpu voru veittar viðurkenningar í tilefni dagsins og heiðursverðlaunin Lítill fugl. Hlaut þau að þessu sinni fjölmiðillinn Reykjavík Grapevine fyrir öfluga tónlistar- og menningarumfjöllun allt frá stofnun blaðsins 2003, eins og því er lýst í tilkynningu. „Reykjavík Gra- pevine er íslenskt tímarit á ensku og er markhópur blaðsins ferðamenn og nýir Íslendingar. Markmið blaðsins er að endurspegla samfélagið og skoðanir sem brenna á vörum fólks. Jafnan hefur íslenskt samfélag verið skoðað utan frá, og hefur blaðið verið skemmtilega gagnýnið í gegnum tíð- ina,“ segir þar og að tónlistarrýni hafi verið afar metnaðarfull til margra ára, umfjöllun um tónlist og útgáfu verið mjög sterk og starfsfólk miðils- ins haldið úti tónleikum og hvers kon- ar viðburðahaldi með sóma. „Helsti styrkleiki blaðsins er þó tvímælalaust öflug menningarumfjöllun sem nú- verandi ritstjórn ætlar sér að efla enn frekar, enda besta leiðin fyrir ferðamenn og aðra til þess að kynnast landi og þjóð að sögn aðstandenda blaðsins,“ segir enn fremur í tilkynn- ingu og tók núverandi ritstjóri og einn stofnenda blaðsins, Jón Trausti Sigurðarson, við verðlaununum. Hvatning fyrir KÍTÓN Verðlaun og viðurkenningar Dags íslenskrar tónlistar hafa verið veitt þeim sem hafa fjallað, skrifað og skráð sögu íslenskrar tónlistar. Hvatningarverðlaun Dags íslenskr- ar tónlistar hlaut í ár félag kvenna í tónlist, KÍTÓN, sem var stofnað árið 2013 og hefur að markmiði að auka þátt kvenna í tónlist hvort heldur er í almennri spilun eða tón- leikaframkomu. Tónlistarkonurnar Védís Hervör, sem er einn stofnandi og fyrsti formaður félagsins, og Sóley Stefánsdóttir, núverandi formaður, tóku við viðurkenningunni fyrir hönd KÍTÓN. Nýsköpunarverðlaun hlutu aðstandendur smáforritsins Gjugg sem safnar saman upplýsingum um hvers konar viðburði í tónlist og menningu á öllum sviðum og auð- veldar aðgengi fólks að þeim um allt land. Gluggann, verðlaun veitt þeim verkefnum sem þykja sýna ís- lenskri tónlist sérstakt atfylgi, hlaut Hljómahöllin og tók Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallar við viðurkenningunni. Loks voru veitt Útflutningsverð- laun og hlaut þau Laufey Lín Jóns- dóttir sem vakið hefur mikla athygli og náð til milljóna hlustenda á sam- félagsmiðlum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.